Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988 37 ftergi Útgefandi mftbifeifr Árvakur, Reykjavík , Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 60 kr. eintakið. Efnahagsaðgerðir ær ráðstafanir, sem ríkis- stjómin hefur kjmnt í efnahagsmálum koma fáum á óvart, en hins vegar kunna að vakna spumingar um það, hvort þær skili einhverjum árangri að ráði.. Það hefur leg- ið ljóst fyrir um skeið, að ríkis- stjómin kæmist ekki hjá því að lækka gengi krónunnar að einhverju marki m.a. vegna eindreginnar kröfu frá físk- vinnslunni. En eins og Morg- unblaðið hefur áður vikið að hefði ekki verið óeðlilegt að gera jafnframt kröfu til þess, að fiskvinnslan sjálf hefði frumkvæði að víðtækri endur- skipulagningu í þeirri atvinnur grein. Það er ekki að sjá, að ríkissijómin hafí sett fram slíka kröfu. Auk gengisbreytingarinnar beitir ríkisstjómin sér fyrir öðrum aðgerðum til þess að létta undir með fískvinnsl- unni. Þær aðgerðir þýða ákveðið peningastreymi til fískverkenda, sem mun laga greiðslustöðu þeirra eitthvað fyrst í stað. Hitt fer ekki á milli mála, að frystihúsin verða eftir sem áður rekin með tapi, þótt það verði minna en verið hefur. Þess vegna hljóta menn að spyija, hvenær fiskvinnslan kemur á nýjan leik og óskar eftir aðgerðum til þess að tryggja reksturinn. Þrátt fyrir þessar efna- hagsaðgerðir verður við- skiptahallinn mikill. Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, segir, að hann verði um 10 milljarðar og bendir á, að svo mikill viðskiptahalli sé ekki viðunandi til lengdar. Stein- grímur Hermannsson sagði einnig í umræðum á Alþingi í fyrradag, að þessi viðskipta- halli væri svo mikill, að við gætum ekki þolað hann lengi. Jón Baldvin Hannibalsson, flármálaráðherra, telur hins vegar, að viðskiptahallinn verði ekki nema rúmlega 8 milljarðar en engu að síður er ljóst, að hér er um óleystan vanda að ræða. Það er mat ríkisstjómarinn- ar, að þessar efnahagsráð- stafanir og þeir kjarasamn- ingar, sem nú hafa verið gerð- ir, muni leiða til þess að verð- bólgan minnki úr u.þ.b. 25% á síðasta ári í 15-16% á þessu ári. Ef tekst að ná þessu markmiði er auðvitað miklum áfanga náð og þá ekki sízt fyrir launafólk. Sá litli at- kvæðamunur, sem var á Dagsbrúnarfundinum og raunar einnig í Keflavík þegar lg'arasamningamir voru bom- ir upp til samþykktar sýnir, að það er mikil ólga undir jrfírborðinu meðal launþega. Það er sjaldgæft, að slík átök verði á Dagsbrúnarfundi um það, hvort samþykkja eigi nýgerðan kjarasamning, sem stjóm félagsins leggur til að verði samþykktur. En þessi litli atkvæðamunur sýnir líka, að forystumenn verkalýðs- hrejrfíngarinnar eiga við um- talsverða erfíðleika að etja í samningagerð. Það þarf kjark til þess að skrifa undir samn- inga við þessar aðstæður og bera þá upp til samþykktar. Mesta kjarabótin, sem launþegar geta fengið er sú, að verðbólgan minnki veru- lega. Þá hættir lánskjaravísi- talan að æða upp, en hún er nú þjmgsta bjrrði launafólks. Þess vegna eiga launamenn meira undir því að takast megi að draga enn frekar úr verðbólgunni en nokkrir aðrir. Það verður hins vegar að segj- ast eins og er, að flestir munu líklega ekki trúa fyrr en þeir taka á því, að verðbólgan lækki svo mikið á þessu ári, sem að er stefnt. Það er hins vegar ríkisstjómarinnar að sýna að hún geti staðið við þau orð. Fólk deilir endalaust