Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987 53 Stutt en líflegt jafntefli Skák Margeir Pétursson 21. einvígisskák Kasparo'vs og Karpovs í Sevilla á Spáni lauk á mánudagskvöldið með jafntefli. Staðan er því enn jöfn, báðir hafa hlotið tíu og hálfan vinning. Með hverju jafntefli færist Ka- sparov nær því að verja heims- meistaratitil sinn, því til þess nægir honum 12-12 jafntefli. Karpov hafði hvítt í skákinni og á nú aðeins eftir að hafa hvítt í einni skák til viðbótar, þeirri næstsíðustu. Tími áskorandans til að vinna skák hefur því senn runnið sitt skeið og sumir i Se- villa eru jafnvel á þeirri skoðun að hann hafi misst af lestinni, pressan á hann þegar svo stutt er eftir, verði óbærileg. Það má benda á að í heimsmeistaraein- vígum hefur þeim sem þurft hefur að vinna síðustu skákina, aidrei tekist það. í skákinni kom upp mjög hvasst afbrigði af Griinfeldsvörn. Karpov hafí öflugt frípeð, en Kasparov hins virkt spil með léttum mönnum sínum. I 24. leik varð Karpov að fóma skiptamun fyrir peð og vei staðsettan riddara svarts. Það kom mörgum í Sevilla á óvart að Kasp- arov skyldi vilja þráleika, þar sem bætur Karpovs fýrir skiptamuninn voru óljósar, þar á meðal Helga Ólafssyni, stórmeistara. Eganov, sem er í forsvari fyrir lið heims- meistarans á Spáni, sagði hins vegar við blaðamenn sem furðuðu sig á friðsemd Kasparovs: „Er ekki hugsanlegt að hann hafi séð meira í stöðunni en þið?“ Þegar Kasparov bauð jafntefli í 28. leik, hugsaði Karpov sig um í tíu mínútur áður en hann þáði boð- ið. Eftir skákina skoðuðu meistar- amir stöðuna í u.þ.b. fimm mínútur og bendir það til þess að þeir hafi lagt úlfúð sína til hliðar í bili. Þegar lokastaðan I 21. skákinni er grannt skoðuð kemur það ekki mikið á óvart að Kasparov hafi ekki viljað tefla á tvær hættur. Frípeð Karpovs er mjög sterkt og svarta liðið meira og minna upptek- ið við að stöðva það. 22. einvígisskákina á að tefla í dag, en báðir eiga einn frest eftir og það er ekki ólíklegt að þeir noti þá næstu daga. Fresti hvorugur, lýkur einvíginu á mánudaginn kem- ur, en það gæti dregist til föstu- dagsins 18. desember. Á meðan bíða allit áhugamenn spenntir eftir því hver verður heimsmeistari fram til 1990. 21. einvígisskákin: Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Gary Kasparov Griinfeldsvörn 1. d4 í 17. og 19. skákunum hóf Karpov taflið með 1. Rf3, vafalaust í því skyni að sniðganga Griinfelds- vörnina. 1. - Rf6 2. c4 — g€ 3. Rc3 - d5 4. Rf3 - Bg7 5. Db3 Rússneska afbrigðið sem Karpov beitti einnig í 15. skákinni. Hann notaðist að staðaldri við það í ein- víginu í fyrra, með góðum árangri. Kasparov svarar eins og í 15. skák- inni: 5. — dxc4 6. Dxc4 — 0-0 7. e4 — Ra6 8. Be2 - c5 9. d5 - e6 10. 0-0 — exd5 11. exd5 — Bf5 12. Hdl - He8 13. d6 - h6 14. Bf4 í 15. skákinni lék Karpov 14. h3 - Rb4 15. Bf4 - Rd7 16. Hd2, en svartur náði öflugu mótspili með peðaframrás á drottningarvæng: 16. - a6 17. Db3 - b5 18. Ddl - c4. Endurbót Karpovs nú felst í því að hann vinnur tíma með því að spara sér leikinn h2-h3. Samt sem áður tekst svarti að ná mótspili: 14. - Rd7 15. Hd2 - Rb4 16. Db3 - Be6 17. Bc4 - Rb6 18. Bxe6 - Hxe6 19. a3?! Afmæliskveðja: Guðfinnur Jónsson í dag, 9. desember, er vinur okkar hjóna Guðfinnur Jónsson, Sogavegi 176, Reylqavík, 75 ára. Kynni okkar af Guðfinni eru ekki löng en hann kom til lands í Vest- mannaeyjagosinu 1973 og höguðu örlögin því svo að hann kom með hópnum sem kom hingað á Seltjam- araes. Svo vel vildi til að hægt var að útvega Guðfinni og syni hans húsnæði og hóf Guðfínnur skömmu síðar störf hjá Seltjamamesbæ og hefur starfað hjá okkur síðan. Guðfinnur er búfræðingur frá Hvanneyri og hefur þekking hans á ræktun komið að góðum notum í starfi hans hér í bæ. Vandfundinn er betri og sam- viskusamari starfsmaður en Guð- fínnur og má telja þá daga með fíngmm annarrar handar, sem hann hefur verið forfallaður frá vinnu undanfarin 15 ár. Guðfinnur lenti í alvarlegu bílslysi fyrir 6 árum síðan og áttu fæstir von á að sjá hann vinnufæran eftir það en á fætur komst hann og af sínum al- kunna dugnaði hélt hann áfram