Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987 Fjármálaráðherra um breytingar á skattalöggjöf: Merkur áfangí að endur- skoðun skattkerfisíns í heild Stjórnarandstaðan: Verið að þyngja skattbyrðina Stjórnarfrumvörp um gildis- töku staðgreiðslu opinberra gjalda og tekju- og eignaskatt komu til fjrstu umræðu i efri deild i gær. í framsöguræðu sinni með síðara frumvarpinu sagði fjármálaráðherra m.a. að þessi lög væru merkir áfangar að end- urskoðun skattkerfisins i heild sem stefndu að þvi að skapa hér heilstætt, skilvirkt og réttlátt skattakerfi. Nokkrar umræður urðu út af þessu frumvarpi og sögðu stjórnarandstæðingar að rikisstjómin væri með breyting- um sínum á skattkerfinu að þyngja skattbyrðina. Frumvarp- inu um gildistöku staðgreiðslu var vísað til nefndar og annarrar umræðu. Einnig átti að vísa fmm- varpinu um tekju- og eignarskatt sömuleið en tókst það ekki þar sem of fáir þingmenn vom í saln- um. Þeir vom 21 en þurftu að vera 22. Var því atkvæðagreiðslu frestað. Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra, sagði þau lög sem hér væru til umij'öllunar, þ.e. breytingar á tekjuskattlagningunni og lög um tekju- og eignarskatt vera merka áfanga í skattalöggjöf- inni. Þeir væru ekki einungis merkir vegna þess að þeir gerðu okkur kleift að taka hér upp einfalt stað- greiðslukerfí. Ekki síður væru þetta merkir áfangar að endurskoðun skattakerfisins í heild sem stefndi að því að skapa hér heilstætt, skil- virkt og réttlátt skattakerfi. Endurskoðun skattalaganna nú byggðist ekki á því að þau lög sem við byggjum við væru of gömul né heldur vegna þess að þau hefðu í grundvallaratriðum verið léleg. Meginástæðumar fyrir brýnni þörf breytinga nú væru tvær. Annars- vegar breyttar aðstæður í þjóðfélag- inu, s.s. vöxtur samneyslu og samskipti við aðrar þjóðar og kröfur á þeim vettvangi um óhlutdrægni skatta og ennfremur þær breytingar sem orðið hefðu á hlutverkum ein- stakra tekjustofna í tekjuöflun ríkisins. Hins vegar þær beyglur og göt sem gerðar hefðu verið á skatta- kerfið á liðnum árum eða hefðu ioðað við það frá upphafi. Því miður hefðu undanþáguá- kvæðin eða raunveruleg áhrif þeirra verið í andstöðu við önnur markmið skattalaga, t.d. tekjujöfnunarmark- mið, þar sem það væru í reynd þeir betur settu sem hefðu tök á að nota sér undanþágumar. Hin stjómmálalega niðurstaða væri sú að við ættum að láta skatta- kerfíð vera einfalt tekjuöflunarkerfí og undanþágulaust. Með því sköp- uðum við því forsendur til að vera skilvirkt og réttmætt. Hins vegar mætti mæta réttmætum þörfum einstakra þjóðfélagshópa -- og pólitískum markmiðum með beinum Qárveitingum og styrkjum. Þannig tækjum við beina afstöðu fyrir opn- um tjöldum en feldum hana ekki í frumskógi undanþága og frávika sem enginn vissi hvað kæmi út úr þegar upp var staðið. Fjármálaráðherra sagði þessi orð ekki eiga sérstaklega við það frum- varp sem hér væri til umræðu eða tekjuskattslögin ein. Þau ættu ekki síður við aðra skatta, óbeina skatta og tolla, og væru sögð hér til að minna á samhengi þessa frumvarps við grundvallaratriði í endurskoðun á skattamálum sem hafín væri. Endurskoðun á tekjuskattslögun- um