Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987 57 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir PÁL ÞÓRHALLSSON Stoltur burðarkarl og lestarstjóri á brókinni Þýsku sambandsjárnbrautirnar eru þekktar fyrir góða þjónustu Á MEÐAN dýrðarljóminn lék um járnbrautarstöðvarnar stóðu tugir burðarkarla á hverri stöð og buðu þjónustu sína. Þeir sem eru á leið til útlanda og fletta gömlum vasaorðabókum fyrir ferðamenn komast að því hversu nauðsynlegt það var fyrir mann á erlendri grund að geta kallað á burðarkarl sér til full- tingis. Nú hyggjast Þýsku sambandsjárnbrautirnar lífga við þessa nær útdauðu þjónustu. Þannig hyggst fyrirtækið laða til sín við- skiptavini. Ferð með lest er enda þægileg og oft viðburðarík. Hagfræðingar hafa líka sýnt fram á að þjóðhagslega hagkvæmt sé að fólk ferðist með lest frekar en einkabilum. Mikið elds- neyti sparast, það er öruggara auk þess sem bilaflotinn i Vestur-Þýskalandi er orðinn svo gifurlegur að ökumenn mcga búast við að komast hvergi þegar umferð er mikil. Þýsku sambandsjámbrautimar hafa nú tekið burðarkarla á ný í þjónustu sina. Eldra fólk og útlendingar greiða gjama fimm mörk til að létta sér sporin eftir ranghölum brautarstöðvanna. Flestir kjósa þó að bera sina pinkla sjálfir. Viðskipti mín við Þýsku sam- bandsjárnbrautimar hafa einatt verið ánægjuleg og jafn- framt söguleg. I vor flutti ég frá Heidelberg til Múnchen. Ég safn- aði saman bókum og öðru hafur- taski og hélt í leigubíl til Hauptbahnhof. Þegar þangað kom spurði ég bflstjórann hvemig best væri að haga sér með allt þetta dót. „Schade da es keine Gepácktráger mehr gibt“ (Leitt að ekki em lengur til burðarkarl- ar), svaraði hann sposkur. „Gepácktráger" hugsaði ég með mér. Hvur fjárinn er nú það? Meinar maðurinn virkilega að ekki séu til neinir farangursvagn- ar? „Echt, da gibt’s doch gar nicht" (þér getur ekki verið al- vara), sagði ég og hélt mína leið með tvö hundrað kíló á bakinu og hlátrasköll í eyram. Ætli bflstjóranum þeim ama sé enn hlátur í hug? Ég veit ekki en nú hyggjast Þýsku sambands- jámbrautimar styðja gömlu góðu burðarkarlana í verki. Síðan í september er hægt að láta fag- mann aðstoða sig við töskuburð á sextíu brautarstöðvum í Vest- ur-Þýskalandi. Ekki er þó mikið að gera hjá burðarkörlunum. Flestir afþakka þjónustuna. Horst Behrens er einn hinna gömlu góðu. Hann segist í viðtali við þýska vikuritið Die Zeit vera stolt- ur af starfa sínum þó að fyrir nokkram áram hafi 'hann verið búinn að gefa upp alla von um að fá aftur vinnuna. Hann gaf meira að segja safnara húfuna sína. Nú fær hann gjama bréf frá eldri frúm sem þurfa að bregða sér bæjarleið: „Æraverðugi burð- arkarl . . . gleymið mér ekki.“ Svo bíður Behrens á brautarpall- inum, hundrað krónur tekur hann fyrir vikið. Já, mikil er greiðviknin hjá starfsmönnum Þýsku sambands- jámbrautanna. Til okkar í Múnchen komu þijár ungar stúlk- ur í ævintýraleit. Þær höfðu ferðast vítt og breitt um Evrópu, farið til Parísar og Feneyja og nú skyldi haldið heim á leið. Lest- in frá Múnchen til Stuttgart lagði af stað um tíuleytið að kvöldi. Um morguninn þann sama dag komu vegabréf stúlknanna í pósti frá Ítalíu þar sem þau urðu eftir „fyrir misskilning". Allt virtist til reiðu og ekkert því til fyrirstöðu að telpumar kæmust heilu og höldnu í veg fyrir rútuna í Stuttg- art. Unnusta mín ók þeim út á jámbrautarstöð _ og fylgdi þeim upp í lestina. Ég sat sæmilega rólegur heima og las ákvörðunar- fræði Arrows. Skömmu eftir miðnætti hringir síminn. „Hef- urðu eitthvað heyrt í henni Sollu," heyrði ég veikróma rödd Rögnu hljóma í gegnum símtólið, „sko, við Sigga eram komnar til Stuttg- art en Solla varð eftir í Múnchen, hefurðu ekkert heyrt í henni?" „Varð eftir í Múnchen, hvað mein- arðu?" spurði ég öldungis forviða. „Jú, hún fór úr lestinni að ná í soldið og þegar hún kom til baka þá var lestin að fara og við horfð- um á hana þar sem hún stóð ein á brautarpallinum og stappaði niður fæti. Og við eram með allt dótið hennar og lestarmiðann og allt.“ Ég dró andann djúpt og bað Rögnu svo um lýsingu á stúlk- unni. Ég vissi sem var hvemig ungri stelpu ofan af íslandi hlyti að líða einsamalli og allslausri um miðja nótt í stórborginni. Nú kom ákvörðunarfræðin í góðar þarfir. Ég hringdi í lögregl- una á brautarstöðinni og spurði hvort nokkuð hefði sést til Sollu. Svo var ekki og því lét ég lögregl- unni lýsingu á henni í té. Ragna hringdi á stúndarfjórðungsfresti og spurði hvort nokkuð hefði frést. Áttu þær að fara upp í rút- una til Lúxemborgar eða bíða og sjá til? Hvað sem öðra leið þá áttu þær apex-flugmiða sem ekki er hægt að breyta. Um klukkan eitt eftir miðnætti þegar ég var búinn að kalla foreldra mína á vettvang til að vera á verði ef Solla birtist á meðan ég færi sjálf- ur niður á brautarstöð, hringdi síminn: „Heyrðu,“ sagði Ragna hinum megin, „hún er komin.