Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakið. Sögulegt samkomulag * I LEIÐTOGAFUNDURINN I WASHINGTON Afvopnunarsáttmáli risaveldanna: Mikilvægt fordæ frekari afvopnum Washinífton, frá Ásgeiri Sverrissyni, blaðamanni Morgunblaðsins. ÞÖTT samkomulagið, sem leiðtogar risaveldanna hafa nú undir- ritað um upprætingu meðal- og skammdrægra kjarnorkuel- flauga á landi, taki einungis til mjög lítils hluta af kjarnorkuher- afla Bandaríkjamanna og Sovétmanna er það ákaflega mikilvægt í pólitísku tilliti. Samkomulagið felur ekki í sér jafna og gagn- kvæma fækkun heldur munu Sovétmenn þurfa að eyðileggja fleiri eldflaugar og kjarnaodda en Bandaríkjamenn. Þetta kann að reynast mikilvægur áfangi, einkum og í sér í lagi ef risaveld- in taka að ræða niðurskurð hins hefðbundna herafla, en á því sviði njóta Sovétmenn mikilla yfirburða. Skömmu eftir að aðildarríki Atlantshafsbandalagsins tóku sögulega ákvörðun sína í desember 1979 um það annars vegar að óska eftir því við Bandaríkjamenn, að þeir flyttu meðaldrægar kjarnorkueld- flaugar til fimm landa í Vestur- Evrópu, og hins vegar að rætt skyldi við Sovétmerin um að all- ar meðaldrægar eldflaugar skyldu upprættar, hófu svokall- aðar friðarhreyfíngar baráttu sína í lýðræðisríkjunum. Snerist hún einkum um að koma í veg fyrir, að bandarísku flaugamar yrðu fluttar til Evrópu. Rökin voru meðal annars þau, að héldu Vesturlönd að sér höndum myndu Sovétmenn gera það líka. Þessari röksemd einhliða afvopnunarsinna var hafnað. NATO-ríkin héldu fast við stefnu sína frá 1967, að eina leiðin til að ná árangri í samn- ingum við Sovétmenn væri að semja við þá af styrkleika. Þessi sameiginlega stefna NATO-ríkj- anna hefur nú borið þann árangur, að í gær skrifuðu þeir Ronald Reagan, Bandaríkjafor- seti, og Míkahíl Gorbatsjov, aðalritari sovéska kommúnista- flokksins, undir samkomulag um upprætingu meðaldrægra og skammdrægra eldflauga á landi; ekki aðeins í Evrópu heldur hvarvetna í heiminum. Hér er um sögulegt sam- komulag að ræða í mörgu tilliti. Hver hefði trúað því, þegar Sov- étmenn kyntu sem mest undir baráttu friðarhreyfínganna fyrir fáeinum árum með áróðri um yfírvofandi kjamorkustríð og að í raun væri það leyndur ásetn- ingur Reagans og fylgifíska hans að heyja slíkt stríð, að nú sætu Reagan og leiðtogi Sov- étríkjanna og létu sér ekki nægja að rita undir samkomulag um upprætingu meðaldrægra flauga heldur væri einnig á dag- skrá hjá þeim að fækka lang- drægum flaugum um helming? Að sjálfsögðu er það ekki aðeins festa og einurð vestrænna lýð- ræðisþjóða, sem hefur leitt til þessa samkomulags. Eftir að Gorbatsjov tók við völdum í Kreml vorið 1985, hafa Sovét- menn breytt um stefnu í viðræð- unum við Bandaríkin. Framganga Sovétmanna á al- þjóðavettvangi er allt önnur en áður. Á sínum tíma voru það friðar- hreyfíngamar sem risu upp og vildu setja hindranir í vegþeirra, sem völdu leiðina að hinu nýja samkomulagi. Nú em það aðrir hópar, sem vara við afleiðingum samkomulagsins. Bæði í Banda- ríkjunum og Vestur-Evrópu em aðilar sem hafa verið áhrifamikl- ir við mótun stefnunnar í utanríkis- og öryggismálum áhyggjufullir vegna hins nýja samnings. Heima fyrir hóta þingmenn úr flokki Reagans að standa gegn því að samningur- inn verði samþykktur í öldunga- deild Bandaríkjaþings, þar sem hann þarf að hljóta stuðning tveggja þriðju þingmanna. I Evrópu segja ýmsir, að með brottflutningi