Morgunblaðið - 02.03.1988, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 02.03.1988, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988 „Vín inn, vit út“ eftir Jóhann Tómasson Grein þessi er tileinkuð góðri konu á Siglufírði, sem kenndi mér að lesa og skrifa veturinn 1955— 1956. Codex Ethicus (siðareglur lækna) er ætlaður læknum til leiðbeiningar og stuðnings í daglegu starfí. Með þessum Codex staðfesta læknar: 1) Að hlutverk þeirra er vemdun heilbrigði og barátta gegn sjúk- dómum. 2) Að starfí þeirra fylgi ábyrgð gagnvart einstaklingum og sam- félagi og að þeir geta því aðeins vænzt trausts, að þeir geri sér far um að uppfylia þær siðferði- legu kröfur, sem þekking, tækni og félagslegt hlutverk leggja þeim á herðar á hveijum tíma. I. Almenn ákvæði. 1) Hlutverk læknis er að stuðla að heiibrigði einstaklinga og sam- félags, (undirstrikun mín). Þannig hefjast siðareglur lækna, en þeim til grundvallar eru lagðar Alþjóða siðareglur lækna. Ikafli: í stefnuyfírlýsingu og starfsáætl- un ríkisstjómar Þorsteins Pálssonar kemur fram, að ríkisstjómin hyggst í heilbrigðismálum leggja höfuð- áherzlu á forvamir og heilsuvemd og sérstaka áherzlu á að styrkja Blaðbemr Sunar 35408 og 83033 MIÐBÆR Líndargata 39-63 o.fl. Hverfisgata 4-62 Laufásvegur 58-79 o.fl. UTHVERFI Sæviðarsund hærritölur Sogavegur112-156 GARÐABÆR Mýrar ávana- og fíkniefnavamir. (Með því að hafa samband við Þorstein og félaga í ríkisstjóm geta allir sann- færzt um, að nákvæmlega þetta em áform ríkisstjómarinnar — og þetta er alveg satt). Ég var einn fjölmargra, sem fagnaði þessu, en þegar mesta gleð- in rann af mér, áttaði ég mig á því, að Jón Baldvin var hvom- tveggja, einn ötulasti talsmaður bjórsins og einnig sagður höfundur þessarar ríkisstjómar. Ég hleypti því í mig kjarki og skrifaði opið bréf til ríkisstjómar og þingmanna og bað þá um að hugsa sig vel um, áður en þeir ynnu það óhappaverk að lögleiða bjór á Islandi. Ég benti á, að forvamir fæm að vemlegu leyti fram utan heilbrigðis- þjónustunnar og forvamarstarf væri fyrst og fremst pólitík. Ég minnti einnig á, að öll pólitík væri heilbrígðispólitík eins og einn virt- asti iæknir 19. aldar, Virchov, hefði bent á (1848). Og að lokum minnti á ég, að pólitík væri að vilja og hafði Olov Palme fyrir þeim orðum. Núna eftir á fínnst mér, að ég hefði átt að skjalla Jón Baldvin með því að eigna honum þau. Ilkafli: Þessi kafli er sorglegur, en vegna samhengis verður ekki hjá því komizt að hafa hann með. Þegar þing kom saman sl. haust, var bjór- málið eitt af fyrstu málum, sem þar vom lögð fram. Fannst mér sem æði mörgum öðmm, að þarfari mál biðu þingsins og þetta væri því meiri tímaeyðsla sem ljóst væri af stjómarsáttmálanum, að bjórfrum- varpið bryti gegn stefnu ríkisstjóm- arinnar og stuðningsmanna hennar f heilbrigðismálum. Þegar leið að jólum sendu 16 prófessorar í læknisfræði við Há- skóla íslands frá sér yfírlýsingu, þar sem þeir skomðu á alþingis- menn að skoða hug sinn vel, áður en þeir tækju ákvörðun um bjór- frumvarpið. Þá gerðist sá dæma- lausi atburður, að 133 iæknar sendu frá sér ályktun um bjórmálið undir fyrirsögninni: „Ekki ástæða til að ætla að íslenska