Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987 Flugstöð Leifs Eiríkssonar: Skýrslan sýnir að ásakanirnar eiga sér ekki stoð - segir Þorsteinn Ingólfsson „ÞAÐ VAR mikil lífsreynsla fyrir mig að koma inn í störf bygginga- nefndar síðastliðið sumar, um það leyti sem miklar umræður hófust um byggingu flugstöðvarinnar, sem að minum dómi leiddu til mjög ósanngj arnrar gagnrýni og ásakana á nefndina," sagði Þorsteinn Ingólfsson, núverandi formaður bygginganefndar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. „Ég fagna því mjög að athugun ríkisendurskoðunar ligg- ur nú fyrir og ég held að allir sanngjarnir menn hljóti að sjá að þær hörðu ásakanir, sem nefndin hefur legið undir, eiga sér ekki stoð. „Mér er ljóst hið vandasama hlut- verk þeirra manna sem unnu að skýrslu ríkisendurskoðunar, þar sem á nokkrum vikum er fjallað um verkefni, sem hefur verið áratug í undirbúningi og framkvæmd," sagði Þorsteinn ennfremur. „Það gengi kraftaverki næst ef ekki væri, eftir á að hyggja, hægt að benda á ýmis atriði sem betur hefðu Félagsmálaráðherra: Skipulags- stjórn gefí umsögn JÓHANNA Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra hefur farið fram á að Skipulagsstjóm ríkis- ins gefi ítarlega umsögn um einstaka liði í erindi sem Guðrún Jónsdóttir arkitekt sendi ráð- herra vegna fyrirhugaðs ráðhúss 24. nóvember sl. í erindi Guðrúnar til félagsmála- ráðherra lagði hún til að ráðherra staðfesti ekki tillöguuppdrátt og greinargerð um miðbæ Reykjavíkur heldur legði fyrir skipulagsstjóm að taka málið upp að nýju til með- ferðar í samræmi við skipulagslög og reglugerðir svo og náttúruvemd- arlög. Pólýf ónkórinn: Tónleikar álaugardag Pólýfónkórinn flytur tónverkið Messías eftir Hándel í Hallgrims- kirkju laugardaginn 12. desember kl. 17:00. Tónleikamir verða ekki á sunnu- dag, eins og stóð í frétt Morgun- blaðsins í gær. Morgunblaðið biður lesendur og Pólýfónkórinn velvirðingar á þess- um mistökum. Sjá viðtöi við kórfélaga á bls. 32-33 í dag. í dag . B Hvað er í bladinu? I £. r i mátt fara, en mestu máli skiptir, að mínum dómi, að bygginganefnd- in hefur lokið, að mestu, byggingu glæsilegrar flugstöðvar, sem vissu- lega kostar sitt, en er jafhframt eitt arðbærasta mannvirki sem ég þekki til hér á landi og þjónar hlut- verki sínu vel. Bygginganefndin taldi sér bæði rétt og skylt að gera opinberlega grein fyrir sjónarmið- um sínum varðandi skýrslu ríkis- endurskoðunar og vildi jafnframt koma á framfæri atriðum sem ekki er fjallað um í skýrslunni," sagði Þorsteinn Ingólfsson sendiherra að lokum. Hann tók við formennsku í nefndinni af Sverri Hauki Gunn- laugssyni síðastliðið sumar. Morgunblaðið/Ingólfur Friðgeirsson Jónas Guðmundsson og hvalurinn sem hann fékk á línuna. Með á myndinni eru börn Jónasar, Guðmundur 9 ára og Líney 5 ára. Eskifjörður: Yeiddi hval á línu Eskifírði. JÓNAS Guðmundsson, trillu- karl á Líney SU 10 frá Eskifirði, fékk heldur betur vænan drátt á línuna hjá sér nýlega. Þar var um að ræða um það bil 300 kg höfrung sem flækst hafði í línunni og drukknað. Jónas á Líney var úti á svo- nefndri Gerpisröst