Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987 Frá undirritun sanmingsins. Hitaveita Suðumesja kaupir hlut ríkisins í Sjóefnavinnslunni FRIÐRIK Sophusson iðnaðarráðherra og Jón Baldvin Hannib- alsson fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs og Finnbogi Bjömsson stjórnarformaður, fyrir hönd stjórnar Hitaveitu Suðurnesja, undirrituðu á laugardag samning um kaup Hita- veitunnar á hlutabréfum ríkisins í Sjóefnavinnslunni hf. Um er að ræða 84% af heildarhlutafé Sjóefnavinnslunnar. Salan á hhitabréfum ríkisins í hafnasvæði. Iðnaðarráðherra félaginu á sér stað í kjölfar ák- vörðunar iðnaðarráðherra og § ármálaráðherra um að endur- skipuleggja Ijárhag Sjóefiia- vinnslunnar hf. og selja eignar- hluta ríkissjóðs. Meginatriði þessarar endurskipulagningar eru að hlutafé félagsins hefur verið fært niður og er nú 4 milljönir króna, en þar af nemur hlutafé ríkisins tæpum 3,4 milljónum. Ríkissjóður léttir af Sjóefnavinnsl- unni hf. öllum skuldum við endurlánareikning ríkissjóðs og ríkisábyrgðarsjóðs, svo og skuld við Sparisjóð Keflavíkur, samtals að Qárhæð 530 milljón krónur, en félagið hefur í þessa stað gefið út til ríkissjóðs verðtryggt veð- skuldabréf að Qárhæð 70 milljón krónur. Hlutafé Sjóefnavinnsl- unnar hefur verið aukið um 50 milljónir með hlutafjárútboði og hefur Hitaveita Suðurnesja skrif- að sig fyrir allri htutafjáraukning- unni. Sjóefnavinnslan hf. mun á næstu árum eigi vetja lægri fjár- hæð en 2 milljónum króna af fé félagsins á ári til að kynna hér á landi og erlendis möguleika til efnavinnslu og annars iðnreksturs á athafnasvæði félagsins. Sjóefnavinnslan hf. hefur skuldbundið sig til að greiða ríkis- sjóði samtals 150 milljónir króna á verðlagi nóvembermánaðar 1387 með 7,5% af rekstrarafgangi sínum. Gerður hefur verið við- aukasamningur milli félagsins og ríkisins um land og landsréttindi, sem tryggir félaginu aukið at- hefur samkvæmt heimild í 4. grein laga nr. 62 frá 1981 veitt Sjóefna- vinnslunni hf. leyfí til raforku- virkjunar vegna iðnrekstrar á vegum félagsins allt að 5 MW til viðbótar núverandi virkjun félag- ins. í frétt frá Iðnaðarráðuneytinu segir að með þessari sölu hafi náðst þau þríþættu markmið sem unnið hafí verið að: Að hætt verði beinum afskiptum ríkisins af fé- laginu og það starfí framvegis eftir almennum lögum. Að endur- skipulagt félag verði áhugaverð Qárfesting og hafí traustan rekstrargrundvöll. Að félagið haldi áfram að rannsaka nýtingu jarðgufu til efnavinnslu og annars iðnaðar og hafí fjárhagslega getu til uppbyggingar. Samtök gegn hávaða stofnuð: Fólk er fyrst og fremst þreytt á tónlistarsíbyljuimi - segir Steingrímur Gautur Krist- jánsson í stjórn samtakanna SAMTÖK gegn hávaða voru sett á laggimar sl. sunnudag. Markmið þeirra er að koma af stað umræðu um hverskyns óþarfa og heilsu- spillandi hávaða og berjast gegn honum, að sögn Steingríms Gauts Kristjánssonar borgardómara en hann var kosinn í stjóra samtak- anna, ásamt Svanhildi Konráðsdóttur, Kristínu Bjaraadóttur, Stefáni Edelstein og Atla Heimi Sveinssyni. Samtökin eru einskonar grasrótar- samtök, að sögn Steingríms, og því enginn kosinn formaður þeirra. Að sögn Steingríms var eftirfar- klögumála. Jafnframt beinir fundur- andi áskorun samþykkt af fundar- mönnum: „Fundurinn skorar á verslunarmenn og aðra sem komið hafa fyrir gjallarhomum á almanna- færi, m.a. til að vekja athygli á vamingi sínum, að láta af því hátta- lagi, án þess að koma þurfi til inn því til rekstraraðila strætisvagna og sundstaða að hætt verði að út- varpa tónlist um gjallarhom í almenningsvögnum og á sundstöð- um.