væri af hagkvæmnisástæðum m.a. unnin í þremur þáttum. Skatt- ar af launatekjum ' einstaklinga, skattar af eignatekjum og skattar fyrirtækja. Þetta frumvarp og þau lög sem hefðu verið afgreidd á síðasta þingi snertu aðeins fyrsta. þáttinn en engu að síður ætti að meta það með tilliti til hinna þátt- anna einnig og móta með afgreiðslu þess þá stefnu sem myndi auðvelda næstu skref. Fjármálaráðherra sagði að þegar . skattafrumvörpin hefðu verið til umræðu á Alþingi sl. vor hefði ver- ið ákveðið að skipa nefnd sem skyldi yfírfara og endurmeta ákvæði hinna nýju laga m.a. þegar fýrir lægju framtöl fyrir tekjur ársins 1986 og álagning gjalda 1987. Nefnd þess hefði skilað ítarlegri álitsgerð og tillögum um ýmsar breytingar á lög- um um staðgreiðslu opinberra gjalda og lögum um tekju- og eign- arskatt. Þegar hefðu verið flutt frumvörp um breytingar á lögum um stað- greiðslu og lögum um gildistöku þeirra laga og þetta frumvarp um breytingar á lögum um telq'uskatt og eignarskatt byggði að mestu á álitsgerð nefndarinnar um þau atriði er vörðuðu álagningu tekjuskatts. Niðurstaða nefndarinnar væri að ekki þyrfti að gera meiriháttar breytingar á uppbyggingu laganna eða efni, til þess að þau næðu þeim tilgangi og áformum um skattlagn- ingu sem uppi hefðu verið við samþykkt þeirra. Hins vegar leiddu breyttar forsendur í verð- og kaup- lagsmálum þ.e. verulega aukinn kaupmáttur frá því sem ætlað var til þess, að gera þyrfti breytingar á persónuafslætti og bamabótum til þess að staðið yrði við staðgreiðsluá- formin. Við afgreiðslu Qárlaga fyrir árið 1987 og breytingu á lögum um tekju- og eignarskatt vegna álagn- ingar á því ári hefði verið miðað við að beinir tekjuskattar einstaklinga til ríkisins að meðtöldu gjaldi í fram- kvæmdasjóð aldraðra og að við- bættum sóknar- og kirkjugarðs- gjöldum yrðu um 4,3% af heildartekjum einstaklinga eða 0,3% lækkun frá 1986. Til viðbótar þess- ari lækkun hefði ríkisstjómin ákveðið við valdatöku á miðju síðasta ári hækkun bamabótaauka sem svaraði til um 0,1% í skatt- byrði. Þróun kauplags og verðlags hefði hins vegar orðið önnur en ætlað hefði verið í upphafí árs. í stað um 20% hækkunar á launum milli áranna 1986-87 liti nú út fyrir að þessi hækkun yrði 37-38%. Það leiddi til þess að skattbyrði af tekju- skatti til ríkisins og öðmm framan- greindum yrði lægri eða um 3,4% í stað 4,2%. Þessa sveiflu taldi fjár- málaráðherra vera dæmi um nei- kvæð einkenni núverandi skatta- kerfís. Vegna breytinga á kauplagi um- fram verðlag þyrfti að breyta álagningarreglum ef ná ætti þeirri skattbyrði sem áformuð væri. Gert væri ráð fyrir að hækka persónuaf- slátt, barnabætur og bamabótauka til að ná því markmiði. í fmm- varpinu væri gert ráð fyrir að þessir liðir hækkuðu um 8,7-10% umfram það sem orðið hefði að óbreyttum lögum frá því í vor. Útreikningar sem gerðir hefðu verið fyrir milli- þinganefndina sýndu að með þessu álagningarkerfí næðist áformuð skattbyrði. Fjármálaráðherra sagði dreifíngu skattbyrði verða í litlu frábmgðna því sem nú væri að því frátöldu að skattleysismörk hækkuðu vemlega. Slíkt gæti þó ekki orðið nema til kæmi einhver hækkun