þennan dag og var afli fremur tregur á línuna. Fékk hann aðeins um 300 kg af þorski þannig að aflinn tvöfaldaðist að þyngd við þennan eina „fisk“. Hvalurinn, sem var um 2,6 metrar á lengd, var of stór til að Jónas, sem rær einn á báti, réði við að innbyrða hann. Greip hann því til þess ráðs að draga hvalinn til lands. Aðspurður sagðist Jónas ætla að skera hval- inn niður í frystikistuna hjá sér og verður hann allur nýttur til matar. — Ingólfur Viðskiptaráðherra hafnar báðum tilboðunum í Utvegsbankann hf. Nýtt útboð næsta vor eftir endurmat á stöðu bankans JÓN Sigurðsson viðskiptaráðherra hafnaði í gær báðum tilboðunum sem bárust í hlutabréf rikisins í Utvegsbankanum hf. og segir það mat sitt að ekki hafi komið fram fullnægjandi tilboð í bréfin, sem samræmist þeim forsendum sem lágu til grundavallar hlutafjárút- boðinu og stefnu ríkisstjórnarinnar í bankamálum. Hann segist væntanlega munu láta fara fram nýtt útboð næsta vor, sem verði betur undirbúið og þar komi til greina að selja einnig hluta annarra bankastofnana i eigu ríkisins. BLAÐ B Þegar Morgunblaðið spurði Jón Sigurðsson hvers vegna þessi ákvörðun væri tekin fyrst núna, eft- ir að viðræður við tilboðsgjafana um sölu bréfanna hafa staðið yfir í sum- ar og haust, sagði hann að sér hefði ekki tekist að ná samkomulagi við þá sem tilboð gerðu í bréfin, um sölu sem fullnægði þeim kröfum sem hann gerði til þessarar hlutabréfa- sölu. „Þeir vildu einfaldlega kaupa meira, hvor um sig, en ég var tilbú- inn að selja þeim hvorum um sig og við gátum ekki náð samkomulagi á þeim grundvelli sem áður hafði verið auglýstur," sagði Jón. Hann sagðist telja að hyggilegt væri úr þessu að bíða niðurstöðu matsnefndar um eigin§árstöðu bankans við upphaf hlutafélagsins, og einnig að sjá fyrsta ársreikning hlutafélagsbankans og gera á þeim grundvelli grein fyrir flárhagslegum forsendum þessa fyrirtækis. Jón sagðist ekki vera að reyna að drepa þessu máli á dreif heldur myndi hann reyna að undirbúa nýtt hlutafjárútboð vandlega, setja meg- Siðanefnd BÍ fjallar um mál Ríkisútvarpsins SIÐANEFND Blaðamannafélags íslands hefur ákveðið að fjalla um fréttaflutning Ríkisútvarps- ins um Stefán Jóhann Stefáns- son, fyrrverandi forsætisráð- herra. Bjami Sigurðsson lektor, for- maður siðanefndarinnar, sagði I samtali við Morgunblaðið eftir fund nefndarinnar í gær að nokkur mál iægju nú fyrir nefiidinni og væri því óvist hvenær mál Ríkisútvarps- ins yrði tekið fyrir. inreglur og undirbúa fjárhagslega greinargerð til væntaniegra kaup- enda svo þeir sjái hvað þeir eru að kaupa en á það hafi skort síðast, þegar bréfín voru boðin út á föstu verði. Hann sagði koma til greina að fela þeim fyrirtækjum sem starfa á verðbréfamarkaðinum að selja bréfin. Kristján Ragnarsson sendi við- skiptaráðherra bréf fyrir hönd 33 tilboðsgjafa í hlutaféð, þar sem hann sagðist harma þessa afstöðu, um leið og hann lýsti furðu sinni á að viðskiptaráðherra teldi ekki tilboðið samiýmast þeim forsendum sem ríkisstjórnin ákvað _ að leggja til grundvallar sölunni. I tilboði hópsins hefði falist fyrirheit um sameiningu tveggja