Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 78
78 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987 TiLaJCÍtíL B SUND / BIKARKEPPNIN 1. DEILD HANDFRÆSARAR | Mcurver MATARÍLÁT HÁGÆÐA- Ægir endur- heimti bikarinn SUNDFÉLAGIÐ Ægir í Reykjavík endurheimti bikar- meistaratitilinn í sundi er hið vaska lið félagsins vann sigur í 1. deild Bikarkeppni Sund- sambandsins, en mótið var háð í Sundhöll Reykjavíkur. Var það 18. sigurÆgis í keppninni, sem fór fram í 23. sinn. gir tók forystu í stigakeppn- inni strax í fyrstu grein og var í nokkrum sérflokki fyrri dag- inn, en að honum loknum hafði félagið rúmlega Ágúsi þúsund stiga forskot Ásgeirsson á næstu lið. Keppni skrifar var hins vegar jöfn milli Vestra, ÍA og UMFN fyrri dag, en seinni daginn tryggðu Isfirðingar sér annað sæt- ið. Ægis stórbætti met HSK í 4x100 metra skriðsundi, úr 3:46,20 mínút- um í 3:44,71. í sundinu bætti piltasveit ÍA boðsundsmet Vestra mjög mikið. úr 3:56,50 í 3:54,76 mínútur. Efnilegur sundmaður frá Akranesi, Ársæll Bjamason, setti drengjamet í 100 og 200 metra skriðsundi. Hann synti 100 metrana á 56,92 sekúndum en átti sjálfur eldra met- ið, 57,33 sekúndur, og var það aðeins vikugamalt. Synti hann 200 metrana á 2:03,11 mínútum en eldra metið var 2:07,20 mín. og í eigu Hannesar Más Sigurðssonar úr Bolungarvík. Björg Jónsdóttir úr Njarðvík, sem er stórefnileg sundkona, setti telpnamet í 100 metra baksundi, synti á 1:11,79 mínútum og bætti met Elínar Sig- urðardóttur úr Hafnarfírði (SH) um 17 hundraðshluta. Morgunblaðið/Einar Falur Hlð unga og vaska sundllð Ægls fagnar sigri í Bikarkeppni Sundsam- bandsins, 1. deild, í Sundhöll Reykjavíkur á sunnudag. VARA FÆST í KAUP- FÉLÖGUM UM LAND ALLT Leitið upplýsinga UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN BiLDSHÖFDA 16 SiMI 672444 „Krakkarnir ungir en viljamiklir“ -segir Kenth Olsson JÁ, ég átti von á sigri Ægis, en bjóst aldrei við að hann yrði auðfenginn. Ég er afar ánægð- ur með úrslitin og frammistöðu krakkanna, sem eru flestir ungir en viljamiklir íþróttamenn," sagði Kenth Olsson, hinn sænski þjálfari Sundfélagsins Ægis, þegar sigur félagsins í bikarkeppni Sundsam- bandsins var í höfn. Olsson tók við þjálfun sundmanna Ægis í september. Hann er frá Helsingjaborg í Svíþjóð og þjálfaði þar um þriggja ára skeið áður en hann kom til Islands. Hér hefur hann stundað nám í læknisfræði við Háskóla íslands undanfarin tvö ár. „Krakkarnir hafa æft mjög vel og voru vel undir þetta mót búnir, bæði andlega og líkamlega. Þeim hefur vaxið fiskur um hrygg og höfum við haft mikinn stuðning af foreldrunum. Þá hef ég haft góða þjálfara mér til aðstoðar við undir- búning liðsins, Onnu Jónsdóttur og Finnbjöm finnbjömsson. Við stefndum ekki bara á þetta mót, heldur er framtíðin krakk- anna. Að mfnu mati eru í röðum Ægis margir sundmenn, sem eiga eftir að láta mikið að sér kveða á næstu ámm. „Ánægð með metið“ -segir Björg Jónsdóttír BJÖRG Jónsdóttir úr Njarðvíkum var í hópi þeírra ungu sund- manna, sem vöktu hvað mesta athygli með góðri frammistööu á bikarkeppni Sundsambandsins, 1. deild, i Sundhöll Reykjavíkur um helgina. Setti hún nýtt lelpnamet í 100 metra baksundi. Heildarstig Ægis í