Morgunblaðið - 02.03.1988, Síða 26

Morgunblaðið - 02.03.1988, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988 Island og Evrópa: Stöndum frammi fyr- ir þremur kostum eftir Kjartan Jóhannsson Sú þróun sem nú á sér stað í Evrópu með tilliti til ákvörðunar Evrópubandalagsins um sameigin- legan innri markað 1992 gerir kröfu til skýrrar stefnumörkunar af ís- lands hálfu. Sú stefnumörkun á að byggjast á eftirfarandi meginþáttum: 1. Tryggja verður viðskiptahags- muni íslands gagnvart banda- laginu og aðlaga íslenskt efna- hagslíf að þeim breytingum sem framundan eru en aðild að bandalaginu er ekki á dagskrá. 2. Kappkosta á að fylgjast vel með þeim ákvörðunum sem framund- an eru hjá bandalaginu og koma sjónarmiðum íslands á framfæri og vinna þeim stuðning jafn- harðan. 3. Aðild íslands að EFTA verði nýtt til hins ítrasta til þess að tryggja hagsmuni íslands í samningaumleitunum og við- ræðum EFTA og EB um afnám viðskiptahindrana. ísland hvetji til þess að EFTA verði eflt og stutt til þess að sinna þessum verkefnum. 4. Sett verði á fót samstarfsnefnd ráðuneyta til þess að tryggja örugga miðlun upplýsinga og samræmi í ákvarðanatöku varð- andi Evrópumálin. Jafnframt verði komið á reglulegu samráði við aðila atvinnulífsins um þessi mál. 5. Haldið verði áfram viðræðum við EB um samskipti og samstarf íslands og Evrópubandalagsins þar sem sérstaða íslands verði sérstaklega kynnt jafnframt því sem leitað verði eftir samstarfí á völdum sviðum. 6. Gerð verði sérstök athugun á því hvemig íslensk hagstjóm verði aðlöguð hinum nýju að- stæðum og færð til betra sam- ræmis við það sem gerist í helstu samskipta- og viðskiptalöndum okkar með það að markmiði að auka hagvöxt og stuðla að aukn- um stöðugleika í íslensku efna- hagslífí. Á gmndvelli þessarar stefnu- mörkunar tel ég að setja eigi á fót nefnd til þess að taka til sérstakrar athugunar þá þróun sem nú er að eiga sér stað í Evrópu, kanna áhrif hennar á viðskipta- og efnahags- stöðu íslands og koma með frekari ábendingar um hvemig æskilegast sé að tryggja hagsmuni íslands og standa að stefnumörkuninni í fram- kvæmd. Nefndinni verði gert að skila skýrslu um athuganir sínar fyrir árslok 1988, þannig að al- menningi og hagsmunaaðilum gæf- ist kostur á að kynna sér málið með aðgengilegum hætti og traust- ur grundvöilur væri lagður að frek- ari umræðum og umfjöllun um málið. Áður en ég vík nánar að þessari stefnumörkun er rétt að rifja upp í fáeinum dráttum, hvað felst í ákvörðun EB um sameiginlegan innri markað. Stefnumörkun EB felur í raun- inni í sér að sem næst þurrka út landamærin milli bandalagsríkj- anna einkum í viðskiptalegu tilliti. Hugmyndin að baki er ekki síst sú að með þessu megi tryggja aukinn hagvöxt og ná nægjanlega stórum heimamarkaði til þess að fyrirtæki innan EB geti staðið sig vel í sam- keppni við fyrirtæki innan efna- hagsstórveldanna Bandaríkjanna og Japan. Útþurrkun landamæranna í þess- um skilningi krefst þess hins vegar að afnumdar verði þær tæknilegu og fjárhagslegu hindranir viðskipta, sem gera landamæraeftirlit nauð- synlegt. Á sama hátt verður að samræma efnahagsstjóm og efna- hagsstefnu til þess að raunverulega myndist eitt markaðssvæði og landamæri verði óþörf. Af þessu leiðir krafan um ftjálst flæði fjár- magns og mannafla og fasta geng- istengingu innan bandalagsins. Þá hefur bandalagið sett sér að þjón- ustuviðskipti skuli njóta sama frels- is og viðskipti með vörur. Þetta er vitaskuld í Ijósi þess að þjónustuvið- skipti gerast sífellt stærri og mikil- vægari hluti þjóðarkökunnar. Áhyggjur Evrópuríkja utan