Morgunblaðið - 09.12.1987, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 09.12.1987, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987 Þarf að breyta íslenzku sljórn arskránni? Bókmenntir Guðmundur Heiðar Frímannsson Hannes Hólmsteinn Gissurar- son: Stjómarskrármálið, Stofnun Jóns Þorlákssonar, 1987. Nokkuð hefur verið rætt um sölu Útvegsbankans og viðskiptamála- ráðherra hefur stungið upp á að Búnaðarbankinn verði einnig seld- ur. Það þarf engum að koma á óvart að þessar aðgerðir séu eitur í beinum afturhaldsmanna í öllu flokkum. í Morgunblaðinu er haft eftir einum elzta afturhaldsmanni í landinu, Stefáni Valgeirssyni, al- þingismanni, nýlega (3.11.): „Búnaðarbankinn væri í raun að- eins á stærð við útibú í meðalbanka erlendis og menn yrðu að íhuga hvort þetta (sala Búnaðarbankans, innsk. mitt), og tillögur um að hægt verði að kaupa eriend skulda- bréf fyrir gjaldeyri, væri ekki fyrsta skrefið í þá átt að hverfa frá krón- unni.“ Nú þarf engan að furða á því að hér sé mörgu grautað sam- an. Sala. Búnaðarbankans er alger- lega óháð því, hvaða gjaldmiðill er notaður í landinu. í efnahagsráðstöfunum ríkis- stjómarinnar voru tillögur um að heimila fyrirtækjum og almenningi að kaupa erlend skuldabréf, eins og efnahagsráðgjafi ríkisstjómar- innar, Ólafur ísleifsson, hefur gert ágæta grein fyrir á síðum þessa blaðs. Rökin til þessa voru þau að æskilegt væri að beina ótta fólks við gengisfellingu í skynsamlegan farveg, koma í veg fyrir kaupæði en gefa almenningi um leið færi á að festa eigur sínar í erlendri mynt til að tryggja sig gegn áformum stjómvalda. Þessi ráðstöfun er al- veg óháð því hvaða gjaldmiðill er notaður í landinu. Það hefur hins vegar verið hug- mynd fijálshyggjumanna, að öllum ætti að vera fijálst að nota hvaða mynt sem er í viðskiptuin sín á milli. Það væri hluti af sjáifsögðum réttindum manna að fá að gera það og eðlilegt aðhald að stefnu stjóm- vaida í peninga- og fjármáium á hverjum tíma. Þessi hugmynd á að sjálfsögðu ekkert skylt við sölu á Búnaðarbankanum. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Því er þessi grautargerð alþingis- mannsins reifuð hér að hún er skýrt dæmi þess, að ótrúlegustu hlutum lýstur saman i höfðinu á aftur- haldinu í landinu, þegar svo mikið sem vikið er að auknu frjálsræði, ég tala nú ekki um ef það heyrir orðið „fijálshyggja“. Nú dettur mér ekki í hug að halda því fram, 'að ekki megi finna þungvæg rök gegn - frjálshyggju sem og með henni. En þau heyrast sjaldnast og aldrei frá því forpokaða afturhaldi, sem sér rautt, þegar hróflað er við hags- munum, sem engin hefur hag af nema það sjálft. Dr. Hannes Hólmsteinn Giss- urarson, helsti talsmaður frjáls- hyggju á íslandi, hefur gefið út stutta bók um rök með og móti stjómarskrárbreytingum. Þessi bók er sérstaklega læsileg, skýr og skil- merkileg og er í raun sjálfsögð lesning öllum þeim, sem vilja hugsa um hlutverk stjórnarskrárinnáí á íslandi. Það hefiir lengi verið einn helzti styrkur Hannesar að tengja hugmyndir frjálshyggjunnar vel við íslenzka hugsunarhefð og það gerir hann prýðilega í þessari bók. Það er stundum kvartað yfir því, að ftjálshyggja sé í raun ekki annað en hráar, útlendar hugmyndir, sem ekkert erindi eigi við Islendinga. En þá er rétt, að menn lesi þessa bók og spyiji, hvort þetta sé rétt- mæt gagnrýni. Þá má einnig geta þess i þessu sambandi, að fyrir nokkrum árum síðan þóttu hug- myndir fijálshyggjumanna, sem þeir áttu sameiginlegar með Gylfa Þ. Gíslasyni, fymim ráðherra, ásamt fleirum, að selja skyndi veiði- leyfi á íslenzk mið, alveg fáránlegar og fáir tóku mark á þeim og eng- inn, sem fékkst við sjávarútveg. Það kæmi mér ekki á óvart, þótt þetta fyrirkomulag yrði tekið upp, áður en langt um liði. Bókin skipist í fjóra kafla. í þeim fyrsta er gerð grein