um kaup og Igor. Á því verður engin breyting. En verst er, ef efnamunur verður svo mik- ill í okkar fámenna þjóðfé- lagi, að þeir sem búa við minni eftii, geti ekki til lengdar þolað að horfast í augu við mikil flárráð hluta þjóðarinnar. Það hefur verið eitt af aðalsmerkj- um okkar samfélags, að launamunur væri minni hér en í flestum öðmm löndum. Þetta hefur verið að breytast á þann veg á nokkrum und- anfömum ámm og líklega á einum og hálfum áratug óða- verðbólgu, að efnamunurinn hefur aukizt vemlega. Þegar til lengdar lætur er fátt hættu- legra okkar þjóðfélagi en það sundurljmdi, sem af því mun leiða. Atkvæðatalningin á Dagsbrúnar- fundinum hefur verið kærð til ASI: Kærandinn telur niðurstöðu taln- ingar falsaða PÁLL Arnarson verkamaður í Dagsbrún kærði í gær til miðstjómar Alþýðusambands íslands atkvæðajrreiðslu þá sem fram fór á félags- fundi Dagsbrúnar sl. mánudag. Oskar Páll eftir þvi að talningin verði úrskurðuð ólögleg og nýr fundur haldinn um samningana. í bréfi sem Páll sendi ASÍ í fundinum. Ásmundur sagði að ekki gær, segist hann telja að niður- staða talningar atkvæða hafi verið fölsuð þannig að talningarmenn og eða fundarstjóri hafí gefið upp rangar tölur. Vísar Páll til þess að hátt í 700 manns hafi setið fundinn, en aðeins 460 atkvæði hafí komið fram, og segist hann telja líklegt að sjónvarpsupptaka af fundinum muni sýna að talning hafí verið röng. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ sagði Morgunblaðinu að hann hefði átt samtal við Pál í gær og farið yfir það hvað gerst hefði á virtist vera ágreiningur um það að ekki hefðu komið fram tillögur um skriflega atkvæðagreiðslu, og ágreiningslaust væri að ekki hefðu verið lögð fram nein formleg mót- mæli við fundarstjóra um val á talningarmönnum eða um talning- arform. Ágreiningurinn hefði því komið upp eftir að niðurstaða at- kvæðagreiðslunnar lá fyrir og það væri fullyrðing þess sem kærir að atkyæðatölur hefðu verið falsaðar. Ásmundur sagði að næsti fund- ur í miðstjóm ASÍ væri á fimmtu- dag og þetta mál yrði væntanlega tekið fyrir þá. Munurinn hefði orðið meiri í ski'iflegri atkvæðagreiðslu - segir Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar GUÐMUNDUR J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar segir að ef atkvæðagreiðsla um kjarasamningana á félagsfundi Dagsbrúnar hefði verið skrifleg, hefði munurinn verið mun meiri en raun varð á. í fundarsalnum hefðu vinnufélagar setið saman og mjög erfitt sé að greiða atkvæði gegn meirihluta í slikum hópi, sé hann á móti. Guðmundur segist einnig telja að á Dagsbrúnarfundinn hafi aðal- lega mætt þeir sem voru óánægðir með samningana en hinir sem sættu sig við þá hafi setið heima. Hann segir það þó sársaukalaust af sinni hálfu þótt gremja yfir launamisréttinu í landinu hafi komið fram á fundinum og eftir hann með ýmsum hætti. Þegar Morgunblaðið ræddi við Guðmund vegna kæru, sem lögð hefur verið fram vegna talningar atkvæða á fundinum, sagði Guð- mundur að tilkynnt hefði verið af fundarstjóra að menn ættu að ganga í salinn til atkvæðagreiðslu og menn síðan beðnir að fá sér sæti. „Það er áratuga hefð hjá Dagsbrún að greidd eru atkvæði með handauppréttingu. En ef ósk- að er eftir skriflegri atkvæða- greiðslu er skylda að verða við því og við vorum tilbúnir með at- kvæðaseðla. Það var engin gerð athugasemd við