Morgunblaðið - 02.03.1988, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988
61
í fullvissu þess, að fomvinur Ein-
varðar frænda míns muni gera ýtar-
lega grein fyrir æviferli hans, lang-
ar mig að láta þessarar línur fljóta
með. Þetta verða því ekki fullmótuð
eftirmæli, heldur sundurleitar hug-
leiðingar um manninn Einvarð Hall-
varðsson, uppruna hans, umhverfi,
skaphöfn og atgervi, svo sem mér
hefur komið fyrir sjónir á langri
samleið. Hér verða engar harmatöl-
ur raktar. Einvarður féll frá í fyll-
ingu tímans að liðinni langri, at-
höfnum fylltri ævi í þjónustu lands
og þjóðar og fjölþættu félagsmála-
starfí og frá mannvænlegu skyldu-
liði, sem fyllir forystusveit. Hugur
og hönd voru á besta máta virk
fram undir hið síðasta. Hann var
því gæfumaður að klassískri skil-
greiningu fomri.
Með Einvarði er hniginn í valinn
hinn síðasti þeirra Hallvarðssona,
sem fæddir voru í Skutulsey undan
Mýmm við upphaf aldarinnar, en
uppaldir frá unglingsámm á Fá-
skrúðarbakka á Snæfellsnesi og oft
síðan kenndir við þann bæ. Aður
vom famir Jón og Jónatan fyrir
nærfellt tveimur áratugum og svo
Siguijón á síðastliðnu hausti. Tvö
systkinanna vom áður dáin, en eft-
ir lifa þijú hin yngstu. Í eftirmælum
eftir Siguijón greindi ég nokkuð frá
ætt og óðulum þessa fólks (Mbl.
6. nóv. ’87). Mun það ekki endur-
tekið svo skömmu síðar. Einvarður
hafði þó þá sérstöðu að geyma nafn-
erfðar Skutulseyjamanna öðmm
fremur. Með henni virðist hann og
hafa þegið kynfestu þeirrar ættar
í ríkum mæli. Honum svipaði sterk-
lega til föður síns eftir myndum að
dæma, og um báða getur átt við
sú lýsing, sem bókfest hefur verið
um afa Einvarðar og nafna, að
hann var „hörkukarl og fjandanum
dugmeiri, og svo ráðvandur og orð-
heldinn, að það var í minnum haft
og er enn“. Með þetta veganesti
var að vonum, að Einvarði yrði fal-
in úthlutun torfenginna gæða og
gæsla veigamikilla hagsmuna.
Einvarður mun snemma hafa
verið þróttmikill og kjarkaður. Til
marks um það er lítil saga frá náms-
ámnum um tvítugt. Hann var þá
að sumarlagi við skólabyggingu í
Borgarfirði. Bar þá svo til, að mann-
ýgur tarfur á staðnum stangaði
niður pilt og bar sig til að verka
hann frekar. Til þess gafst honum
þó ekki tóm, þar sem Einvarður
sveif á hann og sneri niður á hom-
unum. Piltur sá varð síðar bam-
margur og mun hafa þakkað Ein-
varði líf sitt og þeirrar fjölskyldu
allrar. Útlit er talið skipta minna
máli, en heyrt hef ég Einvarði lýst
sem karlmannlegustum manni fyrir
mikilúðugt svipmót og framgöngu,
sem þróttmikill hljómur nafnsins
undirstrikaði.
Þróttmikið æskufólk tendraðist
hugsjónaljóma aldamótakynslóðar
og ungmennafélagshreyfíngar á
morgni þjóðfrelsis við vaxandi ár-
gæsku til lands og sjávar. Þannig
fór og Einvarði, að hann tendraðist
brennandi trú á þjóðlega framsókn,
bæði með litlum staf og stómm.
Með honum var sú trú þó ætíð
tempmð raunsæum skilningi á þörf-
um og vandamálum atvinnuveg-
anna, er efldist skjótt af starfs-
reynslu hans. Stjómmálaafskipti
hans náðu aldrei lagt, enda mjög á
brattann að sækja fyrir hans flokk
á mölinni. Gmnar mig þó, að meiru
ið hug hans svo, að ekki hafí verið
rúm fyrir stjómmálabaráttu, en svo
er heilsteyptum mönnum gjarnan
farið. Allt um það var honum skjótt
skipað í þá forystusveit, sem leitaði
efnahagsúrræða þeirra tíma. Mat
okkar á manninum fer í engu eftir
hinni pólitísku togstreitu um þessi
mál á þeim tíma, né skoðunum
okkar á gildi þessara úrræða nú,
heldur eftir hinu, hvaða mannkostir
vom lagðir í starfíð og hve vel var
með því byggt undir framtíðina.
