Morgunblaðið - 02.03.1988, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 02.03.1988, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988 59 vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og hlaut hún ágætar undirtektir fræði- manna. Hins vegar vann Gísli sem ráðunautur á sviði ríkisijármála í umboði Sjóðsins einkum í þriðja heiminum. Af öllu þessu hafði Gísli öðlast óvenjulega reynslu og þekk- ingu á þessu sviði, sem hefði getað orðið Islendingum mikils virði, ef honum hefði enzt aldur til að koma aftur til starfa hér heima. Gísli Blöndal var kvæntur Ragn- heiði Jónsdóttur Blöndal, og áttu þau tvo syni. Studd: hún mann sinn í blíðu og stríðu og bjó honum gott heimili bæði hér heima og á er- lendri grund, en Gísli var maður tryggljmdur og heimakær. Votta ég Ragnheiði og sonum innilega hluttekningu mína og konu minnar. Allir samstarfsmenn Gísla Blön- dals munu minnast hans fyrir óvenjulega hæfíleika og þekkingu á starfssviði sínu og hinar miklu kröfur, sem hann gerði bæði til sín og annarra um vandvirkni og heil- indi í starfí. Eins og fleiri úr Blön- dalsætt var Gísli margslunginn per- sónuleiki, stórlyndur og viðkvæmur, alvörumaður hinn mesti, en þó allra manna glaðastur, þegar vel lá á honum. Því mun minningu hans lengi verða á loft haldið. Jóhannes Nordal Við andlát Gísla Blöndal er fall- inn frá merkur atgervismaður langt fyrir aldur fram. Mér er það minnis- stætt, hvemig fundum okkar bar saman í fyrsta sinn, en það var sumarið 1965, þegar hann hafði nýlokið doktorsprófí frá London School of Economics og var kominn til starfa hjá Seðlabanka Islands. Eg fór að leita ráða hjá honum, þar sem ég var þá á leið til framhalds- náms við þann sama skóla. Mér fannst til um það hversu vel hann bjó í húsi bankans við Austur- stræti, því hann tók á móti mér i virðulegri skrifstofu í homi hússins, sem var búin leðurhúsgögnum og prýdd málverkum virtra málara. Hann var reyndar fljótur til að segja mér, að þama væri hann aðeins um stundarsakir í skrifstofu, þar sem setið hefði Vilhjálmur Þór, og biði eftir nýjum bankastjóra. Hvað sem þessu leið hæfði þetta virðulega umhverfí Gísla vel, og ég sé hann fyrir mér með gleraugu í dökkri umgjörð og dálítið sposkan á svip, þar sem hann sat við skrifborð bankastjórans og gaf mér góð ráð um London School of Economics. Við Gísli urðum síðar samferða langa leið í störfum. Hann tók við starfí hagsýslustjóra á árinu 1967 og var jafnframt í stjóm Efnahags- stofnunar svo lengi sem hún starf- aði. Eg var starfsmaður við Efna- hagsstofnun á þessum ámm og kynntist Gísla vel, bæði sem áhuga- sömum og tillögugóðum stjómar- manni og í samstarfí milli Efna- hagsstofnunar og Fjárlaga- og hag- sýslustofnunar, sem hann veitti for- stöðu. í þessum störfum sem öðmm sameinaði Gísli nákvæmni fræði- mannsins og skilning á því að skila þurfti verki eftir stundaskrá og kröfum stjómsýslunnar. Nærri má geta að oft hefur mætt á Gísla í fj'árlagagerðinni, en það er til marks um vönduð vinnubrögð hans, að hann átti jafngóð skipti við menn af öllum flokkum á þingi og lenti aldrei í pólitískum deilum. Gísli gegndi hinni vandasömu og erfíðu stöðu hagsýslustjóra með miklum ágætum í 11 ár samfleytt, eða þar til hann tók við starfí sem varafull- trúi Norðurlanda í stjóm Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins í Washington haustið 1978, en því starfí gegndi hann til vors 1981. Hann tók þá aftur við stöðu hagsýslustjóra til hausts 1981, en réðst þá til ráðgjaf- arsfcarfa í fjármáladeild Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins í Washington. Atvikin höguðu því svo að við Gísli urðum samtíða í Washington á árunum 1980 til 