Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987
campos
Herra, svart - brúnt
Dömu og Herra, svart - brúnt
Dömu, svart - brúnt
Dömu, svart - brúnt
Dömu og Herra, svart - brúnt
Dömu, svart - brúnt - grænt
Sölust.
Skæði Laugavegi Skæði Kringlan
Garðakaup Skóverslun Kópavogs
Fólk Eiðistorgi Verslunin Nina Akranesi
Perfect Akureyri Skóbúð Sauðárkróks
Verslunin Eplið ísafirði K.Á. Selfossi
Skóey Vestmannaeyjum
Skóbuðin Keflavík
Bólu-Hjálmar
Békmenntir
Sigurjón Björnsson
Eysteinn Sigurðsson: Bólu-
Hjálmar. Bókaútgáfan Menning-
arsjóðs. Reykjavik 1987. 313
blaðsíður.
Þetta er mikið og vandað fræði-
rit þar sem fjallað er um ævi og
-kveðskap Hjálmars Jónssonar
skálds, sem oftast er kenndur við
Bólu. Um þetta rit verður ekki
rætt að neinu gagni nema í löngum
ritdómi og með samanburði við aðr-
ar heimildir. Þá fyrst er unnt að
meta hvemig höfundur hefur unnið
úr efni sínu, hversu margt nýtt
hann hefur dregið á land og hversu
frábrugðin túlkun hans er því sem
venjulegt hefur verið. Og mér virð-
ist vera um svo mikilvægt og merkt
rit að ræða að það eigi skilið slíka
um§öllun. Það er vitaskuld ekki
mitt hlutverk eða ætlun að skrifa
slikan ritdóm.
Hér vil ég einungis nefna að
ákaflega lauslegur samanburður á
þessu riti við ævisögu Hjálmars og
útgáfu á verkum hans sem Finnur
Sigmundsson gerði og sáum, hefur
sannfært mig um að talsvert af
skáldskap eftir Hjálmar hefur kom-
ið í leitirnar eftir að Finnur lauk
verki sínu (1949 og 1960) og að
ýmsar heimildir varðandi ævi
Hjálmars hafa bæst við.
Höfundur hefur þann hátt á
framsetningu efnis að kaflar um
æviferil og skáldskap skiptast á.
Þetta virðist mér vera ákjósanleg
framsetning og til þess fallin að
setja skáldskapinn í rétt samhengi.
I fyrstu tveimur bókaköflunum
gerir höfundur grein fyrir uppruna
Hjálmars og yngri árum í Eyja-.
firði, hjúskap og fyrstu búskapar-
árum. Nær þessi frásögn til vorsins
1829 er Hjálmar og Guðný segja
Nýjabæ í Austurdal lausum og flytj-
ast út í Blönduhlíð. Þá er Hjálmar
líklega 33 ára. Hér er ævisagan
rofin af fjórum köflum um skáld-
Námskeið
Námskeið eru haldin um
dulfræði (Metaphysics),
þróunarheimspeki (Cos-
mology) og stjörnuspeki
(Esoteric Astrology).
Leshringar um dulfræði.
Sími79763.
Dr. Eysteinn Sigurðsson
skap. í fyrsta kafla er yfirlit yfir
kveðskap Hjálmars fram um 1829.
Skiptist það yfirlit í nokkra efnis-
þætti. Þá kemur kafli um form og
stíl í kveðskáp Hjálmars á þessu
sama tímabili. Að því búnu er yfir-
lit yfir rímnakveðskap Hjálmars.
Það yfirlit nær yfir árin
1828—1853, en á því tímabili orti
Hjálmar líklega rímnaflokka sína.
Loks er greinargerð um bragar-
hætti og stíl rímnanna.
Þegar hér er komið sögur tekur
höfundur á ný til við ævisöguna
(VII. kafli). Er þar alllangur kafli
sem nefnist í Blönduhlíð. Fer þar
að sjálfsögðu allmikið fyrir sauða-
þjófnaðarmálinu alkunna. Þessi
ævisöguþáttur virðist mér ná fram
undir 1860. Er Hjálmar þá orðinn
roskinn, slitinn og mæddur og löngu
orðinn ekkjumaður (1845). Þá taka
við tveir langir kaflar um ljóðagerð
Samskipti foreldra og
-að ala upp ábyrga æsku
í bókinni mælir höfundurinn Dr. Thomas Gordon með aðferðum sem miða
að gagnkvæmum skilningi milli foreldra og bama og niðurstöðum sem byggjast
á sameiginlegri lausn vandamálanna. Þannig geta bömin litið á sig semibyrga
aðila við hlið foreldra sinna.