hjá öðmm. Að hluta til kæmi þessi hækkun frá því að frádráttarliðir væm felldir niður og skattstofn breikkaður. Að sjálfsögðu væri ekki hægt að full- yrða að hvergi yrði um að ræða breytta skattbyrði enda væri ekki að slíku marki stefnt nema menn væm sannfærðir um að núverandi skattkerfíð væri fullkomið. Ráðherra taldi að þeirri gagnrýni að með fmmvarpinu yrði dregið úr stíganda í skattlagningu mætti vísa á bug og færði fyrir því ýmis rök. Sagði hann að draga mætti þá álykt- un að með breytingum á tekjuskatt- lagningu í heild væri stefnt að stöðugri og síst minni stíganda í skattlagningu en verið hefði. Fmmvarpið gerði ekki ráð fyrir að breyta því skatthlutfalli, 28,5%, sem ákveðið hefði verið á síðasta þingi. Fmmvarpið gerði hins vegar ráð fyrir að öðmm álagningarþátt- um yrði breytt vemlega nefnilega persónuafslætti, sjómannaafslætti, bamabótum, barnabótaauka og húsnæðisbótum. Þetta hefði áhrif til hækkunar á skattleysismörkum. Að teknu tilliti til hækkunar á útsvari og áhrifa þess á skattleysismörkin mætti gera ráð fyrir að þau yrðu um 42.500 krónur að jafnaði á einhleyping án bams en 77.400-85.000 hjá barn- lausum hjónum eftir því hvort bæði afla tekna eða ekki. Fjármálaráðherra vildi einnig taka upp eitt atriði sem ekki væri í frumvarpinu. Vakin hefði verið athygli á réttmæti þess að skatt- leggja iðgjöld til lífeyrissjóða. Hér væri um að ræða flókið mál er tengdist mörgum þáttum í skatt- lagningu einstaklinga, eignartekna- skattlagningu og skattiagningu fyrirtækja. I núgildandi lögum væm iðgjöld frádráttarbær í orði en í reynd hefðu þau lítil áhrif þar sem þau lentu í flestum tilvikum innan almenns 10% frádráttar. Áhrif lífeyrisgreiðslna yrðu framvegis önnur en verið hefðu vegna hærri persónuafsláttar o.fl. Þetta mál yrði tekið til sérstakrar endurskoðunar á breiðari gmndvelli í framhaldi af endurskoðun skattalaga. Steingrímur J. Sigfússon (Abl.-Ne.) sagði að á síðasta ári hefði náðst samstaða um um fmm- vörp er tengdust staðgreiðslubreyt- ingunni. Hann taldi stöðuna nú vera þannig að margir væm ekki alveg vissir á því hvað biði þeirra eftir áramót. Það þyrfti að upplýsa fólk betur. Aðstæður nú taldi hann vera breyttar frá því á síðasta vetri. Þá hefðu ekki legið fyrir yfírlýsingar um aðrar breytingar á skattkerfínu. Talað hefði verið um virðisauka- skatt en mjög skiptar skoðanir verið á því máli. Þetta mál sem nú væri til umræðu væri aðeins hluti af þeim viðamiklu breytingum sem ætti að gera. Steingrímur J. sagðist vilja byija á því að ræða nokkur gmndvallarat- riði sem hann vildi taka á. Sagði hann skattbyrði vegna tekjuskatts- laganna ekki verða aðskilda frá skattbyrði vegna óbeinna skatta. Einnig vildi hann minnast á vinnubrögð í sambandi við þessi mál. Ríkisstjórnin og Alþingi hefðu FRUMVÖRPUM ríkisstjórnarinn- ar um flutning útgáfu útflutn- ingsleyfa og Útflutningsráðs íslands frá viðskiptaráðuneyti til utanríkisráðuneytis var vísað til efri deildar í gær. Við afgreiðslu málsins úr neðri deild var flutt breytingartillaga frá þingmönn- um Borgaraflokksins við frum- varpið um útflutningsleyfi þess efnis að útflutningur verði gefin fijáls. Var