handauppréttingar. Fundar- stjóri valdi fjóra óumdeilda heið- ursmenn til að telja sem hafa allir góða þjálfun í að fara með tölur. Það var engin athugasemd gerð við teljarana og engin tillaga kom um að tjöiga þeim. Það kom engin tillaga um skriflega atkvæða- greiðslu. Teljaramir skiptu síðan salnum í 4 parta og báru síðan saman, lögðu svo saman tölur og fóru með þær til fundarstjóra. Ég hafði enga hugmynd um hvort samningamir yrðu samþykktir eða felldir fyrr en fundarstjóri las upp tölumar. Þá braust út gífurleg óánægja yfir að tölur hefðu verið falsaðar og atkvæðagreiðslan hefði átt að vera skrifleg," sagði Guð- mundur. Hann sagðist telja orsakir þess- arar óánægju tvíþættar. Annars- vegar hefðu mismunandi hækkanir á mönnum hjá svipuðum fyrirtækj- um skapað ríg, en reynt hefði ver- ið að taka þá sem voru neðstir og hækka þá mest. Hinsvegar væri ákaflega mikið ergelsi í mönnum vegna matarskatts, gengisfelling- ar, hækkunar á tryggingagjöldum bíla og lágs kaups yfírleitt. Guðmundur sagðist hafa verið tilbúinn með tillögu um verkfalls- heimild ef samningamir hefðu ver- Þröstur sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki vita betur en staðið hafí verið löglega að öllu á fundinum og hann viti raunar ekki til að öðruvísi hafi verið staðið að atkvæðagreiðslu áður á Dags- brúnarfundum. Hann tók síðan fram að stjóm félagsins hefði ver- ið skyldug til að dreifa atkvæða- seðlum til fundarmanna ef tillaga hefði komið um skriflega atkvæða- greiðslu en slík tillaga kom ekki. „Það gerði enginn athugasemd við atkvæðagreiðsluna, talningar- menn voru skipaðir á fundinum og enginn gerði athugasemd við þá ið felldir á fundinum. „En það er þó mitt mat að þá hefði verkfallið orðið töluvert langt og útkoman hefði orðið ennþá meiri og stærri gengisfelling, með tilheyrandi af- leiðingum. Fjöldi frystihúsa var í þeim hugleiðingum að loka, t.d. munaði sáralitlu að öll Sambands- frystihúsin lokuðu, og raunar hafa sum þegar gert það. Önnur biðu eftir verkfalli svo þau þyrftu ekki að loka. Þetta skapaði mjög slæma stöðu í samningunum en hinsvegar er margt í Dagsbrúnarsamningun- um sem felur í sér lúmskar hækk- anir og þeir eru ekki allir þar sem þeir eru séðir við fyrstu yfirsýn." heldur. 1 atkvæðagreiðslunni voru taldir fyrst þeir sem voru með og engin athugasemd var gerð við það þegar talningarmenn komu með þá niðurstöðu inn til fundarstjóra. Það er síðan ekki fyrr en úrslit voru ljós, sem þeir, sem vildu fella samningana, gátu ekki sætt sig við þau úrslit. Það er því ekkert rangt sem gert er og enginn reng- ir neitt fyrr en eftir að úrslit eru birt. Það var var því erfitt fyrir okkur að standa öðruvísi að þessu og einnig erfítt að fara að lýsa atkvæðagreiðsluna ógilda eftir að niðurstaðan lá fyrir," sagði Þröst- —Þessi rök fluttir þú á fundinum en færð ekki betri undirtektir en raun ber vitni. Ert þú að missa tökin á Dagsbrún? „Fundurinn var ákaflega heitur og þá bíta rök oft illa. En ég myndi segja að í upphafí fundar hafí ver- ið mikill meirihluti á móti samning- unum. Ég held að ýmsir þeir sem voru ánægðir með samningana hafí ekki mætt en þeir sem voru óánægðir fjölmenntu. Og það er engin uppgjöf í mér vegna þessa fundar," sagði Guðmundur J. Guð- mundsson formaður Dagsbrúnar og Verkamannasambands Islands. Hann sagði ljóst að menn hefðu verið mismunandi sáttir