“ „Fólk virðist fyrst og fremst vera orðið þreytt á tónlistarsíbyljunni," sagði Steingrímur. „En menn eru einnig orðnir þreyttir á hávaða frá t.d. flugvélum og bifreiðum. Yið höfum nú þegar sett nefnd í að tala við flugmálastjóra um það hvort ekki sé hægt að minnka hávaða frá Reykjavíkurflugvelli en menn hafa sagt mér að flugvélar fljúgi t.d. of lágt hér í aðflugi," sagði Steingrím- Jólakort Harðar komin út ÍÞRÓTTADEILD hestamanna- félagsins Harðar í Kjósarsýslu hefur gefið út jólakort. A kort- inu er mynd sem Ragnar Axelsson ^jósmyndari hefur tek- ið á Fimmvörðuhálsi. Þetta er þriðja árið sem íþrótta- deildi hestamannafélagsins Harðar gefur út jólakort. Agóði af sölu kortanna rennur til starf- semi deildarinnar. Jólafrí- * merki UIA UNGMENNA- og íþróttasam- band Austurlands hefur gefið út jólafrímerki. Ólöf Blöndal lista- kona á Egilsstöðum teiknaði merkið en Héraðsprent sf. prent- aði. Á merkinu er mynd af Eiða- kirkju, en nýlega var þess minnst að 100 ár eru liðin frá vígslu henn- ar. Jólamerkin eru til sölu hjá ung- menna- og íþróttafélögum á Austurlandi og á skrifstofu UÍA á Egilsstöðum. I Reykjavík eru merk- in seld I Frímerkjahúsinu og Frímerkjamiðstöðinni. Hluti þess fólks sem vann munina. Guðrún Guðmundsdóttir er lengst til vinstri. Skagaströnd: Aldraðir sýna handavinnu sína Skagaströnd. FÉLAGSSTARF aldraðra er í töluverðum blóma í Skaga- strönd. Nú nýverið héldu aldraðir sölusýningu á mun- um sem þeir hafa unnið undir stjóm leiðbeinanda síns Guð- rúnar Guðmundsdóttur. Á sýningunni kenndi margra grasa og seldust munirnir vel enda unnir af miklum hagleik. Á meðan sýningin stóð yfir stóðu kvenfélagskonur fyrir kaffisölu til að fólk gæti gert sér dagamun. Félagsstarfí aldraðra er þann- ig háttað að fólkið hittist tvisvar í viku og vinnur saman að hugð- arefnum sínum frá kl. 13 til 17. Bæði karlar og konur hafa sótt þessa starfsemi og sagði Guðrún leiðbeinandi að um 15 manns væru nú í hópnum og færi stöð- ugt fjölgandi. Aðsókn að sýning- unni var mjög góð eða um 120 manns og var Guðrún ánægð með sýninguna og söluna. - ÓB. Margt muna var á sýningunni. Morgunblaðið/ÓIafur Bemódusson Selfoss: Tvær saumastofur starfandi * Selfossi. SAUMASTOFAN Astra á Selfossi hefur verið starfrækt af Sjóklæða- gerðinni í Reykjavík síðan í ágúst 1986, þegar Sjóklæðagerðin keypti saumastofuna. Þar vinna nú 33 konur en alls eru 22 heilsdagsstörf hjá Östru. Þann 1. mars á þessu ári flutti Sjóklæðagerðin starfsemi Östru í nýtt húsnæði að Gagnheiði 15, keypt af saumastofu Henson, Hens- el,' sem hætti starfsemi á síðastliðnu ári. Hjá Östru er framleiddur skjól- og vinnufatnaður. Önnur saumastofa, Sunna, hefur verið starfrækt á Selfossi síðan í maí. Hún var áður á Hvolsvelli. Hjá Sunnu hefur verið saumaður ullar- fatnaður til útflutnings fyrir Álafoss. Þar unnu 20 manns þegar flest var í sumar en núna vinna þar 7 starfsmenn. Ástæða fækkunar starfsmanna er að Sunna hefur ekki fengið nein verkefni frá Ála- foss. í sunnudagsblaði Morgunblaðs- ins var sagt að Astra hefði verið lögð niður en það rétta er að Astra er ekki lengur í ullariðnaði. — Sig.Jóns. Morgunblaðið/Siguiéur Jónsson Hjá saumastofunni Östru starfa 33 konur. Á myndinni eru nokkrar þeirrá við vinnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.