Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987 Jóhann Árni Guð- laugsson — Minning Fæddur 10. júní 1912 Dáinn 7. nóvember 1987 Það voru heldur döpur tíðindi sem síminn færði okkur hjónum árla morguns laugardaginn 7. nóvember. Þá voru okkur færð þau tíðindi að einn bestu vina okkar Jóhann Ámi Guðlaugsson, Reykholti, væri látinn. Árni G. hafði naustað skip sitt. Öllum að óvörum barst honum kallið -mikla. Hann og við öll vinir hans höfðum fengið aðvörun, en ég held að engan hafí grunað að svo stutt væri skapadægranna að bíða. En sá er gaf honum lífíð og hefur einnig gefíð okkur það, hann sendi sendiboða sinn til hans á Ijúfan og geðþekkan hátt. Hann sagði: „Komdu nú bamið mitt. Þessi stund er þín stund. Gakk þú nú inn til fagnaðar míns og til samfunda við vinina sem ég hefí áður kallað." Og þessi ljúfí og góði vinur brást fljótt við og hann var skjótur í heimanbúnaði sem oft áður er til hans var kallað. Og nú erum við eftir skilin um sinn. Það er tómleiki í hug og hjarta og stórt og mikið skarð sem seint mun fyllast. Við höfum öll mikið misst en þá er líka að geta þess að við höfum mikið átt. Ég er orðinn of gamall til að sakast við Drottinn minn og Guð minn. Og ég veit líka að honum sem hér hefur kvatt, myndi ekki vera það að skapi. En mikið hefð- um við nú viljað hafa þetta á annan hátt. Örlögin eða hvað sem það annars er valda því að við hjónin gátum ekki fylgt honum síðustu sporin. En hugur okkar var með honum og ástvinunum hans. Um leið og við kveðjum þennan mæta vin og góða dreng með innilegri þökk fyrir hina löngu og tryggu vináttu biðjum við Guð t Ástkær systir, móðir, tengdamóðir, amma og iangamma, SIGURBORG KARLSDÓTTIR, Skarphéðinsgötu 12, lést í Landakotsspítala 7. desember. Ragnheiður Karlsdóttir, Hörður Hákonarson, Þórdís Sveinsdóttir, Ragnheiður Edda Hákonardóttir, Guðbjörg K. Hákonardóttir, Birgir Scheving, Kristín H. Hákonardóttir, Anna M. Hákonardóttir, Guðborg H. Hákonardóttir, Sigtryggur Stefánsson, Jón Hákonarson, Þorsteinn Hákonarson, Guðrún S. Hákonardóttir, Gylfi Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Bróðir okkar, HÖRÐUR ÁGÚST HJÖRLEIFSSON, varð bráðkvaddur á heimili sínu í Kaupmannahöfn þann 7. des. Sjöfn Hjörleifsdóttir, Vilhjálmur Hjörleifsson, Hjördís Hjörleifsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐBERGUR S. GUÐJÓNSSON frá Ásgarði i Grimsnesi, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 7. desember. Jarðsett verður frá Bústaöakirkju þriðjudaginn 15. desember kl. 13.30. Ingveldur Stefánsdóttir, Guðjón Stefán Guðbergsson, Sigriður Hjartar, Hjörtur Stefánsson, Bergur Stefánsson, Hlynur Stefánsson. Eiginmaður minn, ODDUR KRISTJÁNSSON, Hlíðarvegi 27, Kópavogi, sem andaðist 3. desember sl. verður jarðsunginn frá Kópavogs- kirkju föstudaginn 13. desember kl. 13.30. Blóm afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Barnaspítalasjóö Hringsins. Þorgerður Hermannsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýndan vinarhug og samúð við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, KRISTBJARGAR TRYGGVADÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Grænuhlíð 13, Reykjavík. Sæmundur Jónsson. Jónbjörn Magnús- son — Kveðjuorð að blessa hann og ástvini hans. Við notum orð Rjtningarinnar: „Sárt trega ég þig bróðir minn ... mjög varstu mér hug- ljúfur." 