þessi tillaga felld að viðhöfðu nafnakalli. að hans mati fullt fangið við að afgreiða fjárlög og staðgreiðslulögin fyrir jól og flækti það málið vem- lega að taka einnig inn í umræðuna breytingar á t.d. neyslusköttum. Ljóst væri að í vændum væri þynging skatta og kæmist ráðherra ekki hjá því að viðurkenna að ein- kenni allra þessara aðgerða væri þynging skattbyrði hins almenna skattgreiðanda. Skattbyrði hinna hæst launuðu myndi aftur á móti léttast. Ætti þetta sérstaklega við ef verðbólga færi lækkandi á næstu ámm. Þetta frumvarp myndi líka þýða miklar tilfærslur innan ársins. Skattar yrðu dregnir frá tekjum þegar í janúar og tekjur væm skatt- lagðar að fullu án tillits til vaxtafrá- dráttar. Honum yrði ekki skilað fyrr en upp úr miðju ári. Vildi þingmað- urinn fá að vita hversu mikil tekjutilfærsla ætti sér þama stað. Einnig taldi hann að aukin skatt- lagning á matvæli myndi þýða 7% hækkun á matarkostnaði vísitölu- fjölskyldunnar og væri þarna því um að ræða 20.000 króna auka- skatt á hana. Hækkun fasteignamats um 50 milljarða umfram byggingarvísitölu hefði í för með sér mikla hækkun á tekjum sveitarfélaganna. Þetta bæri alit að sama bmnni að hans mati. Um væri að ræða auknar álög- ur á hinn almenna skattgreiðanda. Og svo væm menn hissa á því að verkalýðshreyfíngin hlypi ekki til og semdi. Sagði hann allar þessar aðgerðir, sér í lagi matarskatturinn, hljóta að torvelda allar sættir á vinnumarkaðinum. Steingrímur J. gagnrýndi einnig ýmis efnisatriði frumvarpsins, m.a. taldi hann vaxtafrádráttinn vera með öllu ófullnægjandi. Óli Þ. Guðbjartsson (B.-Sl.) sagði það vera miklar skattahækk- anir sem hér væm að ríða yfir og væri þetta fmmvarp aðeins „bám- gjálfur“ miðað við þá holskeflu skattahækkana sem nú væri von á. Að hans mati væri það skatt- byrðin sem væri aðalatriðið. Miðað við að hún væri 3,4% á þessu ári og stefnt væri að því að hún yrði 4,2% á næsta ári væri hér um hrika- lega þyngingu að ræða frá því sem hefði verið. Nánast um fjórðungs þynging. Oli Þ. kynnti næst breytingartil- lögur Borgaraflokks við fmmvarpið en þær em í fjórum liðum. Er með- al annars lagt til maður sem sé að ljúka starfsævi sinni og skilar inn til skattayfirvalda skattkorti sínu fái endurgreiddan tekjuskatt síðustu tólf mánaða fyrir starfslok. Sama myndi gilda um mann sem þyrfti að hætta störfum vegna varanlegrar örorku af völdum veikinda eða slyss. Kristín Halldórsdóttir (Kvl.- Rn.) sagði tollabreytingar þær sem Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra, Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, Kjartan Jóhannsson (A.-Rn.) og Ragnhildur Helgadóttir (S.-Rvk.) gerðu grein fyrir atkvæði sínu. Þorsteinn Pálsson og Jón Sigurðs- son sögðu að hér væri einungis með þessum fmmvörpum verið að ræða um flutning þessara verkefna milli ráðuneyta en ekki skipulag útflutn- ingsviðskipta. Þeir greiddu því atkvæði gegn þessari tillögu. Kjart- an Jóhannsson sagðist lengi hafa nú væm ráðgerðar ganga gegn allri réttlætiskennd og fjölskyldustefnu. Taldi hún furðulegt að það væm jafnaðarmenn sem stæðu að þessu. Minnti hún á að fulltrúi Kvennalista í milliþinganefndinni hefði haft