Morgunblaðið - 07.01.1988, Síða 62

Morgunblaðið - 07.01.1988, Síða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988 4 nmnmn * Ast er... .. . að hugga hann. • TM Rea. U.S. Pat. Off.—all rights reserved C19B4 Los Angeles Times Syndicate Þú ferð út með vinum þínurn í kvöld. Allt í lagi, en ég fer þá með þeim annað kvöld, út! HÖGNI HREKKVISI Fyrirmyndar fyrirkomulag? Kæri Velvakandi. Ég hef með höndum rekstur á litlu fyrirtæki og eru jólaannir miklar þar sem víðar. Síminn er auðvitað ómiss- andi þáttur í rekstrinum og þess vegna afar bagalegt ef hans nýtur ekki við. Fimmtudagsmorguninn 17. desember sl. ætla ég að nota símann, en fæ'engan són. Kemst ég að því að búið er að loka og við nánari eftir- grennslan kemur í ljós, að rúmlega eittþúsundkróna skuld er á númer- inu. Ég rýk auðvitað af stað til að greiða skuldina, ákaflega leiður yfir að hafa ekki greitt á réttum tíma, sem mun vera fyrir 10. hvers mánað- ar. Reyndar hef ég oftast notið þeirrar gæfu að hafa greitt reikning- ana á nokkum veginn réttum tíma, þannig að til lokunar hefur ekki kom- ið. Þegar reikningurinn hafði verði greiddur fór ég að hugsa um hversu þjóðin er heppin með starfsfólk Pósts og síma, eða öllu heldur þá sem taka ákvörðun um símalokun. Mikil gæfa er það fyrir litla þjóð að hafa i þjón- ustu sinni svo samviskusama og reglusama menn. Þama eru við- skiptavinimir ekki látnir komast upp með neitt múður. Ef gjöldin eru ekki greidd, þá er einfaldlega lokað og gildir þá einu hvort þolandinn er gamalmenni, ráðherra, lítið fyrirtæki eða stórt, bara lokað. Þetta finnst mér til mikillar fyrirmyndar. Svona eiga embættismenn að vera. Mig langar til að biðja Morgunblaðið að hafa upp á þeim sem standa sig svona vel og mikið óskaplega langar mig til að sjá mynd af þeim í blað- inu. Mér finnst sjálfsagt að geta þess sem gott er og verðlauna þá embættismenn sem standa sig með prýði. Ég vil endilega koma þeirri skoðun minni á framfæri að aðrir taki sér til fyrirmyndar þetta fyrir- komulag símans. Til dæmis verði sjúklingar alls ekki lagðir inn á sjúkrahús nema þeir standi í skilum með opinber gjöld, enginn fái að ferð- ast með strætó, nema hann hafi greitt útsvarið sitt, slökkviliðið slökkvi ekki í húsum þeirra sem ekki hafa greitt fasteignagjöldin og svo mætti sjálfsagt lengi telja. En aðalat- riðið er auðvitað það, að halda góðri reglu og góðum aga þegar maður hvort eð er hefur einokunaraðstöðu, það er öllum fyrir bestu. Símnotandi Góð þjónusta hjá Gramminu Til Velvakanda. Við erum hér tvær úti á landi sem langar til að vekja athygli fólks á alveg frábærri þjónustu hljóm- plötuverslunarinnar Grammsins. Fyrir rúmu ári rákumst við þang- að inn og pöntuðum okkur tvær plötur í póstkröfu. Það er margt sem gerir þjónustuna sem við feng- um sérstæða, í fyrsta lagi: plöturnar voru sendar strax svolítið sem við landsbyggðarmenn eigum ekki allt- of oft að venjast, í öðru lagi hefur Grammið allar götur síðan verið óþreytandi að senda okkur allskon- ar afsláttarkort, kveðjur og síðast en ekki síst höfum við fengið reglu- lega blað sem þeir gefa út. Þetta blað inniheldur lista yfir nýjar ís- lenskar plötur, nýjar erlendar plötur, greinar og plötudóma. Við viljum þakka Gramminu fyr- ir þessa einstöku, frábæru þjónustu, og viljum við jafnframt hvetja alla, sérstaklega þó landsbyggðarfólk sem ekki á alltaf heimangengt í plötubúðir en vill samt sem áður fylgjast með, til að nýta sér þessa góðu þjónustu. Að síðustu þökkum við fyrir okk- ur og hvetjum aðrar plötubúðir til að fara að þeirra dæmi. Sólveig og Helga Sturlaugsdætur. Víkverji skrifar Víkveiji hefur oft lent í biðröðum og töfum við útréttingar í bönk- um borgarinnar fyrsta vinnudag hvers mánaðar, en þó aldrei sem síðastliðinn þriðjudag. Eyddi hanni hátt í tveimur klukkustundum í að ganga frá brýnustu málum, sem ekki gátu beðið. Allir bankar landsins voru lokaðir á mánudag, eins