EB við þessa þróun eni fyrst og fremst af tvennum toga. í fyrsta lagi varð- andi aðgang að mörkuðum EB og í öðru lagi varðandi samkeppnis- stöðu fyrirtækja sinna við EB-fyrir- tækin og almennt á heimsmarkaði. Þar við bætast svo pólitísk atriði sem ég skal ekki rekja nánar í þessu samhengi. Steftiumótun EB snertir mörg svið. Þau verða ekki rakin hér öll en meðal þeirra má nefna tæknileg- ar viðskiptahindranir, opinber inn- kaup, ríkisstyrki til fyrirtækja, upp- runareglur, vísindarannsóknir, menntamál, hugverkaréttindi, einkarétt, umhverfísmál, flutninga- mál, sjávarútvegs- og landbúnaðar- mál, neytendavemd, samræmingu skatta, frelsi í þjónustuviðskiptum, frjálst fæði íjármagns og mannafla, festu í gengismálum, samræmda efnahagsstefnu og sameiginlega pólitíska stefnumörkun. í stað þess að.fara frekari orðum um þessi svið held ég að gagnlegt sé að flokka hin helstu þeirra í þijá flokka eða meginþætti, því að slík skipting auðveldi okkur að átta okkur á viðfangsefninu eins og það snýr að okkur og skil ég þá eftir mörg málasvið þar sem leita ber eftir samstarfí. Til fyrsta þáttarins tel ég þá tæknilegar hindranir og aðrar ijár- hagslegar viðskiptahindranir. Þar er um að ræða tæknilegar hindran- ir sem varða gæði vöru og staðla og þar með jafnvel dýravemdunar- lög og atriði sem varða innflutning á plöntum, en hvort tveggja það síðastnefnda gæti orðið viðkvæmt mál fyrir okkur. Hins vegar aðrar viðskiptahindranir yfírleitt af fjár- hagslegu tagi svo sem varðandi opinber innkaup og ríkisstyrki til fyrirtækja. Þetta eru atriði sem ég vil í heild sinni nefna tæknilegs eðlis. Mín skoðun er sú að þau séu auðveldust pólitískt og efnahagslega fyrir okk- ur. Ég tel ennfremur að við eigum að vinna að þeim í gegnum EFTA og með EFTA. Að þeim er þegar unnið á þeim vettvangi og fáein hafa þegar komist í framkvæmd. Þetta er flókið og fjölþætt svið sem ég tel að vel sé tekist á við í EFTA, en þessi atriði ættu ekki eða að mjög litlu leyti að valda okkur neinum sérstökum erfíðleik- um. í annan flokkinn set ég þá land- búnaðarmál og sjávarútvegsmál. Þessi mál hafa mikla sérstöðu innan Evrópubandalagsins og reyndar hér hjá okkur líka. Hættan er sú, að því er sjávarútveginn varðar, að stjómunaraðgerðir í sjávarútvegi innan Evrópubandalagsins muni mótast mjög af samskonar við- horfum eins og til landbúnaðarins. Á þessu sviði verðum við að vera mjög vel á verði. Ég er þeirrar skoð- iinar að samhentur hópur hags- munaaðila haldi utan um stefnu Evrópubandalagsins í sjávarútvegs- málum. Þessi hópur stendur fast að baki hinni samræmdu sjávarút- vegsstefnu bandalagsins sem erfítt er að hnika. Það eru miklir styrkir til sjávarútvegsins innan banda- lagsins og sjávarútvegshópur Evr- ópubandalagslandanna er auðvitað að vinna fyrir sinn hag og vemda sinn fiskiðnað. En það er einmitt á þessu sviði sem við eigum sérlega mikla hagsmuni. Ég held ekki að við getum gert ráð fyrir því að þessi málaflokkur leysist öðruvísi en við tökum hann sjálfir í okkar hendur. Varðandi þessi mál verðum við að snúa okkur að Evrópubandalag- inu, bæði til þess að kynnast þeirra viðhorfum betur í sjávarútvegsmál- um heldur en við höfum gert, og eins tii þess að kynna okkar sjónar- mið og fíkra okkur áfram með það hvaða stöðu við höfum. Við þurfum sem sagt að halda uppi viðræðum eða samræðum beint við Evrópu- bandalagið að því er sjávarútvegs- málin varðar. I þessu sambandi vil ég minna á viðleitni okkar til þess að ná fram fríverslun á físki og físk- afurðum innan EFTA, en ég tel slíka ákvörðun þar styrkja mjög stöðu okkar gagnvart ÉB. Þá