fyr- irvara á áliti nefndarinnar um ýmis atriði. Meðal annars teldi Kvenna- listinn að tíminn sem hún hefði haft til starfa hefði verði óeðlilega knappur og að ekki hefði verið reynt á mörg atriði. Kristín vildi einnig ítreka þá stefnu Kvennalistans að sveitarfélögum veitti ekki af því að fá meiri hækkanir á tekjustofnum sínum í samræmi við að verið væri að færa aukin verkefni yfír til þeirra. Þau ættu jafnvel að fá að ráða sinni álagningu sjálf. Hún taldi einnig ófært að per- sónuafsláttur væri ekki framreikn- aður mánaðarlega heldur tvisvar á ári. Það væri ósanngjamt að beita þeirri aðferð. Stefán Valgeirsson (SJF-Ne.) sagði ríkisstjómina nú vera að hækka vexti stórlega. Taldi hann vaxtahækkanimar eiga eftir að hafa veruleg áhrif á verðbólguna og myndi þessi stefna leiða til þess að ríkisstjórnin myndi lenda í vandræð- um með að leysa mál eins og t.d. húsnæðismálin. Ríkisstjómin hefði lofað ýmsu þegar hún tók við völdum, s.s. hóf- legum raunvöxtum og að dregið yrði úr launamun, én þær aðgerðir sem nú væri verið að framkvæma stefndu að hans mati allar í öfuga átt. Stefán boðaði að hann myndi ræða þessi mál ítarlegar þegar mat- arskatturinn kæmi til umræðu og myndi hann þá einnig ræða vaxta- stefnuna og sýna fram á að bankar réðu engu um vextina þegar ríkis- stjómin byði ávallt hærri og hærri vexti. Taldi hann þetta vera strand- stefnu. Kjartan Jóhannsson (A.-Rn.) sem var formaður milliþinganefndar um staðgreiðslu skatta, sagði menn í umræðunum hafa sagt að um skattaþyngingu væri að ræða. Til dæmis hefði þingmaður Borgara- flokksins sagt að verið væri að hækka skattbyrði um fjórðung. Sagði Kjartan þetta vera rangt og ef menn skoðuðu útreikninga kæmi í ljós að alls ekki væri um svona mikla þyngingu skattbyrði að ræða. Varðandi dæmi Steingríms J. af matarkostnaði vísitölufjölskyldunn- ar þá hefði hann gleymt að taka með í dæmið að stór hluti af tekjum þessarar fjölskyldu fæm í kaup á öðm en matvælum. Ef fram færi sem horfði myndu margir þessara útgjaldaliða bera lægri skatta og tolla og ætti dæmið því að koma út á sléttu. Steingrímur J. Sigfússon gagn- rýndi fjármálaráðherra fyrir að svara ekki öllum spumingum sem til hans hefði verið beint. Svaraði fjármálaráðherra því til að umrædd- um spurningum hefði annaðhvort verið svarað af Kjartani Jóhanns- syni eða svörin væri að fínna í áliti milliþinganefndarinnar. Steingrím- ur J. sætti sig ekki við þetta svar og gengu stjórnarandstæðingar úr salnum þegar atkvæðagreiðsla um málið átti að hefjast. Ekki vom nógu margir stjórnarliðar í salnum til hægt væri að vísa málinu til nefndar og var atkvæðagreiðslunni því frestað. verið - talsmaður fijálsrar útflutn- ingsverslunar en þetta mál. væri flóknara og margþættara en svo að hægt væri að afgreiða það með þess- um hætti. Ragnhildur Helgadóttir sagðist greiða atkvæði gegn þessari breytingartillögu með vísan til grein- argerða tveggja ráðherra í ríkis- stjórn sem hún styddi. Tillagan var felld með 30 atkvæð- um gegn 4. Utflutningsráð og útflutn- ingsleyfi til efri deildar Breytingartillaga um frjálsan útflutning felld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.