Sem aðalstjómandi gjaldeyris- og
innflutningsnefndar í heilan áratug
1932—42 lagði Einvarður mjög
mikilvægan gmnn undir eftirlit,
yfírsýn og skýrslugerð þessa mála-
flokks og fylgdi því eftir í næsta
starfí sínu sem forstöðumaður
gjaldeyriseftirlitsins, sem þá var við
Landsbankann, en fluttist yfír í
Seðlabankann við skiptinguna
þeirra í milli. Hart var deilt um
meginreglur úthlutunar samanber
það, þegar Einvarður var kallaður
fárveikur á fund, svo að málstaður
hans yrði ekki borinn atkvæðum.
en þótt ég legði lengi hlustir við tal
manna, hef ég ekki heyrt borið
marktækt vitni um annað en rétt-
sýni hans við að skera úr milli að-
ila innan marka settra reglna.
Magnús Jónsson dósent og for-
maður Fjárhagsráðs útskýrði eitt
sinn fyrir stúdentafagnaði, hvemig
á stæði, að slíkur fijálshyggjumað-
ur sem hann sæti yfir því að skera
og skammta hlut manna. Jú, þetta
væri svo vandmeðfarið og næmt
fyrir spillingu, að ekki væri nema
frómustu sálum treystandi til um
að véla. Við skulum taka þennan
dóm gildan.
Á þessum ámm var ég lands-
byggðarbam og horfði á höfuðstað-
arfrændur í hillingum. Þeir voru
gjafmildir og góðir heim að sækja,
og áttu það til að taka drossíur á
Þingvallarúntinn. Og þegar ringdi
og „vegir" hlupu í svað, voru það
sterkir menn sem brettu upp ermar
og ýttu upp úr. Það sem meira var
um vert, þeir vora hjálpsamir og
fómfúsir, þegar á reyndi.
Síðar kynntist ég Einvarði æ
meir og betur á starfsvettvangi og
komst þá að því, hve annt hann lét
sér um þróun bankamála. Tók hann
nærri sér allar hugmyndir um að
miðbanki þjóðarinnar, eða seðla-
banki, væri myndaður öðravísi en
sem þróun út frá þeim kjama, sem
var í Landsbankanum. Varð honum
léttir að því að svo fór, og síðar
að því að frændi hans fór inn á
þann sporbaug. Þetta varð mér til-
efni til að kalla hann mestan Lands-
banka-patríót, sem ég hefði kynni
af. Víst er um, að trúnaður hans
við stofnun sína var mikill, og veitti
honum ásamt með hæfileikum og
dugnaði alla burði til að verða
bankastjóri, en afstöður pólitískra
stjömumerkja reyndust ekki hag-
stæðar til þess. En trúnaðurinn var
ekki þröngur. Sem starfsmanna-
stjóra var honum falið að gera til-
lögur um skiptingu starfsliðs fyrir
nýstofnaðan Seðlabanka út úr
starfsliði Landsbankans. Sagði
hann mér löngu síðar, að þá hefði
hann haft að meginviðhorfi, að hinn
nýi banki yrði að vera vel mannað-
ur til að gegna hlutverki sínu, enda
þótt af hlytist veraleg blóðtaka fyr-
ir 1 .andsbankann. Skildi ég þá
glöggt af eigin reynslu, að þannig
hafði verið að verki staðið.
í ljúfa löð við félagslyndi hans og
mikið félagsmálastarf á því sviði.
Ég læt aðra um að fjalla um þenn-
an þátt að öðra leyti en því að benda
á hinn mikla minnisvarða, sem Ein-
varður reisti sér jafnt sem öðrum
forystumönnum með ritun bókar-
innar „Samband íslenskra bannka-
manna 1935—1975“. Það gaf
glæsilegt fordæmi, hvemig Ein-
varður var af lífi og sál í þessu og
öðru verkefnum á annan áratug
eftir starfslok, síkvikur á ferðinni
og rísandi upp úr áföllum til nýrra^
átaka.