2. Sam. 1,26. Stefán Snævarr Fæddur 3. ágúst 1967 .Dáinn 14. nóvember 1987 Það var 16. ágúst síðastliðinn að vinur okkar, Jónbjöm Magn- ússon, lenti í alvarlegu umferðar- óhappi. Hann var vel kominn á bataveg, þegar hann var svo skyndilega kallaður burt. Það er erfítt að sætta sig við fráfall góðs vinar, en það er ekki fyrr en einhver sem er manni kærkominn deyr, að maður gerir sér grein fyrir þeim áhrifum sem dauðinn getur haft í för með sér. En tilgangurinn með því að kalla burt svo urigan og lífsglað- an mann, sem Jómbi var, komum við seint til með að skilja. Það fór alltaf lítið fyrir Jómba, en samt vissum við alltaf af hon- um þegar hann var nálægt. Hann kvartaði aldrei yfir nokkru held- ur tók öllu með stakri ró og yfirvegun. Gleði og ánægja áttu stóran þátt í honum og hann hafði einstakt lag á að koma ■■ Faðir okkar, tengdafaðir og afi, h SIGURJÓN MARÍASSON er andaðist 2. desember verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. desember kl. Fyrir hönd vandamanna, 15.00. Erlingur Þór Sigurjónsson, Þuríður Sigurjónsdóttir, Fjölnir Sigurjónsson, Lára Hafsteinsdóttir, Anna Sigurjónsdóttir, Jón Hákonarson, Sigríður Sigurjónsdóttir, Birgir Sigurjónsson, Lárus Jónsson, Maria Finnbogadóttir og barnabörn. t Hjartans þakkir fyrir auösýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, LAUFEYJAR SIGFINNSDÓTTUR, Grænukinn 7. Garðar Kristjánsson, Guðni Kristjánsson, Reynir Kristjánsson, Jóhann Kristjánsson, Ásta Kristjánsdóttir, Ásta Jónsdóttir, Rannveig Kjærnested, Elínborg Sigurbjörnsdóttir, Klara S. Árnadóttir, Logi Knútsson og barnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur sam- úð og vinarhug við andlát og útför sonar okkar og bróður, GUÐMARS GUÐMUNDSSONAR, Nesgötu 32, Neskaupstað. Dagmar Þorbergsdóttir, Guðmundur Stefánsson og systur. manni í gott skap og sáum við hann aldrei öðru vísi en glað- beittan og brosandi. Það er líka þannig sem við munum alltaf minnast hans. Nú þegar Jónbjöm er farinn rifjast upp þær stundir sem við eyddum saman. Þær eru ótal margar og þær koma aldrei til með að líða okkur úr minni. Við söknum vinar okkar sárt og með veikum mætti munum við í tímans tönn reyna að fylla það stóra tóm sem hann skildi eftir. Minningin um hann mun lifa með okkur um ókomna tíð. Við viljum votta fjölskyldu hans, ættingjum og öðrum að- standendum okkar dýpstu samúð og megi Guð styrkja þau í sinni miklu sorg. Ingvar og Halla Rut Reykhólasveit: Vinsælt að köggla hey Miðhúsum, Reykhólasveit. . HEYKÖGGLUNARBÍLL frá Ak- ureyri hefur verið hér að undanförnu en hann tekur þurrkað hey úr hlöðum bænda og malar heyið og kögglar. Bændur eru farnir að nota þessa þjónustu í vaxandi mæli og blanda sumir um 5% af fiskimjöli saman við heyið en aðrir hafa sett þang- mjöl. Kostnaður á hvert kíló er 4 krónur og virðist þessi aðferð eiga vinsældum að fagna því að fleiri láta köggla hjá sér hey en í fyrra og í meira magni. — Sveinn t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför bróður okkar, GUÐMUNDARKR. GUÐMUNDSSONAR . frá Stóra-Nýjabæ, Krisuvik. Sigurður Guðmundsson, Vilhjálmur Guðmundsson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Þuriður Guðmundsdóttir, Guðrún E. Guðmundsdóttir, Þórlaug Guðmundsdóttir. t Þökkum Innilega hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐFINNU JÓNSDÓTTUR, Miðtúni 13, Selfossi. Börn, tengdabörn og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.