Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987 Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi Atvinnu-, samgöngu- og skattamál efst á baugi Frá fundinum. Sturla Böðvarsson í ræðustól, við hlið hans silja Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, Húnbogi Þorsteinsson og Einar Halldórsson. Stykkishólmi. Á tveggja daga aðalfundi Sam- bands-sveitarfélaga á Vesturlandi, sem haldinn var í Stykkishólmi fyr- ir skömmu, voru margvísleg sveit- arstjómamál til umræðp. Þá mættu ráðherramir Matthías Á. Mathiesen og Jóhanna Sigurðardóttir á fund- inn og gerðu grein fyrir sínum málaflokkum í ríkisstjóm. Aðalfundur samtaka sveitarfé- laga í' Vesturlandskjördæmi hófst í félagsheimilinu í Stykkishólmi föstudaginn 27. nóv. sl. kl. 10 ár- degis með því að formaður samtak- anna, Gunnar Már Kristófersson, sveitarstjóri á Hellissandi, setti fund og bauð fulltrúa velkomna á fund- inn, en þar vom við upphaf mættir yfir 50 fuiltrúar víðsvegar úr kjör- dæminu. Tilnefndi hann fundar- stjóra Magndísi Alexandersdóttur, Stykkishólmi, og Jóhann Ársæls- son, Akranesi, en til að rita fundar- gerðir þau Kristínu Thorlacius, oddvita, Staðarstað, og Jóhannes Þórðarson. Kjörbréfanefnd var síðan kosin og að því loknu flutti Gunnar Már skýrslu stjómar, en áður ávarpaði sveitarstjómamenn frú Ingibjörg Pálmadóttir, bæjarfulltrúi frá Akra- nesi. Gunnar ræddi mjög um óvissu bæði í landsmálum og sveitar- stjómamálum og reyndi á hversu vel tækist til um nýtt staðgreiðslu- kerfi, innheimtu sveitargjalda, og hvemig að innheimtu væri staðið. Talað væri um 10 innheimtuskrif- stofur á landinu og um leið létta þessum innheimtum af sýslumanns- embættum, sem að fyrst um sinn yrðu að annast þetta. Sveitarstjómir þurfa að halda vöku sinni gagnvart ríkinu, sagði Gunnar. Þá ræddi han um hugsanlegt samstarf við Byggðastofnun um rannsókn á atvinnutækifærum á Vesturlandi. Kvaðst hafa ritað Byggðastofnun bréf þetta varðandi og óskað eftir fyrir hönd SSV að til þessa undirbúnings og starfs yrðu veittar nú þegar 700 þúsund kr. Undirtektir hefðu verið nei- kvæðar — en áfram verður haldið. Hann kom einnig inn á ferðaþjón- ustu sem í ríkara mæli haslar sér völl í kjördæminu. Þá minntist Gunnar á námskeið sem sambandið hefði beitt sér fyrir í ýmsum þáttum verkefna sambandsins. Hefði þessi tilraun gefið góða raun og myndi haldið áfram. tóku mestan tíma á aðalfundi SSV sem haldinn var í Stykkis- hólmi í nóvember sl. Eftirfarandi var samþykkt: Vegamál: Varanlegum vegi fyrir HvaiQörð verði lokið sem fyrst. Fram fari rannsókn á brúargerð yfir HvalQörð eða jarðgöngum. Vegur vestur Mýrar verði byggður upp hið allra fyrsta svo og vegurinn hjá Svigna- skarði. Áhersla sé lögð á samteng- ingu vega á Snæfellsnesi og mælt með gerð vegar um Dökkólfsdal og vatnasvæðið sem tengi byggðimar og varanlegur vegur verði gerður um Búlandshöfða. Vegurinn um Bröttubrekku verði byggður upp sem fyrst og einnig vegurinn um Svínadal í Dölum. Mælt var með byggingu brúar yfir Gilsflörð. Mælt með að byggður verði vegur úr Hvalfjarðarbotni til Þingvalla. Flugvellir: Flugvöllurinn í Grundarfirði Guðjón Ingvi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri, tók næst til máls og iýsti starfi