Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 30
30______________________ MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987__ Ríkisendurskoðun um byggingu flugstöðvar: Fimmti off stærsti verk- áfangi for úr böndum Yfirsljórn brást rösklega við þegar erfiðleikar steðjuðu að Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli. Morgunbiaðið/Rax 1. Formáli Tilurð verkefnisins í bréfi fjármálaráðherra til ríkis- endurskoðunar, dags. 4. ágúst 1987, er frá því greint að kostnaður vegna byggingar flugstöðvar á Keflavíkur- flugvelli hafi farið verulega fram úr áætlun byggingaraðila. I framhaidi af því óskar fjármálaráðherra eftir „að ríkisendurskoðun geri sérstaka úttekt á byggingarkostnaði stöðvar- innar frá upphafi, ásamt mati á tæknilegum þáttum og framkvæmd- um tengdum byggingunni. Sbr. fskj. 1. Ríkisendurskoðandi taldi að at- huguðu máli að rétt væri að verða við þessari ósk og setti af þessu til- efni á laggimar vinnuhóp sem í voru þeir Siguijón I. Haraldsson, deildar- stjóri, og Viðar H. Jónsson, við- skiptafræðingur, af hálfu ríkisendur- skoðunar, en þeir Egill ' Skúli Ingibergsson, verkfræðingur, og Tryggvi Sigurbjamarson, verkfræð- ingur, af hálfu Rafteikningar hf. sem leitað hafði verið til varðandi tækni- lega þætti og framkvæmdir tengdar þeim. Var helstu aðilum málsins til- kynnt þetta í bréfi dags. 13. ágúst 1987. Sbr. fskj. 2. 1.1 Vinnulag og markmið 1. Gerð lýsingar. Á grundvelli við- tala við aðila málsins og með hjálp gagna er sett saman efnisleg lýsing og saga framkvæmda. Þar sem heim- ildir greinir á eða áherslumunur er, er það sett fram þannig að sem flest sjónarmið komi fram án þess að dregnar séu ályktanir af hálfu vinnu- hópsins. Þetta nær til tæknilegrar byggingarsögu, skipulags og stjóm- unar þar með talið fjármálastjómun- ar á verkefninu. 2. Niðurstöður. Út frá lýsingu og sögu framkvæmda er komist að nið- urstöðu um hina ýmsu þætti málsins og settar em fram nokkrar hug- myndir um hvaða lærdóm megi draga af þeim. 1.2 Greinargerð um störf Það var ljóst frá byijun að vegna umfangs verksins yrði vinnuhópurinn að reyna að stytta sér leið í vinnu sinni — þ.e. að í stað þess að fá í hendur öll gögn varðandi málið til athugunar yrði að leita aðalatriðanna eftir öðmm leiðum og vinna út frá þeim. Vinnuhópurinn valdi þá leið að ræða við þá sem málinu vom kunn- ugastir og í framhaldi af því að kalla eftir þeim gögnum sem talin vom skipta máli. Leitað var til Seðlabanka fslands um útreikninga á verð- og gengisbreytingum og til Morten Fangel, ráðgjafa í verkefnisstjómun, um uppbyggingu skýrslunnar og vinnulag. Haldnir vom 47 skráðir fundir með aðilum málsins og að auki átti vinnuhópurinn viðtöl við fjölda manna sem tengjast málinu. Gögn um málið hafa verið að berast frá ýmsum aðilum allan tímann sem vinnuhópurinn hefur starfað og hafa þau verið notuð eftir því sem tilefni var til. f skýrslunni er víða vísað í fundar- gerðir vinnuhópsins og fylgiskjöl sem fylgja skýrslunni. Þegar vísað er í fundargerðir er tilvísunin merkt (FG). Reykjavík, 2. desember 1987, Halldór V. Sigurðsson, Siguijón J. Haraldsson 2. Niðurstöður 2.1 Samanburður Meginmarkmið við upphaf verk- efnisins sumarið 1983 vom: — að reisa flugstöð, sem þjónaði ákveðnum tilgangi bæði hvað varð- aði þjónustu og útlit, — að fullgera flugstöðina í apríl 1987, — að kostnaður væri 42 millj. USD og vom verðhækkanir á bygging- artíma innifaldar. Niðurstöður í dag em: — flugstöðin uppfyllir eðlilegar starfrænar og útlitslegar kröfur. Aðfinnslur þar að lútandi em smá- vægilegar. Mannvirkið er glæsilegt að flestra dómi, — flugstöðin var opnuð til umferðar 14. apríl 1987. Allmikið skorti þó á að byggingin væri fullgerð, — samanburður á upphaflegri kostnaðaráætlun og raunkostnaði leiðir eftirfarandi í ljós. Verðlag í sept. 1987 án aðflutningsgjalda og söluskatts: Framreiknaður framkvæmda- kostnaður við fullgerða flugstöð 2.992 mkr. Framreiknuð áætlun 2.121 mkr. Mismunur 871 mkr. Um mismun þann sem hér kemur framer fjallað í kafla 2.2 hér á eftir. 