Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987 63 Leikfélag Hafnarfjarðar: Sýningum að ljúka á Spanskflugunni LEIKFÉLAG Hafnarfjarða'r hef- ur að undanfömu sýnt gamah- leikinn Spanskfluguna eftir Arnold og Bach, undir leikstjórn Davíðs Þórs Jónssonar. Sýningum fer nú brátt að ljúka, aðeins eru eftir tvær sýningar. Næst síðasta sýning verður fimmtu- daginn 10. desember kl. 21.00 og sú síðasta laugardaginn 12. desem- ber kl. 21.00. Miðasala og miða- pantanir eru í Bæjarbíói í Hafnarfírði. Ríkharður Valtingojer við verk sín. Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Grafíklistasýning opnuð á Egilsstöðum Egjlsstöðum. GRAFÍKLISTASÝNING stendur nú yfir í Valaskjálf Egilsstöðum. Það er Ríkharður Valtingojer sem þarna sýnir 38 myndir unnar með mismunandi tækni. Mynd- irnar á sýningunni spanna 10 ára tímabil í listsköpun Ríkharðs og bera viðfangsefnin því vitni en þau em allt frá fígúmm og fant- asíum til landslagsmynda. Einnig em þarna myndskreytingar úr ljóðamöppunni Samaldin. Ríkharður er fæddur í Bolzano á Italíu en hefur verið búsettur á ís- landi frá 1960. Nú tvö síðustu árin á Stöðvarfirði. Hann kennir stein- þrykk við Myndlista- og handíða- skóla Islands. Ríkharður stundaði myndlistar- nám í Myndlista- og handíðaskólan- um í Graz í Austurríki 1954—56 og Akademie fur Bildende Kunste í Vínarborg 1956-60. Hann hefur tekið þátt í fjölda einka- og samsýn- inga hér á landi og erlendis. Verk eftir Ríkharð eru í opinberri eigu í allmörgum löndum — Björa Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Sýningargestir virða fyrir sér nokkrar af myndum Svövu. Selfoss: Grafíksýn- ingu Svövu að ljúka Selfossi. SVAVA Sigríður Gestsdóttir myndlistarkona hefur undan- farna daga sýnt 15 grafík- myndir í Bæjar- og héraðs- bókasafninu á Selfossi. Sýningin er opin til 12. desem- ber á opnunartíma safnsins kl. 13.00 til 21.00. — Sig.Jóns. Keflavíkurflug- völlur: Jólasveinn- inn fékk lykil Keflavík. JÓLASVEINNINN kom ný- lega til Keflavíkurflugvallar og fékk hann höfðinglegar móttökur eins og nærri má geta. Sinn er siður í landi hveiju og í Bandaríkjunum kemur jóla- sveinninn niður um arininn í húsum þegar hann kemur í heimsókn. Hús á íslandi eru að öllu jöfnu ekki með arin og svo er einnig á Keflavíkurflugvelli. Því var bmgðið á það ráð að afhenda jólasveininum lykil að húsunum svo hann kæmist ör- ugglega inn. BB Ólæst dag- skrá á Stöð 2 Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Kafteinn Baxter yfirmaður flotastöðvarinnar afhenti jólasveininum lykilinn góða sem gengur að öllum húsum á Keflavíkurflugvelli. Áthöfnin fór fram í verslun varaarliðsins „Navy Exchange". Ricky Busker og Darius McCrary f hlutverkum sínum f jólamynd Bióhallarinnar Stórkörlum. Bíóhöllin sýnir jóla- myndina Stórkarlar BÍÓHÖLLIN hefur hafið sýning- ar á fyrri jólamynd sinni, þ.e. grínmyndinni Stórkörlum sem er framleidd af Ivan Reitman. Leikstjóri myndarinnar er Ro- bert Mandell og með aðalhlut- verk fara Ricky Busker og Dairus McCrary. Óbí Dawkins og Scam Jeremy verða miklir vinir eftir að ráðist hafði verið á Óbí og stolið af honum hjólinu og úrinu sem faðir hans gaf honum rétt áður en hann dó. Með brellum tekst þeim að ná úrinu aft- ur. Scam er látinn á bamaheimili en Óbí tekst með brögðum að ná honum þaðan út. Þeir komast yfír dýrustu gerð af Mercedes Benz, lenda í ótrúlegustu ævintýrum og eltast bæði við lögreglu og þjófa, segir I frétt frá kvikmyndahúsinu. í TENGSLUM við jólatilboð Stöðvar 2 og sem liður í kynn- ingu Stöðvarinnar verða útsend- ingar ólæstar fimmtudaginn 10. og fimmtudaginn 17. desember frá og með fréttaþættinum 19.19. Með ólæstri útsendingu vill Stöð 2 gefa þeim sem ekki eiga myndlyk- il kost á að kynna sér dagskrána. Leiðrétting- í Morgunblaðinu í gær var sagt að þrír einsöngvarar sem syngja með Pólýfónkómum við flutning hans á Messíasi í Hallgrímskirkju væm að ljúka söngnámi hjá Sigurði Demetz, og var Inga Bachmann talin þar með. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið hjá Pólýfón- kómum, en hið rétta er að Inga lauk 8. stigi í söngnámi hjá Þuríði Pálsdóttur í Söngskóla Reykjavíkur vorið 1986 með hæstu einkunn, og stundar nú nám í kennaradeild Söngskólans hjá Snæbjörgu Snæ- bjamardóttur. Pé-leikliópurinn: Sýningar á Heimkom- unnihafnar SÝNINGAR Pé-leikhópsins á leikritinu Heimkoman eftir enska leikritaskáldið Harold Pinter hófust síðastliðinn sunnudag í íslensku óperunni. Verkið hefur ekki. áður verið sýnt hér á landi og verðá sýningar alls 15 til 20. Andrés Sigurvinsson leikstýrir verkinu, Elísabet Snorradóttir þýddi og um leik- mynd annast Guðný B. Richards. Leikarar em Róbert Amfinnsson, Hjalti Rögnvaldsson, Rúrik Har- aldsson, Halldór Bjömsson, Hákon Waage og Ragnheiður Elfa Amar- dóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.