við þessa samninga, eins og stjóm félgsins hefði raunar vitað. „En við treyst- um okkur ekki til að halda samn- ingunum áfram án þess að fá nið- urstöðu og ef þeir hefðu verið felld- ir hefðum við farið fram á verk- fallsheimild og boðað verkfall strax. En ég hef trú á að eitthvað af þessu hafí byggst á misskiln- ingi. Það gafst ekki nægilega góð- ur tfmi til að kynna þessa samn- inga áður, sérstaklega sérsamn- ingana og menn gerðu sér ekki grein fyrir hvað í þeim fólst fyrr en um seinan. Það hefur verið hringt hingað mikið í morgun og þá hefur komið í ljós að þeir sem voru hvað harðast á móti höfðu mis8kilið sum ákvæðin," sagði Þröstur ólafsson. Engin athugasemd gerð fyrr en úrslit lágu fyrir - segir Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri Dagsbrúnar ÞRÖSTUR Ólafsson framkvæmdastjóri Dagsbrúnar segir að enginn hafi gert athugasemd við atkvæðagreiðslu á félagsfundinum á mánu- dag þar sem atkvæði voru greidd um kjarasamninga Verkamannsam- bandsins við vinnuveitendur. Enginn hafi heldur gert athugasemd við þá talningarmenn sem voru skipaðir á fundinum eða aðferðina sem höfð var til að te^ja atkvæðin, fyrr en niðurstaða atkvæða- greiðslunnar varð ljós. ur. Samband íslenskra sveitarfélaga: RQdsstjórnin sparar ekkert -segir Sigurgeir Sigurðsson formaður Efnahagsáðstafanir ríkisstjóra- arinnar gera ráð fyrir að frestað verði fram til áramóta, fyrri áformum um breytta verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga. Með þeirri ráðstöfun er talið að ríkis- sjóður styrkist um 260 milljonir króna frá því sem gert er ráð fyrir í fjárlögum ársins 1988. Sig- urgeir Sigurðsson formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, segir að breytt verkaskipting haf i auk þess gert ráð fyrir 140 miUj- óna krónar framlagi til sveitarfé- laganna. Með þessari ráðstöfun dregur rikið til baka 400 milljóna króna framlag til sveitarfélag- anna, sem þau gerðu ráð fyrir við gerð fjárhagsáætlana í janúar og febrúar. „Ríkisstjómin sparar ekkert með þessari ráðstöfun," sagði Sigurgeri. „Þetta eru tvö ólík mál, breyting á verkaskiptingu og sú fjárhæð sem ríkið tekur úr jöfnunarsjóði sveitarfé- laga. Jöfnunarsjóðurinn hefur verið skertur síðan árið 1984 og sett á hann ákveðið hámark en i sjóðinn á að renna 8% af 20 söluskattstigum auk hlutdeildar í aðflutningsgjöldum. Sjóðurinn hefur því ekki að fullu notið góðs af þeirri þennslu sem ver- ið hefur í þjóðfélaginu." Sigurgeri sagði að skerðing jöfn- unarsjóðs á þessu ári hafi verið áætl- uð 520 milljónir króna og var gert ráð fyrir að ríkið bætti sveitarfélög- unum það að hálfu og greiddi til þeirra 260 millj. Fyrri hluti samnings um breytta verkaskiptingu, sem koma átti til framkvæmda var met- inn á um 230 millj. Sú fjárhæð lækk- aði við afgreiðslu fjárlaga á Alþingi og varð 140 millj. til þeirra verk- efna, sem sveitarfélögin áttu að taka yfir. Má þar nefna bygigngu dagvist- arheimila, félagsheimilasjóð, húsfrið- un, vatnsveitur og landshafnir. muljómr, sem ríkið ætlar að spara sér, sé tengt verkaskiptingunni eru hrein ósannindi," sagði Davíð. „Það sem um er að ræða, er að ríkið ætl- aði áður að leiðrétta skerðingu jöfn- unarsjóðs Sveitarfélaga að nokkru og skila að hluta því fé, sem ríkið hefur haft af sveitarfélögunum. Nú gerir ríkið það ekki. Það sem felst í þessari ákvörðun er að ríkð sker