1983. Við vomm daglegir samstarfsmenn á skrif- stofu Norðurlanda við sjóðinn vet- urinn 1980—1981. Ég varð þess fljótt var, hversu mikils álits Gísli naut í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem sérfræðingur í ríkisfjármálum og sem hagfræðingur yfírleitt. í stjóm Alþjóðagjaldeyrissjóðsins bám ræður hans og tillögur vitni um skarpskyggni og raunsæi. Á hann var hlustað. Hann var jafn skyldurækinn og vandvirkur í sínum störfum þar eins og hann hafði verið hér heima. En Gísli var ekki aðeins mikill starfsmaður, hann var líka góður félagi, gaman- samur og fyndinn, og lumaði oft á spaugsömum kveðskap úr Skaga- fírði, ef svo bar undir. Ég varð þess fljótt var eftir að ég kom til Washington, að Gísli hafði hug á að starfa þar lengur en nam embættistíma hans á vegum Norðurlanda. Kom þar vafalaust margt til, meðal annars hafði hann fengið sig fullsaddan af erilsömu fjárlagagerðarstarfí heima á íslandi og svo hitt að þar vestra átti hann þess frekar kost að fást við fræði- störf öðmm þræði, en til þeirra hneigðist hugur hans jafnan. Þetta varð svo reyndin. í störfum sínum í fjármáladeild Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins vann hann jafnt að ráðgjaf- ar- og rannsóknarstörfum og skrif- aði ýmsar ritgerðir um þróun og stjóm íjármála. Gísli undi hag sínum vel í Washington og naut álits samstarfsmanna sinna þar sem hér. Hann var þar góður fulltrúi íslands. Mér og öðrum kunningjum hans fannst hann reyndar ánægð- ari með hverju ári sem leið. Þeim mun hastarlegri var fréttin um skyndilegt andlát hans. Hann hafði vissulega komið miklu í verk en átti líka svo margt óunnið. Þessar fáu línur eiga ekki að vera annað en kveðja frá gömlum starfsbróður. Okkur starfsbræðmm hans mun þykja skarð í hópinn eft- ir hann. Ég sendi konu hans, Ragn- heiði, og sonunum Sveinbimi og Jóni, innilegar samúðarkveðjur. Jón Sigurðsson Þann 19. þessa mánaðar lést í Washington í Bandaríkjunum Gísli Blöndal, fyrrverandi hagsýslustjóri. Hann var Skagfirðingur, fæddur á Sauðárkióki 22. mars 1935 og var því tæplega fímmtíu og þriggja ára að aldri er hann féll frá. Gísli nam hagfræði, fyrst við Háskóla íslands og síðan við hag- fræðiskólann í London, hvaðan hann lauk námi með doktorsritgerð um þróun og vöxt opinberra út- gjalda á ísiandi. Hann var skipaður hagsýslustjóri ríkisins árið 1967 og gegpidi því starfí óslitíð til ársins 1978, er hann tók við starfí hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Wash- ington. Ég efa ekki, að Gísla verður lengi minnst af fjölmörgum starfsmönn- um ríkisins, sem með honum störf- uðu meðan hann gegndi starfí hag- sýslustjóra. Hann var hollráður ráð- hermm sem hann starfaði með og rækti starf sitt sem fjárgæslumaður ríkisins af fylgni en skilningi á málefnum hvers tíma. Sumum, sem svömðu til ábyrgðar fyrir ríkis- stofnanir, Jjótti hann harður í hom að taka. Ég fullyrði, að Gísla var umhugað að leggja mönnum og góðum málefnum lið, einkum þar sem fáir eða engir vom til liðveislu. Allir skilja að það er þó á engan hátt auðvelt að halda aftur af út- gjöldum ríkissjóðs og ljá öllum málum lið, hversu brýn sem þau annars kunna að vera. Eitt veigamikið framlag Gísla til umfjöllunar um opinber fjármál á íslandi var starf hans ásamt, meðal annarra, fyrrverandi ríkisbókara að bættri framsetningu og greiningu ríkisfjármála. Þau em snar þáttur í efnahag landsmanna og því er brýnt að skilningur stjómvalda á öllu er að þeim lýtur sé ávallt sem mestur og bestur. Gísli valdist til að gegna starfi varafulltrúa Norðurlanda í stjóm Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á ámnum 1978 til 1981. Þar rækti hann starf sitt af stakri prýði. Hann var