kem ég að þriðja þættinum. Til þess þáttar tel ég það sem sum- ir hafa nefnt „fuilveldisskilyrði". Þessi atriði varða sameiginlegan vinnumarkað, sameiginlegan frjálsan fjármagnsmarkað, fast gjaldmiðilskerfi, samræmda skattastefnu, og fleira af því tagi. Ég vil segja það fyrst að ég tel að óttinn við hinn sameiginlega vinnu- markað _sé að verulegu leyti ástæðu- laus á íslandi. Því veldur tungan og veðurfarið. Hættan á miklum innflutningi vinnuafls frá suðræn- um löndum er því áreiðanlega ekki eins mikil og margir íslendingar ímynda sér. En ég veit hins vegar að f hugum íslendinga er einmitt þetta mjög viðkvæmt atriði. Ef við lítum á sameiginlegan frjálsan fjármagnsmarkað þá er- um við auðvitað komin að einu því hagstjóraartækja sem menn hafa beitt mjög hér á landi á undanföm- um árum. Með hinum sameiginlega frjálsa fjármagnsmarkaði eru ein- stakar þjóðir, sem eru aðilar að Kjartan Jóhannsson „ Varðandi stöðuna gagnvart EB stöndum við frammi fyrir þrem meginvalkostum, þ.e.a.s. lítilli aðlögun, mikilli aðlögun og að- ild. Lítil aðlögun er sú sem snertir eingöngu eða fyrst og fremst tæknilegar hindranir og aðrar viðskipta- hindranir í meira eða minna mæli. Onnur leiðin er mikil aðlögun en í því felst að sam- ræma okkar hagkerf i flestu því sem er að gerast í löndum Evr- ópubandalagsins líka á sviði gengis og fjár- magnsmarkaðar, vinnumarkaðar og skattastefnu. Síðan liggur fyrir þriðji val- kosturinn sem er að- ild.“ honum, að hluta til að afsala sér þessu hagstjómartæki. Þessu fylgir réttur til að stofna til eða kaupa fyrirtæki hindrunarlaust í einstök- um löndum. Hér erum við komin að sviði sem við íslendigar þurfum að skoða vel með tilliti til þess að aðlaga okkur því sem gerist í helstu viðskipta- og samskiptalöndum okkar. Annar málaflokkur er gengið og gengisstefna. Ef við færum inn á þá braut að festa gengi ísl. krón- unnar miðað við evrópska gjald- miðla og verða þannig aðilar að gengisskráningu Evrópumynta þá væram við líka að afsala okkur hagstjómartæki sem mjög hefur verið beitt hér á íslandi á undan- fömum áram og áratugum. Vita- skuld er það svo að fast gengi íslensku krónunnar gagnvart evr- ópskum myntum hefði það í för með sér að hrikti í víðsvegar í íslensku atvinnulífí. Að hinu leytinu geta menn velt því fyrir sér hvort við höfum ekki verið of undanláts- söm í gengismálum og það hafi ekki verið að öllu leyti til góðs fyr- ir íslenskt atvinnulíf. Hvað sem því líður er aðalatriðið að menn geri sér ljóst að gengisbinding af þessu tagi hefði í för með sér ákveðna áreynslu ef ég má orða það svo. Þriðja atriðið af þessu tagi er samræmd skattastefna. Þar er líka á ferðinni mikilvægt hagstjóm- artæki. Auðvitað sneyðist um möguleika í fjáröflun ríkisins og ríkisfjármálum hjá þeim sem undir- gangast að fylgja samræmdri skattastefnu, hvemig svo sem hún er. Að hinu leytinu má segja að skattaleg aðlögun sé hafín með nýgerðri breytingu á söluskatti og ákvörðun ríkisstjómarflokkanna um að takast upp virðisaukaskatt um næstu áramót. Ég gæti að sjálfsögðu talið upp fleira eins og t.d. frjálsræði í þjón- ustustarfsemi. Spor í þá átt væru nýjung í íslensku atvinnulífi, ef þau yrðu stigin. Þetta era vandasöm mál allt saman. En þessir mála- flokkar allir, eiga það sameiginlegt að vera af því tagi að þar tel ég að við þurfum að taka upp vinnu í okkar eigin hóp. Þessi atriði snúa að okkur sjálfum. Að mínum dómi þurfum við að skoða þessi atriði gaumgæfílega og átta okkur á því hvað við getum, hvað við vilj- um, hvað við þoram eða þolum. Nú segja menn að við höfum frest til ársins 1992 