þjóðin missi fót- festuna í áfengismálum þó leyfð verði sala bjórs," (Mbl. 17. des.). Jóhann Tómasson Þegar ég hafði lesið þessa ályktun, kom mér fyrst í hug orðtakið „því verr gefast... ráð, sem fleiri koma saman". Ég sá þó strax, þegar ég kann- aði meðfylgjandi nafnalista, að slíkur dómur væri lítt við hæfi, enda í hópnum margir af hæfustu og gáfuðustu mönnum íslenzku læknastéttarinnar. Ég hef áður lát- ið orð falla opinberlega um um- rædda læknisfræðilega ályktun og endurtek aðeins, að verri ritsmfð hefur aldrei birzt í nafni (svo margra) íslenzkra iækna. Er þá sama hvemig á málið er litið. Mál- far, framsetning og heimildarmeð- ferð (raunar er aðeins einnar get- ið), allt er þetta með endemum. Ég gat mér þess til, að einhver einn læknir hefði flaustrað saman títtnefndri ályktun og hinir síðan skrifað undir í hugsunarleysi. Við þessa réttlætingu hefur mér smám saman þótt sem mesta brodd tæki úr skömminni og tfminn og gleymskan læknuðu sárin. En lengi skd manninn reyna. Illkafli: Víkur nú sögunni til Morgun- blaðsins 10. febr. 1988. Þar kveður sér hljóðs einn 133-menninganna og raunar sá fyrsti: Heimsmaðurínn og geðlæknirinn Grétar Sigurbergs- son. Grein Grétars er löng, henni fylgja 5 línurit og listi yfír 13 heim- ildir. Já, „það er nú eitthvað annað en hjá þér, Jóhann minn“! Ég verð að játa strax, að hingað til hafa mínar heimildir verið þær einar, sem ég hef verið að Qalla um hveiju sinni: Stjómarsáttmálinn og álykt- un 133 lækna. Þegar ég hef viljað komast vel að orði, hef ég farið í smiðju til Olov Palme og Jóns Bald- vins og þá látið þess getið. En Grétar, hann styður mál sitt „vísindalegum rökum" (1). Hann biður „banndýrkendur og aðra, sem óumbeðið (!) hafa tekið að sér að veita fólkinu í landinu forsjá sína að bregða út af vana sínum og leita sér fróðleiks í heimildum áður en þeir setjast niður við skriftir", t.d. þeim, sem hann vitnar sjálfur til (1). Eg skal fúslega játa, að ég hef aldrei stundað nein vísindastörf og aldrei skrifað og því síður birt nokk- uð það, sem vísindalegt gæti kallazt. Ég lærði hins vegar ungur lestur og skrift. Þessum tveimur greinum á ég að þakka, að mér hlotnaðist að læra, ekki bara á ís- landi, í Svíþjóð heldur líka í Guðs eigin iandi, að vísu ekki í Ell Ei (L.A.) eins og Grétar (1). Grétar er fyrstur lækna til að lýsa því yfír, að undirskrift hans hafí verið gerð „að vel íhuguðu máli“ (1). Það er laukrétt hjá Grétari, að leita skuli heimilda eða hvað sagði ekki Ari fróði forðum. Við iifum víst á svokallaðri upplýsingaöld og til þess að halda utan um allar þess- ar endalausu upplýsingar er tölvan sögð koma í góðar þarfír. En bull er og verður bull, hvort sem það kemur úr tölvu eða venjulegum penna. Grétar veit eins vel og ég, að heimildimar 13, sem hann til- neftiir, eru aðeins agnarlítið brot af öllum þeim heimildum, sem sækja mætti fróðleik í. Þannig birti Jón Hjaltalfn landlæknir ágæta grein „Um brennivíns ofdrykkju" í Nýjum félagsritum 1843 og sfðan hafa mörg tárin fallið. Oftast er það þannig, að hver heimild vísar til tuttugu annarra (vísindin maður!). Ég iæt mér því nægja að halda mig við grein Grétars. Grétar byijar vísindin