banka við Útvegsbankann og einnig hefði eignaraðild verið dreifð milli margra óskyldra aðila og ávallt legið fyrir að hópurinn væri fús að draga úr hlutafjárkaup- um sínum til að rýma fyrir fleiri aðilum ef þess væri óskað. í þriðja lagi hefði tilboð hópsins losað ríkis- sjóð undan eignarhaldi á hlutafé í banka sem ríkisstjómin hefði talið brýnt að selja. Kjartan Páll Kjartansson for- stöðumaður fjármáladeildar Sam- bandsins sagði að þar hefði ekki verið tekin afstaða til þessarar sölu- synjimar á kaupum Sambandsins og samstarfsfyrirtækja þess á hluta- bréfum Útvegsbankans hf. Bæði stjómarformaður og forstjóri fyrir- tækisins em erlendis en Kjartan bjóst við að stjóm Sambandsins myndi fialla um málið eftir helgina. Hafrannsóknastofnun: Lögð til tvöföldun á loðnukvótanum Heildarafli úr stofninum verður þá um 1,1 milljón lesta ÍSLENZKIR fiskifræðingar hafa nú lagt til að loðnukvótinn verði aukinn um 550.000 lestir. Áður hafði 500.000 lestum verið úthlutað, en ákvörðunin nú kemur í kjölfar leiðangurs á loðnuslóðir í síðari hluta nóvembermánaðar. Endanleg niðurstaða um úthlutun bíður staðfestingar norskra fiskifræðinga og þess hve mikið Norðmenn hyggjast taka af sínum hluta, sem er rúm 15%. 84% að minnsta kosti koma til skipta hér á landi. Við ákvörðun loðnuafla undanfar- in ár hefur í upphafi vertíðar verið miðað við niðurstöður leiðangurs, sem farinn er á þeim tíma og þá ákveðnu magni úthlutað til bráða- birgða, Leiðangur í október hefur svo í flestum tilfeilum ákvarðað end- anlegt magn. Sá leiðangur misókst í ár og annar var farinn í nóvem- ber. Alls mældust nú 1.310.000 lestir af loðnu, þar af tæpar 1.280.000 af hrygningarloðnu. „Miðað við að 400.000 lestir af loðnu hrygni á vori komanda og reiknað verði með sömu þyngdaraukningu og dánarstuðlum og verið hefur, svarar mælingin til að leyfa megi veiðar á 550.000 lestum til viðbótar þeim aflakvóta, sem þegar hefur verið úthlutað. Hafrannsóknastofn- un leggur hér með til að það verði gert,“ segir meðal annars í skýrslu stofnunarinnar til sjávarútvegsráðu- neytisins. Norðmenn og íslendingar skipta, samkvæmt eldri samningi, veiðum úr þessum loðnustofni þannig á milli sín, að 15% komi í hlut Norðmanna, en 85% í okkar hlut. Við fyrri úthlut- un í haust var miðað við 500.000 lestir. Af þeim komu 84.000 í hlm Norðmanna, en 416.000 í okkar hlut Hlutur Norðmanna var þá heldui meiri en venjuleg skipting segir ti um, en það stafar af því, að vii höfðum veitt umfram okkar hlut i síðustu vertíð. Af þeim 550.000 lest um, sem nú er lagt til að verð úthlutað, koma 82.500 auk 1.00( lesta í hlut Norðmanna en afgangur inn í okkar hlut. Á þessari vertíi hafa Færeyingar veitt 66.000 lesti: með fulltingi Grænlendinga. Samtal: verður afli úr þessum loðnustofni j vertíðinni rúm 1,1 milljón lesta, þa af koma tæpar 900.000 í okkar hlut Á síðustu tveimur vertíðum va heildarveiðin um 1,3 milljónir lesta. Norðmenn hafa sýnt áhuga á þ\ að taka aflahlut sinn hér við land vetur eins og undanfarin ár, en fr; því hefur ekki verið gengið enn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.