Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987 21 VANDRATAÐ I TÖFRAFJÖLLUM Békmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Einar Kárason: Söngur villiand- arinnar og fleiri sögur Smásögur. Útg. Mál og Menning 1987 Margir vísir menn hafa gert út- tekt á smásögunni og lýst þeim lögmálum, skráðum sem óskráðum, sem hún þurfi að fylgja. Að minnsta kosti ef hún á að standa undir smásögunafnbótinni. Það er ekki allra að ná því að halda sig innan lögmálsins það er kunnara en frá megi að segja. En smásagan er tvímælalaust ögrandi viðfangsefni og hún skírskotar til höfunda; hvet- ur þá til að glíma við sig. Og smásagan er ekki bara með kröfur á hendur höfundi sínum, hún launar þeim ríkulega sem handleika hana af list. Þegar ég var í skóla og heyrði bókmenntakennarann skil- greina smásöguna þótti mér mikið til um. Og til þeirra orða horfi ég ósjálfrátt í hvert skipti sem ég les smásögu. Og því hef ég þennan formála á, að engin af þeim smá- sögum Einars Kárasonar, sem hér ganga á þrykk hefðu verið innan ramma þeim, sem ég man Kristján setja smásögunni. Því ræður kannski fyrst og fremst, að ákveðið tilgangsleysi er í sögunum, það er rétt eins og höf- undurinn hafi á stundum látið tilviljun ráða, hvaða framvinda varð í sögunum. Mikil ósköp. Það getur verið gott og blessað að hlaupa upp eða fara út fyrir efnið, en það þarf helzt að koma á einhvem hátt mál- inu við. Vegna þess, hve smásagan er viðkvæmt blóm. Sorgarsaga er að mínum dómi skipulega gerð og manneskjuleg. Vel unnin, og þar ráða fyrst og fremst ágæt tök höfundar á við- felldnu efni sem okkur fínnst koma Einar Kárason okkur við. Sagan Opus Magnum hlýtur að hafa birzt áður, altjent kannaðist ég við hana. Hér segir frá snillingnum með mislögðu hend- umar, sem hefur nú eftir allt saman unnið þetta einstæða afrek: hann hefur skrifað þessa einu bók sem þarf að skrifa. Síðan segir af því máli á mjög hnyttinn og skilmerki- legan hátt. Mér fannst Opus Magnum bezt gerða sagan í bók- inni. Töfrafjallið geymir í sér nokkuð góða hugmjmd, sem höf- undur gæti án efa unnið betur. Söngur villiandarinnar er skýrt dæmi um, að það er líkast þvi að Einar Kárason viti í upphafi ferðar öldungis ekki, hvert hann ætlar að stefna. Það er gott að vera spont- ant, en mjög óheppilegt að hreinrita ekki söguna sína. Einar Kárason hefur hlotið lof að verðleikum, fyrir skáldsögur sínar, og þarf ekki að fjölyrða um það. Eftir þessari bók að dæma sýnist mér ótvírætt að skáldsögu- formið henti honum betur en smásagan. Skólasaga Akraness Bókmenntir Sigurjón Björnsson Stefán Hjálmarsson: Skóli í 100 ár. Skólahald á Akranesi 1880—1980. Akraneskaupstaður. Hörpuútgáfan Akranesi 1987. 175 bls. Alsiða er að minnast stórafmæla stofnana, samtaka, sveitarfélaga o.þ.l. með útgáfu sögulegs yfirlits- rits. Hafa mörg slík rit séð dagsins ljós á undanfömum árum. Yfirleitt eru þetta hin fróðlegustu rit og ótvírætt er heimildargildi þeirra ef vel er að verki staðið. Til skamms tíma hefur fátt verið ritað um íslenska skólasögu, en úr þeim skorti er nú sem óðast að bætast eftir því sem fleiri skólar fylla öldina. Hér bætist nú eitt rit í hópinn. Akraneskaupstaður hafði frum- kvæði að ritun Skólasögu Akraness frá því að reglulegt skólahald hófst þar haustið 1880. Voru því 100 ár liðin frá upphafinu fyrir sjö árum, en verkið lá í salti í nokkur ár og birtist ekki fyrr en nú. Stefán Hjálmarsson, kennari við Barna- skólann á Akranesi, hefur samið texta þessarar bókar. Að loknum tveimur stuttum yfir- litsköflum, annars vegar um aðdráganda að og upphaf reglulegs skólahalds á Islandi og hins vegar örstutt ágrip af sögu Akraness, hefst greinargerð um sjálft skóla- starfíð. Er sú frásögn í formi knapporðrar skýrslu þar sem þróun- in er rakin í öllum aðaldráttum. Segir þar mest frá bamaskólanum enda á hann sér langlengsta sög- una. Stuttir kaflar eru um aðra skóla: Iðnskólann (1936—1977), Gagnfrasðaskólann (1943—1977). Þessir tveir síðamefndu skólar mnnu inn í fjölbrautaskólann þegar hann tók til starfa árið 1977. Þá SdfNj •vAfkfahubH#* tfMkiMHM/' IWf-J'WUrMk ty'nt fnottti IW*b' Ak'tmMngVfc vWn «« vofn. Wtto V 'OiwiíM'rfufii uJfffVhiffiwWMJWK tí JWiíímwíí. •HjjTjy'ftii WWJiÖWMWrt'MAfftortr ««* lnt<\ nutvHntiur upptMÍHlu •htibcmi SJatipr fylmt Jwrirtfður íií/hi jiit**no..fnir .v■ mW*-.: SVmllflMt MJH i't -iu Hm tk'tsHi. OMiMlhrýkiMiin.'Siniýh. ’ Wíþ 'ðg 'Nr/ltfMMr. u'i/u ajluvWun. H HOfímjúrciApAN segir frá Námsflokkum Akraness (1957—) og Tónlistarskólanum (1955—). Mikill fjöldi mynda er í ritinu, af skólabyggingum og öðmm byggingum, skólastjómm og nokkr- um kennumm og þá em birtar myndir af öllum skólaspjöldum sem fundust, en þau skipta tugum og allmargar myndir em af leiksýning- um og öðru er varðar félagslíf í skólum. I bókarlok er skólastjóratal allra skólanna, kennaratal bama- skólans og gagnfræðaskólans og heimildaskrá. Bókin er hin vandaðasta að öllum fragangi hið innra sem hið ytra. Maður hefði kannski kosið að frá- sagnarstíllinn hefði verið eitthvað breiðari og drepið á fleiri atriði úr skólastarfinu. Fróðlegt hefði t.a.m. verið að flétta inn í textann viðtöl við roskna Akumesinga, kennara, skólastjóra og nemendur. Það hefði gefið frásögninni meira líf. En engu að síður verður þessi bók áreiðan- lega mörgum Akumesingum kærkominn gestur og dágott inn- legg er hún í skólasögu landsins. S&sssasssaassr "1SSnga^^r,Wn„uppÞvo, : ssss . : Stillanlegurvatn^'M'V^^ 4^ • SS Tö^nnra byröi. DhiliPS ftBO-666 Cr ÍV' þegar oppÞvo”“v<‘1 ero»»«*ve9ar' Aéj Verö BIRGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.