fyrir tildrögum og hlutverki íslenzku stómarskrár- innar og skoðaðar ýmsar hugmynd- ir, sem því tengjast: sáttmálahug- myndir um vald, mannréttindahug- myndir og tvennskonar hugmyndir um eðli laga. I öðrum kafla er fjall- að um þann vanda, sem lýðræðis- skipulagið sjálft virðist beinlínis valda því að teknar em ákvarðanir, „Litlausar grænar hugrnyndir“ . . . Bókmenntir Friðrika Benónýs Frostmark Höfundur: Kjartan Árnason. Út- gefandi: Örlagið 1987. Kjartan Ámason er ekki þekkt nafn í bókmenntaheiminum, en áð- ur hefur þó komið út eftir hann ljóðabókin Dagbók Lasarusar (Ör- lagið, 1986). Nú gefur hann út smásagnasafnið Frostmark, sem inniheldur 5 sögur; Hringanóra, Davið, Miðbik, Berg og Frostmark. Allar §alla sögumar um átök manns við náttúm og/eða ónáttúm í einhverri mynd, hin hörðu og mjúku gildi takast á, kuldinn og hlýjan, jörð og haf. Fyrsta sagan og jafnframt sú lengsta, Hringanóra, sækir efiiivið í sagnaarfinn margumtalaða. Hér er hrært saman Njálu, þjóðsögum, táóisma og nútímanum og reynt að koma á sættum milli Gunnars H. Mundasonar á Grasenda og Marðar Tanngarðssonar með aðstoð manna og kvenna í selshömum á eyjunni óbyggðu Heyey. Þær sættir takast furðu vel, en þröngsýni og gull- græðgi eyrarbúa við botn fjarðarins setja þó strik í reikninginn. Heyið, „hin litlausa græna hugmynd" um grasið, sem Heyey dregur nafn sitt af verður tákn mjúku gildanna sem Gunnar á Grasenda trúir á. En um leið er heyið andstæða marmarar- ans 'og bergsins sem túlka hörkuna og kuldann í sögunum Davíð og Berg. Það er þó í titilsögunni Frost- mark, sem kuldinn ríkir af mestum þrótti. Sögumaður, Ebeneser Frost- mark, er ekki bara merktur af frostinu sem umlukti hann í æsku, heldur mætir hann hvergi öðru en kulda og græðgi. Þetta er undir- strikað allrækilega með því að láta allar persónur sögunnar, nema eina, bera nöfn sem byija á ís; Isold, Is- gerður, ísleifur, ísamel o.s.frv. Andstæða þessa fimbulkulda, eina manneskjan sem sýnir sögumanni hlýju, ber nafnið Yljana Svitakóva. Þorpið, þetta alkunna íslenska sjáv- arþorp, þar sem heimskan, fordóm- amir og græðgin eru allsráðandi, heitir síðan Þvergirðingseyri. Og fjallið þar sem sögumaður er talinn hafa orðið úti Þvergirðingur. Þessir orðaleikir og ofskýringar finnst mér alltof stór þáttur í stíl Kjartans í bókinni. Það er einsog hann treysti ekki lesendum til að sjá undir yfirborð textans, boðskap- urinn er hamraður inn með valdi og löngu máli eytt í' útskýringar á hlutum sem lesandinn er löngu bú- inn að átta sig á. í sögunni Kjartan Árnason Hringanóra lætur höfunur t.d. ekki nægja að láta aðalpersónumar heita lítillega brengluðum nöfnum al- þekktra persóna úr Njálu, heldur eyðir nærri hálfri síðu-í að útskýra hvað þær standi fyrir í vitund þjóð- arinnar. Ritgleðin hleypur með hann í gönur og má kallast furðu- legt að ljóðskáld skuli svo blint á gildi þess að þjappa og hvessa mál sitt í prósa. Það tíðkast reyndar nokkuð á þessum allsnægtatímum frelsisins að ganga í sjóð alls þess sem skrif- að hefur verið og hræra því saman bæði í efni og stíl, en til þess að það takist vel þurfa menn að losa sig undan áhrifavaldi þess og þora að fara eigin leiðir. Eða með orðum Kjartans sjálfs: „Sá á mikið starf og erfítt fyrir höndum serh vill sprengja af sér bönd hefðarinnar maður.