Aðferðir Thomasar Gordons em heimsþekktar, bókin hefiir verið þýdd á
fjölmörg tungumál og hvarvetna orðið metsölubók.
\góð bók
é
BOLU
HJÁLMAR
Eystemn Sigurósson
írái t'Otr txLþujnu.r
fJÍKctrðryyýZ,
cvn. ðctiijrq Ost'ei
ci' rcxií fcUAúnt
etgjif'án k/<xrr/a.
oy fu'jttbw/ívmfa.fcct.,
ribvúm
hoút ÖirtL fJwí'.
tstiþ0aÖ3t9ö:bíI.uu bo--
&o féríjLrAinnar
Vf-ru/éviniCé - V
Aájrht.** &-áíh nlrir.rxr
jtirélu* tn-vn tjr &áhítY’fftjUe
fríirri £rw!?}aft> O 77Í ití Mi iJtOf
jCrciUfíXmvnarv-ríi jáOfðrji Uj'
peJ'.klr ub cvnn, ry fa t/c kvf.
og eru kaflaskipti um árið 1853.
Er þá einungis eftir stuttur kafli
(X. Að lokum). Þar segir annars
vegar frá síðustu árum Hjálmars
og hins vegar er um e.k. bók-
menntafræðilega „staðsetningu að
ræða“.
Aftan við texta er mikill fjöldi
aftanmálsgreina á 20 blaðsíðum og
að lokum koma þrjár skrár (manna-
nöfn, kvæði og önnur skáldverk og
myndaskrá). Hér vantar ekkert
nema heimildaskrá, því að ekki tel
ég aftanmálsgreinamar nægar til
að koma í stað hennar.
Það fer ekkert á milli mála að
hér er hið vandaðasta fræðirit á
ferðinni, enda virðist höfundur hafa
haft það lengi í smíðum. Mér telst
til að komið sé eitthvað nokkuð á
þriðja áratug síðan hann tók að
fást við gamla Hjálmar.
Höfundi tekst að leiða þroskafer-
il Hjálmars sem skálds vel í ljós.
Hin nákvæma skoðun hans á yrkis-
efnum er mjög athyglisverð og sýnir
vel hvað er hefðbundið og klisju-
kennt í skáldskap Hjálmars og hvað
er einna frumlegast. Að öllu saman-
lögðu sannfærðist ég um að þetta
er rit sem hver sá sem ætlar að
kynna mér skáldskap Bólu-Hjálm-
ars að einhverju gagni, hvort heldur
er sjálfs sín vegna eða vegna
kennslu, verður að hafa í hendi.
Bókin er barmafull af nytsamlegri
fræðslu. Hún er vissulega enginn
skemmtilestur á köflum, til þess er
hún of upptalningasöm, en engu
að síður er hún við hæfi við fleiri
en lærdómsmanna í greininni. Enda
væri þá báglega komið hag
íslenskra lesenda ef þeir gætu ekki
lesið vandaða og efnismikla fræði-
bók um Bólu-Hjálmar sér til ánægju
og gagn án þess að verða lærðir
bókmenntafræðingar.
Þönmgaverksmiðjan:
Fimm umsóknir
um stöðu fram-
kvæmdastjóra
Miðhúsum, Reykhólasveit.
UMSÓKNARFRESTUR er runn-
inn út um stöðu framkvæmda-
stjóra Þörungaverksmiðjunnar á
Reykhólum. Fimm umsóknir bár-
ust um stöðuna og hafa allir
umsækjendur óskað nafnleynd-
ar.
Samkvæmt upplýsingum frá
formanni stjómar verksmiðjunnar
verður fljótlega tekin ákvörðun um
það hver verði næsti framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins. Rekstur verk-
smiðjunnar hefur gengið erfiðlega
á þessu ári en hún er, eins og mörg
önnur fyrirtæki, háð markaðsverði
erlendis og hefur gengi krónunnar
verið óhagstætt fyrir þennan út-
flutning.
— Sveinn