Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987
Björgnn eignast
nýtt sanddæluskip
BJÖRGUN HF. gerði nýlega
samninga við skipasmíðastöð
Orenstein & Koppel í LUbeck í
Þýskalandi um breytingu á
flutningaskipinu Norbit Waal,
sem Björgun hf. hefur fest kaup
á, í sanddæluskip.
Norbrit Waal, sem hlýtur
íslenskt nafn nú um áramótin, var
upprunalega smíðað í Selby á Eng-
landi árið 1979 og hefur verið
notað til flutnínga á steinefnum
og málmgrýti.
Skipið, sem afhent verður hinum
nýju eigendum fullbúið í maílok
1988, flytur mest 1500 rúmmetra
eða um 2250 tonn efnis.
Skipinu er ætlað að vinna við
öflun byggingarefna og skelja-
sands — auk ýmis konar hafnar-
verkefna. Fyrirhugað er að selja
sanddæluskipið Perlu, en Sandey,
sem breytt var í dæluskip 1962
hjá Oreinsteín & . Koppel, verður
áfram gert út af Björgun hf. Þrátt
fyrir sölu Perlu mun afkastageta
dæluskipa Björgunar nærri tvö-
faldast við tilkomu hins nýja skips.
VEÐUR
Kostnaðarverð skipsins að breyt-
ingu lokinni eru rúmar 200 milljón-
Norbrit Waal, sem Björgun hefur
fest kaup á og Iætur breyta í
sanddæluskip. Kostnaðarverða
að breytingu lokinni verður 200
milljónir króna.
Tollur ekki endurgreiddur af birgðum
Fjármálaráðuneytið hafnar al-
farið málaleitan stórkaupmanna
um að endurgreiddur verði toilur
af birgðum vara sem lækka um
áramót. Karl Th. Birgisson upp-
lýsingafulltrúi ráðuneytisins
segir að slíkt sé út i hött. í fyrsta
lagi sé það illframkvæmanlegt
og í öðru lagi tíðkist ekki að
endurgreiða eða endurkrefja
mismun af birgðum þó tolla-
breytingar kunni að eiga sér
stað.
Starfsmenn fjármálaráðuneytis-
ins eiga annríkt þessa dagana.
Fyrirhugaðar breytingar á aðflutn-
ingsgjöldum, vörugjöldum og
söluskatti hafa mikil áhrif á vöru-
verð í landinu og fólk hringir mikið
í ráðuneytið til að leita upplýsinga.
Karl segir að áberandi séu fyrir-
spurnir kaupmanna, meðal annars
um áhrif breytinganna á verð ein-
stakra vörutegunda.
Meðal annars hefur verið spurt
um breytingar á' verði húsgagna.
Að sögn Karls breytist húsgagna-
verð almennt ekki. Tollur og
vörugjald af húsgögnum sem flutt
eru frá löndum innan EFTA og EB
breytist ekki og ekki heldur sölu-
skattur. Aftur á móti lækkar lítil-
lega tollur á húsgögnum sem flutt
eru frá öðrum löndum. Verð á inn-
lendri framleiðslu breytist ekki
nema lækkun á aðföngum skili sér
í verðinu.
Þá hefur verið spurt um byssur.
Tollur á þeim lækkar úr 80% í 30%
og kemur það fram í útsöluverðinu.
Verð á fatnaði breytist ekki,
hvorki innfluttum né innlendum.
Guðlaugur Bergmann kaupmaður í
Kamabæ segir að viðskiptavinir
spyiji mikið um þetta og hefði hann
fengið þær upplýsingar að tolla-
breytingarnar hefðu ekki áhrif á
verð á fatnaði.
Egg eiga að hækka um 25%
vegna þess að söluskattur leggst á
verð þeirra. Aftur á móti hækka
kjúklingar ekki vegna þess að fyrir-
hugað er að lækka kjarnfóðurgjald-
ið. Aðspurður hvemig þetta yrði
útfært sagði Karl að ekki væri búið
að móta reglur um það, en ákveðið
væri að fóðurgjaldslækkunin yrði
endurgreidd til framleiðenda ali-
fugla- og svínakjöts, en ekki
eggjabænda. Menn frá fjármála-
og landbúnaðarráðuneyti eru að
semja reglur um framkvæmdina.
VEÐURHORFUR t DAG, 9.12.37
YFIRLIT A hádegl I gmr: Yfir Bretlandseyjum er 1029 míllibara hæð
en hægfara 910 millibara lægð um 700 km suður af Hvarfi. Lægðar-
drag noröaustur um vestanvert Grænlandshaf. Hlýtt verður ófram,
en þó mun kólna nokkuð ó Norðaustur-landi þegar líður á nóttina.
8PÁ: í dag verður vestan- og suðvestankaldí um sunnanvert landið,
en hæg breytileg átt og slðar norðaustankaldí um landfð norðan-
vert. Rigning eða súld á Vestur- og Suövesturlandi, en þurrt víðast
ó Suðausturlandi. Norðaniands verður sennilega slydda I fyrramól-
ið, en él síðdegis. Hiti 0 til 8 stig.
I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA
FIMMTUDAGUR OG FÖSSTUDAGUR: Breytileg átt og víöast úr-
komulaust. Hiti 0—5 stig víðast hvar.