svona: „Allt það líkamlega, félagslega og geðræna tjón, sem áfengið veldur, er jafnan talið standa í réttu (und- irstr. mfn) hlutfalli við heiidameyslu þjóðar" (1). Jæja! í margnefndri ályktun 133 lækna átti aðal tromp- ið að vera, að þetta samband væri ekki svona einfalt og rökin sótt í eina (!) heimild (nýútkomið Lækna- blað) og frægt er orðið að endem- um. Tvær heimildir hefur Grétar fyrir eftirfarandi skoðun: „Heildameysl- an segir því lítið til um hver almenn neysla vínanda er“ (1). Hvað þýðir Athugasemd vegna bygg- ingar ráðhúss Reykjavíkur Opið bréf til borgarráðs frá kennurum í Skóla sf. eftir Vigdísi Hjaltadóttur Háttvirta borgarráð! Ráðhús byggt á þeim stað sem valinn hefur verið við Tjömina í Reykjavfk á eftir að breyta miklu í miðborg Reykjavíkur. Byggingin þrengir mikið að nágrenni Tjamar- innar og raskar jafnvægi þess bæjar- hluta mun meira en maður fær séð f fljótu bragði þegar líkanið er skoð- að. Aðliggjandi götur eru þegar þröngar og munu vart sinna þeim umferðarþunga sem óhjákvæmilega fylgir f kjölfar byggingarinnar. Reykjavík er ekki lítil borg að flatar- máli og varla ætti að vera skortur á rými fyrir húsið. Skóli sf. er tii húsa við Hallveig- arstfg en við Hallveigarstfginn höfum við eitt gieggsta dæmið um skipu- lagsmistök sfðustu ára. Við álftum 30 bygging ráðhúss á þeim stað sem þvf er ætlað núna yrði álfka slys í skipulagningu miðbæjaríns eins og Iðnaðarmannahúsið er fyrír Þing- holtin. Á sfnum tfma þegar sótt var um að byggja Hallveigarstaði við Hallveigarstíg þótti það hús of stórt fyrir þennan stað og Hallveigarstaðir voru síðar byggðir við Túngötu. Seinna var staðsetningin við Hall- veigarstfg heppileg fyrir Iðnaðar- mannahúsið sem er helmingi stærri Vigdís Hjaltadóttir. „Á horninu þar sem Kalkofnsvegur mætir Skúlag'ötu fær ráðhúsið notið sin frá öllum sjón- arhornum, t.d. frá sjó og frá bænum með Esj- una í baksýn.“ bygging og fylgir þvf eðlilega helm- ingi meiri umferð. Okkur er spum, hvað ræður þessum vinnubrögðum? Við erum sammála um að ráðhús eigi heima f miðborginni. En það eru til aðrir staðir en Tjömin og ná- grenni hennar og ekki er ástæða til að riðla jafnvægi í þessum bæjar- hluta. Hvað með Skúlagötu á móti Seðlabanka og húsi Fiskifélags ís- lands; hefur sá kostur verið skoðaður og þá að byggja húsið út í sjó? Það myndi spara milljónir bara í byggingu á bílastæðum. Allir hljóta að vera sammála um að ráðhús Reykjavíkur mun njóta sín betur þar sem rýmra er um það og það er ótvíræður kost- ur að það sé greiðfært til og frá húsinu. Á hominu þar sem Kalkofns- vegur mætir Skúlagötu fær ráðhúsið notið sín frá öllum sjónarhomum, t.d. frá sjó og frá bænum með Esjuna í baksýn. Seijum líkanið út í sjó þar sem þessar götur mætast og lítum á hvemig það kemur út. Skoðum vel kosti og galla þessarar staðsetningar og höfum í huga að allur samanburður er hollur. Það sem þetta bréf er Bkrifað á föstu er við hæfí að enda með nokkr- um ifnum eftir Haligrím Pétursson. „En með þvf mannleg vizka í möigu náir skamt Á alt kann ekki' að giska, sem er þó vandasamt, kost þann hinn bezta kjós.“ Höfundur er cand.reaJ.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.