Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 74
74
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987
I2'10
© 1984 Umversal Press Syndicate
„ gilungurinn varbáinn, 5\jo ég let
piq fci h/ö^aMAan karköCLuskammb
l Sta&inn."
Með
morgimkaffinu
Segðu kallinum, þegar
hann fer að hlæja, að auk
þess að hafa bundið kell-
inguna sé einkaritarinn
það líka ...
Draumafræði og vísindasaga
Til Velvakanda.
Þorleifur Kr. Guðlaugsson, sem
einatt skrifar í Velvakanda á nokkuð
skemmtilegan hátt, talar um eðli
drauma þ. 19. nóv., þannig, að at-
hugasemdir við það eiga rétt á sér.
— Greinilegt er á skrifi hans, að
hann er allmikill draumamaður, talar
af reynslu í því efni, en ekki hefur
það náð að leiða hann til skilnings
á eðli þeirra, eins og sést á eftirfar-
andi setningum hans: „Draumar eru
stundum yfirgengilegt rugl“ en á
öðrum stað: „Draumar eru ekkert
ragl, við skiljum þá bara ekki“, og
svo hefur hann eftir einhverjum öðr-
um: „Útilokað er að sinna ábending-
um ómenntaðra aðstandenda“ (skilji
nú hver sem betur geturl). En svo
kemur hjá honum þessi ágæta setn-
ing: „Ef við skildum drauma okkar
til hlítar væri mikilvægu skrefi náð
í þekkingu", og væri margur hálærð-
ur fullsæmdur af þeim orðum. Þetta
þýðir með öðrum orðum það, að ef
fundin væri vísindaleg skýring á
eðli drauma væri miklum áfanga
vissulega náð.
Það að sönn uppgötvun hafi verið
gerð þýðir ekki nærri alltaf að henni
hafi verið veitt viðtaka eða viður-
Til Velvakanda.
Þau eru einkennileg rökin sem
ráðhúsdýrkendur færa fram á síðum
Morgunblaðsins þessa dagana. í gær
ætlar Grétar Eiríksson borgaryfir-
völdum þá lágkúru að hugsa aðeins
um eigin hag og eigið umhverfi:
Þegar borgaryfirvöld verða komin
með eigin skrifstofur út í Tjörn, þá
fari þau að hugsa um umhverfi henn-
ar, fyrr ekki!
Og þá er það grein Hildigunnar
Hjálmarsdóttur i fyrradag. Hún birt-
ir fallega mynd frá Alster-vatni í
Hamborg, og segir þar vera ráðhús
borgarinnar. Ráðhús Hamborgar er
bara alls ekki þar, það stendur við
stærsta torgið í borginni, Rathaus-
markt. Hins vegar er mjög skemmti-
legur og vinsæll veitingastaður við
kennd. Oft líða áratugir og aldir
áður svo verði. Ætla ég ekki að rekja
dæmin um þetta, því að þau eru á
hvers manns vörum, bæði gömul og
ný, en þess í stað segja frá dálítilli
eigin athugun, sem er í raun nokk-
urskonar framlag til vísindasögu.
Ég kom í fyrra á bókasýningu í
borginni Heidelberg, sem lengi var
höfuðsetur Pfalzgreifanna við Rín,
en þannig var, að Pfalzgreifamir
voru á 15., 16. og 17. öld miklir
bókasafnarar og lögðu grundvöllinn
að safnamenningu Þýzkalands á því
sviði. A siðskiptatímanum stóð for-
kólfum Rómarkirkjunnar stuggur af
slíkri bókaeign þýzkra fursta. „Það
verður að svifta Ovini Trúarinnar
þessum andans vopnum", finnst
skráð eftir þá. Þegar þrjátíuárastríð-
ið hófst voru lögð ráðin á um að
ræna þessum bókum, og tókst það
þegar Tilly vann Heidelberg 1623,
enda var þá allt safnið flutt suður
í Róm á hestvögnum þeirrar tíðar.