Einvarður varð sá gæfumaður í
einkalífí að eignast góða og fallega
konu, Vigdísi Jóhannsdóttur, og
með henni þijú manndómsböm, en
þau öll sínar fjölskyldur. Hennar
er missirin mestur, og öll eiga þau
ástvinar að sakna, þótt í fyllingu
tímans sé. Þeim er vottuð innileg
hluttekning. En minningin lifír um
mætan dreng.
Bjarni Bragi Jónsson
Kveðja frá Lions-
klúbbi Reykjavíkur.
I dag kveðjum við félagar í Lions-
klúbbi Reykjavíkur með söknuði
góðan vin, Einvarð Hallvarðsson,
fyrrverandi starfsmannastjóra
Landsbanka Islands.
Þótt Einvarður væri orðinn ald-
inn að áram var hann virkur þátt-
takandi í klúbbnum okkar allt fram
á síðastliðið ár. Við vissum að heilsu
hans hafði farið hrakandi síðustu
misserin og hann hafði orðið að
leggjast inn á sjúkrahús. En í hvert
sinn, sem rofaði til fyrir honum,
kom hann á fundi og skipaði sæti
sitt með þeirri reisn, er var aðal
hans og mun ætíð verða okkur fé-
lögunum minnisstæð.
Þótt Einvarður Hallvarðsson
væri á 87. aldursári er hann lést
og líkamsþrekið farið að lamast
hélt hann andlegum kröftum svo
vel að fátítt er.
Það var ekki gamall maður, sem
reis úr sæti sínu á fundum talandi
hvatningarorð til hinna yngri. Vöxt-
ur og viðgangur Lionshreyfíngar-
innar var honum hjartans mál.
Hann hafði manna mesta og lengsta
reynslu af starfí þessarar merku
hreyfingar hér á landi. Honum hafði
þar auðnast að verða vitni að því
hve samtakamáttur og störf unnin
af óeigingimi og kærleika geta
áorkað til hjálpar þeim, sem þján-
ingar líða í margvíslegum og ólíkum
myndum.
Einvarður Hallvarðsson var einn
af stofnendum Lionsklúbbs
Reykjavíkur, fyrsta Lionsklúbbs á
íslandi. Hann var stofnaður árið
1951 að framkvæði Magnúsar Kjar-
an, stórkaupmanns. En Lionshreyf-
ingin er upprannin í Bandaríkjunum
og stofnuð árið 1917. í þessum fé-
lagsskap starfaði hann óslitið til
æviloka. Þar gegndi hann hinum
margvíslegustu trúnaðarstörfum af
fómfysi og hyggindum. Einvarður
var umdæmisstjóri Lionsumdæmis-
'ins á Islandi í tvígang. Fyrst árin
1957-58 og aftur 1969-70. Hann
var kjörinn heiðursfélagi Lions-
klúbbs Reykjavíkur árið 1965. Var
það okkur félögum hans mikil
ánægja að mega sýna þakklæti
okkar í verki með því að veita hon-
um þessa viðurkenningu. Okkur var
öllum ljóst hvílíkur máttarstólpi
hann hafði verið ekki aðeins Lions-
klúbbi Reykjavíkur heldur og Lions-
hreyfíngunni á Islandi í heild. Með
þessu kjöri vildum við einnig votta
öðlingnum Einvarði Hallvarðssjmi
virðingu og þakklæti fyrir ómælda
ánægju og drenglund, sem við
kunnum vel að meta og er nú við
iráfall hans dýrmæt endurminning.
Á síðastliðnu ári var Einvarði
veitt æðsta viðurkenning af alþjóða-
forseta Lionshreyfíngarinnar. Li-
onshreyfíngin hefur ekki hátt um
sig. Markmið hennar er að starfa
að hverskonar mannúðar- og líknar-
málum um heim allan. Hér á iandi
era nú starfandi 86 klúbbar og era
þeir dreifðir vítt og breitt um landið
í bæjum og sveitum.
Sumum mönnum er sú gæfa
gefín, að gróður vex f sporam
þeirra, hvar sem þeir fara. Ein-
varður Hallvarðsson var einn þess-
ara gæfumanna.
