Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987
Góð barnasaga
Síamskettl-
ingarí sukki
Bókmenntir
Menna Jensdóttir
Collodi. Gosi, ævintýri spýtu-
stráks.
Þýðing: Þorsteinn Thorarensen.
Fjölvaútgáfan, Reykjavík 1987.
Ég held að flestir sem áhuga
hafa á bókmenntum handa yngstu
kynslóðinni hafi hrifist með henni
þegar Þorsteinn Thorarensen las
þýðingu sína á Gosa í útvarpið sl.
sumar.
Hjá honum fór saman góð þýð-
ing, afbragðslestur og næmi fyrir
athygli barna. Þetta gerist of sjald-
an í fjölmiðlum þegar barnaefni á
í hlut.
Nýja þýðingin á Gosa er ítarlegri
og um margt ólík þýðingu
Hallgríms Jónssonar skólastjóra.
Hann þýddi Gosa úr ensku og kom
bókin út 1922. En sá Gosi hefur
lifað með íslenskum bömum i næst-
um sjö áratugi.
I aðfaraorðum fyrir þýðingu sinni
segir Þorsteinn að hér komi sagan
Gosi á íslensku óstytt og beint úr
frummálinu. Hann kynnir höfund-
inn C. Collodi, rekur rithöfundarfer-
il hans og raunar æviferil allan.
C. Collodi var dulnefni Carlo Lor-
enzini sem var fæddur í Flórens á
Ítalíu 1828. Hann var af borgara-
ættum og mjög vel menntaður, en
vann alla sína starfsævi sem skrif-
ari við borgarfógetaembættið í
Flórens. Öllum frístundum varði
hann til ritstarfa. Fyrsta barnabók
C. Collodi kom út 1875. Var hún
eins konar endursögn á ævintýrum
franska lögfræðingsins og rithöf-
undarins Charles Perrault
(1628-1703).
Gosi kom fyrst út 1880 sem
framhaldssaga í bamablaði, en
1883 kom hann í bókarformi og
gerði höfund sinn strax landsfræg-
an, en heimsfrægð öðlaðist hann
ekki fyrr en eftir dauða sinn.
Auk annarra ritverka skrifaði
C. Collodi margar ævintýrabækur
fyrir böm, en engar þeirra vöktu
sérstaka athygli nema Gosi. C.
Collodi andaðist í Flórens 1890.
Megin inntak sögunnar er það hve
illa getur farið fyrir þeim sem virða
að vettugi öll góð ráð og umvandan-
ir frá þeim sem em eldri. Breysk-
leiki Gosa í róti áróðurs og óvæntra
atburða færir honum lánleysi. Hann
þaggar niður rödd samviskunnar
og einlægan, góðan ásetning. Þetta
kemur óneitanlega skýrar og skilj-
anlegar fram í þessari heildarþýð-
ingu. Ekki veit ég hvort lesendum
sem kunna „gamla Gosa“ geðjast
að nafnabreytingum í nýju þýðing-
unni. Hér er Gísli nefndur Jafet,
Logi Eldgleypir og Blossi Lampa-
kveikur. Þýðandi gerir grein fyrir
nafnabreytingunum í aðfaraorðum
sínum. Ékki þótti honum ráðlegt
að breyta nafni Gosa. Eftir að hafa
lesið nýja Gosa fann ég ekki fyrir
þessum nafnabreytingum.
Þýðingamar em um margt svo
ólíkar þótt efnisþráður og atburðir
séu þeir sömu. Ég ætla mér ekki
að gera hér samanburð né rekja
söguþráð sem öllum er svo kunnur.
Ég held að viðhorfín til Gosa
hafi breyst með breyttu sámfélagi.