En árið 1986 var safnið lánað til
Þýzkalands eftir 363 ár, og var
geysilegur straumur fólks hvað-
anæva að til að skoða. Ekki segi ég
að þetta eða annað úr þeirri sögu
hafi vakið miklar hræringar í huga
Alster-vatnið, næst miðborginni,
Alsterpavillon, og gætu borgaryfir-
völd hér því margt lært af Hamborg-
urum. Hildigunnur fer og rangt með
húsameistara íshússins við
Fríkirkjuveg 7, það gera að vísu
margir aðrir, en hjá byggingafull-
trúa er Guðjón Samúelsson skrifaður
fyrir teikningunni. En kátlegastar
finnast mér hugleiðingar og framtí-
ðarsýn Hildigunnar um mömmuna,
pabbann og bömin að gefa öndunum
brauð í skjóli við Ráðhúsið fyrir norð-
angjólunni. Þau verða nefnilega að
vera í kafarabúningum! Það verður
ekkert pláss fyrir sunnan Ráðhúsið.
Það kemur til með að skaga langt
út í Tjörn, og sunnan við það verður
aðeins fært fuglinum fljúgandi.
Þóra Kristjánsdóttir
mér, meðan ég sveimaði þama um
sali með íjöldanum. En svo kem ég
að skáp þar sem ein alglæsilegasta
bók safnsins, stjömufræði Apians,
var til sýnis, sannkallað stolt bóka-
gerðarinnar á þeim tíma, og hafði
greinileg ekkert verið til sparað, af
hendi þeirra, sem peningunum réðu.
„Vom þeir þá svona menningarlegir,
einnig þar sem stjömufræðin átti í
hlut?“, spurði ég sjálfan mig og var
um leið farinn að hugsa um, hvort
menningunni hefði farið aftur eða
fram. En þá verður mér gengið að
öðrum skáp og þar rek ég augun í
eina óásjálegustu og fátæklegustu
bók sýningarinnar, einnig um
stjömufræði, og hver skyldi nú hafa
verið höfundur hennar? Nikulás Kó-
pemikus, kórsbróðir í Frauenburg.
Það var greinilegt, að unnendur lista
og vísinda á 16. öld höfðu haft meira
álit á stjömufræðingnum Apian en
Kópemikusi, sem „varð það til lífs,
að hann dó“, skömmu eftir að þessi
bók hans kom út. Allir vita nú að
Kópemikus hafði rétt fyrir sér um
gang reikistjamanna, því að annars
hefði ekki verið hægt að fljúga þang-
að út. En Apian þekkir nú enginn
nema sérfræðingar. — Mér fannst
eiginlega mest ástæða til að undr-
ast, að Pfalzgreifamir við Rín skyldu
vera þó það skynsamir að hafa svo
„lítilfjörlega" bók sem þetta litla
kver eftir Nikulás Kópemikus:
Hvernig himinhnettirnir snúast, í
glæsilegu safni sínu.
„Menntamennimir hafa ekki bæk-
ur föður yðar í hillum sínum," sagði
nútíðar-peningafursti með hróðug-
um róm, við konu eina, sem meir
hafði lagt sig fram um að sinna föð-
ur sínum öldruðum en að leita eftir
eigin frama, sem hún vissulega átti
kost á flestum fremur. — „Þetta er
ekki vitnisburður um föður minn,
heldur um menntamennina“ svaraði
sú stutta að bragði, og er ekki getið
fleiri orða þeirra.
„Hvað kemur þetta nú við eðli
drauma?“, spyr lesandinn. Það skilur
sá, sem hefur tengigáfu til að bera.
En geta má þess til skýringar, að
undirritaður er einn mesti drauma-
fræðingur sem nú er uppi, og hefur
sá hinn sami skilning til að bera.