Þakklæti okkar, sem eignuðumst
hann að félaga og vini, fylgir honum
yfír landamærin miklu. Góður
drengur er kvaddur. Ástvinum hans
öllum era fluttar innilegar samúðar-
kveðjur. Félagar j Lions.
klúbbi Reykjavíkur
Lionskveðja
Einvarður Hallvarðsson var einn
eftir starfandi úr hópi hinna tólf
félaga er lögðu granninn að Lions-
starfínu á Islandi er þeir beittu sér
fyrir stofnun fyrsta klúbbsins fyrir
tæplega 38 áram, Lionsklúbbi
Reykjavíkur. Hinir ellefu era ýmist
hættir í klúbbnum eða hafa horfíð
yfír móðuna miklu. Einvarður lést
í síðustu viku en það era aðeins
örfáar vikur síðan hann sótti síðast
Lionsfund.
Er hann hafði dregið sig í hlé
að loknu löngu starfí í Landsbanka
Islands, helgaði hann Lionshreyf-
ingunni allar sínar frístundir. Um
árabil vann hann sjálfboðastarf á
skrifstofu hennar við skýrslugerð
og gagnasöfnun. Mun hreyfíngin
búa að því um ókomna framtíð.
Einvarður varð fljótlega formað-
ur í Lionsklúbbi Reykjavíkur og
hann var valinn forystumaður Lions
á Islandi er hann starfaði sem
Fædd 2. mars 1971
Dáin 23. desember 1987
Lýs milda ljós, í gegnum þennan geim,
mig glepur sýn.
Því nú er nótt, og harla langt er heim.
Ó, hjálpin mín.
Styð þú minn fót, þótt fetin nái skammt,
ég feginn verð, ef áfram miðar samt.
Þú Ijós, sem ávallt lýsa vildir mér,
þú logar enn,
í gegnum bárur, brim og voðasker.
Nú birtir senn.
Og ég finn aftur andans fögru dyr
og engla þá, sem bam ég þekkti fyr.
(Matthías Jochumsson þýddi)
í dag hefði hún orðið 17 ára, hún
elsku litla frænka mín, hún Hjördís.
Það hefði henni fundist stór dagur,
en hún er ekki hjá okkur í dag.
En ég trúi því að það sé stærri stund
hamingju og gleði þar sem hún er
nú. Og nú fái hún hjartans óskir
sínar uppfylltar á afmælisdaginn
sinn og skilji allt það sem hún leit-
aði svo mikið að en var ekki alltaf
sátt við.
Við áttum margt sameiginlegt,
hún frænka mfn litla og ég, þótt
árin væra mörg sem skildu okkur
að. Sjálf þekki égþessa sömu leit.
Það er stundum erfítt að stíga
sín fyrstu spor út í lífíð þegar mað-
ur er ungur að áram. Það koma
vonbrigði, margt er misskilið og
stundum er sem enginn skilji mann
og þá er gott að láta sig dreyma
tilverana en draumaborgir reynast
tíðum varasamar. Það getur verið
ALMENN samkoma verður hald-
in í kristniboðshúsinu Betaníu,
Laufásvegi 13 £ iteykjavík, £
kvöld, miðvikudaginn 2. rnars,
og hefst kl. 20.30. Meðal þeirra
sem íaka til máls er Skúli Sva-
varsson, formaður Kristniboðs-
sambandsins.
Þetta er sfðasta almenna sam-
koman í Betaníu á vegum þeirra
samtaka sem starfað hafa f húsinu
um árabil. Það era Kristniboðsfélag
kvenna og Kristniboðsfélag karla í
höfuðborginni sem hafa átt húsið í
57 ár. A þessum tíma hafa þau
staðið þar fyrir bamastarfi, haldið
fundi og samkomur,' basara, kaffí-
sölur o.s.frv. Kristniboðar hafa
komið þangað og sagt frá starfi
sínu í Kína og Afríku. Eiga margir
góðar minningar frá samverastund-
um í kristniboðshúsinu á liðnum
umdæmisstjóri starfsárið 1957—58
og því embætti gegndi hann aftur
1969—70. Sýnir það eitt áhuga
hans og fómfysi, að taka þetta eril-
sama starf að sér tvívegis. Að sjálf-
sögðu var yfírmönnum Lionshreyf-
ingarinnar erlendis kunnugt um
starf Einvarðs og þess vegna var
sérstaklega ánægjulegt að vera við-
staddur athöfn þá er honum var
veitt æðsta viðurkenning Lions úr
hendi alþjóðaforseta hennar, Brians
Stevensons, er hann heimsótti ís-
land fyrir halfu ári. Fyrir mína hönd
og þeirra er með mér sitja í Al-
þjóðastjóm Lions, ásamt Stevenson
alþjóðaforseta, Inga Ingimundar- w
syni, yfírmanns hinnar íslensku Li-
onshreyfingar, umdæmisstjóranum
Halldóri Svavarssyni og Sigurði V.