“ Þá hafði stúlkan ,unga sem horfa varð á eftir lestinni, farið til starfsmanns Þýsku sambands- jámbrautanna og sagt farir sínar ekki sléttar, Interrail-kortið væri á leið til Stuttgart og svo fram- vegis. Henni var tekið ljúflega og látin fá miða með næstu lest til Stuttgart sem fór stundu síðar. Seinna sögðu stúlkumar mér að Solla hefði farið úr lestinni í Múnchen til að útvega ísskeiðar því „það er svo erfítt að borða jógúrt án þess að hafa skeið". Svo þegar hún varð að horfa á eftir lestinni þá á hún að hafa mélað ísskeiðamar í hendi sér. Ég get ekki hætt frásögninni af starfsmönnum Þýsku sam- bandsjárnbrautanna án þess að geta þess hvemig ég eignaðist bflinn minn. Við Leopoldstrae í Múnchen. leggja menn bílum sínum ef þeir vilja selja þá og setja spjald innan á rúðuna þar sem kostir farskjótans era upp- taldir og símanúmer eigandans uppgefið. Ég gekk á hverjum degi eftir breiðstrætinu mikla á leið í skólann og gerði mér í hugarlund hvemig það væri að aka um á BMW. Laugardagssíðdegi nokk- urt er ég á röltinu eins og gengur með tveimur löndum. Rennir ekki draumabíllinn upp að hliðinni á okkur og nemur staðar. Út stígur lágvaxinn maður með sítt alskegg íklæddur skinnbrók. Hann var. í afskaplega skrautlegri bróderaðri skyrtu með blúndum sem huldu nær axlaböndin. Maðurinn setti nú spjald í afturgluggann sem á stóð að gripurinn væri falur fyrir fímmtíu og fímm þúsund krónur. Það var ótrúlegt verð fyrir slíkan glæsivagn. Þarna dreif strax að mikinn mannsöfhuð til að skoða vagninn og eigandinn hallaði sér kotroskinn fram á bflþakið. „Mættum við próf ann?“ sagði ég, eiginlega alveg óvart. Ekkert sjálfsagðara. Hann hafði komið í bæinn til að selja eftirlætið for- eldra sinna sem væru bændafólk í afdölum Bæjaralands. Sjálfur væri hann að flýta sér til að kom- ast í vinnuna, hann væri sko lestarstjóri hjá Þýsku sambands- jámbrautunum. Svo var stokkið af stað. Blússað í hraðbankann og bfllinn borgaður á borðið. Hann hefur nú bara dugað vel þótt ekki kostaði hann mikið. Á fyrsta degi fauk hliðar- spegillinn af þegar sjúkrabíll þaut framhjá. Krómlisti varð eftir í Búdapest, enda hitar miklir. En hvað er það milli vina? Þrír kátir keppir Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson BÍÓHÖLLIN Sjúkraliðarnir — Disorderlies ★ ★ ‘/2 Leikstjóri: Michael Schultz Tónlist: Art of Noise Handrit: Mark Feldberg og Mitc- hell Klebanoff Aðalleikendur: The Fat Boys; Mark Morales, Darren Robinson, Damon Wimbley, Ralph Bellamy Bandarisk. Warner Bros 1987. Það era þrír, frískir fítuhlunkar sem kalla sig The Fat Boys (troða upp sem skertimtikraftar vestan hafs), sem eiga heiðurinn af því að farsinn Sjúkraliðamir gengur þokkalega upp. Myndin er í anda gömlu, góðu „slapstick" farsa Laur- els og Hardys, Abbots og Costello, en þó einkum The Three Stooges. Það er fátt í þessum myndum sem kallast getur „normal", því meiri fáránleiki og fjarstæða, því betra. Hér segir frá náunga nokkrum sem sokkinn er uppfyrir haus í spilaskuldum og mafían komin með hlaupið í hnakkadrambið á honum. Eina leiðin til að losna undan byssu- kjaftinum er að kála öldraðum og forríkum frænda sem virðist kom- inn með annan fótinn ofaní gröfína. I þeim tilgangi ræður hann þtjá hrakfallabálka sem hafa fengið það hæpna orð á sig að þykja vonlaus- ustu sjúkraliðar Norður-Ameríku, auk þess að vera ólánlegir í vexti. En það fer allt á annan veg en ætlað var; gamalmennið lifnar við og færist allt í aukana undir hand- leislu fítukeppanna ... Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þetta innihald, í myndum sem þessum er aðeins eitt mark- mið, að skemmta gestinum, helst með því móti að skírskota til hans framstæðustu hvata, kreista hlátur- inn ffekar úr kviðarholinu en heilabúinu. Þetta tekst bærilega enda er tríóið forkostulegt á að horfa — svona í einni mynd, en ekki meira af slfku, takk. vagnar Eigum ávallt fyrirliggjandi |l hina velþekktu B V - hand- lyftivagna með 2500 og 1500 kílóa lyftigetu. BILDSHÖFÐA 16 SÍML672444 Gefið henni fallegt gull Gull og demantar Kjartan Ásmundsson, gullsmiður, Aðalstræti 7. Sími 11290.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.