og alltaf á fyrsta vinnudegi ársins, og hefur það orðið til þess að örtröðin varð enn meiri á þriðjudag en venjulega á fyrsta afgreiðsludegi hvers mánaðar. Er ástæða til að spyija hvort þessi bankalokun sé nauðsynleg og hvort ekki sé þá hægt að hafa bankana opna til skiptis þennan dag. Pílagrímsförin byijaði í Sparisjóði vélstjóra í Síðumúla rétt fyrir hádeg- ið. Víkveija varð ekki um sel þegar hann sá biðraðirnar þar, en afgreiðsl- an gekk fljótt miðað við það sem hann kynntist síðar um daginn. Síðan lá leiðin ’ í Vegamótaútibú Lands- bankans. Þar voru langar biðraðir hjá gjaldkerunum og þær rétt siluð- ust áfram. Enda fór það svo að það tók Víkveija upp undir þijá stundar- fjórðunga að fá einföldustu tegund afgreiðslu. Næst átti að fara í Versl- unarbankann í Bankastræti, en þar sneri Víkveiji við þegar hann sá ös- ina, enda matarhlé hans búið og vel það. Úrslitatilraun til að eyða kaupinu var svo gerð í Búnaðarbankanum í Austurstræti í kaffítímanum. Langar biðraðir voru við alla gjaldkera og voru tíu á undan Víkveija í hans röð svo dæmi sé tekið. Afgreiðslan gekk með eindæmum seint fyrir sig og tók 40 mínútur að fá afgreiðslu. Greini- legt var að gjaldkeramir voru orðnir þreyttir eftir annasaman dag, auk þess sem tölvuvædda afgreiðslukerfið vann ekki eins hratt og ætlast er tii. Áreiðanlega hefðu gömlu handvirku gjaldkeramir verið margfalt fljótari við afgreiðsluna. Biðröðin styttist þó smám saman, ekki síst vegna þess' að einhveijir viðskiptavinir gáfust upp á biðinni. Samt var ótrúlegt hvað viðskipta- vinir bankanna tóku þessum hremm- ingum m@ð miklu jafnaðargeði, og er biðraðamenning þó ekki á háu stigi hér á landi eins og alkunna er. Það var éins og ekkert væri sjálfsagðara en að bíða í langri biðröð, en ömgg- lega hafa þó fleiri en Víkveiji bölvað í hljóði. XXX Jólin og áramótin eru með þeim órólegustu sem Víkveiji man eftir í sambandi við störf sín að blaða- mennsku. Það er eins og fólk hafi slepþt fram af sér beizlinu eftir óvenju mikið stress jólaundirbúnings- ins. Ekki kann Víkveiji á þessu neina aðra skýringu en þá sem sett var fram í þessum dálki milli jóla og nýárs að jólaundirbúningurinn sé orð- inn eitt æðislegt kapphlaup við tímann og fyrir marga sé þessi tími orðinn einhvers konar martröð. Stíflan brestur svo þegar fólk gerir sér „glaðan dag“ á annan í jólum með þeim afleiðingum að lögreglan ræður varla við ósköpin. Að þessu sinni virðist stíflan ekki hafa alveg brostið á jólunum því áramótin voru litlu skárri aðjsögn lögreglunnar. Annars vill Víkveiji minna á í þessu sambandi, að stjömuspekingur Morg- unblaðsins, Gunnlaugur Guðmunds- son, spáði fyrir þjóðinni í byijun árs 1987. Gunnlaugur spáði óróleika, sem hámarki næði í desembermánuði. XXX Stöð 2 hefur þjónað íþróttaáhuga- mönnum vel og bryddað upp á mörgum nýjungum, sem vinsældir hafa hlotið. Því hefur það valdið furðu og hneykslan dyggra áherfenda íþróttaþáttanna að engir íþróttaþætt- ir voru á dagskránni frá 19. desember til 5. janúar eða í 17 heila daga! Og þetta er meira að segja sá tími ársins sem flestir eiga frí og hafa því næg- an tíma til að horfa á sjónvarpið. Sjónvarpsstöð sem ætlar að láta taka sig alvarlega lætur svona nokkuð ekki endurtaka sig. XXX Virðing stjórnmálamanna hefur farið þverrandi hjá þjóðinni á undanförnum árum. Víkveiji fullyrðir eftir að hafa farið í nokkur jóla- og áramótaboð og rætt þar við fjölda fólks, að virðing alþingismanna hefur aldrei verið minni en einmitt nú. Framkoma þingmanna á síðustu dög- um, og þá einkum stjómarandstöðu- þingmanna, hefur verið slík að með eindæmum er. Þingmenn Borgara- flokksins hafa verið iðnastir við kolann að því er Víkveija sýnist og Hreggviður Jónsson sló metið þegar hann flutti 34ra mínútna ræðu og þagði þar af í 28 mínútur! Víkveiji er ekki undrandi á því að fólk hafi fengið nóg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.