Bemódussyni og 3.600 öðpum
íslenskum Lionsfélögum, körlum og
konum, fæfí ég frú Vigdísi Jóhanns-
dóttur, bömum þeirra hjóna,
tengdabömum og afkomendum
samúðarkveðj ur.
Það vora forréttindi að fá að
kynnast svo mætum manni og
traustum Lionsfélaga þar sem Ein-
varður Hallvarðsson var.
Svavar Gests
vandasamt að rata; það rejmdist
mér stundum.
Hún frænka mín var orðin gull-
falleg stúlka. Hún var einlægur
dýravinur og öll dýr hændust að
henni og það segir sína sögu. Hún
var tryggfynd og góður vinur þeirra
sem minna máttu sín. Og þá sem
henni fannst eiga bágt varði hún
og vildi hjálpa ef hún gat. Það var
ósjaldan spurt: Má ég ekki bjóða
henni í mat eða lofa henni að gista?
Það þótti öllum vænt um hana
sem kjmntust henni vel en ég er
ekki viss um að hún hafi alltaf trú-
að þvf sjálf. Hún var viðkvæm og
auðsærð og hafði mikla þörf fyrir
að tala um sín hjartans mál. Hún
hugsaði áreiðanlega margt fleira
en títt er um jafnaldra hennar. Hún
hugsaði meðal annars um hvað
tæki við eftir dauðann. Hún hafði
orð á því að hún vissi að hún ætti
að deyja ung og hún kviði því engu.
Og nú er Hjödda mín litla horfin,
en við sjáumst áreiðanlega aftur á
annarri strönd og þá hlaupum við
báðar saman en það gátum við aldr-
ei í þessu lífí.
Trú mín og bæn er sú að nú fái
hún að hjálpa þeim sem sárast
sakna hennar og þótti svo óumræði-
lega vænt um hana, rjölskyldunni
sinni. Að hún fái strokið burt tárin
hjá henni sem söng svo fallega fyr-
ir hana þegar hún var lítil, og hún
sofnaði svo sætt hjá miklu lengur
en bemskuárin sögðu. Góður Guð
varðveiti þau öll og megi Guðs eilífa
ljós lýsa henni og leiða á nýjum
brautum.
áram, bæði félagsfólk og aðrir vin-
ir kristniboðsins.
Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík
hefur nú kejrpt Betaníu til eigin
nota. Húsið stendur rétt fyrir ofan
kirkjuna norðanvert við Skál-
holtsstíg. Kristniboðsfélögin hafa
iisamt Kristniboðssambandinu fest
kaup á húsnæði í verslunarhúsinu
Miðbæ við Háaleitisbraut. Hús-
næðið er tilbúið undir tréverk. Það
verður fjárhagslega mikið átak að
koma því í endanlegt liorf og er
vænst stuðnings allra velunnara
kristniboðsins svo að unnt verði að
taka það I notkun sem íýrst.
Eins og fyrr segir hefst sam-
koman í Betaníu kl. 20.30 á mið-
vikudagskvöld. Tekið verður við
gjöfum vegna nýja staðarins. Allir
era hjartanlega velkomnir.
(Fréttatilkynning.)
hafí valdið, að starfsáhugi hafí tek- Starfsmannastjóm Einvarðar féll
;----------------------'* —
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins £ Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek-
in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta Ijóð
eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir
ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist
undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar
greinar um fólk.sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar era birtar af-
mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Hjördís Gestsdóttir
- Kveðjuorð
Systa
Nýr samastaður
kristniboðsfélaganna