2.2 Áætlanir og raunkostnaður Kostnaðaráætlun um flugstöð dags. 11/11/80 gerði ráð fyrir kostn- aði að upphæð 57 millj. USD. Þessi áætlun þótti of há og var að beiðni stjómvalda endurskoðuð þannig að úr varð kostnaðaráætlun að upphæð 42,4 millj. USD, dags. 13/03/81. Þessi áætlun fól m.a. í sér ýmsan tilgreindan niðurskurð að upphæð 12 millj. USD. Við gerð þeirrar kostnaðaráætlun- ar sem gengið var út frá við upphaf framkvæmda árið 1983 var þessi niðurskoma áætlun lögð til gmnd- vallar. Niðurstaðan varð kostnaðará- ætlun að upphæð 33,5 millj. USD að viðbættum 8,5 millj. USD vegna áætlaðra verðhækkana á bygging- artíma eða samtals 42 millj. USD. Byggingamefnd taldi þessa áætl- un í upphafi vera mjög rúma og m.a. vegna þess samþykkti hún smátt og smátt að bæta við nánast öllu því sem fellt hafði verið niður í niðurskurðinum um áramótin 1980/1981, enda.væri flugstöðin á mörkum þess að vera starfhæf ef það væri ekki gert, og auk þess kom til ýmislegur óvæntur viðbótarkostn- aður og magnaukningar. Ákveðið var að stækka nýtanlegan kjallara og ýmsar breytingar vom gerðar á innra skipulagi. Með þessu var notagildi flugstöðvarinnar aukið og möguleik- ar til hærri leigutekna sköpuðust. Um mitt ár 1985 var ákveðið að flug- eldhúsið yrði flutt í sérstaka bygg- ingu í eigu Flugleiða hf. Þessar breytingar vom ekki tekn- ar inn í nýja heildaráætlun um kostnað flugstöðvarinnar, en þær nema í kr. á verðlagi í sept. sam- kvæmt grófri sundurliðun sem hér segir: — viðbætur við upphaf- lega kostnaðaráætlun 653 mkr. — magnaukningar 135 mkr. — óskiptur kostnaður 83mkr. Samtals 871 mkr. Nánari töluleg sundurliðun bygg- ingamefndar á þessum upphæðum er sem hér segir: Mkr. A. Viðbætur 653 — Stækkun landg. og landgangsh. 98 — Innréttingar 78 — stækkun kjallara (ath. að verul. hluti magnaukn. hér á eftir er v. stækk. kj.) 67 — Landgöngubrýr 40 — Snjóbræðslukerfi 35 — Stýrikerfi fyrir loftræstingu 24 — Ræsibúnaður fyrir flugvélar 11 — Hitaveita, viðbót (vegna snjóbræðslu) 16 — Skyggni 14 — Listaverk (ólokið) 14 — Hússtjómarkerfí 12 — Hljóðkerfi 12 — Ýmiskerfi, ófyrirséðo.fl. 49 — Áætlaður kostnaður eftir 1. sept. 198725 — Yfirstjóm, eftirlit 38 — Lóð 18 — Endurhönnun 102 B. Magnaukning 135 — Bergfestur 26 — Jarðskjálftastyrking 37 — Stækkun loftræstikerfis 40 — Vatns-ografveitulögn 19 — Ýmislegt 13 C. Óskiptur kostnaður 83 Samtals 871 Athugun ríkisendurskoðunar hef- ur leitt í ljós að viðbætur og magnaukning em efnislega til stað- ar. Hvað kostnað varðar em flest atriðin sem um er að ræða byggð á útboðum og verður því að telja að kostnaður við þau sé eðlilegur. Áðrar tölur em þó byggðar á umdeilanleg- um forsendum og stundum á hreinni ágiskun, t.d. kostnaður vegna endur- hönnunar, sem fundinn er þannig að deilt er með tveimur í heildarkostnað vegna sérfræðiþjónustu og hönnun- ar. Óvissuþættir hvað kostnað varðar gætu því haft áhrif á innbyrðishlut- fall í sundurliðuninni þannig að liðurinn óskiptur kostnaður gæti breyst. Byggingamefnd fullyrðir að út- gjöld