og stefnumiðum sam- bandsins á seinasta ári og því sem á döfinni hefði verið. Taldi hann að miðað hefði í rétta átt, en margt væri ógert sem biði næstu stjómar. Iðnráðgjafi Ragnar Hjörleifsson talaði næst og ræddi um sinn starfs- vettvang. Ræddi um raforkumál kjördæmjsins og hversu misskipt væri verðlagi raforku hinna ýmsu byggða. Unnið væri markvisst að því að brúa bilið svo menn gætu þar setið við sama borð hvar sem er á landinu. Þá sagði hann að leið- beiningar til fyrirtækja væru eitt af brýnum verkefnum. Styðja þau fyrirtæki sem eru í erfiðleikum með rekstur og hjálpa til meiri hag- kvæmni, um leið og unnið væri að stofnun nýrra fyrirtækja. Benti hann m.a. á þá leið til þróunar að stofna á svæðinu fjárfestingarfélög til að styðja til nýrra verka. Snorri Þorsteinsson, fræðslu- stjóri, Borgamesi, flutti skýrslu Hauks Sveinbjömssonar, formanns fræðsluráðs. Þórir Ólafsson skýrði frá starfi Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Þar væru nú 100 nem- endur, en fyrirsjáanlegt að þeir •færu innan skamms yfir 200. Guðjón Ingvi las síðan reikninga sambandsins, en niðurstöðutölur eru rúmar 5 milljónir. Frumvarp um kaup- leiguíbúðir þarfnast stækkunar og endurbóta sem fyrst ef hann á að standast kröfur tímans. Hafnarmál: Vakin er athygli á því að Gmnd- artangahöfn þyrfti að nýta betur en nú er gert. Höfnin getur þjónað miklum hluta Vesturlands sem upp- skipunarhöfn. Skorað á stjómvöld að hækka framlög til hafnarmann- virkja á Vesturlandi. Þá var lögð á það áhersla að sveitarfélög þar sem stunduð er smábátaútgerð eða fisk- eldi í sjó, fái styrki eða lendingabæt- ur út hafnarbótasjóði. Póst- og símamál: Póstdreifing á Vesturlandi verði tekin til endurskoðunar með það að markmiði að bæta skil á pósti og jafna aðstöðu fólks. Æskilegt að sundurgreining pósts fari fram víðar en nú er. Koma þarf á meiri jöfnuði og réttlátari skiptingu síma- kostnaðar í landinu. Mælt með landinu öllu sem einu gjaldskrár- svæði. — Árni ið. Þá mætti félagsmálaráðherra Jóhanna Sigurðardóttir, ásamt Ein- ari Halldórssyni og Húnboga Þorsteinssyni. Félagsmálaráðherra ræddi og skýrði þau mál sem efst og brýnust væru í umræðu dagsins, svo sem staðgreiðslu skatta og skiptingu verkefna milli ríkis og sveita. Hún sagði að ágreiningur hefði verið milli aðila um álagning- arprósentu, en hún hefði farið bil beggja og ákveðið hana 6,7%. Taldi að tekjur sveitarfélaga gætu aukist um 750 millj. á næsta ári með þessu fyrirkomulagi. Ræddi um skipting- una og eins hvemig útgjöld sveitar- félaga aukast ár frá ári. Þá vitnaði hún í ræðu sem hún hélt á aðal- fundi Sambands ísl. sveitarfélaga. Hún sagði að staðgreiðslukerfið væri mjög óljóst og ýmislegt ætti eftir að koma í ljós er það kæmi í gagnið. Þá ræddi hún um verka- skiptingu milli ríkis og sveitarfé- laga. Sveitarsjóðir sjái um byggingu dagvistarheimili bama, íþróttamið- stöðva, félagsheimila, vatnsveitna og tónlistarskóla, auk smærri mála. Verður að sjá sveitarfélögum fyrir tekjustofnum til þessara verkefna. Hún sagði að endurskoðun jöfnun- arsjóðs væri í gangi. — Eg hefi skipað nefnd til að vinna að og samræma næsta áfanga í þörfum sveitarfélaga, sagði Jóhanna enn- fremur. Húsnæðismál eru þau mál sem verður að