eða kannski svolítið lengur. En það þýðir líka að við verðum að vera viðbúin árið 1992 eða um það leyti og þurfum þá að vita nákvæmlega hvað við ætlum okkur. Um sumt þurfum við reynd- ar að taka nú þegar ákvarðanir og eram í raun byijaðir að taka ákvarðanir um. En varðandi þetta allt saman þá má segja að valið stendur í rauninni aðeins um tvennt, þ.e.a.s. milli aðlögunar eða áhrifa. Áhrif geta menn haft með því að gerast aðilar, en að öðra leyti verður það fyrst og fremst Evrópubandalagið sem markar far- veginn. Þær viðræður sem eiga sér stað milli EFTA og Evrópubanda- lagsins eða milli þjóða utan Evrópu- bandalagsins við það era fyrst og fremst af því tagi að menn era að bera saman bækur sínar. Þetta era ekki eiginlega samningaviðræður, þótt sú nafnagift sé oft notuð, held- ur samráð. Varðandi stöðuna gagnvart EB stöndum við frammi fyrir þrem meginvalkostum, þ.e.a.s. lítilli að- lögun, mikilli aðlögun og aðild. Litil aðlögun er sú sem snnertir ein- göngu eða fyrst og fremst tækni- legar hindranir og aðrar við- skiptahindranir í meira eða minna mæli. Önnur leiðin er mikil aðlögun en í því felst að samræma okkar hagkerfí flestu því sem er að ger- ast í löndum Evrópubandalagsins líka á sviði gengis og fjármagns- markaðar, vinnumarkaðar og skattastefnu. Síðan liggur fyrir þriðji valkosturinn sem er aðild. Þetta era þrír meginvalkostir sem við getum valið á milli. Hvar við lendum á þessum stiga get ég ekki beinlínis dæmt um að svo komnu, en ég held að það sé hollt fyrir okkur að líta á málin út frá þessu sjónarhomi. Sá fyrsti með lítilli eða takmarkaðri aðlögun er tiltölulega auðveldur, mikil aðlögun er erfíðari en um þriðja möguleik- ann, aðild, er óhætt að segja að hann er ekki á dagskrá. Hvað sem öllu þessu líður, þá held ég að aðal- atriðið sé að við þurfum meiri og ítarlegri umræðu um þessi mál- efni en átt hefur sér stað. Við þurf- um að vita meira. Við þurfum að láta fara fram úttekt á stöðu okk- ar, bæði inn á við og út á við. Hverju verður að fóma og hveijir era ávinningamir í hveiju tilviki. Þá þurfum við líka meiri mannafla til að sinna þessum málum og að minnsta kosti að leggja fram það fé sem þarf til þess að fylgjast með því sem er að gerast utanlands og fylgja því eftir á innanlandsvett- vangi og í öðra lagi til þess að afla vitneskju og gera þá úttekt á stöðu okkar sem ég minntist á hér að framan. Þetta starf á að vera þríþætt. í fyrsta lagi að vinna í gegnum EFTA hvað varðar þann þátt sem ég nefndi fyrst þ.e.a.s. tæknilegar hindranir og því um líkt. í öðra lagi tel ég að við eigum að halda uppi viðræðum við Efnahagsbanda- lagið um sjávarútvegsmálin og sam- vinnu á ýmsum öðram sviðum. í þriðja lagi verðum við að snúa okkur að því að skoða huga okkar sjálfra varðandi fjármagnsmarkað- inn, vinnuaflið, skattamálin, geng- ismál og annað það sem er af þeim toga. Sú stefnumörkun sem ég gerði grein fyrir hér áðan felur í sér þessa þríþættingu. En jafnframt er nauðsynlegt að gerð verði og birt úttekt á stöðunni eins og ég gerði að tillögu minni hér áðan. Ég vil benda á að Norðmenn, Svíar og Svisslendingar hafa þegar unnið og birt slíka skýrslu. Höfundur er einn af alþingis- mönnum Alþýðuflokks. Grein þessi er byggð á rœðu á AJþingi sl. fimmtudag. *'•- ARSHATIÐ VIÐEYINGAFÉLA GSINS veröur i Fóstbræöraheimilinu við Langholtsveg 109 föstudaginn 4. mars. Hátíðin hefst með borðhaldi kl. 20. Upplýsingar hjá Kristjönu í síma 23085 og hjá Aðalheiði í síma 78082. MIÐASALA VIÐINNGANGINN. Fjölmennum. - Góöa skemmtun. Viðeyingafélagið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.