Morgunblaðið - 02.03.1988, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988
25
eiginlega þessi setning? Ég held,
að Grétar vilji með þessu segja, að
heildaráfengisneyzla þjóðar segi
lítið til um það, hversu mikið hver
einstaklingur drekkur. Þetta er
ákaflega auðvelt að orða þannig,
að allir skilji og þetta vita allir,
þótt ekki sé hlaupið til útlanda í
heimildaleit. Allir íslendingar skilja,
að meðaltekjur (nú eða heildar-
þjóðartekjur) segja ekkert til um
tekjudreifinguna í landinu. Allir
vita, að sumir læknar hafa að
minnsta kosti tífaldar mánaðartekj-
ur verkamanns. Vonandi angrar
það Grétar jafnmikið og bjórórétt-
lætið!
í kennslubók sinni „Psykiatri"
skrifar hinn þekkti sænski geðlækn-
ir Jan Otto Ottoson, að samband
heildaráfengisneyzlu þjóðar og
heildaráfengisskaða sé þannig: Tvö-
földun á neyslu leiðir til fjórföldun-
ar skaða (þreföldun til níföldunar
o.s. frv.) (bls. 486) og heimildin,
sem hann tilgreinir, er konunglegu
brezku geðlæknasamtökin (1979)!
Grétar vitnar í skýrslur Hagstof-
unnar, en eftir smá vangaveltur
kemst hann að þeirri niðurstöðu,
að heildameyzla sé „hér svipuð og
hjá öðrum Norðurlandaþjóðum, ef
ekki meiri" (1). Til hvers þá línurit
1 og 2? (1). Vísindi?
Grétar vitnar einnig til Heilbrigð-
isstofnunar Sameinuðu þjóðanna
(WHO) og finnst „bágt til þess að
vita að nafn WHO skyldi bendlað
við annað eins veraldarviðundur og
bjórbannið er“ (1). Mér er stórlega
til efs, að Alþjóða heilbrigðisstofn-
unin, sem kalla má musteri „forsjár-
hyggjunnar" í heilbrigðismálum sé
Grétari neitt sérstaklega hugnan-
leg. En rétt eins og nóg sé ekki
smjaðrað bætir Grétar við síðar, „að
heildameysla flestra Evrópuþjóða
hafi farið stöðugt minnkandi eftir
1980, meðal annars fyrir tilstilli
WHO“ (1). Auðvelt ætti að vera
að fá álit stofnunarinnar á bjórmál-
inu. Alþjóða heilbrigðisstofnunin
hefur lagt að aðildarþjóðum sínum
að stefna að 25% minnkun á áfeng-
isneyzlu til aldamóta og valið ísland
sérstaklega til að vinna að ákveðnu
forvamarverkefni á sviði lang-
vinnra sjúkdóma, meðal annars
geðrænna.
Merkilegasti kaflinn í grein Grét-
ars og raunar sá eini sem tíðindum
sætir er lýsing hans á áfengisskað-
anum á Islandi: „Síðustu 12 árin
hefur stór hluti landsmanna verið
meðhöndlaður við ofneyslu áfengis
eða drykkjusýki hérlendis og/eða
erlendis. Með sama áframhaldi
verður mest öll þjóðin búin að fá
slíka meðferð innan fárra áratuga"
(1) Hvar er nú fótfestan? Um þess-
ar makalausu upplýsingar Grétars
vil ég það eitt segja, að mér þykir
hann hafa brugðizt illa skyldu sinni
sem læknir og þegn þessa lands að
velqa ekki fyrr máls á þessu opin-
berlega. Mér vitanlega er grein
Grétars og ályktun þeirra 133-
menninganna eina opinbera fram-
lag þeirra til áfengisumræðunnar á
íslandi hingað til.
Eina heimild notar Grétar til þess
eins að kynna fyrir okkur sauð-
svörtum almúganum orðið „inter-
nationalisering" (1). Ég skil nú ekki
þetta orð, en það minnir óneitanlega
á Intemationalinn.
Þorsteinn Gylfason hefur birt í
Skími (1973) ágæta ritgerð „Að
hugsa á íslenzku“. Eitt þjóðskálda
okkar lærði þegar af móður sinni
„að orð er á íslandi til — um allt,
sem er hugsað á jörðu".
