Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987 Heill heimur ævintýra í Florida skín sólin allt árið - og þangað fljúga Flugleiðir þrisvar í viku, beint flug til Orlando. Veðursældin í Florida er aðeins eitt af þvf sem er einstakt. Þar geturðu iðkað íþróttir, notið skemmtanalífs og kynnst óviðjafnanlegri ævintýraveröld: Disney World, Sea World og Cypress Gardens eru staðir sem seint gleymeist. Hafið samband við söluskrifstofur Flugleiða eða ferðaskrifstofur og fáið nánari upplýsingar. Upplýsingasími: 25 100 FUJGLEIDIR -fyrír þíg- Heimildaþættír Bókmenntir Erlendur Jónsson Hannes Pétursson. MISSKIPT ER MANNA LÁNI. Heimilda- þættir III. 199 bls. Iðunn. Reykjavík, 1987. Þrír eru þættir í þessu bindi. G. Blander heitir hinn fyrsti og segir frá Blöndhlíðingi sem hvarf ungur á vit ævintýra í útlöndum og kall- aði sig upp frá því Blander eftir heimasveit; hét áður Gottskálk Gottskálksson. Síðast þénti G. Blander fyrir sléttan soldát í kóngs- ins regímenti, veiktist þá og var skilað heim á Frón eins og hveijum öðrum kramaraumingja, skotið á land í Reykjavík en þaðan sendur á heimasveit sína nyrðra. Yfirvöld hófu nú bréfaskriftir sín á milli eins og venjulega þegar slíkri byrði var varpað á herðar þeim. En G. Bland- er átti eftir að hressast, yfirvöldum til léttis, og lifa í mörg ár enn. Að lokum varð hann þjóðsagnapersóna sem ævintýralegar ýkjusögur fóru af. Skaust líka fyrir tilviljun inn í ferðabók Hendersons. Næsti þáttur, og hinn lengsti í .bókinni, nefnist Sveitarstólpi og greinir þar frá Jóhanni Pétri Péturs- syni sem ólst upp í fátækt en tókst með elju og útsjónarsemi að verða höfðingi í sinni sveit og þar á ofan ríkur miðað við sinnar tíðar mæli- kvarða; rak meðal annars nokkurs konar banka í sveit sinni. G. Blander var barn 18. aldar en Jóhann kom undir sig fótunum á seinni hluta hinnar 19. og lifði nokkuð fram á þessa. í samræmi við titlatog 19. aldar nefndist hann »herra óðala- og kirkjueigandi hreppstjóri og sýslunefndarmaður« og sýnist hafa borið þær nafnbætur með sóma. Þriðji og síðasti þátturinn heitir svo Skúlaþáttur Bergþórssonar en Skúli sá var hagyrðingur og rímna- skáld, eitt með hinum síðustu á landi hér. Hannes Pétursson minnir á að ekki hafí Jónas Hallgrímsson undirritað neitt dánarvottorð yfír rímnakveðskapnum með ádrepu sinni í Fjölni eins og stundum hafí verið haldið fram; margur maður hafi ort rímur eftir það og kvæða- menn haldið áfram að stytta fólki stundir með kvæðaskemmtun. Skúli taldist til heldri bænda í sinni sveit og var auk þess virtur fyrir hag- mælskuna. En sú viðurkenning dugði honum skammt til að verða langlífur í landinu: kveðskap hans telur Hannes nú að mestu leyti gleymdan. Allir gerast þættir þessir í Skaga- fírði þó ferill ýmissa, sem við sögu koma, sé auðvitað rakinn víðar. Margir eru jafnan nefndir til sögu hverrar. Ber þar hæst, auk sögu- hetju, venslafólk og sveitunga; síðan aukapersónur ýmsar sem bregður fyrir í svipsýn, koma og hverfa. Sökum þess að á 19. öld voru uppi í Skagafirði fræðaþulir góðir hefur meira varðveist um menn og mannlíf þar um slóðir en víðast hvar annars staðar frá sama tíma. Ber þá hæst Gísla Konráðsson og Jón Espólín, en Hannes Péturs- son sá um útgáfu Skagfírðingasögu hins síðar nefnda sem út kom fyrir nokkrum árum. Er í riti því óþijót- andi uppspretta fróðleiks. Þar að auki hefur Hannes sótt mikið í handrit ýmis, skrifaðar bækur, bréf og geminga. Hygg ég að ekki tjói öðrum að gera frekari leit að efni eftir að hann hefur farið í gegnum það. Óþarft er að taka fram að höf- undur gjörþekkir staðhætti alla. Þess háttar kunnugleiki hygg ég að sé líka allt að því nauðsynlegur í ritun þátta af þessu tagi. En að- stæður fólks á fyrri öld voru svo ólíkar nokkru sem nú þekkist að ófróðum getur reynst örðugt að skilja það og setja sig í spor þess. Hannes