FÁKN:
0
a
* HáHskýjaó
*
Heiðskírt
Lóttskýjað
, Skýjaö
Alskýjaö
x Norðan, 4 vindstig:
* Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rlgning
/ / /
* / #
/ * / * Sfydda
/ * /
# # *
* * * * Snjókoma
# # *
■J 0 HKastig:
10 gráður á Celsius
y Skúrir
V É'
== Þoka
= Þokumóða
’, » Súld
OO Mistur
—j- Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 (gær að ísl. tíma
hW veður
Akureyrl 10 dqijað
Reykjavlk 8 þokumóða
Bergen
Helsinkl
Jan Mayen
Kaupmannah.
Naresarsauaq
Nuuk
Osló
Stokkhólmur
Þórshðfn
Algarve
Amsterdem
Aþena
Bvciiona
Berlln
Chicego
Ferreyjar
Frankfurt
Glaagow
Hamborg
Las Palmas
London
LosAngefes
Lúxamborg
Madrfd
klallAvrta
IVlBlfOs vv
Montreal
NewYork
Parfs
R6m
Vin
Waahington
>IIImmIm —
wmnipeg
Valencia
*2 skýjsð
♦10 snjókoma
0 snjókoma
1 léttskýjað
6 rfgnlng
+8 skafrenningur
♦2 skýjað
♦6 léttskýjað
...1..r^s.
16 súld
0 mlstur
18 skýjað
16 héffskýjað
♦2 mistur
6 þoka
7 skýjað
♦2 heiðskírt
♦2 þoksésið.klst.
♦2 skýfað
20 léttskýjað
skýjað
alakýjað
♦3 heiðsklrt
10
16
18 úrkomaigr.
+7 þokumóða
2 Skýjað
0 léttskýjað
16 Hgnlng
♦2' hálfskýjað
2 alskýjað
snjókoma
4
11
16 hátfskýjað
/ / / /
/ 5 9 / / /
/ DAG kl. 12.00:, ', ’,
Heimíld: Veðurstofa Islands
(Byggt á veðurspá kl. 16.16 I gœr)
Hreinlætistæki
með afslætti
ÝMSAR byggingavöruverslanir
bjóða nú ,jólaafslátt“ af hrein-
lætis- og blöndunartækjum, en
einmitt þessar vörur lækka mikið
í verði um áramótin. Bygginga-
vörudeild SÍS býður 15% afslátt
af þessum vörum og sagði Mark-
ús Stefánsson verslunarstjóri að
það væri í og með gert vegna
tollalækkunarinnar um áramót.
Markús sagði að verslunin gæfi
oft afslætti fyrir jól og áramót.
Afslátturinn nú væri þó einnig gef-
inn vegna tollabreytinganna.
Hreinlætis- og blöndunartæki væru
meðal þeirra tegunda sem lækkuðu
mest og væri reynt að halda uppi
einhverri sölu á vörunum með þessu
tilboði. Sagði Markús að mikil
óvissa væri með áhrif tollabreyting-
anna um áramót á hinar ýmsu
tegundir byggingavara og ómögu-
legt fyrir menn að átta sig á þeim
fyrr en reglugerðin hefði verið gef-
in út.
Vesalingarnir í Þjóðleikhúsinu:
Mikið selt í forsölu
FORSALA á söngleikinn „Vesal-
ingarnir", jólaleikrit Þjóðleik-
hússins, hefur verið óvenju mikil,
að sögn Signýjar Pálsdóttur,
markaðsstjóra Þjóðleikhússins.
Nær uppselt er á fyrstu átta sýn-
ingarnar og aðeins er hægt að
fá örfáa miða á efri svölum á
fyrstu sýningarnar eftir áramót.
Mikið hefur einnig verið selt á
aðrar sýningar, en söngleikurinn
verður frumsýndur á annan jóla-
dag, 26. desember.
Þegar hafa selst 7000 miðar, og
sagði Signý að mikið væri um að
hópar og starfsmannafélög pöntuðu
miða á Vesalingana. „Þetta er met-
forsala, en við höfum aldrei áður
verið með þetta margar sýningar í
sölu í einu, og forsalan byrjar líka
óvenju snemma. Það er tölvuvæð-
ingin sem gerir okkur þetta kleift.“
Reiknað er með að hægt .verði að
hafa 40 sýningar af Vesalingunum,
en sýningum lýkur um miðjan mars.
Þrjátíu leikarar fara með hlut-
verk í söngleiknum, og þrjátíu
manna hljómsveit sér um undirleik,
en leikstjóri er Benedikt Ámason.
Nýjar reglur Evrópubandalagsins:
Engin áhríf á far-
gjöld Flugleiða
Framkvæmdastjórn Evrópu-
bandalagsins samþykkti á
dögunum nýjar reglur sem meðal
annars heimila flugfélögum að
ráða sjálf fargjöldum sínum. Er
talið að þetta hafi i för með sér
lækkun á flugfargjöldum með
vorinu, eins og kom fram i Morg-
unblaðinu á þriðjudag.
Steinn Logi Bjömsson fulltrúi
forstjóra Flugleiða sagði f samtali
við Morgunblaðið að ekki væri búist
við að þessar reglur ættu eftir að
verða til þess að flugfargjöld milli
íslands og annarra landa lækkuðu.
Flugfargjöld Flugleiða væru þegar
lægri en gengur og gerist hjá flug-
félögum í Evrópu.
Reglumar og þær verðlækkanir
sem koma í kjölfar þeirra hefðu þó
hugsanlega áhrif á samkeppni á
leiðum eins og milli Oslóar og
Stokkhólms og milli Glasgow og
Kaupmannahafnar. Það hefði þó
ekki mikil áhrif á rekstur félagsins
vegna þess hve flugfargjöld á milli
þessara staða er lltill hluti af heild-
artekjum félagsins.