þessi hafi verið samþykkt af réttum stjómvöldum, en magnaukn- ingar hafi verið ófyrirséðar. Ríkisendurskoðun hefur kannað hvort heimildar hafi verið aflað hjá þáverandi utanríkisráðhermm og kom fram að byggingamefnd hafi haft heimild til að stofna til þessara útgjalda. Til viðbótar áætluðum heildar- kostnaði sem fellur til eftir ágúst 1983 að fjárhæð 2,992 millj. kr., verður að telja fjármagnskostnað að fjárhæð 109 millj. kr., áætlaðan kostnað vegna listaverka fyrir fram- an bygginguna, um 55 millj. kr., kostnað sem Bandaríkjamenn tóku fyrir umsjón og eftirlit, um 10 millj. kr. og byggingamefndarlaun að fjár- hæð um 4 millj. kr. Heildarkostnaður er því samtals um 3.170 millj. kr. Einnig féll til ýmis kostnaður fyrir ágúst 1983, sbr. kafla 8.6 í skýrsl- unni. Þann 30. nóv. 1987 upplýsti bygg- ingamefnd að samið hafi verið við verktaka (Hagvirki hf.) um kröfur hans sem koma fram í kafla 5.3.3 í skýrslunni hér á eftir. Samkomulagið felur m.a. í sér að verktaki fellur frá öllum kröfum til verkloka gegn ákveðinni greiðslu. Greiðsla felur einnig í sér uppgjör á reikningum vegna framvindu og aukaverka í okt. '87 og áætlaðri framvindu í nóv. og des. ’87. Greiðslan er veru- lega lægri en kröfur verktaka voru. Samkomulagið hefur ekki nein teljandi áhrif á niðurstöðu heildar- kostnaðar eins og hann er tilgreindur í skýrslunni. 2.3 Verkframkvæmdin Við upphaf verkframkvæmda árið 1983 var sú ákvörðun tekin að bjóða verkið út í áföngum. Var þetta gert til að aðlaga verkið íslenskum bygg- ingarmarkaði en taka jafnframt tillit til bandarískra hönnuða og verktaka. Talið er að fyrstu fjögur samnings- verkin FK 1, jarðvinna, FK 2, uppsteypa, FK 3, glervirki og FK 4, veitur, hafi gengið nokkum veginn ’ með eðlilegum hætti, en í samnings- verki FK 5, innréttingar, komu strax upp verulegir erfíðleikar, sem urðu þess valdandi að þessi fimmti og stærsti verkáfangi fór úr böndum. Samningsverk FK 6 til og með FK 29 eru öll tengd frágangi flugstöðv- arinnar inni og úti, s.s. lóð, vegir, skyggni og listaverk, úti, en hús- búnaður, innréttingar, listaverk og kerfi allskonar, nauðsynleg flug- rekstri og byggingu, inni. Kostnaður nokkurra þessara samninga einkum vegna kerfa varð meiri en áætlað var í upphaflegri kostnaðaráætlun, þar sem aðeins var gert ráð fyrir hluta kerfanna. í upp- talningu Á (Viðbætur á bls. 4) sést hver aukningin varð. Þegar samningar við Hagvirki hf. voru á lokastigi um áramótin 1985/1986 kom í ljós að endurhanna þyrfti loftræstikerfið, auk þess sem hönnun á öðrum sviðum var áfátt. Þetta ástand í hönnunarmálum kom stjómendum verksins, bygging- amefnd og framkvæmdastjóra, á óvart. Þeir höfðu verið í góðri trú um að hönnun væri á eðlilegu stigi. Verkið fór því mjög hægt af stað og allan verktímann var um að ræða mikla erfiðleika á framkvæmd, fyrst og fremst vegna skorts á hönnunar- gögnum. Afleiðingar þessa voru tvenns kon- ar. í fyrsta lagi varð kostnaður meiri við þennan verkáfanga en ætlað hafði verið og í öðm lagi, að í stað þess að flugstöðin yrði afhent fullbú- in hinn 1. mars 1987, eins og samningur við verktaka gerði ráð fyrir, tókst aðeins að taka í notkun hluta hennar hinn 14. apríl 1987. Ástæður fyrir ofangreindu ástandi í hönnunarmálum eru m.a. eftirfar- andi: 1) Breytingar á byggingunni og fyrirkomulagi í henni á bygg- ingartímanum. 2) Vanmat hönnuða á umfangi verksins. 3) Ófullnægjandi hönnunarstjóm, bæði hjá einstökum hönnuðum og í heild. 