bandarísku eld- flauganna þaðan sé hoggið á lífsnauðsynleg tengsl í fælingar- kerfínu, það sé ekki jafn mikil trygging fyrir því og áður, að sá sem ræðst inn í Vestur- Evrópu eigi yfír höfði sér ógnvænlegt kjamorkuhögg frá Bandaríkjamönnum; óttinn við það högg sé hið eina sem haldi óvini í skefjum og tryggi frið. Er á það bent, að með hinu nýja samkomulagi sjái Sovét- menn gullið tækifæri til að ná langþráðu marki, sem sé því að reka fleyg á milli Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu. Þessari skoð- un er hafnað af ríkisstjómum NATO-ríkjanna en til að nefna einn kunnan talsmann hennar nægir að minna á Henry Kiss- inger. Ný stjóm í Sovétríkjunum og ný viðhorf í afvopnunarmálum krefjast að sjálfsögðu nýrra við- bragða af hálfu lýðræðisríkj- anna og bandalags þeirra, Atlantshafsbandalag§ins. Þau þurfa nú eins og 1979, þegar þau svömðu hættunni af SS- 20-eldflaugum Sovétríkjanna með djörfum ákvörðunum, að láta raunsætt mat á eigin ör- yggi ráða gerðum sínum. Hér í Reykjavík mótuðu utanríkisráð- herrar NATO-ríkjanna þá stefnu á liðnu sumri, að áherslan skyldi lögð á bann við efnavopnum og fækkun í hefðbundnum herafla í Evrópu samhliða því sem lang- drægum eldflaugum yrði fækkað og rannsóknir stundað- ar í þágu geimvama. Samningar nást ekki um þetta nema samið sé af styrk og gengið fram af fullri einurð. Aðdragandi hins sögulega samkomulags, sem undirritað var í Washington í gær, ætti enn einu sinni að kenna okkur, að óskhyggjan er ekki besta vega- nestið á erfíðri ferð um refílstigu alþjóðamála heldur árvekni, raunsæi og djörfung. Talsmenn Bandaríkjastjórnar og aðildarríkja Atlantshafsbandalags- ins hafa lagt a það áherslu að næsta skref í afvopnunarviðræðum risa- veldanna verði - niðurskurður hins hefðbundna herafla og fækkun langdrægra kjamorkuvopna. And- Er Gorbatsjov hafði stigið út úr Ilyusin-62 þotunni, sem flutti hann til Bandaríkjanna, og heilsað Ge- orge Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði hann: „Heim- sóknin er hafin. Vonum hið besta.“ Síðan bætti hann við: „Megi Guð hjálpa okkur." „Við erum tilbúnir,“ sagði þá Shultz og Górbatsjov svar- aði: „Það emm við líka. Það mun koma í ljós á morgun." Þó svo guðleysi sé opinber stefna stjórnvalda i Sovétríkjunum hafa ráðmenn eystra áður nefnt al- mættið á nafn í viðtölum og viðræðum við erlenda embættis- menn. Leonid Brezhnev gerði það er hann átti fund með Jimmy Cart- er, fyrrum Bandaríkjaforseta, í Vínarborg í júnímánuði árið 1979 og Gorbatsjov minntist á Guð í við- tali við blaðamann vikuritsins Newsweek árið 1985. 40 mínútum eftir komu Gorb- atsjovs lenti bandarísk flugvél á flugvellinum með sendimenn Sovét- stæðingar sáttmálans um útrým- ingu rræðal- og skammdrægra flauga hafa einmitt rökstutt afstöðu sína með tilliti til yfirburða Sovét- manna á sviði hefðbundinna vopna í Evrópu. „Röklega séð hefðum við fyrst átt að krefjast samkomulags ríkjanna og Bandaríkjanna í Genf innanborðs. Embættismenn þessir hafa borið hitann og þungann af um fækkun hins hefðbundna her- afla, en það er vitaskuld of seint,“ segir Sam Nunn, þingmaður Demó- krataflokksins og formaður her- málanefndar öldungadeildarinnar, í viðtali við US News and World Report. Sovétmenn hafa gefið til kynna að þeir séu reiðbúnir til viðræðna um niðurskurð heraflans þar sem ekki sé gert ráð fyrir jöfnum niður- skurði hans. Þetta kann að reynast mikilvæg tilslökun, ekki síst