Morgunblaðið - 02.03.1988, Page 7

Morgunblaðið - 02.03.1988, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988 7 Hvað er Greiðsluþjónusta? Greiðsluþjónustan byggist á því að í stað þess að þú fáir reikninga senda heim, geturðu búið svo um hnútana að þeir berist beint til Greiðslu- þjónustu Verzlunarbankans. Starfsfólk bankans sér um að greiða þá með því að skuldfæra greiðslurnar á viðskiptareikning þinn í bankanum og senda síðan greidda og stimplaða reikningana heim til þín. Greiðsluþjónustan tekur að sér tvenns konar greiðslur: 1. Ýmsir heimilisreikningar s.s. rafmagn, hiti, sími, húsgjöld, fasteignagjöld, áskriftir o.fl. 2. Fastar greiðslur án reikninga s.s. húsaleiga, barnagæsla o.fl. „Frí“ frá snúningum allt árið! Þótt hagræðið af því að notfæra sér Greiðslu- þjónusmna sé ótvírætt þegar frí eru annars vegar er hún áreiðanlega jafn kærkomin á öllum árs- tímum. Nú er nefnilega tækifærið að taka sér „frí“ frá snúningum í kringum reikninga allt árið. Komdu í næsta Verzlunarbanka og fáðu nánari upplýsingar eða hringdu og fáðu sendan bækling. GREIÐSLUÞJÓNUSTA - þjónusta sem gengur greitt fyrir sig! V/ERZLUNRRBRNKINN -viHtuci <4teð fién ! Tvö verk kvikmynd- uð hjá Sjónvarpinu Kvikmyndun þriggja annarra í undirbúningi SJÓNVARPIÐ er nú að kvik- mynda tvö leikin verk — annars vegar Glerbrot, sem byggt er á leikritinu Fjaðrafoki eftir Matt- hías Johannessen, Kristín Jó- hannesdóttir leikstýrir verkinu og gérir jafnframt kvikmynda- handrit að því. Hins vegar er það Djákninn á Myrká, sem Egill Eðvarðsson byggir á þeirri nafn- kunnu þjóðsögu. Egill er í senn handritshöfundur og leikstjóri. í fréttatilkynningu frá innlendri dagskrárdeild Sjónvarpsins segir að jafnframt sé hafínn undirbúningur að upptöku leikritsins Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson, en Birgir mun skrifa verkið upp með tilliti til sjónvarps og mun Lárus Ýmir Óskarsson leikstýra og stjórna upp- Fiskvinnsluf ólk á Akranesi: töku á þeirri útfærslu. Þá hefur innlend dagskrárdeild hlotið úthlutun úr Menningarsjóði útvarpsstöðva til að taka upp leik-' ritið Næturgöngu eftir Svövu Jak- obsdóttur. Stefán Baldursson mun leikstýra verkinu, en Tage Amm- endrup stjóma upptökum, og er stefnt að því að taka það upp með vorinu. Jafhframt er í bígerð að Friðrik Þór Friðriksson leikstýri eigin handriti, sem hann byggir á gamalli íslenskri sögn um ungan mann sem reyndi að smíða sér vængi og fljúga. Þessa mynd kallar Friðrik Flugþrá. Björk Guðmundsdóttir í aðalhlutverki ( leikritinu Glerbroti, sem er í upptökum þessa dagana. „. . . Nonni, ég held ég hafi gleymt að borga rafmagnið. . almáttugur allt kjötið 'i í frystikistunni. . . “ . Vestmannaeyjar: Kjaradeila til sáttasemjara Kjaradeilu atvinnurekenda í Vestmannaeyjum og verka- kvennafélagsins Snótar hefur verið visað til sáttasemjara. Þá voru nýgerðir kjarasamningar felldir á almennum félagsfundi í Verkalaýðsfélagi Vestmanna- eyja á sunnudag með 17 atkvæð- um gegn 6. Amar Sigurmundsson, fram- kvæmdastjóri Samfrosts í Vest- mannaeyjum, sagði í samtali við Morgunblaðið að á fundi vinnuveit- enda og verkakvennafélagsins Snótar, hefði orðið um það sam- komulag, að vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara. Jafnframt væri óskað eftir því að vinna við málið gæti hafizt eins fljótt og unnt væri. Fullfermi á hverjum degi LOÐNUVEIÐI er jöfn og góð um þessar mundir. Loðnan lónar úti fyrir suðurströndinni og skipin fylla sig jafnóðum og þau koma á miðin. I mörgun tilfellum landa þau þvi fullfermi á hvetjum degi. Aflinn dag hvern miðast því aðal- lega við fjölda skipa á miðunum hveiju sinni. Auk þeirra skipa, sem áður er geti, tilkynntu eftirtalin um afla á mánudag: Guðmundur VE 90.0, Helga II RE 530 og Júpíter RE I. 350. Aflinn á mánudag varð alls II. 440 tonn. Síðdegis í gær höfðu eftirtalin skip tilkynnt um afla, samtals 5.970 tonn: Gígja VE 750, Huginn VE 580 og Kap II VE 700, Svanur RE 750, Gullberg VE 620 og ísleifur VE 720, Magnús NK 500, Bergur VE 530, Helga III RE 430 og Rauðsey AK 620. Hagsmunir okkar fót- um troðn- ir af VMSÍ Fiskvinnslufólk á Akranesi tel- ur að fiskvinnslunefnd sú, sem sett var á laggirnar í yfirstand- andi samningahrotu hafi ekki skilað þeim árangri, sem til var ætlazt og sér þvi ekki ástæðu fyrir áframhaldandi tilvist henn- ar. „Við teljum að hagsmunir fiskvinnslufólks séu eina ferðina enn fótum troðnir innan samtaka VMSÍ.“ Þessi yfírlýsing kemur meðal annars fram í ályktun, sem um 50 manns úr hópi fískvinnslufólks á Akranesi hefur undirritað. Fisk- vinnslufólk á Akranesi er ekki aðili að nýgerðum kjarasamningum. í ályktuninni segir ennfremur á þá leið, að hagsmunir fiskvinnslufólks og fiskvinnslunnar fari saman og góður rekstrargrundvöllur físk- vinnslunnar séu hagsmunir allrar íslensku þjóðarinnar. Þessa vegna sé þess krafízt að stjómvöld byiji strax á þeim aðgerðum, sem tryggi betri rekstrarafkomu atvinnugrein- arinnar. A meðan ættu önnur laun- þegasamtök en fiskvinnslufólk að ganga strax til samninga við vinnu- veitendur sína. Þá verði einnig að tryggja fiskvinnslufólki að það fái til baka starfsaldurshækkanir, sem af því voru teknar með samningum 1986. Að þessum aðgerðum loknum sé fískvinnslufólk á Akranesi tilbúið til að ræða samninga. Eyddu ekki vetrarfríinu í áhyggjur af gjalddögum! Greiðsluþjónusta Verzlunarbankans sér um snúningana! „Hafðu engar áhyggjur elskan, Greiðsluþjónusta Verzlunarbankans sér um að borga reikningana“ ^

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.