Morgunblaðið - 09.12.1987, Side 63

Morgunblaðið - 09.12.1987, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987 63 Leikfélag Hafnarfjarðar: Sýningum að ljúka á Spanskflugunni LEIKFÉLAG Hafnarfjarða'r hef- ur að undanfömu sýnt gamah- leikinn Spanskfluguna eftir Arnold og Bach, undir leikstjórn Davíðs Þórs Jónssonar. Sýningum fer nú brátt að ljúka, aðeins eru eftir tvær sýningar. Næst síðasta sýning verður fimmtu- daginn 10. desember kl. 21.00 og sú síðasta laugardaginn 12. desem- ber kl. 21.00. Miðasala og miða- pantanir eru í Bæjarbíói í Hafnarfírði. Ríkharður Valtingojer við verk sín. Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Grafíklistasýning opnuð á Egilsstöðum Egjlsstöðum. GRAFÍKLISTASÝNING stendur nú yfir í Valaskjálf Egilsstöðum. Það er Ríkharður Valtingojer sem þarna sýnir 38 myndir unnar með mismunandi tækni. Mynd- irnar á sýningunni spanna 10 ára tímabil í listsköpun Ríkharðs og bera viðfangsefnin því vitni en þau em allt frá fígúmm og fant- asíum til landslagsmynda. Einnig em þarna myndskreytingar úr ljóðamöppunni Samaldin. Ríkharður er fæddur í Bolzano á Italíu en hefur verið búsettur á ís- landi frá 1960. Nú tvö síðustu árin á Stöðvarfirði. Hann kennir stein- þrykk við Myndlista- og handíða- skóla Islands. Ríkharður stundaði myndlistar- nám í Myndlista- og handíðaskólan- um í Graz í Austurríki 1954—56 og Akademie fur Bildende Kunste í Vínarborg 1956-60. Hann hefur tekið þátt í fjölda einka- og samsýn- inga hér á landi og erlendis. Verk eftir Ríkharð eru í opinberri eigu í allmörgum löndum — Björa Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Sýningargestir virða fyrir sér nokkrar af myndum Svövu. Selfoss: Grafíksýn- ingu Svövu að ljúka Selfossi. SVAVA Sigríður Gestsdóttir myndlistarkona hefur undan- farna daga sýnt 15 grafík- myndir í Bæjar- og héraðs- bókasafninu á Selfossi. Sýningin er opin til 12. desem- ber á opnunartíma safnsins kl. 13.00 til 21.00. — Sig.Jóns. Keflavíkurflug- völlur: Jólasveinn- inn fékk lykil Keflavík. JÓLASVEINNINN kom ný- lega til Keflavíkurflugvallar og fékk hann höfðinglegar móttökur eins og nærri má geta. Sinn er siður í landi hveiju og í Bandaríkjunum kemur jóla- sveinninn niður um arininn í húsum þegar hann kemur í heimsókn. Hús á íslandi eru að öllu jöfnu ekki með arin og svo er einnig á Keflavíkurflugvelli. Því var bmgðið á það ráð að afhenda jólasveininum lykil að húsunum svo hann kæmist ör- ugglega inn. BB Ólæst dag- skrá á Stöð 2 Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Kafteinn Baxter yfirmaður flotastöðvarinnar afhenti jólasveininum lykilinn góða sem gengur að öllum húsum á Keflavíkurflugvelli. Áthöfnin fór fram í verslun varaarliðsins „Navy Exchange". Ricky Busker og Darius McCrary f hlutverkum sínum f jólamynd Bióhallarinnar Stórkörlum. Bíóhöllin sýnir jóla- myndina Stórkarlar BÍÓHÖLLIN hefur hafið sýning- ar á fyrri jólamynd sinni, þ.e. grínmyndinni Stórkörlum sem er framleidd af Ivan Reitman. Leikstjóri myndarinnar er Ro- bert Mandell og með aðalhlut- verk fara Ricky Busker og Dairus McCrary. Óbí Dawkins og Scam Jeremy verða miklir vinir eftir að ráðist hafði verið á Óbí og stolið af honum hjólinu og úrinu sem faðir hans gaf honum rétt áður en hann dó. Með brellum tekst þeim að ná úrinu aft- ur. Scam er látinn á bamaheimili en Óbí tekst með brögðum að ná honum þaðan út. Þeir komast yfír dýrustu gerð af Mercedes Benz, lenda í ótrúlegustu ævintýrum og eltast bæði við lögreglu og þjófa, segir I frétt frá kvikmyndahúsinu. í TENGSLUM við jólatilboð Stöðvar 2 og sem liður í kynn- ingu Stöðvarinnar verða útsend- ingar ólæstar fimmtudaginn 10. og fimmtudaginn 17. desember frá og með fréttaþættinum 19.19. Með ólæstri útsendingu vill Stöð 2 gefa þeim sem ekki eiga myndlyk- il kost á að kynna sér dagskrána. Leiðrétting- í Morgunblaðinu í gær var sagt að þrír einsöngvarar sem syngja með Pólýfónkómum við flutning hans á Messíasi í Hallgrímskirkju væm að ljúka söngnámi hjá Sigurði Demetz, og var Inga Bachmann talin þar með. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið hjá Pólýfón- kómum, en hið rétta er að Inga lauk 8. stigi í söngnámi hjá Þuríði Pálsdóttur í Söngskóla Reykjavíkur vorið 1986 með hæstu einkunn, og stundar nú nám í kennaradeild Söngskólans hjá Snæbjörgu Snæ- bjamardóttur. Pé-leikliópurinn: Sýningar á Heimkom- unnihafnar SÝNINGAR Pé-leikhópsins á leikritinu Heimkoman eftir enska leikritaskáldið Harold Pinter hófust síðastliðinn sunnudag í íslensku óperunni. Verkið hefur ekki. áður verið sýnt hér á landi og verðá sýningar alls 15 til 20. Andrés Sigurvinsson leikstýrir verkinu, Elísabet Snorradóttir þýddi og um leik- mynd annast Guðný B. Richards. Leikarar em Róbert Amfinnsson, Hjalti Rögnvaldsson, Rúrik Har- aldsson, Halldór Bjömsson, Hákon Waage og Ragnheiður Elfa Amar- dóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.