Morgunblaðið - 02.03.1988, Side 29

Morgunblaðið - 02.03.1988, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988 29 að mikil kaffineysla veldur maga- sári. Jafnvel kaffibaunin sjálf er svo hættuleg, að stórveldi KEA á Akureyri riðaði til falls, þegar þeir fóru að höndla með kaffibaunir. Þá er sannað að mikil kaffineysla veldur taugastrekkingi og getur gert menn stórhættulega í um- ferðinni, sérstaklega undir álagi. Og kaffí er jafnvel haft fyrir smá- bömum. Það er auðvelt að ná í það og auðvelt að búa það til. ERGÓ: Prófessoramir góðu geta sannað að ekkert er jafn hættulegt fyrir þjóðina og kaffí. Það bæri því að banna, nema í fríhöfninni í Keflavík og á kaffistofu lækna- deildar Háskólans. Þeir þingmenn, sem tekið hafa sig saman um að bera fram nýtt bjórfmmvarp á Alþingi, eiga skilið aðdáun okkar allra. Þeir hafa sýnt að þeir hafa hugrekki til að bera, að fylgja eftir meirihlutavilja þjóð- arinnar, og láta ekki minnihluta- hópa hræða sig. Staðreyndin er sú, að til að stemma stigu við ofnotkun áfeng- is, em einkum tvö ráð tiltæk, — það er verðstýring og hvemig vök- vinn er seldur. Með þvi að hækka verð hlutfallslega á sterkum diykkjum, miðað við þá léttari, eins og bjór og létt vín, og hafa strangt eftirlit með útsölu áfengis, er hægt að stýra áfengisneyslunni þannig að sem minnstur skaði verði af, en sem mest ánægja. Að lokum þetta, ég er enginn sérstakur áhugamaður um neyslu áfengra drykkja, en ég er áhuga- maður um lýðræði, og að harðsn- únir öfgahópar stjómi ekki meiri- hluta fólks. Spumingin um bjór eða ekki bjór er prófsteinn á lýðræðið í landinu, og hvort Alþingi er vaxið því hlutverki sem því er ætlað: að framfylgja meirihlutavilja þjóðar- innar. Höfundur er kvikmyndaleikstjóri. Tónleikar í Lækjartungli ROKKTÓNLEIKAR verða haldn- ir í Lækjartungli, Lækjargötu 2, fimmtudagskvöldið 3. mars nk. Þar kemur fram Svart/hvítur draumur auk Daisy Hil Puppy Farm og Mússóliní. Svart/hvitur draumur hefur starf- að í 6 ár og hefur gefið út nokkrar hljómplötur. Hljómsveitina skipa Gunnar Hjálmarsson, sem syngur og spilar á bassa, Steingrímur Birgisson á gítar og Birgir Baldursson á trommur. Daisy Hill Puppy Farm var stofnuð í fyrra. Hljómsveitin tók nýlega upp 4 lög sem væntanlega koma út á lítilli plötu í apríl og væntanleg er í þessum mánuði 60 mínútna snælda með hljómsveitinni Mússólíní. Tónleikar i Lækjartungli á fimmtudagskvöldum standa frá kl. 22 til 1. (Fréttatílkynning) Með einu handtaki má hækka eða lækka vinnupallinn BRIMRÁSAR - innivinnupallarnir auka öryggi og afköst Takmarkað magn BRIMRÁSAR - innivinnupalla með 30% afslætti Við bjóðum upp á níðsterka, létta og meðfærilega innivinnupalla úr áli. Þeir eru á hjólum og í neðstu stöðu renna þeir auðveldlega um öll dyraop. Einn maður getur á þægilegan hátt hækkað hann eða lækkað með einu handtaki. BRIMRASAR - innivinnupallarnir eru Mesta Þyngd Verð ,/ Verð vinnuhæð áður ý nú 5m 50kg 65.032.-MfiS, 45.522.-stfir. _ viðurkenndir af Vinnueftirliti ríkisins, enda eru þeir bæði sterkir og öruggir. Nú bjóðast BRIMRÁSAR - innivinnupallarnir á verði sem verður ekki endurtekið. Komdu við hjá okkur í Kaplahrauninu og gerðu góð kaup áður en það verður um seinan, því birgðirnar eru takmarkaðar. vimoEFinmi RlllSINS VELDU VANDAÐ - VELDU BRIMRAS Sendum f póstkröfu Kaplahrauni 7 Hafnarfirði, simi 651960 augljós

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.