í ljósi þess að aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins og Varsjárbandalags- ins hafa í 13 ár rætt jafna og gagnkvæma fækkun heija í Evrópu (MBFR-viðræðurnar svonefndu) án viðræðum um afvopnunarsáttmál- ann, sem leiðtogarnir hafa nú undirritað. Maynard Glitman, aðal- samningamaður Bandaríkjastjórnar í viðræðum um útrýmingu meðal- og skammdrægra kjarnorkueld- flauga, hélt á skjalatösku sem hafði að geyma afvopnunarsáttmálann. Fleiri flaugar u] ar en áður vai SS-20 eldflaug sýnd 1 fyrsta skípti í Was Washingfton, frá Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. SNEMMA í gærmorgun fengu samningamenn Bandaríkjastjórnar loksins ljósmynd af meðaldrægri sovéskri kjarnorkueldflaug af gerð- inni SS-20. Höfðu samningamennirnir fengið allar þær myndir sem þeir höfðu krafist af sovésku kjarnorkuvopnunum sem afvopnunar- sáttmálinn tekur til, en myndin af SS-20 flauginni þótti ófullnægjandi. Charles Redman, talsmaður I að bandarísku embættismennirnir bandaríska utanríkisráðuneytisins, væru ánægðir að hafa fengið mynd- sagði í samtali við Morgunblaðið | ina. Hann sagði mikið verk hafa „Treystu en sannreyndu“ — sagði Reagan og Gorbatsjov sagðist hafa heyrt þetta áður Washington, Reuter. RONALD Reagan og Míkhaíl Gorbatsjov skiptust á gamanyrðum við athöfnina í Hvíta húsinu í gær, þegar þeir rituðu undir samninginn um upprætingu meðaldrægra og skammdrægra eld- flauga. Þá vitnuðu þeir einnig i sígilda höfunda hvor frá landi hins. í ávarpi, sem Ronald Reagan flutti, áður en gengið var til undirritunarinnar, ri§aði hann upp, að fyrir sex árum hefði hann lagt fram tillöguna um núlllausn, sem nú væri að breytast ! veruleika. Sagði forsetinn, að hún hefði verið svo einföld, að hún hefði beinlínis af- vopnað viðmælandann. Þá mælti hann einnig nokkur orð á rússnesku og sagði: „Treystu en sannreyndu." Þegar forsetinn ætlaði að halda áfram, greip Gorb- atsjov brosandi fram í fyrir honum og sagði: „Þú endurtekur þetta alltaf þegar við hittumst." Þegar áheyrendur klöppuðu og hlógu, sagði Reagan: „Mér finnst þetta gott.“ Skömmu síðar vitnaði forsetinn í dæmisögu eftir ívan Krílov um svaninn, vatnakrabbann og gedduna, sem gátu ekki hreyft vagn úr stað, af því að svanur- inn vildi fljúga, krabbinn fara aftur á bak og geddan synda. Vildi Reagan með þessu árétta þá skoðun, að sameinað átak væri forsenda árangurs í afvopnunar- málum. Gorbatsjov vitnaði í orð bandaríska heimspekingsins Ralphs Waldo Emerson: „Besta viðurkenning fyrir vel unnið verk er að hafa unnið það.“ í sjónvarpsávarpi eftir undirritunina vitnaði Reagan einnig í Emerson og sagði: „Það er í raun ekki til nein saga, aðeins ævisaga.“ Og enn vitnaði Reagan í Leo Tolstoj, rithöf- undinn rússneska, sem sagði: „Öflugstu stríðsmennim- ir eru þessir tveir: tími og þolinmæði." Sjónvarpsávörp leiðtoganna að lokinni undirrituninni voru send beint og óstytt til áhorfenda í Bandaríkjun- um og Sovétríkjunum. Heimsóknin er hafin - niegi Guð hjálpa okkur — sagði Míkhaíl Gorbatsjov við komu sína til Washington Washington, frá Ásgeiri Sverrissyni, btaóamanni Morgunblaðsins. UMMÆLI Míkhaíls S. Gorbatsjov, aðalritara sovéska kommúnista- flokksins, við komu hans til Bandaríkjanna hafa rennt stoðum undir vangaveltur manna um að vænta megi markverðs árangurs í viðræðum leiðtoga risaveldanna á fundum þeirra í Washington.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.