hafa forystu í. íbúða- byggingar eru miklu færri í ár en undanfarið og munar þar verulega eða frá 1.600 áður í 1.100 nú svo dæmi sé tekið. Ég mun leggja fram frumvarp í næsta mánuði um kaup- leiguíbúðir, þar sem fólk geti valið einn vettvang enn. Þurfa aðilar að fjármagna 15%. Sveitarfélög eru mjög jákvæð gagnvart þessari stefnu. Ennfremur sagði ráðherra: Það er óvenju mikið að gerast í sveitarstjórnamálum i dag. Fyrir utan það sem áður er nefnt er það sameining sveitarfélaga, ekki ein- ungis hinna fámennu, heldur og fjölmennari sveitarfélaga og ætti samstarf þeirra og sameining að verða til aukins hagræðis. Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, gerði grein fyrir nefndarstörfum á vegum sam- bandsins og beindi nokkrum áhugamálum til ráðherra. Góðar samgöngur besta fjárfestingin Aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi var framhaldið laug- ardag 28. nóvember. Þá voru mættir allir þingmenn kjördæmisins og einnig Matthías A. Mathiesen, samgönguráðherra, og honum til trausts og halds frammámenn sam- göngumála, þeir Ólafur Tómasson, póst- og símamálastjóri, Kristján Helgason, umdæmisstjóri, Pétur Einarsson, flugmálastjóri, Snæ- bjöm Jónasson, vegamálastjóri, Hermann Guðjónsson, aðstoðar- maður hans, og Birgir Guðmunds- son, Borgarnesi. Þá mætti fyrir ferðamálasamtökin Sigurður Skúli Bárðarson, hótelstjóri í Stykkis- hólmi. Ráðherra flutti yfirgripsmikið erindi um samgöngumál, hvað áunnist hefði og framtíðarverkefni. Hann ítrekaði að besta íjárfesting landsins í dag væri góðar hafnir, traustir vegir og ömggt flug. Það þýðir lítið að tala um framfarir séu þessi mál ekki í fararbroddi. Þetta er krafa samfélags nútímans. Það er dýrt að reka samgöngukerfið í stijálbýlu landi, en dýrara að veita þeim ekki verulega athygli. Þegar þessu kjörtímabili lýkur verða bundnir vegjr milli 2.700—3.000 km. Vegir lengjast, batna og breytast til hagræðis. Flugvallagerð er auk- in, jarðgangaframkvæmdir ekki langt undan og fara rannsóknir fram á þeim svæðum sem nauðsyn er mest. Vegaáætlun gerir ráð fyr- ir 2,4% af þjóðartekjum. I ár verður varið til vega yfir 2 milljónum. Fjár- framlög til vega hafa oft farið fram úr áætlun og allt að 6% á ári. Nauð- syn er að framlög til vega verði ekki skert. Vegamál á Vesturlandi þokast áfram og þar hafa aðgerðir verið miklar miðað við önnur svæði, nefndi ráðherra ýmis dæmi því til sönnunar. Hann minntist einnig á símamál sem hafa tekið miklum framförum. Mikil aukning smábáta leiðir af sér að huga verður að öruggum hafnarframkvæmdum og er unnið að slíku í öllum höfnum í kjördæm- inu, sumt er vel á veg komið, annað komið af stað. Fjögurra ára áætlun Akraness, Ólafsvíkur og Stykkis- hólms hefir yerið samin um hafnar- mannvirki. Að Breiðafjarðarfeij- unni verður unnið og hafnarbótum til að hún verði starfhæf. Á Vestur- landi eru nú 3 áætlunarflugvellir og 9 aðrir flugvellir. 