Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987 33 daginn. Hvers vegna gekk hún til liðs við kórinn? „Ég hafði sungið með kirkjukórum, en síðan bytjaði ég í kórskóla Pólýfónkórsins í fyrra- vetur en ætlaði j)ó ekki beint að ganga í kórinn. Ég fór svo í nám- skeið hjá ítalanum Mauro Trom- betta, sem haldið var á vegum kórsins, í haust, og upp frá því fór ég að æfa Messías. Mig langaði til að fá tilsögn, læra að beita rödd- inni rétt, og ég hafði heyrt að það væri gott að vera í Pólýfónkómum til þess.“ Og hvernig hefur Önnu líkað? „Þetta er mikil vinna, en ánægju- leg, og ég trúi því að menn hafi alltaf tíma til að gera það sem þá langar til að gera. Þetta er betra en ég bjóst við, Ingólfur getur feng- ið það besta út úr fólki. Það má segja að hann láti okkur syngja betur en við raunverulega getum.“ Kvíðir Anna fyrir því að flytja Messías í Hallgrímskirkju? „Nei, mér skilst að það sé stórkostleg upplifun að syngja Messías, og það er yndislegt að þetta skuli bera upp á þennan tíma, svona rétt fyrir jól- in. Það er gott að geta kúplað sig út úr streitunni sem nú ríkir, og syngja þessa stórkostlegu tónlist, það gefur manni sálarfrið." Formaður Pólýfónkórsins, Kristján Már Siguijónsson Morgunblaðið/Bjami Guðmundur Guðbrandsson Nær þúsund manns frá upphafi Pólýfónkórinn hefur á þriggja áratuga sögu sinni náð að skapa sér fastan sess í íslensku tónlist- arlífi með því að flytja reglulega mörg helstu stórverk tónlistarsög- unnar. Þó er hér um að ræða ólaunað áhugastarf, sem er ekki að finna á fjárlögum. Kristján Már Sigfuijónsson, formaður kórsins, sagði að margir aðilar hefðu lagt hönd á plóginn til að hjálpa til: Reykjavíkurborg legði til lítilsháttar fjárhagsstuðning, og Iðnskólinn legði þeim til húsnæði í Vörðuskóla, en þrátt fyrir það væri velgengni Pólýfónkórsins fyrst og fremst ein- um manni að þakka, Ingólfi Guðbrandssyni, en hann hefur stjórnað kómum frá upphafi. Frá upphafi hafa um 800-900 manns sungið með Pólýfónkórnum, og margir fyrrverandi kórfélaga starfa nú sem einsöngvarar. Nokkr- ir þeirra munu koma fram á afmælistónleikum kórsins í Há- skólabíói í byijun apríl á næsta ári þar sem flutt verður blönduð dag- skrá við undirleik Sinfóníuhljóm- sveitarinnar. Pólýfónkórinn gefur einnig út þrjátíu ára afmælisrit í tilefni tíma- mótanna, en þar er um að ræða litprentaða bók með fjölda mynda þar sem stiklað er á stóru í sögu kórsins, öll .gagnrýni tekin saman, og skrár birtar yfir alla sem í kóm- um hafa verið, og allt sem hann hefur flutt í gegnum tíðina. En þó að eðlilega sé horft um öxl á þrítugsafmælinu, þá lítur Pó- lýfónkóripn fyrst og fremst til framtíðarinnar, og slær hvergi af kröfunum eða kröftunum hvað sönginn varðar, eins og glöggt mátti heyra á æfingunni sem Morg- unblaðsmenn litu inn á. Geisladisk- urinn með flutningi kórsins á Messíasi í Hallgrímskirkju í fyrra var leikinn fyrir kórfélaga til að hjálpa þeim að ná hinum rétta sam- hljómi fyrir átökin á laugardaginn, og Ingólfur gaf sér lítinn tíma frá stjómandastörfum til að spjalla við Anna Agnarsdóttir Morgunblaðsmenn, þó að við fengj- um leyfi til að stela frá honum söngvurum í'viðtöl. Það bendir fátt til þess ellimörk fari að sjást á Pólýfónkómum þó að hann sé að hefja fjórða tug ævi sinnar. Kórinn heldur tíu vikna námskeið, eða kórskóla, fyrir byij- endur sem vilja læra söng, og þó að skólinn sé öllum opinn fást alltaf nægilega margir úr honum til að fylla þau skörð sem eldri félagar skilja eftir sig. Það virðist ekki vera neinn hörgull á fólki sem er tilbúið að fóma tíma og orku til að syngja helstu stórverk sönglistarinnar, þó að það uppskeri lítið annað en ánægjuna, og á meðan svo er getur Pólýfónkórinn litið björtum augum til framtíðarinnar, á sama hátt og hann getur litið með ánægju yfir farinn veg. t:wuwui\ vn& tn BOKBFORLOGSBÓK KVEÐJA FRÁ AKUREYRI eftir Richardt Ryel Her skráir höfundur mínningar fra uppvaxtarárum sínum á Akureyri og fram yfir seinni heimsstyrjöid. Frá- sögnin er glettin og hiý og mun ylja mörgum lesandanum um hjartaræt- urnar. Bókin er prýdd fjölda mynda fra gömlu Akureyri, sem margar eru áður óbirtar. frumsýnir fyrri jólamyndina 1987 ; Splunkuný og frábærlega vel gerð grínmynd um tvo stráka, sem vilja komast vel áfram í lífinu. Þeir aka um á flottum Benz, lenda í ótrúlegustu ævintýrum og eltast við lögreglu ogþjófa. Aðalhlutverk: Ricky Buster, Darius McCrary, Robert Prosky, Jerzy Skolimowski. Framleiðandi: Ivan Reitman • Leikstjóri: Robert Mandell Sýnd kl.5-7-9-11 111■■■■■■■!■■írai* ■■■■■■ Mnwwwwwm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.