Morgunblaðið - 02.03.1988, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 02.03.1988, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 2. MARZ 1988 17 Málarameistarafélag Reykjavíkur 60 ára Málarameistaraf élag Reykjavíkur varð 60 ára síðast- liðinn föstudag. Það var stofnað 26 febrúar árið 1928 af 16 mál- arameisturum og hefur starfað óslitið siðan. Áður hafði verið gerð tilraun til stofnunar mál- arafélags í Reykjavík, en sú til- raun fór út um þúfur. í tilefni af þessum tímamótum tók sijórn félagsins á móti gestum s.l. fimmtudag og haldin var af- mælishátíð að kvöldi föstudags. Helstu forgöngumenn að stofnun Málarameistarafélags Reykjavíkur voru Einar Gíslason og Ósvaldur Knudsen málarameistarar. Upphaf- lega var félagið nefnt Málarafélag Reykjavíkur, en nafninu var breytt stuttu síðar vegna stofnunar félags málarasveina. Tíu árum áður hafði verið gerð tilraun til stofnunar fé- lags málara, en það félag varð ekki langlíft. 1928 voru menn reynslunni ríkari og að auki var komin til sög- unnar ný iðnlöggjöf, sem var félag- inu til mikils stuðnings. Eitt fyrsta og helsta baráttumál félagsins var fyrir viðurkenningu á taxta , en það mætti mótspymu í fyrstu. Var sú barátta að mörgu leyti háð til þess að efla almenna viðurkenningu á faginu og félaginu. Síðan hefur hagsmunabarátta verið eitt helsta verksvið félagsins, en auk hennar hefur Málarameistara- félag Reykjavíkur haft forgöngu um að efla menntun málara, bæði hvað varðar nýjungar og á síðari árum einnig til að varðveita fom Morgunblaðið/Bemhard Jóhannesson Gestir sem komu til að skoða hitaveituna. Opið hús hitaveitna Morgunblaðið/BAR Stjórnarmenn í Málarameistarafélagi Reykjavíkur tóku á móti gest- um á skrifstofu félagsins s.l. fimmtudag í tilefni af 60 ára afmæli félagsins. Á myndinni eru frá vinstri Gísli Agústsson varaformaður, Ingvar A. Guðmundsson formaður og Hallvarður S. Óskarsson með- stjómandi. vinnubrögð og listsköpun. Þá hefur félagið stuðlað að almennri fræðslu- starfsemi fyrir málara, m.a. með útgáfu tímaritsins Málarans og með samskiptum við fagfélög á hinum Norðurlöndunum. Fyrstu stjóm Málarameistarafé- lags Reykjavíkur skipuðu Einar Gíslason Formaður, Ágúst Lárus- son ritari og Helgi Guðmundsson gjaldkeri. í stjóm félagsins nú sitja Ingvar A. Guðmundsson formaður, Gísli Agústsson varaformaður, Einar Grmdavík. METSALA var hjá Fiskmarkaði Suðurnesja sl. mánudag er seld voru 299,2 tonn fyrir 8,3 miiyón- ir króna. Miklir erfiðleikar voru við uppboðið vegna símatruflana og varð að fresta sölu úr Eldeyj- ar-Hjalta þar sem símasamband- ið rofnaði við Grindavík áður en uppboðinu lauk. Að sögn Ólafs Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Fiskmarkaðs Suðumesja, var þessi dagur sá stærsti frá því að Fiskmarkaðimir byrjuðu. „Mestu réð að neta- og línubátar, sem em í viðskiptum við okkur, vom allir með þokkalegan afla, auk þess sem togarinn Haukur bættist við og hluti af aflanum úr Aðalvíkinni. Þegar uppboðið byijaði varð strax símasambandslaust við Þorlákshöfn svo boðið var upp þar sérstaklega. Þegar uppboðið var langt komið rofnaði símasambandið við Grindavík en þá var eftir að Gunnarsson ritari, Laurí Henttinen gjaldkeri og Hallvarður Oskarsson meðsljómandi. Félagsmenn em nú 107 talsins. Kleppjámsreybjum. f SAMBANDI við norrænt tækni- ár var opið hús hjá hitaveitum viða um land á dögunum, meðal annars þjá Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. Margir íbúar héraðsins notuðu tækifærið og litu við í dæluhúsinu að Deildartungu. Hafði Eyvindur Ásmundsson eftirlitsmaður í nógu að snúast við að útskýra hvemig vatninu væri komið til kaupenda f allt að sjötíu kílómetra ijarlægð. Hitaveita Akraness og Borgar- fjarðar var stofnuð 1979 og var fyrsta húsið tengt 1981. Starfs- menn em 12 í 11 stöðugildum. Dælt vatnsmagn er um Ijórir miiljón rúmmetrar á ári, notendur em um 6.700. Vatnið er um 100 gráður þegar það fer af stað og kólnar um 20 til 30 gráður á leiðinni til Akra- ness. í Deildartunguhver, sem hefur verið talinn vatnsmesti hver í heimi, em um 240 sekúndulítrar af 100 gráðu heitu vatni og er það um 45 MW. Rekstur hitaveitunnar hefur gengið vel ef fjármálin era undan- skilin, 17 til 20 bilanir em á ári á lögninni en viðhald er þar að auki nokkuð. — Bemhard Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Ólafur Jóhannsson framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Suðumesja að taka á móti aflanum úr Eldeyjar-Hjalta kátur á svip þar sem við- skiptin blómstra. Fiskmarkaður Suðurnesja: Símasambandið rofnaði er sölumetið var slegið bjóða upp afla úr Eldeyjar-Boða og Eldeyjar-Hjalta. Við tókum þá ákvörðun að klára Eldeyjar-Boða þar sem hann var að koma í land og varð að bjóða þann afla upp í Njarðvík. Aflinn af Eldeyjar-Hjaltar var síðan geymdur til næsta dags,“ sagði Ólafur. Uppistaðan í aflanum þennan dag var karfí af togaranum Hauki, um 109 tonn, og var heildar- verðmæti 2,1 milljón króna, meðal- verð 19,24 krónur. Þá vom 82,7 tonn af þorski að heildarverðmæti 3,5 milljónir, meðalverð 42,34 krón- ur. 72,7 tonn ufsi að upphæð 1,6 milljónir króna, meðalverð 22,32 krónur, 15,6 tonn ýsa að upphæð 653.931 króna, meðalverð 41,75 krónur. Ólafur sagði að lokum að salan hefði verið góð daginn eftir en þá seldi Eldeyjar-Hjalti 30 tonn af línufíski og fékk 1,2 milljónir króna fyrir aflann. — Kr.Ben. PH Tveggjatækja jtórkostleg nýjgng sparar pláss. tækið bæði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.