Morgunblaðið - 07.01.1988, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988
5
Þijú skip
með loðnu
ÞRJÚ loðnuskip fengu I gær-
morgun fullfermi norður og
norðaustur af landinu. Það er
fyrsta loðnan, sem veiðist frá
því fyrir jól.
Skipin fengu afla sinn á svæð-
inu við Kolbeinsey og austur eftir,
norðaustur af Langanesi. Sigurður
RE fór til Vestmannaeyja^ með
1.400 tonn, Guðmundur Ólafur
ÓF til Ólafsfjarðar með 600 og
Erling KE fékk 650 tonn, en hafði
ekki ákveðið löndunarstað síðdegis
í gær.
V estmannaeyj ar
Fiskmarkað-
ur Vestmanna-
eyja hf. í gang
Stjórn Fiskmarkaðar Vest-
mannaeyja hf. hélt fund í gær.
Var á fundinum ákveðið að
markaðurinn yrði formlega
opnaður næstkomandi þriðju-
dag.
Markaðurinn verður bæði fjar-
skiptamarkaður og einnig verður
fískur boðinn upp á staðnum.
Hann verður til húsa í þurrkhúsinu
Stakki.
— Bjarni
Skattlagning lán-
töku erlendis:
Undanþágur
verða bundnar
vörum en ekki
fyrirtækjum
SEÐLABANKI íslands hefur
gert tillögu um það til fjár-
málaráðuneytisins að undan-
þága vegna skatts á erlendar
lántökur til kaupa hráefnis til
útflutnings- og samkeppnisiðn-
aðar verði bundin vörum en
ekki fyrirtækjum, eins og nú-
gildandi reglugerð mælir fyrir
um. Fjármálaráðuneytið hefur
fallist á þessa tillögu og má
búast við að breyting verði
gerð á reglugerð þar að lút-
andi á næstunni.
Verzlunarráð íslands mótmælti
fyrr í vetur að undanþágur væru
bundnar við fyrirtæki og ítrekaði
þau mótmæli með bréfi, dagsettu
þriðjudaginn 5. janúar. I bréfiriu
segir að listinn, sem Seðlabankinn
gaf út vegna þeirra fyrirtækja sem
undanþágu nytu, hefði verið mið-
aður við vöruskrá iðnaðarins, en
sá listi er á vegum Félags íslenskra
iðnrekenda. A listanum séu um
500 fyrirtæki, þar af um 200 utan
FÍI. Engin skylda sé hins vegar
að vera á vöruskránni og óeðlilegt
að binda undanþágu frá skattlagn-
ingu við það hvort fyrirtæki eru á
slíkri skrá eða ekki.
í bréfinu segir ennfremur að
ljóst sé að núverandi fyrirkomulag
feli í sér óeðlilega mismunun milli
fyrirtækja og Verzlunaráðið telji
æskilegast að undanþágan gildi
almennt fyrir innflutning á vörum
með viðkomandi tollskrárnúmer-
um.
Beint áætlunarflug tii
Orlando þrísvar í viku
Dæmi:
11 dagar: Quality Inn, Orlando í 3 nætur og Colonial
Gateway Inn, St. Petersburg Beach í 7 nætur.
Verð 25.090 kr.*
21 dagur: Quality Inn, Orlando í 6 nætur og Colonial
Gatewáy Inn, St. Petersburg Beach í
14 nætur.
Verð 29.610 kr.*
FLUGLEIÐIR
-fyrirþig-
Innifalið í verði: Gisting og morgunverður á Quality Inn,
Orlando og Colonial Gateway Inn, St. Petersburg Beach.
Einnig er boðið upp á fríar áætlunarferðir frá
Orlando-flugvelli til St. Petersburg Beach.
Komdu til okkar og ræddu málin, það eru ótal aðrir
möguleikar sem þú getur valið um.
‘Verðið er meðalverð fyrir tvo fullorðna og tvö börn (2-11 ára) saman í
herbergi og gildir til 31. jan. ’88.
Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum
Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum.
Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og
Kringlunni. Upplýsingasími 25 100.
P.S. Þú gengur að sólinni vísri en farðu ekki á mis við
DISNEY WORLD - CYPRESS GARDENS - SEA WORLD og
CAPE CANAVERAL.
GERVIHNATTASJONVARP