Morgunblaðið - 02.03.1988, Side 9
MORGUNBLAÐŒ), MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ .1988
9
Uppfyllir allar kröíur
Sterkt, ódýrt, ýmsir litir
SfMAR: 685854/685855
0 52: O
A tk A
© ©
DAFNRETTISRAÐ
LAUGAVEGI 118 D, PÓSTHÓLF 5423
125 REYKJAVÍK SÍMI 27420
Konur og atvinnulíf
Jafnréttisráð stendurfyrir ráðstefnu
um Konur og atvinnulíf laugar-
daginn 5. mars '88 kl. 10.00 í
Borgartúni 6, Reykjavík.
Á ráðstefnunni verða flutt eftirtalin erindi:
Yfirlitserindi um verkaskiptingu kynjanna íýmsum
þjóðfélögum.
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, mannfræðingur.
Konur og vinna.
Stefanía Traustadóttir, félagsfræðingur.
Menntun kvenna og starfsval. Er þörf á breyttri
menntastefnu?
Dr. Guðný Guðbjörnsdóttir, dósent.
Getur náms- og starfsfræðsla og ráðgjöf bætt
stöðu kvenna á vinnumarkaði?
Gerður Óskarsdóttir, kennslustjóri í uppeldis- og
kennslufræðum H.í.
Ekkert er helst að frétta af konum í atvinnulífinu.
Dr. Sigrún Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur.
Fara hagsmunir kvenna og hagsmunir atvinnulífs
saman?
Friðrik Sóphusson, iðnaðarráðherra.
Konur í tækni- og iðngreinum.
Valgerður H. Bjarnadóttir, félagsráðgjafi.
Hvað geta fyrirtæki gert til að fjölga konum í
ábyrgðarstöðum?
Gunnar M. Hansson, forstjóra IBM.
3. gr. jafnréttislaganna. Fær leið?
Vilborg Harðardóttir, útgáfustjóri.
Ráðstefnugjald er kr. 1000.00 með mat, en kr.
700.00 án matar. í báðum tilvikum er kaffi inni-
falið. Nauðsynlegt er aðtilkynna um þátttöku í
síðasta lagi fimmtudaginn 3. mars í síma 27420.
MYNDBANDSTÆKI
\ VlTT OG BREITT —
Stalín og Stefán Jóhann
.Sumir ipyrja: a( hvcrju er alluf
verið að vesinasl með Sulln dauð-
ann? Tii hvcrs cr það? Var hann
ckki mcrkur maður á sinni lið? Af
hvcrju vilja mcnn .svcrla minn-
ingu lálins manns"? (svo nolad U
orðalag úr (sknskri blaðaumrarðu
aföðru lilcfni)". Þcllaannaðlikfni
cr upphlaupið sem slráklmgar hjá
úlvarpmu hkyplu af stað vcgna
.uppljðslrana* norska mara-knln-
islans Tangcn um Sicfán Jóhann
Slefánsson. fyrrum forsctisráð-
hcrra. Byggðisi það brsmboli alll
á pfaggi. scm siðar var aldrei hrgt
að frra tðnnur áað %t ul og jafnvcl
þðtlsvovcrisannarbaðekk' '
„Uppljóstranir norska
marx-lenínistans
Tangen11
Oddur Ólafsson, aðstoðarritstjóri
Tímans, fjallar í gær um meintar upp-
Ijóstranir „norska marx-lenínistans Tang-
en“ um Stefán Jóhann Stefánsson, for-
sætisráðherra og formann Alþýðuflokks-
ins á sinni tíð. Ennfremur um leyniræðu
Khrústsjov um „félaga Stalín". Stakstein-
ar stinga nefi í hugleiðingar Odds.
Þjóðviljinn,
Stefán Jóhann
ogStalín
Oddur Ólafsson, að-
stoðarritstjóri Tímans,
hefur mál sitt með að
vitna í svohjjóðandi
klausu:
„Sumir spyrja: af
hveiju er alltaf verið að
vesinast með Stalín dauð-
an? Til hvers er það? Var
hann ekki merkur maður
á sinni tið? Af hverju vifja
menn „sverta minningu
látins manns“? (svo notað
sé orðalag- úr islenzkri
blaðaumræðu af öðru fil-
efni).“
Síðan segir Oddur:
„Þetta annað tilefni er
upphlaupið sem strákl-
ingar hjá útvarpinu
hleyptu af stað vegna
„uppljóstrana“ norska
marx-leninistans Tangen
um Stéfán Jóhann Stef-
ánsson, fyrrverandi for-
sætisráðherra. Byggðist
brambolt allt á plaggi,
sem siðar var aldrei hægt
að færa sönnur á að sé
til og jafnvel þótt svo
væri sannar það ekkert
til né frá um þau land-
ráðabrigsl, sem borin eru
á Stefán Jóhann af þeim
sem gera samasemmerki
milli rógs og staðreynda.
