Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987 Bjami Ólafsson skrifar frá Holstebro, Danmörku: Jótlandsskagi og Skagamálararnir Anna teiknar fyrir Helgu. Michael Anker, 1888. Jótlandsskagi var fátæklegur og afskektur. Það var erfitt að komast þangað. Oft strönduðu skip úti fyr- ir ströndinni, enda erfiðir straumar fyrir vélalaus för, sem stundum rak af leið í stormi og illum sjó. Ut af Skagatánni myndast mikil straum- röst, sem sést glöggt langt á haf út. Þar mætast straumar Kattegat og Skagerak. Póstvagn sem hélt uppi ferðum þangað norðureftir á síðustu öld og fram á þessa, þræddi sanda í flæð- armálinu og var stundum erfítt sökum sandbleytu, þegár vagnhjól- in sukku djúpt og farþegar urðu að fara út til að ýta vagninum. Veitingamanninum á Skaganum var mikið niðrifyrir hinn 17. ágúst 1859. Von var á skáldinu H.C. Andersen þennan dag. Bröndum veitingamaður rak gististað og matsölu með hjálp konu sinnar, frú Ane Bröndum. Þannig stóð á að frúin var langt gengin með fímmta bam þeirra hjóna. Þegar skáldið var komið til að gista hjá þeim og hafði beðið um mat, sendi frú Bröndum eftir nýjum góðum físki niður að sjó. Skáldið átti að fá það besta sem hægt var að bjóða. H.C. Andersen segir þannig frá atburðin- um: „Þegar leið að kvöldi 17. ágúst kom hr. Hoffmeyer bæjarfógeti. Ég var þreyttur, hann sat kyrr. Ég bauð honum að borða með okkur. Loks kom teið, en tíminn leið og ekki fengum við fískinn. Klukkan varð ellefu um kvöldið, ég varð óþolinmóður og önugur. Gestgjaf- inn Erik Bröndum sat allan tímann í stofunni hjá okkur. Hann reykti mikið tóbak svo að kófíð var mikið og svo blandaði hann sér sífellt í samtai okkar. Hoffmeyer stóð upp og fór án kvöldverðar. Þegar hann var farinn kom loks hinn soðni fiskur, sem var óviðjafn- anlegt ljúfmeti." * Frú Bröndum tók svo nærri sér að láta skáldið bíða svo lengi eftir matnum, að hún lagðist í rúmið og ól bamið daginn eftir, 18. ágúst. Það var telpa og hlaut nafnið Anna Bröndum. Hún varð merkiskona, eins og fram kemur hér á eftir. í danskri listasögu er merkur þáttur málaranna á Skaganum. Myndir þeirra eru víða til og tölu- vert hefur verið um þá ritað. Merkust þeirra rita er bók sem heitir „Skagensmaleme", í tveimur bindum og er eftir forstöðumann Skagalistasafnsinss, Knud Voss, listfræðing. Ég styðst einkum við frásögn hans í umfjöllun minni um málarana sem kenndir eru við Skagann. Knud Voss segir m.a: „í Bjarni Ólafsson „Maðurinn, störf hans og líf, lífsbaráttan, glíman viö sjóinn, ást, fagnaðarstundir, elli- hrumleiki, dauði og hvaðeina sem mætti fólkinu á Skaganum, var ávallt í forgrunni með landslagi eða hús- um og öðru myndefni þeirra mynda sem unn- ar voru þar norðurfrá í rúma öld.“ rúmlega eitthundrað ár var maður- inn í fókus í myndlistinni á Skagan- um.“ Hann vitnar í fáeinar línur úr bréfí eftir fyrsta svonefndan Skagamálara, sem fæddist 1803 og dó 1848, Martinus Rörbye hét hann. Martinus ritaði í sendibréfí skömmu fyrir dauða sinn: „Hérna i Blok- húsi, þar sem ég bý nú, er nátt- úrufegurð og hafíð stórkostlegt, en því miður ekki margt fólk." Maðurinn, störf hans og líf, lífsbaráttan, glíman við sjóinn, ást, fagnaðarstundir, ellihrumleiki, dauði og hvaðeina sem mætti fólk- inu á Skaganum, var ávallt í forgrunni með landslagi eða húsum og öðru myndefni þeirra mynda sem unnar voru þar norðurfrá í rúma öld. Fyrstur kom Martinus Rörbye þangað norður í maímánuði 1833. Stefna myndlistar á síðastliðinni öld var sú að maðurinn væri í brenni- depli. Myndir málaranna sem völdu sér myndefni þarna norðurfrá eru hrífandi og fagrar. Sjórinn í marg- breytileik sínum, lygn og lokkandi spegilmynd birtunnar ofanfrá, eða þá drungalegur spegill skýjanna, léttar gárur og kitlandi meinlausar öldur, upp í ólgandi kólgubrim, sem mönnum var ekki fært að etja kappi við, nema ef skip var í háska fyrir utan, þá stóð ekki á áræði vaskra drengja að freista þess að bjarga bróður úr hafsnauð. Og svo sand- arnir hvítu, sem þó voru aldrei hvítir, samkvæmt litrófínu, en birt- an gaf þó svo margskonar tóna. Fólkið og húsin lágreistu, sem það bjó í og svo sandhólamir, marg- breytilegir, sem fengu annað útlit eftir hvetja stormnóttina. Þegar fólki fjölgaði og velmegun óx á þessum slóðum tókst að hefta sandfokið. Byggðimar breyttu um svip, það myndaðist skjól og garð- amir