Morgunblaðið - 07.01.1988, Side 64
64
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JANUAR 1988
SKIÐASTOKK II SKIÐI / HEIMSBIKARINN I ALPAGREINUM KVENNA
Enn sigrar
Nykaenen
Matti Nykaenen, Finninn fljúg-
andi, gerði sér lítið fyrir og
sigraði í sjötta stökkmóti vetrarins
í gær. Það má segja að hann hafi
stokkið inní nýja vídd. Hann hafði
mikla yflrburði í stökkinu af 90
metra pallinum í Bischofshofen . í
Austurríki í gær.
Nykaenen stökk 112,5 og 110
metra og hlaut 229,7 stig. Primoz
Ulaga frá Júgóslavíu varð annar,
stökk 108 og 102 metra og hlaut
208,9 stig. Ole-Christian Eid-
t hammer frá Noregi varð þriðji,
stökk tvívegis 105 metra og hlaut
207,7 stig.
„Nú stefni ég á að vinna til gullverð-
launa á Ólympíuleikunum í Calgary.
Ég veit að ég get það og ég mun
leggja enn harðar að mér við æfing-
ar fyrir ÓL en ég hef gert síðustu
vikur," sagði Matti Mykaenen.
Nykaenen hefur nú 195 stig í
keppninni samanlagt. Pavel Ploc frá
Tékkóslóvakíu með 137 stig og
Tékkinn Jiri Parma er í þriðja sæti
með 90 stig.
Tollalækkanir og
hagstæð magninnkaup:
15 til 40% verðlækkun á
26 vörutegundum.
IBICO OG SUMITRONICS
REIKNIVÉLAR
IBICO 1008 áöur 3.680,- nú 2.650,-
IBICO 1232 áður 7.650,- nú 5.500,-
SUMITRONICS 6600 áður 10.900,- nú 7.900,-
1 ‘J-)i
Hallarmúla 2, 2 83211
Reuter
Carole Marle frá Frakklandi sigraði nokkuð óvænt í stórsvigskeppni heims-
bikarsins í Tignes í Frakklandi I gær. Þetta var jafnframt fyrsti sigur hennar
í keppninni.
Franska stúlkan
Carole Merle
komáóvart
- sigraði í stórsvigi í gær
„ÉG get varla trúað því að ég
hafi sigrað. Ég vonaðist eftir
að ná þriðja sætinu og hefði
sætt mig við það,“ sagði
franska stúlkan Caroie Merle
sem sigraði í stórsvigi kvenna
íheimsbikarkeppninni íTignes
í Frakklandi ígær. Hún hafði
áður náð best 3. sæti í heims-
bikarkeppninni, það var í
stórsvigi á sama stað á
þriðjudasginn.
Carole Merle átti við meiðsli að
stríða í haust og á síðasta
keppnistímabili. Sigur hennar kom
því mörgum á óvart því Catherine
Quittet hefur verið skæðasta vopn
Frakka.
Carole Merle náði þriðja besta
tímanum í fyrri umferð en besta
tímanum í seinni og fékk saman-
lagðan tíma 2.27,96 min. Maria
Walliser, heimsbikarhafi frá í fyrra,
varð önnur á 2.28,62 mín. og
Blanca Femandez Ochoa frá Spáni,
sem hafði besta tímann í fyrri um-
ferð, varð þriðja á 2.28,63 mín.
Brautimar vom 46 og 51 hlið og
fallhæð 230 metrar. Veður í fránska
bænum Tignes var þokkalegt, þó
var skyggni misjafnt hjá keppend-
um. Brautin var frekar hörð, ísilögð.
Franska stúlkan Catherine Quittet,
sem vann fyrsta stórsvigsmót v.etr-
arins, náði fjórða sæti í gær. Vreni
Schneider, sem sigraði í stórsviginu
á þriðjudaginn, varð fimmta og
Sigrid Wolf frá Austurríki sjötta.
Michela Figini frá Sviss, sem nú
hefur forystu í heimsbikarkeppninni
samanlagt með 106 stig, náði sér
ekki á strik og hafnaði í 14. sæti.
Femandez Ochoa er nú í öðru sæti
í keppninni samanlagt með 90 stig
og Maria Walliser er í þriðja með
85 stig.
Svisslendingar hafa forsytu í keppni
þjóðanna í alpagreinum nú þegar
20 heimsbikarmótum er lokið í karla
og kvenna flokki. Sviss hefur 847
stig. Austurríki kemur næst með
774 stig, Vestur-Þýskaland í þriðja
með 374 stig og Ítalía í fjórða með
304 stig.
Bókhaldsárið 1988
Þú kemur röð og reglu á hlutina með Bantex vörum:
BRÉFABINDI, TÖLVUBINDI, DISKÉTTUBOX, PLASTUMSLÖG,
PLASTSTAFRÓF, FÁNABLÖÐ O.M.FL.
Verð og gæði gerast vart betri.
BANTEX vörur fást í flestum bóka- og ritfangaverslunum.
nmnnmn
nn
o o o o o ooo o o
15 ÆVIIMTYRADAGAR
KAIRÓ-LUXOR-NíL-ASWAN-ABU SIMPEL
Gistingá fyrsta fíokks hóteium - Fæði - Fjöidi skoðunarferða innifaldar- íslenskurfararstjóri
Verð kr. 85.000,-
pr. mann ítvíbýli
Nákvæm ferðaáætlun
liggur frammi á skrifstofunni -
Aðeins þessi eina ferð
ALLRA
VAL
Suðurgötu 7. -
Sími 624040