hvorki þar né annars staðar þekktur fyrir skrúðmælgi, heldur fyrir að vera gagnorður og með skýran skilning á því málefni sem við var fengist. Undir árslok 1981 réðst Gísli sem starfsmaður við þá deild Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins þar sem sérstak- lega er Qallað um opinber Qármál. Það var vel við hæfi, bæði vegna reynslu hans af samspili opinberra ijármála og stjómmála og einnig hins að sá þáttur hagfræðinnar var honum einkar hugleikinn. Meðan Gísli starfaði við Alþjóðagjaldeyris- sjóðoinn ritaði hann bók um efna- hagsstjómun í minni iðnríkjum auk fjölmargra fræðigreina um hag- fræðilegt efni, sem em ágætt'fram- lag til þekkingar og skilnings á efnahagsmálum. Auk ritstarfa heimsótti Gísli fjar- læg lönd og ráðlagði stjómvöldum um ýmsa þætti efnahagsmála. í þeim erindagjörðum hefur hann á undanfömum ámm heimsótt lönd eins og Salomonseyjar, Fijieyjar og ýmsar aðrar eyjar í Kyrrahafínu auk ríkja í Karabíska hafínu. Þá starfaði hann einnig í öðmm heims- hlutum, svo sem í Asíu- og Afríku- ríkjum. Störf Gísla hjá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum em ágætlega metin af starfsfélögum hans og bera verk- efnin þess órækt vitni. Fráfall hins hægláta, trygga félaga kom öllum algjörlega í opna skjöldu og hans er sárt saknað og vel minnst. Leiðir okkar Gísla heitins lágu saman 1976 þegar ég kom frá skólaborði og hóf starf undir hans stjóm. Saman störfuðum við í fjár- laga- og hagsýslustofnun um tveggja ára skeið. Sá tími dugði til að tengja okkur traustum vináttu- böndum, ekki vegna þess að við væmm ávallt sammála um málefn- in, miklu fremur hið gagnstæða. Upphaflega var það þó líklega virð- ing okkar á bresku þjóðlífí og menn- ingu sem tengdi okkur. Báðir höfð- um við dvalið í Englandi um nokk- urt skeið við nám og undir leiðsögn sömu kennara. Kröfur breskra há- skóla til nemenda um gagnrýna hugsun og rökrétta ályktun líkaði honum einkar vel. Því merki hefur Gísli ávallt haldið á lofti. Samskipti og vinátta okkar og íjölskyldna okkar efldist þegar leið- ir okkar lágu að nýju saman hér í Washington. Á fyrstu vikum í nýju starfi reyndist mér ómetanlegt að geta leitað til og ráðgast við minn ágæta vin um ijölmörg málefni sem hann kunni skil á. Önnur atriði en þau er lúta að starfínu vefjast líka stundum fyrir fólki í nýju landi. Hér, ekki síður en í hinu daglega starfí, var Gísli og fjölskylda hans ávallt boðin og búin til aðstoðar. Fregnin um að Gísli hefði látist skyndilega á leið til vinnu föstudag- inn 19. febrúar kom sem reiðarslag. Við örlög sérhvers manns fæst ekki ráðið en fráfall hans er mér og öll- um sem til hans þekktu mikill miss- ir, en umfram allt Qölskyldu hans, að sjá að baki svo ágætum félaga og vini langt um aldur fram. Við, Hildur og böm, vottum Ragnheiði, Sveinbimi, Jóni Ragnari og öðmm ættingjum Gísla okkar dýpstu hluttekningu. Magnús Pétursson Við fráfall dr. Gísla Blöndals er stórt skarð höggvið í hóp íslenskra sagnfræðinga. Hann stóð þar í fremstu röð sakir menntunar sinnar, yfirgripsmikillar þekkingar á efnahagsmálum og langrar reynslu af embættisstörfum hér á landi og við Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn í Washington D.C. Gísli lauk doktorsprófi í hagfræði árið 1965 frá hagfræðiháskóla Lundúna, Lon- don School of Economics, og hafði ríkisfjármál að sérsviði. Hann var hagsýslustjóri í rúman áratug á ámnum 1967 til 1978, en þá hvarf hann vestur um haf til að gegna stöðu varafulltrúa Norðurlanda í stjóm Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Frá árinu 1981 gekk hann til liðs við sjóðinn og gerðist einn af helstu sérfræðingum stofnunarinnar í ríkisfjármálum. Af sjálfu leiddi