7,5% af heild- arútgjöldum fjárlaga fara til samgöngumála. Fylgdarmenn ráðherra svöruðu fyrirspurnum hver fyrir sitt emb- ætti. Ólafur Tómasson svaraði fyrstur. Upplýsti að fjölgað hefði verið um 75 línur frá Reykjavík og vestur. Seinustu ár má tala um byltingu í símamálum og breytingar og hagræðing væri alltaf á döfinni. Hann sagði að síminn fengi engar tekjur frá ríkinu. Hann yrði að byggja sig úpp sjálfur. Langlínu- sambönd hverfa smátt og smátt og hér á Vesturlandi má segja að sé eitt innanbæjarkerfi. Eitt gjald- svæði. Póstdreifing er erfið og allar tillögur um betri þjónustu og fram- kvæmd eru vel þegnar og teknar til athugunar. Póstfax sem nú ryður sér til rúms um heim allan er þegar komi á stöðvar á Vesturlandi. Farsímaþjónustan hefir verið afar hröð og því ýmis atriði komið í ljós sem bæta þarf úr. Pétur Einarsson, flugmálastjóri kvaðst fagna því mest að nú loksins hefði fengist gerð flugrnálaáætlun til að vinna eftir. Hann sagði að bygging flugvalla miðaði í rétta átt, minntist á flugvelli á Vestur- landi, sérstaklega á þá í Rifi og Stykkishólmi. En flug til þessara flugvalla hefði ekki aukist nema síður sé. Nú væri ekki lengur spurt um sjúkraflugvelli. Þyrlan væri komin til sögunnar og því rétt að huga að þyrlu sem væri notuð til sjúkraflugs. Þá voru hafnarmálin rædd og sagði Hermann Guðjóns- son frá þeim hafnarmannvirkjum sem unnið er að á Akranesi og höfnum á Snæfellsnesi. Snæbjörn Jónasson, vegamála- stjóri, sagði að á vegamálaáætlun þessa árs væri ætlað að vinna fyrir 2.150 millj. og næsta ár 2.850 millj. Bensínsala hefir farið langt fram úr áætlun og gerum við ráð fyrir að um 200 millj. komi í viðbót til vegagerðar af þeirri þróun. Það er í mörg hom að lfta, sagði Sæ- bjöm, og brýn verkefni alltaf alltof mörg. Voru fundarmenn ánægðir með að hafa fengið beint góðar upplýs- ingar og álit. Þá komu tillögur frá nefndum og umræður um þær, en að því loknu fór fram kjör stjómar og starfsfólks sem samþykkt var einróma. í aðalstjóm hlutu kosningu: Guð- bjartur Hannesson Akranesi, Andrés Ólafsson Akranesi, Gunnar Már Kristófersson Hellissandi, Mar- teinn Valdemarsson Búðardal, Jón Böðvarsson Brennu, Gísli Kjartans- son Borgarnesi og Gunnar Svan- laugsson Stykkishólmi. Formaður þakkaði síðan mönn- um komuna, fundarstjóra góða fundarstjórn og ámaði heilla og með því var fundi slitið sem hafði staðið með litlum hvíldum í tvo daga. — Árni Ferðamanna- straumur vaxandi Stykkishólmi. Sigurður Skúli Bárðarson, hót- elstjóri í Stykkishólmi, var einn þeirra er sat fyrir svörum á aðal- fundi Sambands sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi sem hald- inn var í Stykkishólmi 27. og 28. nóv sl. Fréttaritari ræddi stutta stund við hann. Samgöngur eru undirstaða ferða- mála, það fer ekki á milli mála, sagði Sigurður. Eftir því sem sam- göngur lagast sé ég aukningu og einnig þegar hægt er að sjá fólki fyrir góðum ferðum bæði á sjó og landi. Hann sagði að við ferðaþjón- ustu störfuðu 4.000—5.000 manns á landinu og væri þetta vaxandi tekjulind. Það þyrfti að veija meira fé til þessara mála. „Ég tel,“ segir Sigurður loks, „að ferðamálin verðum við að taka al- varlegar en við höfum gert og gera okkar til að laða að góða gesti.“ — Árni Eftir hádegi var fundi framhald- Brú yfir eða jarð- göng undir Hvalfjörð Stykkishólmi í nóvember. SAMGÖNGUMÁL á Vesturlandi Þingmenn Vesturlands, talið frá vinstri: Eiður Guðnason, Alexander Stefánsson, Skúli Alexandersson, Friðjón Þórðarson og Ingibjöm Albertsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.