Hann kemur lesendum ekki lengur
fyrir sjónir eins og heimskur pöm-
piltur. Hrakfarir hané vekja fremur
samúð. I vitund spýtustráksins fel-
ast nákvæmlega sömu eðlisþættir
og í venjulegri barnssál. Lífíð verð-
ur býsna erfitt og viðbrögð og
ákvarðanir oft til óheilla þegar að-
stæður og áleitni biýna skarpt vopn
Þorsteinn Thorarensen
sín og mæta síðan til atlögu við
varnarlítinn óþroskaðan einstakl-
ing. Þetta kemur einnig fram í
myndskreytingunni sem gerð er af
einum kunnasta myndlistarmanni
Italíu, Giorgio Scarato. Spýtustrák-
urinn Gosi hefur milt og bamslegt
útlit, sem virkar eðlilegt og breytist
lítið er hann verður að lifandi dreng.
Jafet er góðlegur í útliti sem svarar
vel til frásagnar af óeigingimi hans
og ástar á spýtustráknum.
Myndir af Bláhærðu dísinni orka
sterkt, þar sem lesa má úr andlits-
dráttunum þá eiginleika hennar er
birtast í sögunni, í einlægri hand-
leiðslu hennar og hjálp til handa
ráðvilltum, oft örvilnuðum spýtu-
strák sem á sér sterka rödd
samviskunnar en ekkert bolmagn
til að hlýða kalli hennar fyrr en
dýrkeypt reynsla hefur vakið það
besta í spýtubijósti hans.
Sérstæður stíll þýðanda nýtur sín
vel. Þetta er einhver besta barna-
sagan í jólaflóði barnabóka, enda
heimsfræg. Útgáfan er vönduð.
Békmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Tómas Davíðsson: Tungumál
fuglanna
Útg. Svart á hvítu 1987
Það er fróðlegt íhugunarefni, af
hverju menn eru sýknt og heilagt
að skrifa bækur. Stundum liggur
það nánast í augum uppi. Og það
er raunar óþarfí að vera með mikil
heilabrot yfir því, hvers vegna ein-
mitt þessi bók var skrifuð. Höfund-
urinn er bersýnilega haldinn þessari
landlægu skriftar- eða sköpunar-
þörf og hefur greinilega haft dálítið
rúman tíma til að sinna verkinu.
Þar með er ég ekki að segja, að
bókin sé svona forkunnarvel skrif-
uð, en hún ber samt með sér að
höfundurinn hefur ákveðinn vilja til
að gera vel. Og hann er býsna vel
að sér í heimi blaðamennskunnar.
Að mínum dómi skilaði sá metnaður
sér þó ekki ýkja langt.Einkum og
sér í lagi hefði þurft að láta ein-
hvern, flínkari Tómasi, fara ræki-
lega yfir handritið.
Það væri óráð að ætla sér að
rekja söguþráðinn, því að hann er
laus í sér og er þá kurteislega til
orða tekið. En í sem styztu máli:
hér segir frá Tómasi ritstjóra Helg-
artíðinda, sem er eftir því sem bezt
verður séð, heiðarlegur meinleys-
ingi, þótt það hafi komið fyrir hann
að verða blaðamaður. Einn góðan
veðurdag- einmitt þegar Helgartí-
ðindi eru að fara á hausinn eina
ferðina er hringt til ritstjórans og
honum eru boðnar á silfurfati upp-
lýsingar um misferli forsætisráð-
herrans. Sá er Sigurður Jónsson og
ávirðingar hans eru að hafa þegið
fé frá fyrirtæki og hvergi gefið það
upp.
Tómas ráðfærir sig við samrit-
stjórann Magna um málið. Um
svipað leyti og þeir eru að reyna
að ná áttum, dettur Tómasi það
snjallræði í hug að fara að halda
við símastúlkuna Eddu. Það sem
vekur hjá honum þessa þörf er að
hún segir helzt aldrei annað en
„ókei“ og þar með lítil hætta á að
Edda verði nein ámóta truflun og
eiginkonan Rósa. Sú er drykkfelld
með afbrigðum og hálfgerð subba
að öllu leyti
Er nú ekki að orðlengja það, að
Sigurður Jónsson segir af sér vegna
uppljóstrana Helgartíðinda. Svo
berast upplýsingar um fyrverandi
seðlabankastjóra og heildsala frá
hinum óþekkta uppljóstrara. Það
væri freistandi að birta það. En þá
gæti nú farið að hitna undir ritstjór-
unum sjálfum. Því að það er
ógerlegt að vera í þjóðfélaginu án
þess að lenda fyrir slysni í svínaríi.