að Gísla vom falin ábyrgðarmikil trúnaðarstörf í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Á veg- um sjóðsins ritaði hann mikið um sérsvið sitt og sumarið 1986 gaf sjóðurinn út bók Gísla, Fiscal Policy in the Smaller Industrial Countries 1972—82, eða Fjármálastefna smærri iðnríkja 1972—82. Megin- hluti þessarar bókar geymir grein- ingu Gísla á fjármálastefnu þrettán hinna smærri iðnríkja á tímabilinu sem um ræðir. Hlaut bókin góðar viðtökur meðal þeirra sem við þessi mál fást. Gísli ferðaðist mikið á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og var orðinn kunnugur í ýmsum heims- homum sem flestir íslendingar koma aldrei til. í fómm mínum geymi ég t.d. póstkort frá Gísla stöddum á Salómonseyjum í Kyrra- hafí og á leið til Ástralíu. Fundum okkar Gísla bar fyrst saman er ég kom til starfa við Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn sumarið 1985. Sýndi hann mér mikla vin- semd og reyndist góður félagi þau tvö ár sem ég starfaði í sjóðnum. Með okkur tókust þegar góð kynni þó tveggja áratuga aldursmunur væri með okkur. í samskiptum okk- ar skapaðist fljótt sú venja að hitt- ast yfir hádegisverði, yfirleitt ekki sjaldnar en vikulega og stundum oftar. Hádegisfundir þessir vom mér ávallt tilhlökkunarefni. Gísli var glaðvær og jafnan hress í bragði. Þannig deildum við geði oft og iðulega og spjölluðum margt. Við áttum sameiginleg áhugamál og hann kunni frá mörgu að segja. Gísli var raunsær á menn og mál- efni, afar glöggur og skildi kjama hvers máls. Það var aldrei dauflegt í félagsskap Gísla Blöndals. Mér segir svo hugur, að árin í Washington hafí verið einhver þau bestu í ævi Gísla. Þar starfaði hann við góð skilyrði að þeim verkefnum sem hugur hans stóð til. Loftslag borgarinnar og veðurfar áttu vel við hann. Gísli leit með tilhlökkun til framtíðarinnar og var farinn að hyggja að því hvemig tímanum yrði best varið þegar hann kæmist á eftirlaun frá sjóðnum innan fárra ára. Gísli var gæfumaður i einkalífi. Eiginkona hans, Ragnheiður Jóns- dóttir, bjó þeim fallegt og menning- arlegt heimili. Synir þeirra hjóna em bráðefnilegir menn sem hann er stoltur af. Sveinbjöm lauk dokt- orsprófí við Cambridge-háskóla 27 ára gamall og starfar við Efna- hags- og framfarastofnunina . í París. Jón Ragnar stundar nám við George Washington-háskólann í Washington D.C. Það er sjónarsviptir og eftirsjá að slíkum manni sem Gísli var. Tómlegt verður að koma til Wash- ington og hitta ekki Gísla Blöndal. Við Dögg sendum ijölskyldu Gísla innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Gísla Blön- dals. Ólafur ísleifsson Föstudaginn 19. febrúar varð Gísli Blöndal bráðkvaddur er hann var á leið til vinnu sinnar í Wash- ington. Útför hans fer fram í dag frá Fossvogskirkju. Gísli fæddist á Sauðárkróki 22. mars 1935. For- eldrar hans, sem báðir em látnir, vom Láms Þórarinn Blöndal, kaup- maður á Sauðárkróki og síðar í Reykjavík og kona hans, Sigríður Þorleifsdóttir Blöndal. Gísli lauk stúdentsprófi 1955 frá Menntaskól- anum í Reykjavík og kandidatsprófi í viðskiptafræðum 1959 frá Há- skóla íslands. Þá stundaði Gísli nám við London School of Economics og hlaut þar doktorsgráðu (PhD) í þjóðhagsfræði á árinu 1965. Gísli var starfsmaður í hagfræðideild Seðlabanka íslands áður en hann fór utan til náms í Englandi og starfaði þar einnig með náminu og að því loknu eða þar til hann var skipaður hagsýslustjóri ríkisins í júlí 1967 en því starfi gegndi Gísli þar til að hann tók við stárfi vara- fulltrúa Norðurlanda í stjóm Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins í Washing- ton í nóvember 1978. Að skipun- artíma loknum hjá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum tók Gísli aftur við starfi hagsýslustjóra í apríl 1981 og gegndi því þar til hann sagði því lausu og réðst aftur til starfa hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í nóv- ember 1981. Þar starfaði Gísli til dánardags. Gísli kvæntist 18. október 1958 Ragnheiði Jónsdóttur. Foreldrar hennar vom Jón Magnússon skáld í Reykjavík og Guðrún Stefáns- dóttir. Ragnheiður reyndist Gísla góður lífsfömnautur. Gísli og Ragn- heiður eignuðust tvo syni. Svein- bjöm hefur lokið BA-prófí í sagn- fræði frá Háskóla íslands og dokt- orsgráðu í hagfræði frá Cambridge, en hann starfar nú hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) í París. Jón Ragnar stundar háskóla- nám í Washington. Kynni okkar Gísla hófust þegar hann var ráðinn hagsýslustjóri ríkisins á árinu 1967 og hófst þá 10 ára gott og náið samstarf. Þeg- ar Gísli tók við stjóm fjárlaga- og hagsýslustofnunar, í daglegu tali venjulega kölluð „hagsýslan", fór hann í starf sem stofnað hafði ver- ið til rúmlega ári áður og hafði Jón Sigurðsson, sem nú er forstjóri ís- lenska jámblendifélagsins, gegnt starfínu fyrsta árið. Gísli hóf störf eins og áður segir í júlímánuði þeg- ar annatími vegna fjárlagagerðar fyrir árið 1968 stóð sem hæst en því til viðbótar var fjárlagafrum- varpið unnið í samræmi við nýsam- þykkt lög um ríkisreikning og fjár- lagagerð, sem hafði í för með sér gerbyltingu á formi og framsetn- ingu fjárlagafrumvarpsins. Það var erfítt að hefja störf við þessar að- stæður en okkur samstarfsmönnum Gísla varð fljótlega ljóst hvem mann hann hafði að geyma. Hann var fljótur að ná tökum á þeim verkefnum sem glíma þurfti við og sýndi þann dugnað og góðu gáfur sem hann hafði til að bera. Gísli vann störf sín af mikilli vandvirkni og gerði sömu kröfur til undirmanna sinna. Hann gat verið harður af sér í samskiptum við aðra, sérstaklega ef honum þótti rang- lega eða óheiðarlega að málum staðið. Gísli var mikill húmoristi og gat verið háðskur ef hann vildi það við hafa en hann beitti þó ekki þeim eiginleika sínum nema honum þætti menn hafa til þess unnið. Mönnum lærðist fljótt að ekki dygði að koma fram við Gísla með yfirgangi heldur hentaði betur að reka sín mál við hann á heiðarlegan og drengilegan hátt. Gísli ávann sér verðskuldaða virðingu samstarfsmanna sinna og annarra, sem hann átti samskipti við en þeir voru fjölmargir. Auk flárlagagerðar stjómaði Gísli ýms- um endurbótum í ríkiskerfínu, sem heyrðu undir hagsýsluna. Gísli vann mikið með fjárveitinganefnd Al- þingis og er mér það kunnugt að hann var mikið metinn og virtur af þeim þingmönnum, sem sátu í nefndinni á þessum árum. Segja má að aldrei hafí fallið skuggi á samstarf okkar Gísla. Mikið álag fylgdi störfum við fjárlagagerðina og ekki þýddi að fara í orlof að sumarlagi. Ofan á þetta bættist að Gísli var þá oft mjög illa haldinn af gigt og þurfti að beita sig hörðu svo að hann gæti lokið verkefnum sínum á tilsettum tíma. Gísli náði ekki háum aldri en á þó að baki gott lífsstarf. Eiginkonu og sonum sendi ég einlægar samúð- arkveðjur frá mér, fjölskyldu minni og gömlum starfsfélögum okkar Gísla. Minning um góðan dreng mun lifa. Orn Marinósson + Okkar innilegustu þakkir fyrir veitta samúð og hlýhug við andlát eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og stjúpa, EIRÍKS KÚLD SIGURÐSSONAR. Margrót Geirsdóttir, Eygló Kúld Eiríksdóttir, Margeir Kúld Eiriksson, Kristfn Eirfksdóttir, Helgi Eirfksson, Elín Eiríksdóttir, Sigurður Eirfksson, Dagmar Inga Kristjánsdóttír, Hjörtur Eiríksson, Kristjana Gunnarsdóttir, Þórður Ásmundsson, Guðleif Kristjánsdóttir, Gfsli Kristjánsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.