“ (bls. 36). Arbók hins íslenska f ornleifafélags _________Bækur_______________ Jón Gíslason Ritstjóri: Inga Lára Baldvins- dóttir. Útgefandi: Hið íslenska fomleifafélag 1987. Að þessu sinni er Árbók hins íslenska fomleifafélags helguð minningu Gísla Gestssonar safn- varðar frá Hæli í Gnúpveijahreppi, en hann lést 4. október 1984. Bók- in inniheldur rannsóknir á Kúabót í Álftaveri, en Gísli hafði unnið mikið að þeim, en ekki entst aldur til að ganga frá þeim. Það er mjög vel, að þessar rann- sóknir séu gefnar út. Lilja Ama- dóttir fomleifafræðingur sér um undirbúningsvinnu við prentun og eykur við, þar sem vinnu Gísla lauk, og gerir það af mikilli vandvirkni. Landsvæðið milli Múlakvíslar og Kúðafljóts annars vegar, og ofan frá Mýrdalsjökli, Leirá og Hólmsá til sjávar hins vegar er Mýrdals- sandur og Álftaver. Þetta landsvæði er álíka stórt og Landeyjar, Fljótshlíð og Hvolhreppur í Rangár- vallasýslu. Það er myndað af framburði Mýrdalsjökuls að mestu, og munar þar mestu um Kötlu. En munur er á byggð á þessum land- svæðum. Á því eystra em aðeins nú byggðir níu bæir, þar sem lengst er frá Kötlu og nokkuð gróðurlendi er eftir af hinu fijósama landi. En um hundrað bæir em byggðir á því ytra og þar að auki fjölbyggt þorp. I Álftaveri var mikil byggð fyrr á öldum og mikið menningarsetur, Þykkvabæjarklaustur í Veri, þar sem ritaðar vom miklar bækur um guðs kristni og dýrð af góðverkum dýriinga er þeir lögðu á vexti í ríki himnanna og stóðu til boða fólki er vafasama átti inntöku í veldi þeirra. En rithöfundum fornum láð- ist að rita sögu héraðsins er ól þá, og því er það hulið leyndardómum. Svo varð einnig eftir siðaskipti. En Katla hefur aftur á móti ver- ið duglegri að skrá sína sögu og em minjar hennar standandi yfir ieifum lífsbaráttunnar, nútíma- mönnum til angurs og ama. En á stundum bylta náttúrvættir lands- ins sandinum á braut og skilja eftir naktar leifar fyrri tíma. Þá er það hlutverk samtíðarinnar að rannsaka og skilgreina fomar minjar. Það hefur verið gert í Kúabót, býlinu hulda undir sandi og framburði Kötlu. Um það fjallar þessi árbók. Bærinn, er hlotið hefur nafnið Kúabót, er hvergi markaður á landabréf né skráður í byggðasögu landsins. Það er aðeins rúst er kom undan sandöldu á leirn suðvestan við núverandi byggð Álftavers. Þar Sögur og ævmtýri — bók með verkum Astrid Lindgren MÁL og menning hefur gefið út bókina Sögur og ævintýri sem er bók með verkum Astrid Lind- gren. Hún er gefin út í tilefni áttræðisafmælis höfundarins en er jafnframt ein af afmælis- bókum Máls og menningar á fimmtíu ára afmæli bókmennta- félagsins. í bóknmi eru bæði nýjar þýðingar og endurprentaðar úrvalsþýðingar. Birtar eru í heild sögumar Þegar ída litla ætlaði að gera skammar- strik, Tu tu tu, Bróðir minn Ljóns- hjarta, Emil í Kattholti og Madditt og leikþátturinn Aðalatriðið er að vera hress. Einnig eru kaflar úr Á Saltkráku, Leynilögregiumanninum Karli Blómkvist, Elsku Míó mínum og Ronju Ræningjadóttur. Bókin er þannig uppbyggð að hún byijar á efni handa yngstu bömunum en smáþyngist þegar á líður. Vilborg Dagbjartsdóttir, Þorleif- ur Hauksson, Silja Aðalsteinsdóttir, Sigrún Ámadóttir, Skeggi Ás- bjamason og Hermir Pálsson þýddu sögumar í bókkmi sem er 632 blaðsíður að stærð með myndum eftir marga listamenn. Prentsmiðj- an Oddi hf. prentaði. Astrid Lindgren Djöflaeyjan gefin út á Norðurlöndum TVÖ af stærstu bókaforlögum Norðurlanda munu gefa skáld- sögu Einars Kárasonar, Þar sem Djöflaeyjan rís, út á næsta ári. Samningar um þetta hafa tekist á milli Máls og menningar, fyrir hönd höfundarins, og forlag- anna. Halldór Guðmundsson útgáfu- stjóri Máls og menningar sagði að samningar hefðu staðið yfir um útgáfu bókarinnar í talsvert á ann- að ár. Forlögin tvö, Gyldendal í Danmörku og Bonniers í Svíþjóðj myndu gefa bókina út næsta haust. Halldór sagðist vera ánægður með samkomulagið. Það væri mikill áfangi hjá ungum íslenskum höf- undi að komast inn á þennan markað, þessi stóru forlög hefðu til dæmis ekki verið með íslenska höf- unda á sínum vegum í háa herrans tíð. Þar sem Djöflaeyjan rís var gefin út hér á landi árið 1983. Verkið er nú sýnt í leikgerð Kjartans Ragn- arssonar í Leikskemmu Leikfélags Reykjavíkur við Meistaravelli. -r
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.