störfum. Ekki hafði Guðfinnur lengi dvalið hér á meginlandinu þegar hann fór að huga að eigin húsnæði og keypti hann fyrir þá feðga íbúð að Soga- vegi 176, Reykjavík og nú nýlega allt húsið. Á þessum tímamótum vil ég fyr- ir hönd samstarfsmanna svo og fjölskyldu minnar óska vini mínum Guðfinni og bömum hans til ham- ingju með afmælið. Sigurgeir Sigurðsson Bifhjól fyrir bifreið BIFHJÓL og bifreið skullu saman í Lækjargötu á laugar- dag. Farþegi á hjólinu slasaðist lftillega. Slysið varð um kl. 20.50 á laug- ardagskvöld. Bifhjólinu var ekið norður Lækjargötu og beygt niður Það kann að vera að Karpov hafi nú þegar haft þann möguleika í huga að fórna skiptamun á d3, honum getur varla hafa yfirsézt sjálfsagt og öflugt svar svarts. Það hefur hins vegar aldrei þótt góð latína að þvinga andstæðinginn til að leika beztu leikjunum. Eg held að Kasparov hefði leikið 19. — Rd3 hvort sem hann væri þvingaður til þess eða ekki. Það var þó allt ann- að en auðvelt að leika í stöðunni á hvítt. 19. Rb5 er t.d. svarað með 19. - He4! 20. Bg3 - Rc4. Hinn hlutlausi leikur 19. Bg3 var því ef til vill beztur. 19. - Rd3! 20. Bg3 - c4 21. Dc2 - Hc8 22. Hadl - Dd7 23. h4 - f5! Hvítur verður nú að láta af hendi skiptamun, því svartur hótaði 24. — f4 og hvíta frípeðið feliur. 24. Hxd3 — cxd3 25. Dxd3 — Rc4 26. Dd5 - Rb6 Það er ljóst að hvítur hefur bæt- ur fyrir skiptamuninn eftir 26. — Rxb2 27. Hel - Hce8 28. Rb5, en hvort þær eru nægilega miklar er erfitt að segja til um. Heimsmeist- arinn telur einn fugl í hendi betri en tvo í skógi og reynir ekki að vinna taflið. 27. Dd3 - Rc4 28. Dd5 - Rb6 í þessari stöðu þáði Karpov jafn- teflisboð heimsmeistarans. Skólabrú. Þá varð það fýrir bif- reið sem ók Lækjargötu í suður. Ökumaður bifhjólsins slapp án meiðsla, en ung stúlka, sem var farþegi hans, var flutt á slysa- deild. Meiðsli hennar munu þó vera lítil. SKAKSTRIÐ YIÐ PERSAFLOA Bókin er komin í bókaverslanir Frásögn af mcrkum atburði í íslenskri skáksögu, scm er ævintýrið mikla við Persaflóa er íslenska Ólympíuskáksveilin náði 5. sæti í keppni 108 þjóða um hinn eftirsótta Ólympíutitil. Ekki þarf að fjölyrða um það, að þessi árangur er sá besti sem íslensk skáksveit hefur náð og staðfestir rækilega að íslendingar eru mcðal sterkustu skák- þjóða heims. Þótt íslenska þjóðin fylgist vel með skákmeisturum sínum og sé ekki líkleg til að gleyma afrekum þeirra, ætti það ekki að spilla fyrir að fá í hendumar með þessari bók skemmtilega og lifandi lýsingu á Ólympíumótinu frá fyrstu hendi, én höfundar bókarinnar voru í miðri hringiðu atburðanna í Dubai. Jón L. Ámason, stórmeistari og þriðjaborðsmaður íslensku Ólympíusveitarinnar, skrif- ar meginhluta bókarinnar. Jón er löngu kunnur fyrir skemmtilegan ritstíl, en hann hefur um langt skeið skrifað fasta þætti um skák í DV. í fyrri hluta bókarinnar lýsir hann aðdraganda mótsins og undirbúningi íslensku skák- sveitarinnar. Þá tekur við ferðalýsing og frásögn af daglegu lífi á Ólympíumóti í ákaflega framandi umhverfi. Frásögnin er krydduð gamansömum lýs- ingum óvæntra atvika á þessum ókunnu slóðum. í síðari hluta bókarinnar er mótinu sjálfu ítarlega lýst frá umferð til umferðar og skákir íslenska liðsins birtar og margar þcirra skýrðar af keppendum sjálfum. Liösstjóri íslenska liðsins, Kristján Guðmundsson, kemur hér til liðs við Jón L. og lýsir gangi mála á skákstað, er spennan var í hámarki. Mikill fengur er að þætti Kristjáns þar sem hann lýsir undirbúningi og hemaðaráætlun hverrar viðureignar. Af þeim skrifum má Ijóst vera, hve mikils virði samstaða og jafnvægi hugans hjá liðsmönnum er í þcim hildarleik, sem Ólympíumótin em. Loks em valdar skákir annarra en íslendinganna úr hverri umferð skýrðar og skrár og fróðleikur um fyrri Ólympíumót birtast í bókarlok. Vönduð og eiguleg bók. Tilvalin jólagjöf til þeirra, er gleðjast yfir velgengni íslendinga á sviði skáklistarinnar. Stuðningur við góðan málstað. W X SKAKSAM bainid ÍSLANDS STOFNAÐ 1925 Laugavegi 71, pósthólf 1674,121 Reykjavík, sími 27570 kl. 14-17 virka daga. Ct !) PIOIMEER’ SJÓNVÖRP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.