Morgunblaðið - 02.03.1988, Page 57

Morgunblaðið - 02.03.1988, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988 57 PáU Gústafsson, framkvæmdarstjóri með laxeldinu og slátrun- inni hjá ÍSNO, og Eyjólfur Marteinsson, skoða fisk úr laxeldinu í Klettsvik. Morgunblaðið/Sigurgeir Sprettharður og spriklandi lax, spordaköst og gfusugangur viÖ kvíar ÍSNO í Klettsvík í Vestmanna- eyjum. Met vaxtarhraði á laxaseiðum í Eyjum Stefnt aö því að slátra tíu tonnum af laxi á viku í mynni innsiglingarinnar í Vestmannaeyjahöfn, hafa verið síðan í fyrravor 12 flotkvíar, þar sem ræktaður er lax til manneldis. Og þarna má dag- lega sjá menn siglandi með hlaða af fóðurpokum á leiðinni í fiskabúrin. Þar er laxinum gefið að éta ekki ólíkt því sem gerist þegar fólk í heimahúsum gefur skrautfiskunum sínum. Munurinn er þó sá að á meðan skrautfiskarnir fá nokkur kom í matinn á dag fara þeir laxeld- ismenn með hundrað og þús- undir kílóa af fóðri á dag. Laxa- rækt þessi er í eigu ÍSNO, en það fyrirtæki á norska fyrir- tækið MOWI að 49 hundraðs- hlutum á móti innlendum eig- endum sem meðal annars era, ísfélag Vestmannaeyja, Norð- urtanginn á ísafirði, Kristinn í Björgun, Eyjólfur Konráð Jóns- son og fleiri. Sláturtíð Nú stendur yfir sláturtíð hjá ÍSNO. Seiðin sem sett voru í búr- in í fyrravor eru nú orðin að væn- um laxi. Slátrunin gengur þannig fyrir sig að laxinn er háfaður beint úr úr búrinu og settur í ker sem í er vatn og kolsýra sem deyf- ir laxinn. Hann er síðan blóðgaður og fluttur í land. Hjá ísfélaginu er tekið á móti laxinum þar sem farið er innan í hann og hann snyrtur. Laxinn er síðan flokkaður og honum pakk- í laxi á vetrarvertíð, hálf ótrúlegt en samt satt, og ekki er ann- að að sjá en stelpunum lítist vel á laxinn. Gert að laxinum hjá ísfélaginu i Eyjum. I^xinn kominn að bryggju. að, 8-10 stykki, í frauðplastkassa og ísað yfir. Undir laxinn er sett svokölluð „bleyja" sem tekur við vatninu sem rennur úr fiski og ís. Á þessu má sjá að mikið er við haft endá markaðurinn kröfu- harður og samkeppnin mikil. Met vaxtarhraði Til að leita nánari frétta var rætt við Erlend Bogason, nema í fískeldi og sjávarútvegsfræðum í Tromsö, en hann er einn af fjórum föstum starfsmönnum hjá ÍSNO í Eyjum. Sagði Erlendur að nú væru í búrunum um 100 tonn af laxi í sláturstærð, en auk þess væru í búrunum um 90.000 seiði sem væru 650-1.150 grömm að þyngd. Laxinn, sem nú hefur verið slátr- að, fór til Boston í Bandaríkjunum og fengust um 10 dalir fyrir kíló- ið. Verðið hefur þó farið lækkandi upp á síðkastið vegna mikils fram- boðs, einkum frá Noregi. Laxinum er slátrað á miðvikudögum og fimmtudögum, hann sendur til Reykjavíkur með Heijólfí á föstu- dögum og flogið með hann út um helgar. Laxinn er því tilbúinn á matborðið í Bandaríkjunum á mánudögum. Erlendur sagði að í vor ætti að bæta við 12 búrum og síðar 10. í fullri stærð ættu búrin að rúma um 250.000 fiska eða allt að 500 tonnum. Hugmyndin væri sú að hægt væri að slátra árið um hring. Síðastliðið vor voru 60-70 gramma laxaseiði sett í búrin og eru þessi seiði nú tilbúin til slátr- unar. Erlendur sagði að þetta væri met vaxtarhraði, allt að helmingi styttri en annarstaðar á landinu og jafnvel enn meiri en best gerðist í Noregi. Ástæðan fyrir þessum mikla vaxtarhraða væri sjávarhitinn við Eyjar. Hitinn væri nú um 6 gráður en færi upp í rúmlega 12 gráður yfír sumait- ímann. Hann sagði því nokkuð bjart vera framundan hjá ÍSNO en þó mun framboð annarra þjóða ráða miklu hversu mikið fæst fyr- ir framleiðsluna. Að lokum sagði Erlendur, að helstu vandræðin hjá þeim þessa stundina væri sá að þá vantaði fólk í vinnu við hreinsun og pökk- un. — Bjarai Hveragerði: Foreldrar önnuðust kennsluna Hveragferði. í Gagnfræðaskóla Hveragerðis vora kennsluhættir með all- óvenjulegu sniði þann 23. febrúar sl. Foreldrar skólabarnanna tóku að sér kennsluna i forföllum kennaranna sem höfðu farið í kynnisför til Akranesbæjar. Má segja að kennslan hafí verið flölþætt og spannaði yfir mörg svið sem ekki eru til umfjöllunar dag- lega. Skiptu foreldramir með sér verkum og miðluðu af reynslu sinni. Fyrst var farið með nemendur í fyrirtæki í bænum, Gróðrarstöðina Snæfell og Gúmmísteypu Karls Sig- urðssonar í Austurmörk 11, og starf- semi þeirra könnuð. Snyrtifræðingur kom frá Reykjavík og hafði sýninámskeið í húðhreinsun og fleiru, kennd var skyndihjálp, fram fór kynning um Grænland, um skiptinema, sýnd mynd frá fsrael, sýnd fræðslumynd um einelti og unnin verkefni út frá henni, póst- og bankastarfsemi var kynnt, hitaveita Hveragerðis var kynnt bæði bóklega og áþreifanlega, þá fór fram fræðsla um sjúkdóminri sykursýki, stærðfræðin var tekin til meðferðar, einnig var föndurkennsla og margt fleira. Foreldrar bökuðu vöfflur og hit- uðu súkkulaði og veittu öllum leið- beinendum, sem voru milli 30 og 40, og nemendunum, 130 að tölu. Aðspurðir sögðu foreldramir að félagslífið í skólanum hefði verið gott í vetur. Mætti t.d. nefna þtjár kvöldvökur sem nemendur, kennarar og foreldrar önnuðust í sameiningu og haldnar vom á Hótel Örk. Undir- búningur er hafinn að leiksýningu 9. bekkjar, sem sýnd verður á árs- hátíð skólans sem haldin verður í Hótel Ljósbrá í marsmánuði. Famar hafa verið leikhúsferðir og fyrirhuguð er skíðaferð. Sem sagt — alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast í Gagnfiæðaskóla Hvera- gerðis. - Sigrún Morgunblaðið/Sigrún Sigfusdóttir Hluti þess hóps sem sá um kennslu i forföllum kennara sem höfðu farið i kynnisför til Akraness.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.