kringum húsin urðu skjólsælli, svo að gróður dafnaði vel. Upp úr 1890 tók þessi gamli óskipulegi bær að breyta um svip. Það var arkitekt að nafni Ulrik Plesner, sem einkum markaði stefnuna í skipulagi og á m.a. heiðurinn af því hvemig tókst til þegar hótel Bröndums gestgjafa var endurbyggt 1891. Við bættar aðstæður tóku ferða- menn að streyma þangað. Nú er umferð og erill yfír sumarmánuð- ina, eins og í borg, með hótelum, veitingastöðum og margskonar sölumennsku, sem fylgir ferða- mannastraumnum. Skagamálaramir hafa átt mikinn þátt í að gera garðinn frægan. Mörg verka þeirra em kunn víða um lönd og hefur töluvert verið skrifað um þau. Nýlega var gerð kvikmynd um Skagadvöl sumra þeirra. Hún nefn- ist: „Hip, hip húrra“ eins og eitt málverka S. Kröyers. Fjallar kvik- myndin mest um Peter Severin Kröyer, sem merkti myndir sínar ofíast með S. Kröyer. Kvikmyndin er samin og gerð af sænskum kvik- myndagerðarmanni, Kjell Grede, sem er kunnur fyrir góðar myndir. Önnur verk sem Kjell Grede er kunnur fyrir eru t.d. Hugo og Josef- ine (1967), Harry Munter (1969), og Klara Lust (1972), auk tveggja stórra þáttaraða um August Strind- berg, Én dáres forsvarstale (1979) og Et liv (1983—85). Þá má einnig nefna minni verk fyrir sjónvarp, Lokaðar dyr og Fangamir í Altona, Maria Kröyer á ströndinni. S. Kröyer, 1892. eftir Jean-Paul Sartres. Kvikmynd þessi, sem er sannsöguleg skáld- saga um líf Skagamálaranna, er vel gerð mynd og falleg. Severin Kröyer er aðalpersóna kvikmyndar- innar. Hann var fæddur í Stavanger 1851. Hann átti við ýmsa erfíðleika að stríða í lífí sínu. Hann sagði t.d. svo frá móður sinni: „Móðir mín átti við geðræna vanheilsu að búa og var komið fyrir á fátækra sjúkra- húsi fyrir geðsjúka. Hún hét Ceciiie Gjesdal. Hún var hress og kát norsk stúlka, ljóshærð og lífsglöð. Ég veit ekki hver faðir minn var, en ég held að það hafí verið forstöðu- maður hælisins Niels Hjort.“ Enginn vafí leikur á að samstarf og dvöl málaranna á Skaganum varð til þess að þeir lærðu hver af öðrum og varð þeim einnig hvati til starfa. Severin Kröyer hafði mik- il áhrif og átti mikinn þátt í þeirri glæstu myndsköpun sem til er eftir Skagamálarana. Sjúkleiki hijáði hann síðari æfiárin. Hann dó 1909. Michael Anker er annað stór- menni í hópi þessara málara. Kona hans varð Anna Bröndum, sem fæddist daginn eftir að H.C. And- ersen kom á Skagann. Knud Voss, safnvörður Skagasafnsins, segir um Önnu að hún sé einstök í danskri málaralist fram að 1900. Eins og kunnugt er, þá eru fáar konur þekktar sem myndlistarkon- ur fram að þessari öld. Frá því um 1600 má nefna tvær, á Ítalíu Arti- mesia Gentileschi og Hollandi Judith Leyster, frá síðustu öld Rosalba Carriera og síðar margar mikilsmetnar listakonur frá Frakk- landi, svo sem Berthe Morisot, Susanne Valadon og Marie Laur- encin. Knud Voss heldur áfram og segir að í eldri málaralist sé aðeins hægt að nefna tvær stórar listakon- ur á' Norðurlöndum, en þær eru Anna Anker og norska myndlistar- konan Harriet Backer, sem var aðeins eldri. Eins og áður segir, fæddist Anna á Skaganum og þar bjó hún alla æfí, að frádregnum námsárum sínum. Ég hefi aðeins nefnt með nafni fáa af Skagamáiurunum, Knud Voss talar um sautján í listasögu sinni. Listfræðingar og gagnrýnendur hafa ekki hrópað einum rómi hip, hip, húrra fyrir Skagamálurunum. Tíminn verður endanlegi gagn- rýnandinn. Málverk og teikningar þessa fólks segja mikla og merkilega sögu og mörg verkanna voru fyrst í stað litils metin. Er það ekki þannig með myndlist? Raunar ýmsar fleiri list- greinar, tíminn sker úr um hvað verður sígilt. Fjölskyldutengsl, pólitík, vinátta, skapbrestir, tíska og svo fjölmargt í samtímanum brenglar mat á listinni. Ég vil vekja athygli á þessum þætti danskrar myndlistarsögu. Það er ómaksins ’vert fyrir fólk sem kemur með skipi til norður Jótlands að leggja lykkju á leið sína norður á Skaga til að skoða land og strönd, að ég nefní nú ekki listasöfnin. Annars eru myndir þessara málara til á mörg- um söfnum í Danmörku, t.d. Árósum, Silkiborg, Ribe, Álaborg og Kaupmannahöfn, en auk þess eru nokkrar myndir þeirra í Berg- en, Ósló, Gautaborg og Stokkhólmi og víðar. Höfundur er smíðnkennari. Póstvagn þrœddi sanda og var oft erfitt vegna sandbleytu. 'ot.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.