Þorsteinn Guðjónsson
Einkennileg rök
Víkverji skrifar
HÖGNI HREKKVÍSI
„TANNU€>CKIIÍÍÍImM HAMS HÖ6NA VEf?E>UR u
rfÐtlR EF HANN KEMUR OFÆlUT í TANMRÉTTlNCi'JUA'
*
Isamtali, sem birtist í Lesbók
Morgunblaðsins á laugardaginn
segir Matthew James Driscoll, sem
hér hefur búið í nokkur ár, þegar
hann er spurður hvers hann saknar
frá „stóra heiminum":
„Mér líkar mjög vel á Islandi en
sakna þess stundum að geta ekki
skroppið á krá án þess að eyða fimm
þúsundum. Síðan sakna ég útvarps
sem spilar klassíska tónlist. Ég hef
nefnilega tekið eftir því að þegar
maður er búinn að hlusta á þessar
poppstöðvar í tíu mínútur, korter,
þá á maður á hættu að ganga ber-
serksgang, brjóta húsgögnin í
stofunni eða eitthvað. Svo sakna
ég dagblaðs sem hægt er að lesa.
Þegar ég var námsmaður keypti ég
stundum Guardian og eftir að hafa
lesið það blað að morgni hafði mað-
ur safnað nóg í sarpinn fyrir allan
daginn og var ansi vel viðræðuhæf-
ur við kunningjana allan daginn.
Hér kaupir maður öll blöðin og
getur ekki byggt á neinu — þau
geta verið svolítið þunn, dagblöðin
hér. En þetta eru smáatriði og
skipta mig ekki miklu máli. Eins
og ég segi þá líkar mér mjög vel
hér — annars væri ég ekki hér —
en leyfi mér að vera gagnrýninn
rétt eins og útlendingar."
Víkverji er sammála því, að
skortur á útvarpi, sem spilar
klassíska tónlist, sé bagalegur í
okkar útvarpsvædda þjóðfélagi.
Þeir sem hafa hugann við slíka
útvarpsstöð bundu einhverjar vonir
við, að hin nýja stöð Bylgjunnar,
sem starfar undir nafninu Ljósvak-
inn, myndi fylla þetta gat í tónlist-
arlífmu. Víkveiji hefur nokkrum
sinnum stillt á þessa stöð í því skyni
að hlusta á klassíska tónlist en
ávallt orðið fyrir vonbrigðum. í raun
er Víkverja um megn að skilgreina
hvers konar tónlistarstefnu Ljós-
vakinn fylgir. Eitt er víst, að stöðin
rís ekki undir því nafni að vera
kölluð klassísk tónlistarstöð. Hvetur
Víkveiji aðstandendur stöðvarinnar
eindregið til þess að stíga skrefíð
til fulls og ákveða að helga stöðina
klassískri tónlist. Með nútíma tækni
getur ekki verið mjög kostnaðar-
samt að halda slíkri stöð úti og
þakklátir hlustendur myndu ekki
vamta annars af henni en að fá að
hcyra tónlist við sitt hæfí.
XXX
egar litið er til hinna tilvitnuðu
orða úr Lesbók Morgunblaðs-
ins, staldraði Víkveiji að sjálfsögðu
við neikvæð ummæli um íslensku
dagblöðin. Það er illa að verki stað-
ið hjá okkur, sem í þau skrifum,
ef menn eru ekki viðræðuhæfir við
kunningjana eftir að hafa lesið þau
og telja, að þeir geti ekki byggt á
neinu eftir þann lestur. Hvað sem
öðru líður getur lýsingin á því að
dagblöðin séu þunn ekki átt við þau
öllu, að minnsta kosti grunar
Víkveija, að mörgum sem bera út
Morgunblaðið þyki nóg um þykkt-
ina þessa dagana.
Víkveija er það sífellt undruna-
refni, hve margir lesa blöðin illa og
vita lítið um, hvað í þeim stendur.
Sjálfur þykist hann fylgjast sæmi-
lega .vel með en stendur þó oft
frammi fyrir því, að eitthvað, sem
öðrum þykir merkilegt, hefur farið
fram hjá honum. Eftirlaunamaður
sagði eitt sinn við Víkveija, að hann
hefði ekki áttað sig á efni Morgun-
blaðsins, fyrr en hann komst á
eftirlaun og fékk tíma til að lesa
blaðið spjaldanna á milli. Síðan
hefur Víkveiji fremur haft áhyggjur
af því, að Morgunblaðið sé heldur
of margar blaðsíður fyrir lesandann
en fáar, of þykkt frekar en of þunnt.