4) Vandamál sem komu upp vegna ólíkra staðla þar sem byggt var á erlendri grunnhönnun, fjar- lægðar milli hönnuða og ábyrgðarskiptingar. Varðandi yfírstjóm verkefnisins verður að telja að skort hafí á heildar- yfírsýn, bæði fjárhagslega og framkvæmdalega. Samræmd áætl- anagerð og eftirfylgni hennar var ábótavant. Þó verður að telja að yfírstjómin hafí að ýmsu leýti brugðist rösklega við þegar verulegir erfiðleikar steðj- uðu að og eru eftirfarandi viðbrögð dæmi þess. 1) Skipun verkefnisstjóra í jan. 1986. 2) Núllstillingarsamningur við verk- taka vorið 1986. 3) Skipun tæknimannatvenndar vo- rið 1986. 4) Samningur við verktaka haustið 1986. 5) Skipun úrskurðaraðila haustið 1986. Upplýsingagjöf um gang og stöðu verkefnisins til ýmissa opinberra að- ila var áfátt. Áfangaskýrslur voru ekki gefnar út eftir 17. feb. 1984. í skýrslum utanríkisráðherra til Al- þingis um utanríkismál árin 1984—1987 er í kafla um byggingu flugstöðvar ekki gerð grein fyrir þeim breytingum sem orðið höfðu frá upphaflegri áætlun. En ætla má að alþingismönnum hafí verið þetta ljóst með samþykki fjárlaga og lánsfjár- laga. Ekki er heldur í skýrslunum til Alþingis gerð grein fyrir viðbótar- samningi við Bandaríkjamenn, sem gerður var 24. apríl 1986. 2.4 Fjármál Með bréfí dagsettu 29. apríl 1987 barst sú vitneskja til fjármálaráðu- neytisins frá byggingamefnd flug- stöðvar á Keflavíkurflugvelli, að verulegt fé vantaði til byggingar stöðvarinnar umfram það sem ætlað hafði verið. Fjárþörf vegna gildandi verk- samninga út árið 1987 var þar talin 450—480 mkr. umfram fjárheimild ársins, sem var 520 mkr. Ráðuneytið heimilaði með bréfí dags. 11 maí 1987 bráðabirgðalán- töku að fjárhæð 480 mkr. í júlímánuði 1987 barst ráðuneyt- inu áætlun frá byggingamefnd um fjárþörf til verkloka, sem nú voru áætluð árið 1988, en í febrúar 1987 hafði framkvæmdastjóri ætlað verk- lok í júní 1987. í júlíáætluninni kom í ljós að íjárþörfín umfram þær 520 mkr., sem veittar voru á lánsfjárá- ætlun 1987, var 890 mkr. Fjárvöntun í þessum mæli kom svo á óvart í ráðuneytinu að þess var farið á leit við ríkisendurskoðun að hún gerði úttekt á byggingarkostn- aði flugstöðvarinnar frá upphafí ásamt mati á tæknilegum þáttum og framkvæmdum tengdum bygg- ingunni. Hófst sú úttekt um miðjan ágúst 1987. Fjármögnun til framkvæmda við flugstöðvarbygginguna var með tvennum hætti. Annars vegar voru lantökur skv. lánsfjárlögum, hins vegar var framlag Bandaríkjamanna, sem greitt var samkvæmt þar að lútandi samningi. Fjárheimildir ríkisins til byggingar flugstöðvarinnar voru veittar árlega í framhaldi af beiðni byggingar- nefndar. Slíkar umsóknir voru byggðar á áætlun um framkvæmdir og skuldbindingar næsta árs. Framreiknuð kostnaðaráætlun fyrir verkið í heild var ekki send fjár- málayfirvöldum á verktímanum og ekki var gerð grein fyrir kostnaði vegna meiri háttar breytinga og aukninga á framkvæmdum. Byggingamefnd taldi sig ekki hafa skyldu til að skila slíkri heildar- áætlun þar sem ekki var um hana beðið af fjárveitingavaldinu. Á árunum 1985 og 1986 hafði safnast upp fjárhagsvandi að upp- hæð um 160 mkr., sem leystur hafði verið með bráðabirgðaláni, sem greitt var af framlagi ársins 1987. Fjárhagsvandinn stafaði af ofmati á framlagi Bandaríkjamanna í fjárlög- um árið 1986. Allt árið 1986 var framkvæmdastjóra og byggingar- nefnd Ijóst að fjárhagsvandi í árslok yrði á bilinu 140—160 mkr. í fjár- lagatillögum byggingamefndar fyrir árið 1987 er ekki beðið um fjármagn til að leysa þennan vanda. I febrúar 1987 var framkvæmdastjóra einnig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.