Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987
AKUREYRI
Ungur maður slasaðist í útaf-
keyrslu í Olafsfjarðarmúla
RÚMLEGA tvítugur piltur frá
Sauðárkróki missti stjórn á bíl
sínum í Ólafsfjarðarmúla á ell-
efta tímanum í fyrrakvöld með
þeim afleiðingnm að bíllinn fór
fram af Múlanum og hafnaði í
fjöruborðinu, 150 til 160 metrum
neðar, gjörónýtur. Svo virðist
sem ökumaðurinn, sem reyndist
vera einn i bifreiðinni, hafi kast-
ast út úr bifreið sinni ofarlega í
Múlanum sem mun hafa orðið
honum til lifs, að sögn björgunar-
sveitarmanna.
Hjólförin lágu fram af
Apótekari Dalvíkinga Óli Þ.
Ragnarsson sem var á leið frá
Dalvík til ÓlafsQarðar tók fyrstur
eftir hjólförum í Múlanum sem
bentu til útafkeyrslu. Hann sagðist
í samtali við Morgunblaðið hafa
haldið rakleiðis áfram til Ólafsfjarð-
ar án þess að stöðva bíl sinn enda
hefði ekkert verið hægt að sjá í
myrkrinu. „Bílljósin hjá mér lýstu
beint eftir hjólförunum og beint
fram af. Örlítill snjóruðningur var
á vegarbrúninni og sá ég hvar förin
lágu alveg í gegnum ruðninginn.
Ég gerði lögreglunni á Ólafsfirði
strax viðvart og fór ég með henni
á slysstað auk þess sem björgunar-
sveitarmenn úr Tindi voru kallaðir
út. Komið var á vettvang um kl.
23.20. Sextíu til áttatíu metrum
neðan við veginn í snarbröttum
Múlanum fannst meðvitundarlaus
ungur maður, höfuðkúpubrotinn og
mikið slasaður. Björgunarsveitar-
menn bundu kaðal í bifreið sveitar-
innar og sigu niður í Múlann með
sjúkrakörfu þar sem ókleift er að
fóta sig á þessum stað vegna bratta.
Okumaðunnn óþekktur
Leit var haldið áfram eftir að
hinum slasaða hafði verið komið
fyrir í sjúkrabíl þar sem enginn
manna á slysstað þekkti til öku-
mannsins. Læknir frá Ólafsfírði
kom á staðinn með sjúkrabílnum
og var haldið með manninn á Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri þar
sem hann liggur enn þungt haldinn.
Morgunblaðið/Guðmundur Svansson
Flak bifreiðarinnar í fjörunni. Varla er hægt að greina að þetta hafi verið bifreið.
mun það hafa tekið nokkurn tíma,
að sögn lögreglunnar. Bifreiðin
hafði nýlega verið seld frá Akur-
eyri og var á A-númeri, en skráður
eigandi var kona, búsett í
Reykjavík.
Aðalslysagildran
í Múlanum
Bifreiðin var af gerðinni Honda
Civic árgerð 1980. Svo virðist sem
ökumaður hafi verið á leið frá Akur-
eyri til Sauðárkróks og valið sér
leiðina fyrir Ólafsfjarðarmúla og
ætlað yfir Lágheiði á áfangastað.
Óhappið varð í Syðra-Drangsgili,
einmitt á þeim stað þar sem áður
höfðu tvö ökutæki farið fram af
fyrir nokkrum árum. I fyrra óhapp-
inu létu feðgar lífið í Múlanum og
í því síðara fór jarðýta fram af en
ökumaður bjargaðist. A þessum
stað er aðalslysagildran í Múlanum,
en þessi vegarkafli verður úr sög-
unni með tilkomu nýrra jarðganga
í gegnum Ólafsfjarðarmúla.
Ólafsfjarðarmúlinn séður af sjó. Bifreiðin hrapaði niður 150-160
metra og ökumaðurinn fannst á grastó rétt fyrir ofan þverhnýpið.