Annars er klausunni
um Stefán Jóhann skotið
inn í uppgjör sem Þjóð-
viljanum þykir orðið
tímabært að gera við fé-
laga Stalin og stjóraartíð
hans.“
„Auðvalds-,
Tíma- og
MoggaIygi“
Oddur heldur áfram:
„35 ár eru liðin frá
dauða Stalins og 32 ár
síðan Khrústsjov flutíi
leyniræðuna frægu um
að ekki hafi allt verið
með felldu í flokki og
rfld þau ár sem karlinn
hétt um stjórnartaumana
styrkri hendi. Nokkrum
árum síðar var ræðan
gefin út á íslenzku og þá
hélt ágætur sósialisti
fram við mikinn fögnuð,
að ekki væri mark tak-
andi á plaggi, sem samið
væri af bandarisku leyni-
þjónustunni, þýtt af Stef-
áni Péturssyni og gefið^
út af Menningar- og‘
fræðslusambandi alþýðu,
sem þá var nátengt Al-
þýðuflokknum.
Stalín hélt eftir sem
áður fullri reisn meðal
fylgifíska sinna og það
vora aðeins vélabrögð
bandarisku leyniþjón-
ustunnar og handbenda
hennar sem voru að
sverta minningu mikfl-
hæfs leiðtoga heimsbylt-
ingarinnar. Allt það sem
sagt var misjafnt um
Stalín og stjóraarfarið i
Sovétrflqunum var
stimplað sem auðvalds-,
Tíma og Moggalygi af
einlægum aðdáendum og
málgagni alræðisherr-
ans.
Smám samnn hefur
málgagn og flokkur
islenzkra sósialista gerst
fráhverfur línunni frá
Moskvu án þess samt að
láta af margs kyns hégijj-
nm og samsæriskenning-
um og enn sem fyrr eru
lýðræðisrfld Vesturlanda
og samtök þeirra sá
vargur í véum heims-
byggðarinnar sem brýn-
ast er að beina spjótum
sínum að.“
Glasnost og
perestrojka!
„Uppgjörið við
Stalíntímabilið sem Þjóð-
viljinn flaggar í síðasta
helgarblaði er auðvitað
byggt á þeirri umræðu
sem nú fer fram i Sov-
étrkjunum í kjölfar
glasnost og perestrojka
núverandi valdhafa.
Farið er að endurreisa
leiðtoga sem hengdir
voru og skotnir eftir
sýndarréttahöld og
hreinsanir og farið er að
viðurkenna siðferðilegt
skipbrot kommúnismans
og jafnvel talað opin-
berlega um múgmorð og
hörmulegar afleiðingar
hugmyndafræðilegrar
miðstýringar.
Nú er i lagi að kenna
Stalfn sáluga um allt sem
miður fór og tyggja upp
eftir „áreiðanlegum
heimildum" það sem allir
skyni bornir menn hafa
séð og vitað í rúmlega
60 ár, og fengið bágt
fyrir að hafa orð á af
handhöfum stórasann-
leiks. En enn sem fyrr
er bannað að gera sjálfan
marjdsmann ábyrgan
fyrir einu eða neinu og
enn síður goðið Lenín,
sem tyllt er á æ hærri
stall eftir þvf sem spor-
göngumenn hans lúta
lægra i uppjjóstrunar-
herferðinni."
Samanburðar-
fræði Þjóð-
viljans
„Aldrei verður upplýst
hve margar tugmiRjónir
manna hafa hlotið ótíma-
bæra brottför úr heimi
fyrir íilsíilli sósialfskrar
hugmyndafræði og upp-
stokkunar á hagkerfí og
búsetu. En giæpaferill
Stalins og meðreiðar-
manna hans er slíkur að
við fátt annað verður
jafnað i veraldarsögunni
og fyrir löngu tímabært
að þeir sem sárast eru
leiknir, þjóðir Sovétrflq-
anna, fái málfrelsi um
hvað yfír þær hefur
gengið.
I sjálfu sér skiptir
engu máli með hvaða
hætti Þjóðvifjinn kýs að
koma sannleikskorai um
Stalíntímabilið á fram-
færi. En að gera samlík-
ingu með þeirri umræðu
og upphlaupi og dylgjum
um stjórnarathafnir
Islenzks forsætisráð-
herra er út i hött, svo
fastar sé ekki að orði
kveðið, og er glæsilegt
dæmi um harðsnúna
samanburðarf ræði.“
GLITNIR HF.
Stœrsta fjármögnunarleigufyrirtœki landsins.
□ Glitnir hf. er stærsta fjármögnunar-
leigufyrirtækið á innlendum markaði. Eig-
endur eru Iðnaðarbankinn, A/S Nevi í
Bergen og Sleipner Ltd. í London.
□ Skuldabréf Glitnis hf. njóta mikilla
vinsælda sparifjáreigenda. Pau bera háa
örugga ávöxtun og velja má milli 11 gjald-
daga frá 15. apríl 1989 til 15. okt. 1992.
□ Eigið fé og eigið áhættufé Glitnis hf. er
um 245 millj. króna og niðurstaða efna-
hagsreiknings um 2.400 millj. króna.
□ VIB sér um kaup og sölu á skuldabréf-
um Glitnis hf. Komið við í afgreiðslunni að
Ármúla 7 eða hringið í síma 91-681530.
VIB
VEROBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF
Ármúla 7, 108 Reykjavik. Sími 68 1530