Pétursson þekkir þetta fólk og umhverfí þess, lífsbaráttu, mál- far og kæki. Allt lifnar það í frásögn hans, lesandinn verður þátttakandi í gleði þess og amstri. Lífið var hart, vitanlega. Og svipmót ein- staklingsins mótaðist af því. Jóhann Pétur mátti til að mynda sjá á bak fjölskyldu — konu og bömum; allt sópaðist það ofan í kalda gröf á skömmum tíma. En hann gafst ekki upp heldur byijaði upp á nýtt; fékk sér aðra konu. Sú sambúð entist lengi. En æskubríminn varð ekki kveiktur öðm sinni. Og lítið fór fyrir ástríkinu í því hjónabandi. »1 eihkalífi sínu var hann ekki að sama skapi auðnumaður sem hann var auðsæll,« sagði séra Tryggvi á Mælifelli við útför hans. Gömlu prestamir þuldu ekki eintómt jarð- arfararlof. Þeir gátu sagt sannleik- ann — en meðhömjluðu hann af nærgætni! 19. öldin, þessi mikla skáldskap- ar- og hugsjónaöld með þjóðum Evrópu, reyndist íslendingum örð- ug. Fýrsta fjórðunginn — búskapar- ár G. Blanders — var landið að rétta sig við eftir nýafstaðin áföll. Mið- hlutann mátti heita að árferði væri nokkuð gott og juku menn þá bú sín, þeirra á meðal bóndinn, Skúli Bergþórsson. En seinni hlutinn varð samfellt harðindatímabil. Þá bjó Jóhann Pétur búi sínu. Og efnaðist, Hannes Pétursson. þrátt fyrir hörkuna í veðráttunni. Menn vom famir að sjá eitthvert ljós framundan. Svo hafa vísir menn talið að Is- land hafi aldrei verið lengra á eftir öðmm Evrópuþjóðum í tækni og verkmenningu en um síðustu alda- mót. Sá, sem hefði ferðast um landið í byijun 19. aldar og svo aftur undir aldarlokin, hefði varla komið auga á stórvægilegar breyt- ingar. Hitt fer ekki á milli mála að hugarfarsbreyting hafði orðið hér, og hún töluverð. í þeim skilningi er sem aldir líði frá því er soldát G. Blander var varpað hér á land þar til bóndi og sýslunefndarmaður, Jóhann Pétur, er að gjalda guði sitt með því að láta smíða forláta guðshús fyrir eigin reikning, sjálf- um sér og sveitungunum til gleði og sáluhjálpar. Blaðaútgáfa, sem dafnaði jafnt og þétt er á öldina leið, sýnist hafa haft dijúg áhrif. Blöðin sameinuðu þjóðina. 0g þau bám út hróður forstandsmanna eins og Jóhanns Péturs. Og þó svo að sveitarstólpinn væri klénlega skrif- andi nýttist honum bijóstvitið til jafns við margan sem langskóla- göngu hafði notið. Sjálfstraustið reið baggamuninn. Menn höfðu líka komist að raun um að mannúð og hyggindi væm nokkurs virði. Þegar sóknarpresturinn spurði sveitar- höfðingjann,. ellimóðan, á hveiju hann hefði efnast um ævina, var svarið: »Á því að eiga góðar skepn- ur og fara vel með þær.« Uppeldið hafði að sjálfsögðu mótað menn eins og Jóhann Pétur þannig að þeir breyttu lítt háttum sínum þótt þeir kæmust í álnir. Fjas og mælgi var þeim ijarri. Hvert ort skyldi vega fjórðung. Sama gilti um sund- urgerð í klæðaburði, allt eins þó efni leyfðu. »Hann fór aldrei í danska skó og setti aldrei á sig harðan og háan flibba . .. «En þess- ir karlar höfðu sinn hátt á að láta í ljós tilfinningar, réttu hjálparhönd þeim sem í nauðir rak án þess að hafa hátt um það og launuðu frem- ur með gerðum en orðum ef þeim þótti þeir eiga skuld að gjalda. Upplýst er á bókarkápu að með bindi þessu ljúki heimildaþáttum Hannesar Péturssonar. Er safn þetta orðið bæði mikið og gott. Þættir sem þessir geta kallast sérís- lensk bókmenntagrein. í fyrstunni mátti þetta heita sérsvið alþýðlegra fræðimanna. Hannes Pétursson hefur, ásamt Jóni Helgasyni, lyft þessari ritun til vegsauka. Með því að beita ströngum rannsóknarað- ferðum en hefja efnið jafnframt í veldi skáldskapar með þróttmiklum stíl og orðfæri sem hæfir efni hefur Hannes Pétursson hér með skapað bókmenntaverk sem er örugglega óhætt að skipa við hliðina á skáld- verkum hans. Með heimildaþáttum þessum hefur hann aukið ritsafn sitt svo um munar. • &TI DK HUÓMAR BETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.