Enn skrifar Grétar: „Drykkjusið-
ir íslenskra unglinga nú em að
mínu mati þjóðarskömm" (1).
Heimsmaðurinn Grétar veit, hvað
hann er að segja: „Ég hefi víða
búið erlendis, allt frá Los Angeles
til Svíþjóðar og hvergi kynnst öðr-
um eins drykkjulátum hjá ungling-
um“ (1). Og þessi þjóðarskömm er
mönnum eins og tilgreindum al-
þingismanni að kenna (1). Þetta er
eina nafngreinda persónan í allri
greininni! Stórmannlegra hefði það
nú verið hjá Grétari að nafngreina
prófessor þann, sem fjallaði um
smyglið í Svíþjóð og mest ofbauð
rökhugsun hans (1).
Ég nenni ekki að elta frekar ólar
við „vísindalega" grein Grétars.
Hann er góði drengurinn hugum-
stóri, sem berst fyrir lýðræðið:
„Mér finnst málið fyrst og fremst
vera ágætis prófsteinn á lýðræðið
í landinu" (1).
Við hinir erum bara „banndýrk-
endur", „forsjáraðilar" (!), „rök-
þrota steintröll" (1). OgGrétar, sem
„sá sig knúinn" til að skrifa undir
bjóryfirlýsinguna að vel íhuguðu
máli (1) og berst í þágu lýðræðis-
ins, hann „kvíðir engu“ (1). Hann
gæti sagt: „Hér stend ég og get
ekki annað.“
Heimildir:
(1) Grétar Sigurbergsson: Nokkrar ábending-
ar geðlæknis varðandi bjórfrumvarpið. Morg-
unblaðið 10. febrúar 1988.
Höfundur er heilsugœslulæknir á
Reykjalundi.
Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson
Gestir við opnun umboðsskrifstofu Sjóvá á Sauðárkróki.
Sauðárkrókur:
Sjóvá opnar um-
boðsskrifstofu
Sjóvátryggingafélag íslands
hf. — Sjóvá, opnaði nýja umboðs-
skrifstofu á Skagfirðingabraut
9a, á Sauðárkróki, laugardaginn
20. febrúar síðastliðinn. Hönnun
húsnæðisins annaðist Teiknistofa
Árna Ragnarssonar arkitekts.
í tilefni að þessum tímamótum
hafði umboðið „opið hús“ á opnun-
ardaginn og kom þangað fjöldi
gesta.
Umboðsmaður Sjóvá á Sauðár-
króki er Anna Pála Guðmundsdótt-
ir, en hún og maður hennar Ragnar
Pálsson, sem nú er látinn, hafa
verið umboðsmenn Sjóvá síðan
1952. Fram til þessa hefur umboðið
verið til húsa á Víðigrund 1.
Sjóvátryggingafélag íslands veit-
ir alhliða tryggingaþjónustu, og
verður hin nýja umboðsskrifstofa
opin alla virka daga kl. 10.00—
17.00.
MENNT ER MÁTTUR
á PC tölvur
Kjörið tækifæri
fyrir þá, sem vilja
kynnast hinum
frábæru kostum PC-
tölvanna, hvort heldur
sem er, í leik eða starfi.
Leiðbeinandi
DAGSKRÁ
* Grundvallaratriði við notkun PC-tölva.
* Stýrikerfið MS-DOS.
* Ritvinnslukerfið WordPerfect.
* Töflureiknirinn Multiplan.
* Umræður og fyrirspurnir.
Logi Ragnarsson
tölvunarfræðingur.
TÖLVUFRÆÐSLAN
Borgartúni 28.
Tími: 8., 10., 15.,
og 17. mars
kl. 20-23
Upplýsingar og innritun í
símum 687590 og 686790
VR og BSRB styðja sína félaga
til þátttöku í námskeiðinu
auka þekkingu sína og ná góðum árangri með PC-tölvum, í
fyrirtækjum, stórum sem smáum. Itarlegar kennslubækur á
íslensku.Fjölbreytt námsefni.
Námsgreinar:
Almenn tölvufræöi.
Stýrikerfiö MS-DOS
Tölvufjarskipti
Ritvinnsla
Gagnagrunnur
Töflureiknir
Tölvubókhald
Tími: 08. mars
Innritun og nánari upplýsingar
í símum 687590 og 687590
IMllt TÖLVU FRÆÐSLAN
Borgartúni 28.
- BB.