keppninni urðu 25.489. Stigakeppnin var með öðru sniði en áður. Voru stig veitt sam- kvæmt alþjóðlegri stigatöflu og þar sem hver einstaklingur mátti aðeins keppa í þremur greinum auk boð- sunds hafði það allt að segja að mikil breidd væri í liðinu. Af þessum sökum var gengi HSK, sem hefur nokkrum góðum einstaklingum á að skipa en skortir alla breidd, ekki betra. Meistari fyrra árs, Vestri frá Isafírði, varð í öðru sæti með 24.335 stig. IA frá Akranesi, sem keppti í 2. deild í fyrra, stóð sig mjög vel og varð í þriðja sæti með 23.714 stig. Njarðvíkingar (UMFN) urðu í fjórða sæti með 20.623 stig, en í aðra deild féllu Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK) og Ungmenna- félag Bolungarvíkur. HSK varð í öðru sæti keppninnar í fyrra en hlaut nú 18.564 stig og Bolvíkingar 17.285. Bestu afrek í einstaklingsgreinum unnu Eðvarð Þór Eðvarðsson og Ragnheiður Runólfsdóttir, sem bæði keppa fyrir Ungmennafélag Njarðvíkur. Eðvarð synti 100 metra baksund á 58,32 sekúndum og hlaut fyrir það 849 stig og Ragnheiður synti 100 metra bringusund á 1:13,97 sekúndum og hlaut fyrir það 788 stig. Sex íslandsmet voru sett, þar af fjögur í unglingaflokkum. Kvenna- sveit Vestra bætti eigið íslandsmet í 4x100 metra fjórsundi úr 4:41,96 mínútum f 4:41,61. Karlasveit „Metin hvetja mig til dáðaf< -segirÁrsæll Bjarnason Abikarkeppni SSÍ setti Ár- sæll Bjamason, 14 ára sundmaður af Akranesi þijú ís- landsmet, í 100 og 200 metra skriðsundi drengja og síðan var hann í piltasveit IA, sem setti pilta- met í 4x100 metra skriðsundi. Ég hef æft sund í tvö ár og er stað- ráðinn í að halda áfram. Það er að lifna yfír sundinu á Akranesi en okkur vantar þó tilfinnanlega stærri sundlaug. Æfum í 12 metra inni- laug og verðum að bíða enn um sinn eftir stærri laug. Það er verið að byggja 25 metra útisundlaug heima og nú er sagt að hún verði tekin í gagnið í aprfl á næsta ári. Það er vonandi að biðin verði ekki lengri. Ársæll vakti mikla athygli á sund- mótinu um helgina og hefur hann stórbætt drengjametin í 100 og 200 metra skriðsundi þótt ekki séu nema tvö ár frá því hann hóf æfíng- ar. „Ég er staðráðinn í að halda áfram að synda og metin .hvetja mig til dáða, til að gera enn betur. Aðal- greinar mínar eru skrið- og baksund og takmarkið er að verða beztur," sagði hinn ungi sundmaður af ákveðni. Morgunblaöiö/Einar Falur Ragnhelður Runólfsdóttlr og EAvarA Þór EAvarAsson, UMFN, unnu bestu sundafrekin í kvenna- og karlaflokki í 1. deild Bikarkeppni SSÍ. Voru þau leyst út með verðlaunum frá Kreditkortum hf. Ætli ég sé ekki búin að æfa sund í ein fjögur ár,“ sagði Björg, sem er 14 ára gömul. Hún synti 100 metra baksund J^:ll,79 mínútum, en eldra metið átti Elín Sigurðardóttir, SH, og var það 1:11,96. „Sund og körfubolti eru helztu íþróttagreinamar í Njarðvík. Ég fór í sundið því faðir minn var þjálfari um tíma og eldri bróðir minn æfði þá grein. Sundið var því aðalíþróttin í fjölskyldunni. Ég er ánægð með frammistöðu 'mína á þessu móti í öllum greinum nema 200 metra skriðsundi. Mótið var og gott og skemmtiiegt." Morgunblaöiö/Einar Falur Svoit Ægisv sem setti íslandsmet í 4x100 metra skriðsundi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.