Þrír björgunarsveitarmenn fóru frá ljóst var að ekki höfðu fleiri verið
Ólafsfirði á slöngubát að bílflakinu, í bílnum var farið að grennslast
sem hafnaði í fjöruborðinu. Þegar fyrir um hver hinn slasaði væri og
Við komum fyrst að
frammðumii og Ktlu
neðar lá maðurinn
— segir Guðni Aðalsteinsson formaður
bj örgnnar s veitarinnar Tinds
„Björgunarsveitin var ræst út
um kl. 23.00 eftir að lögreglunni
hafði verið gert viðvart um hjól-
förin. Krapi og hálka var á
veginum þó óvíst sé enn með
hvaða hætti óhappið bar að. Þá
voru nokkrir bátar fengnir til
að fara út og lýsa upp Múlann á
meðan við vorum að leita,“ sagði
Guðni Aðalsteinsson, formaður
björgunarsveitarinnar Tinds, í
samtali við Morgunblaðið.
„Ökumaðurinn hefur misst stjóm
á bíl sínum þama í beygjunni ann-
aðhvort vegna hálku eða þá hann
hefur ekki verið nógu kunnur að-
stæðum í Múlanum. Hann var búinn
að beygja inn í Syðra-Drangsgil og
var að fara út úr því aftur er hann
lenti út af. Það veit hinsvegar eng-
inn hvenær óhappið varð eða hve
lengi hann hafði legið þama meðvit-
undarlaus," sagði Guðni.
Hann sagði að efst í hlíðinni
hefðu björgunarsveitarmenn komið
að brotinni framrúðunni og litlu
neðar hefði maðurinn legið í snjón-
um. „Við reyndum að hlúa að
honum þar til læknirinn kom með
sjúkrabílnum og þá var hann dreg-
inn upp í börunum og fluttur inn á
sjúkrahúsið. Við bundum kaðla í
björgunarsveitarbílinn og létum
okkur síga niður í Múlann og höfð-
um síðan annan kaðal til að draga
upp sjúkrabörumar. Það er engan
veginn hægt að gera sér grein fyr-
ir því hvort ökumanninum tókst að
koma sér út úr bílnum eða hvort
hann hefur kastast út eftir að
framrúðan fór úr.“
Guðni sagði að bíllinn væri ótrú-
legur á að líta. Hann hefði stungist
niður hrikalegt bjargið, rúllað niður
Morgunblaðið/Guðmundur Svansson
Félagar úr björgunarsveitinni Tindi kanna ástand bílflaksins í fjöru-
borðinu.
hlíðina og alla leið niður í fjöru og
væri nú ein málmhrúga.
Sigutjón Magnússon úr björgun-
arsveitinni er einn þremenninganna
er fór sjóleiðina að bílflakinu. „Að-
koman var vægast sagt hroðaleg
og hefði ömgglega enginn lifað af
að fara þarna niður með bílnum.
Billinn er nú um það bil 20 sm hár
og um tveggja metra langur og er
afturendinn og mælaborðið nú á
svipuðum stað. Það er ekki einu
sinni hægt að sjá hvaða bíltegund
þetta var. Það verður örugglega
ekki reynt að ná honum upp,“ sagði
Sigutjón.
Rjúpna-
veiðimenn
Eigum öryggisblys í átta
skota pakkningum.
Póstsendum um land allt.
SANDFELL HF
Veiðarfæri - útgerðarvörur
v/Laufásgötu, sími 96-26120
TÍSKU-
UÓS
í AKURUÓSI
AKURVÍK
Allt fyrir bílinn
Látið yfirfara bílinn
fyrir veturinn.
Vandið valið -
Við vöndum verkin.
Við Tryggvabruul. Akureyri - Sími 22700
þÓRSHAMAR HF.
. er\
BÓKVAIi
KOMPAN
SKIPAGÖTU 2 • AKUREYRI
SÍMI 96-2 59 17
reiknné'AR
örbvlgjuofn ar
íHIf