Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987
HÓLMGARÐI 34, REYKJAVÍK Simar: 672400 - 672401 - 31599
Félagi síma-
manna skipt
í starfs-
greinadeildir
Á FJÓRTÁNDA landsfundi Fé-
lags íslenskra símamanna, sem
haldinn var í Stykkishólmi fyrir
skömmu, voru gerðar breytingar
á lögum félagsins. Skiptist það
samkvæmt nýjum lögum í 7
starfsgreinadeildir þannig að í
hverri deild er það starfsfólk
sem vinnur sömu eða hliðstæð
störf.
Þá er landinu skipt í 5 umdæmi
og verði í hveiju umdæmi 3 manna
umdæmisráð sem ætlað er það hlut-
verk m.a. að gera trúnaðarmanna-
kerfið virkara.
Samþykktar voru margar álykt-
anir og m.a. mótmælir landsfundur-
inn harðlega
— hvers konar áformum um skerð-
ingu á kjörum launafólks og
átelur aðför stjórnvalda að
síðustu kjarasamningum og
þeirri ákvörðun að leggja sölu-
skatt á matvæli,
— telur löngu tímabært að stjóm-
völd gangi hart fram gegn
skattsvikum og létti um leið
skattbyrði af almennum launa-
tekjum,
— krefst bættra kjara til handa
símamönnum og lýsir stuðningi
við kjarabaráttu póstmanna,
— varar við fljótfærnislegum ák-
vörðunum í lífeyrismálum og
krefst þess að tryggt verði að
lífeyrisréttur opinberra starfs-
manna verði óbreyttur,
— landsfundurinn bendir á að Póst-
ur og sími er rekinn og byggður
upp einvörðungu fyrir tekjur af
þjónustugjöldum, sem þrátt fyrir
stijálbýli, erfítt landslag og veð-
urfar em einhver þau lægstu í
heimi,
— og furðar sig á að ábyrgir aðilar
innan ríkisstjórnar íslands skuli
taka undir kröfur um að selja
ríkisfyrirtæki eins og Póst og
síma:
Fljótshlíðarhreppur:
Sjötíu ára
afmælis Ung-
mennafé-
lagsinsminnst
UNGMENNAFÉLAGIÐ Þórs-
mörk í Fljótshlíðarhreppi hélt
afmælishóf í Félagsheimilinu
Goðalandi síðastliðinn laugar-
dag, en 10. nóvember voru 70
ár liðin frá stofnun félagsins.
Ungmennaféiagið hefur frá upp-
hafi starfað að ýmsum félags- og
menningarmálum í Fljótshlíðar-
hreppi, svo sem íþróttum, leiklist,
ferðalögum, og skógrækt. Nú í
upphafi afmælisársins setti félagið
upp leikritið Jóa eftir Kjartan Ragn-
arsson undir leikstjórn Ingunnar
lensdóttur. Verkið var sýnt tólf
sinnum og varð húsfyllir á flestum
sýningum. Einnig hefur verið hann-
aður nýr félagsbúningur í tilefni
afmælisins. Þá hefur það verið ár-
viss þáttur í starfi félagsins að
halda álfadans og brennu i kringum
áramót og fyrirhugað er að kveðja
afmælisárið með þeim hætti, þótt
ekki sé ákveðið hvenær. Félags-
menn-eru nú rúmlega 80 talsins.
GERVIH NATTASJ O NVARP