framkvæmdir sveitar- félagana niður um 260 milljónir, en eigin framkvæmdir aðeins um 300 Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga eru flestar afgreiddar í ianúar eins og lög gera ráð fyrir. I þeim var gert ráð fyrir breyttri verkaskiptingu og hærra framlagi til framkvæmda úr ríkissjóði. „Náttúrlega dregur verulega úr framkvæmdum hjá sveit- arfélögum við þessar aðgerðir," sagði milljónir. í framhaldi af þessu er síðan talað um að ræða við sveitarfé-1 lögin um sérstakan niðurskurð. Það er ekki boðlegt að kynna málið með þessum hætti og er ég mjög undr- andi á því að slíkt skuli vera gert. Flest sveitarfélög hafa þegar afgreitt sínar Qárhagsáætlun sem nú þarf að skera niður." Engar ákvarðanir hafa verið tekn- ar um niðurskurð framkvæmda hjá Reykajvíkurborg en ljóst er að til þeirra þarf að grípa. Framkvæmdafé til vegamála hefur verið skorið niður Sigurgeir. „Þótt 260 milljónir þyki ekki há upphæð hjá ríkinu þá er það mikið fé í okkar augum. Þessi að- gerð kippir fótunum undan stórum hluta þess, sem fyrirhugað var að framkvæma. Það er því búið að taka af okkur ómaki með að draga úr framkvæmdum." og sagði Davíð að engar upp lýsing- ar fengjust um hvað yrði um fyrir- hugaðra úrbætur í Reykjavík. „Framlag jöfiiunarsjóðs minnkar um 100 milljónir og einhvem veginn verðum við að skera niður til að mæta því. Ekki rekum við borgina á lánum eins og ríkið gerir hjá sér,“ sagði Davið. „Að ríkið sé að reyna að kenna sveitarfélögunum um þennslu er fyrir neðan allar hellur þegar ríkið ætlar sjálft að standa fyrir efnahagspólitík, sem leiðir af sér 10 milljarða króna viðskiptahalla sem §ármagnaður er með lántökum. Lántökum sem eru upphafið og end- irinn á þessari þennslu. Bygging veit- ingahúss á hitaveitugeymunum skiptir þar ekki nokkm máli hvað varðar þennslu í þjóðfélaginu. Sú framkvæmd kostar 100 milljónir á ári næstu þijú árin." Ríkið sker framkvæmdir sveitarfélaga niður um 260 milljónir en eigin um 300 - segir Davíð Oddsson borgarstjóri „ÞESSI framsetning efnahagsaðgerða ríkisstjómarinnar hvað sveitar- félögin varðar, nær ekki nokkurri átt,“ sagði Davið Oddsson borgar- stjóri, en efnahagsráðstafanimar gera ráð fyrir að fyrirhugaðri verka- skiptingu milli ríkis og sveitarfélaga verði frestað. Þá er þeim tilmæl- um beint til sveitarstjóma og annarra framkvæmdaaðila að dregið verði úr framkvæmdum. „Að halda því fram að þær 260 Herferð Grænfríðunga í Bretlandi gegn hvalveiðum Islendinga: Grípa til aðgerða gegn tveimur fyrirtælqum London, frá Valdimar Unnari Valdimarssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. GREENPEACE-samtökin í Bretlandi hafa ákveðið að grípa til aðgerða gagnvart tveimur fyrirtækjum sem lýst hafa yfir því að þau muni ekki hætta sölu íslensks fisks. Fyrirtæki þessi nefnast Tesco og Birds Eye og hefur Greenpeace skorað á breskan almenning að kaupa ekki fiskafurðir af þeim. Þessa dagana er verið að hrinda af stað mikilli herferð um allt Bretland gegn hvalveiðum tslendinga og miðar baráttan að þvi að hvetja almenn- ing til að hætta að kaupa íslenskan fisk. Hert barátta Greenpeace Sú ákvörðun Greenpeace að beita sér fyrir því að almenningur kaupi ekki fiskafurðir af Tesco og Birds Eye var eitt aðalfréttaefni bresku útvarpsstöðvanna í morgun. Isabel McCray, talsmaður Greenpeace, sagði í samtali við Morgunblaðið að vitað væri