Morgunblaðið - 02.03.1988, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988
5
10
tonn
af
gol-
þorski
Hann er stór
þorskurinn sem
Hafsteinn Garð-
arsson skipstjóri á
togaranum Kross-
nesi, Grundarfirði,
heldur á en hann
fékk 10 tonn af
þessari stærð i
einuhalioglOO
tonn eftir 4 daga
útivist.
Morgunblaðið/Bœring Cecilsson
Prófastar þinga
HINN árlegi prófastafundur fer
fram í Kirkjuhúsinu í Reykjavík
2.-4. mars og hefst með guðs-
þjónustu í Dómkirkjunni f dag,
miðvikudag, kl. 10.30
Tveir nýir prófastar verða þá
settir inn í embætti, þeir sr. Guðni
Þór Ólafsson á Melstað, prófastur
Húnvetninga, og sr. Flosi Magnús-
son á Bíldudal, prófastur Barð-
strendinga.
Meðal umræðuefna á prófasta-
fundi er hin nýja löggjöf um sókn-
ar- og kirkjugarðsgjöld og jöfnunar-
sjóð kirkjunnar, sem sr. Jón Einars-
son kynnir. Sr. Ólafur Skúlason
fjallar um veitingu prestakalla og
tilnefningu prófasta og sr. Birgir
Snæbjömsson ræðir um nýju
skattalögin með tilliti til hjóna-
bandsins. Þá verður fjallað um
kristinfræði í skólum og einnig um
íslensku kirkjuna og SADCC-lönd-
in, en það eru grannlönd Suður-
Afríku og hafa Norðurlönd ákveðið
mikla þróunaraðstoð við þjóðir
þeirra landa.
Prófastafundinum lýkur með alt-
arisgöngu í Dómkirkjunni kl. 17
föstudaginn 4. mars.
Breiðdalsvík:
Framtíð byggð-
arlagsins í hönd-
um stjómvalda
- segir Lárus Sigurðsson, oddviti
Ollu starfsfólki Hraðfrysti-
húss Breiðdælinga á Breið-
dalsvík hefur verið sagt upp
störfum vegna rekstrarerfið-
leika fyrirtækisins. Frystihúsið
er langstærsti vinnuveitandi á
staðnum.
Morgunblaðið hafði samband við
oddvita hreppsnefndar á Breið-
dalsvík, Lárus Sigurðsson, og innti
hann eftir fréttum af ástandinu.
Hann tók undir það sem fram hefur
komið í fréttum að byggðarlagið
stæði og féili með rekstri frystihúss-
ins og sagði Breiðdælinga vera enn
háðari því nú en áður. Meginástæða
þess væri að í fyrra var skorið nið-
ur fé hjá nokkram bændum þar í
sveitinni, vegna riðuveiki og hafa
bændumir að verulegu leyti haft
afkomu sína af vinnu í frystihúsinu
síðan.
Lárus sagði að hreppsnefnd hefði
þegar á fimmtudaginn þann 18.
febrúar, eða daginn áður en upp-
sagnimar tóku gildi, samþykkt
ályktun til allra þingmanna Austur-
lands og sent þeim. Þar var þeim
gerð grein fyrir hvemig byggðar-
lagið er statt vegna erfiðleika hrað-
frystihússins og þeir hvattir til að
vinna að lausn málsins.Láras kvað
menn þar vonast til, að í dag eða
á morgun skýrðust línur og niður-
stöður fengjust um ráðstafanir
stjómvalda og hvort þær dygðu til.
Eignaskattur:
Tilkynning-
ar um fyrir-
framgreiðslu
TILKYNNINGAR um fyrirfram-
greiðslu eignaskatts eru nú að
berast fólki, sem gert er að
greiða slíkan skatt. Samkvæmt
upplýsingum frá fulltrúa ríkis-
skattstjóra er hér um að ræða
sama fyrirkomulag og verið hef-
ur í gildi undanfarin ár varðandi
greiðslu eignaskatts.
Reglan undanfarin ár hefur verið
sú að eftir að álagning hefur farið
fram er greiðslum jafnað niður á
fímm mánuði, það er ágúst, sept-
ember, október, nóvember og des-
ember. Eftir áramót hefur hins veg-
ar verið tekið ákveðið hlutfall í fyrir-
framgreiðsiu og jafnað niður á fímm
mánuði, febrúar, mars, apríl, maí
og júní. Síðan kom álagning um
sumarið, fyrirframgreiðslan dregin
frá og afgangnum skipt niður á
fímm mánuði.
Þegar þú borgar
í stöðumæli
stuðlar þú að
áframhaldandi
fjölgun
bílastæða í
borginni.
1. mars tóku starfsmenn Reykjavíkurborgar aö sér eftirlit með stöðu-
mælum og stöðubrotum. Allar tekjur af stöðumælum og stöðubrotum
renna í bílastæðasjóð borgarinnar.
Verkefni bílastæðasjóðs er að eiga og reka stöðumæla við götur
borgarinnar og reka sérstök bílastæði. Sjóðnum er einnig ætlað að
standa undir byggingu og rekstri bílastæðahúsa og bílskýla fyrir
almenning.
Markmið borgarinnar er að fullnægja þörfinni eftir bílastæðum í
öllum borgarhverfum. Auknar kröíur verða gerðar um bílastæði fyrir
nýbyggingar í gömlum hverfum þannig að ekki verði skortur á bíla-
stæðum með tilkomu þeirra.
Nú hefur verið hert á innheimtuaðgerðum vegna stöðu-
brota. Ef ökumaður greiðir ekki í stöðumæli eða leggur
bifreið sinni ólöglega þarf hann að greiða aukastöðu-
gjald eða stöðubrotsgjald. Sé gjaldið ekki greitt innan
2ja vikna hækkar það um 50%. Síðar verður gert lögtak
í bflnum til greiðslu skuldarinnar.
Fjölgum bílastæðum
Borgum í stöðumælana
ósarfsiA