Svo að málið er sett í bið. Mál Sig-
urðar Jónssonar er í rannsókn og
er svona nokkurn veginn úr sög-
unni. Og gerir ekkert til. Einar
Einarssson, verður forsætisráð-
herra í hans stað. Þá kemur upp
úr dúrnum að hann er hommi, að
minnsta kosti hefur hann einhvetja
tilhneigingu í þá átt. Svo hann seg-
ir bara af sér. Og Tómas kemst að
því, hver uppljóstrarinn var(lesandi
er að vísu búinn að því fyrir löngu
og furða hvað Tómás er tregur) og
reynir að hefna harma sinna, heldur
áfram við Eddu símadömu og segir
af sér sem ritstjóri. Lætur sér detta
í hug að skrifa bók.
Var mál að linnti. Ef bókin á
að vera ádeila á spillinguna og sam-
trygginguna, rotnunina í kerfinu,
þá fannst mér það ekki ná tilætluð-
um áhrifum. Málalengingar og
útskýringar eru langdregnar og
heldur hvimleiðar, samtöl alltof
löng; menn tala og tala og tala og
samt nást ekki fram nein áhrif af
öllu þessi tali.
Það er ekki nóg að vera mikið
mál að skrifa. Þessi bók er sérlega
augljós vitnisburður um það. Titill
bókarinnar er ágætur.
Tveir tog-
arar seldu
erlendis
TVÖ fiskiskip seldu afla sinn
erlendis á mánudag. Annað
þeirra fékk lágt verð fyrir karfa
í Þýzkalandi, en hitt þokkalegt
fyrir þorsk í Bretlandi. Fremur
lítið er um sölu á ferskum fiski
héðan í þessari viku, en talsvert
í þeirri næstu.
Sléttanes ÍS seldi 184 lestir,
mest karfa í Bremerhaven. Heildar-
verð var 8,2 milljónir króna,
meðalverð 44,50. Verð á karfa hef-
ur að undanförnu verið um og yfir
60 krónur á kíló, en nú féll það,
meðal annars vegna slakra gæða
og vaxandi framboðs. Af afla
Sléttanessins fóru 9 lestir í gúanó
og allur annar afli í annan gæða-
flokk.
Klakkur VE seldi 112 lestir, nær
eingöngu þorsk í Hull. Heildarverð
var 7,6 milljónir, meðalverð 67,72.
Eitt skip til viðbótar selur afla sinn
í Bretlandi í þessari viku og tvö í
Þýzkalandi. 1 næstu viku verðatveir
togarar og 7 bátar í Bretlandi og
þrír togarar í Þýzkalandi.
FEIN RAFIHAGNSHANDVERKRERI
Fremst í sinum flokki
Höggborvél
- fyrir alhlióa notkun
• Afturábak og áfram snúningur
• Tvö hraðastig með stiglausum rofa
• Handfang sérhannað fyrir rétt átak og grip
• Dýptarstillir í rennigreip
• Hraðastjórn með snúningslæsingu
Hleðsluborvél
-af Imikil og fjölhæf
• Afturábak og áfram snúningur
• Tvenns konar snúningshraði
• Átaksstillir fyrir skrúfuvinnu
• Sjálfvirkt hleðslutæki með Ijósmerki
• Laus hleðslurafhlaða
• Löng ending hverrar hleðslu
• Fer sérlega vel í hendi
Komið og kynnið ykkur mikið úrval FEIN
rafmagnshandverkfæra.
(•
l
Nákvæmni og öryggi
SKEIFUNNI3E, SIMAR 82415 & 82117
Umboðs- og þjónustuaðilar: Póllinn hf., ísafirði; Norðurljós hf., Akureyri; Rafvélaverkstæöi Unnars sf., Egilsstöðum; Geisli, Vestmannaeyjum.