um eitt fyrirtæki sem fyr- ir víst hefði tekið ákvörðun um að hafa ekki íslenskan fisk á boðstólum svo lengi sem íslendingar stunda hvalveiðar. Hún sagði að fyrirtækið hefði sjálft óskað þess að nafn þess kæmi ekki fram fyrst um sinn að minnsta kosti. Að undanfömu hefur borið nokkuð á baráttu Greenpeace gegn hvalveið- um íslendinga. I Lundúnum hafa t.d. verið sett upp veggspjöld og öðru hveiju birtast í bresku dagblöðunum auglýsingar frá samtökunum í þessu skyni. Þannig birtist t.d. í hinu út- breidda blaði Independent í morgun auglýsing af þessu tagi á forsíðu. Þar er breskur almenningur m.a. beðinn um flárstuðning í baráttunni gegn hvalveiðum íslendinga sem fyrstir þjóða hafi farið í kringum al- þjóðlegt bann við hvalveiðum. í aug- lýsingunni segir að til að láta íslend- inga gjalda fyrir hvaladráp sitt standi Greenpeace nú fyrir herferð gegn kaupum á íslenskum fiski í Bretlandi. Isabel McCray hjá Greenpeace sagðist vita til þess að nokkur þeirra fyrirtælqa sem samtökin hefðu leitað til hefðu þegar snúið sér til fslenska sendiráðsins f Lundúnum, lýst áhyggjum vegna framvindu mála og komið til skila óskum um að íslend- ingar hætti hvalveiðum. Morgun- blaðið hafði samband við sendiráð íslands í Lundúnum og spurðist fyrir um hvort þessi ummæli væru á rökum reist. Tómas Karlsson varð fyrir svör- um og sagði að sendiráðinu hefði borist bréf frá einum slíkum aðila, verslunarkeðjunni Safeway. Það fyr- irtæki hefði einfaldlega spurst fýrir um hvort rétt væri að Islendingar væru að bijóta alþjóðalög með hval- veiðum sfnum. „í svari okkar röktum við gang þessa máls eins og hann hefur verið frá því Alþjóðahvalveiði- ráðið samþykkti bann við hvalveiðum í ágóðaskyni. Við greindum frá eðli þeirra hvalveiða sem nú eru stundað- ar við ísland, lögðum áherslu á að þetta væru vísindaveiðar til þess ætl- aðar fyrst og fremst að fylgjast með ástandi hvalastofna. Aðrar formlegar fyrirspumir hafa sendiráðinu hér í borg ekki borist vegna þessa rnáls," sagði Tómas Karlsson í íslenska sendiráðinu í Lundúnum. Tesco og Birds Eye Fyrirtæki þau sem Greenpeace hefur ákveðið að láta skríða til skar- ar gegn vegna sölu á íslenskum fisk- afurðum eru Tesco og Birds Eye. Hið fyrmefhda er verslunarkeðja sem hefur fjölmarga stórmarkaði á sfnum snærum vftt og breitt um Bretland. Birds Eye er hins vegar framleiðslu- fyrirtæki sem m.a. hefur viðamikla fiskréttaframleiðslu á sinni könnu. Bæði em fyrirtækin stór í sniðum og líklegast kunnug flestum Bretum sem á annað borð eru komnir til vits og ára. íslenskur fiskur skiptir engum sköpum fyrir Tesco eða Birds Eye, t.d. reiknast þeim hjá Birds Eye svo til að íslenskur fiskur nemi innan við 10 af hundraði fiskréttaframleiðslu fyrirtækisins. Lítil hlutdeild fslenska fisksins kemur þó ekki í veg fyrir að fyrirtæki þessi hafí vísað á bug kröf- um Greenpeace um að hætta fisk- kaupum af íslendingum. í báðum fyrirtækjum segjast menn halda í heiðri það sjónarmið að láta ekki ut- anaðkomandi aðila, pólitíska þrýsti- hópa eða aðra segja sér fyrir verkum. Theresa Collingrich, blaðafulltrúi Tesco, sagði í samtali við Morgun- blaðið að fyrirtæki sitt hefði fyrst og fremst í huga hagsmuni neytenda. „Það er stefna okkar að hafa ávallt bestu fáanlegu vöm á boðstólum. Hvort sú vara er komin frá íslandi i eða öðmm stað skiptir okkur ekki máli og við látum ekki segja okkur fyrir verkum varðandi innkaup okk- ar.“ Aðspurð hvort aðgerðir Greenpe- ace gagnvart fyrirtækinu kynnu að breyta þessari afstöðu sagði Theresa Collingrich að sér sýndist fátt benda til þess. Líkt og Tesco leggur Birds Eye áherslu á að hagsmunir neytenda verði að sitja í fyrirrúmi, fyrirtækið sé ekki skuldbundið neinum öðmm en viðskiptavinum sínum og allra síst utanaðkomandi þfystihópum á borð við Greenpeace. A þetta sjónarmið er lögð áhersla í yfirlýsingu sem Birds Eye hefur látið fara frá sér vegna sfðustu aðgerða Greenpeace. Linda Bell, blaðafulltrúi fyrirtækisins, vildi fáu bæta við þá yfirlýsingu en lagði þó áherslu á þá hættu sem stafaði af því ef pólitfskir þrýstihópar, hveiju nafni sem þeir neftiast, tækju sér það bessaleyfi að segja atvinnufyrirtækj- um fyrir verkum. Áhyggjur íslensku fisksölufyrirtækjanna Morgunblaðið leitaði álits fulitrúa fslensku fisksölufyrirtækjanna í Bret- landi, SH og SÍS, á sfðustu aðgerðum Greenpeace-samtakanna gegn ! fslenskum fiskafurðum. Sigurður Á. Sigurðsson hjá Sambandi fslenskra samvinnufélaga f Hull sagði að full ástæða væri til að taka alvarlega þessa sfðustu þróun mála. „Við feng- um f síðustu viku sent bréf fré Gre- enpeace þar sem þeir skomðu á okk- ur að leggja lið baráttunni gegn hval- veiðum, setja þrýsting á fslensk stjómvöld. Við höfum hins vegar rætt við þetta fólk og höfum kannski í sjálfu sér lftið við það að tala. Þó verður það að segjast alveg eins og er að þetta uppistand núna, hótanir þeirra gagnvart breskum fyrirtælq'- um sem versla með fslenskan fisk og auglýsingaherferð f breskum flölmiðl- um, kallar á ákveðin viðbrögð af hálfu íslendinga. Ég hef raunar verið að reyna að ná sambandi við Ólaf Egilsson sendiherra til að ráðgast við hann í hveiju slík viðbrögð ættu að felast. Alla vega er full ástæða fyrir okkur til að vera vel á verði. Næsta fímmtudag verður til dæmis sýndur hjá BBC sjónvarpsþáttur sem fjallar um hvalveiðar íslendinga og verður fróðlegt að sjá hvemig þar verður tekið á málunum. Aðstoðarsjávarút- vegsráðherra Breta, John Gummer, mun þar leggja eitthvað til málanna og yrði það auðvitað hnekkir íslend- ingum ef maður f slíkri stöðu tæki hvalveiðar þeirra í gegn.“ Hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna í Grimsby varð Jón Jóhannesson fyrir svömm. Líkt og Sigurður Á. Sigurðsson hjá Sambandinu lét hann i ljós þá skoðun að fyllsta ástæða væri til að hafa áhyggjur af stór- hertri baráttu Greenpeace-samtak- anna gegn fslenskum fískafurðum. „Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hef- ur raunar þegar komið slfkum áhyggjum á framfæri á íslandi og þetta nýja upphlaup Greenpeace verður auðvitað ekki til að bæta úr skák. Við vitum að samtökin hafa undanfarið verið að róa í verslunar- fyrirtækjum sem hafa haft íslenskan fisk á boðstólum og sum þessara fyr- irtækja hafa leitað almennra upplýs- inga hjá okkur um hvalamálin, t.d. spurst fyrir um hvort við þjá SH höfum eitthvað með hvalaafuiðir að gera. Og svo koma þessar aðgerðir Greenpeace gegn Tesco og Birds Eye. Þótt við höfum í sjálfu sér eng- in óskapleg viðskipti við þau fyrir- tæki er þetta nú ekki beint skemmti- legasta andrúmsloftið til að selja fslenskan fisk í,“ sagði Jón Jóhannes- son hjá Sölumiðstöð hraðfrystihú- sanna í Grimsby.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.