Morgunblaðið - 02.03.1988, Side 63

Morgunblaðið - 02.03.1988, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988 63 UPPBOÐ Gamlir dýrgi’ipir seldir í Svíþjóð Verslun með dýra og sjaldgæfa gamla muni blómstrar nú í Svíþjóð. Uppboð á antíkmunum eru feikivel sótt og hvað sem jafn- aðarstefnunni sænsku líður virðast kaupendur á uppboðunum hafa gnægð íjár handa á milli. Boðnir eru upp gamlir skartgripir, hús- gögn, vopn og bollar svo fátt eitt sé nefnt. Stærsti uppboðshaldar- inn, Bukowski, seldi gamla stáss- muni fyrir 720 milljónir íslenskra króna á haustmánuðum, sem er tvöföldun frá því í fyrra. Aðrir aðilar hafa svipaða sögu að segja, hrósa sér af 25% til 60% söluaukn- ingu og alþjóðlegum hópi við- skiptavina. Á fyrri hluta síðustu aldar settist rússnesk prinsessa við sauma á teppi handa bamabami sínu. Hún prýddi teppið með skjaldarmerki Gortchakov ættarinnar og hefur líklega ekki gert sér grein fyrir hve mjög hún jók á verðgildi grips- ins með því. Barnabam prinsess- unnar og eigandi teppisins dýr- mæta varð síðar skólastjóri stúlknaskóla í Moskvu. Teppið seldist á uppboði í Svíþjóð síðast- liðið haust fyrirtæpar þijár millj- ónir íslenskra króna. Hálfri öld eftir að rússneska prins- essan saumaði teppið vom smíðað- ar byssur og grafín í þær fanga- mörk tiginna eigenda. Tvíhleypa frá þessum tíma seldist fyrir 84.000 krónur, en eldri byssa með nafni hirðsmiðs Napóleons greyptu í gull var slegin á fjómm sinnum hærri upphæð. Gömul leikföng vekja á stundum bamslegar tilfinningar og oft em þau listilega úr garði gerð. En hætt er við að ekki megi leika sér mikið með slökkviliðsbíl frá 1922, sem seldur var fyrir ríflega eina og hálfa milljón íslenskra króna, sportbíl fyrir tæpa hálfa milljón króna eða dúkkuhús sem slegið Fínindis byssur, best geymdar á safni. var á aðeins 70.000 krónur. Þetta Friðrik og Jóakim, foreldrarnir og höllin. UR HREIÐRINU Dönsku prinsarnir fá eigin íbúðir Margrét Danadrottníng telur að þegar fólk sé komið á þrítugs- aldurinn hafí það ekkert í foreldra- húsum að gera lengur. Þess vegna hefur hún látið innrétta 307 fermetra glæsiíbúð handa krónprinsinum Frið- rik, sem verður tvítugur í maí. Þang- að flytur hann á afmælisdaginn. í nýju íbúðinni eru tíu herbergi og er henni skipt i tvennt. Annar hluti hennar er ætlaður fyrir móttökur en hinn hlutann hefur Frikki út af fyrir sig. Prinsinn fær þó ekki að fara langt, því að íbúðin er í höll sem kennd er við Kristján VIII og liggur andspæn- is höllu drottningar í Amalienborg. Margrét þarf ekki annað en að kíkja út um gluggann sinn til þess að fylgj- ast með syni sínum á nýja heimilinu. íbúðin hefur staðið auð síðan 1952 og mun endumýjun hennar kosta um það bil 84 milljónir íslenskra króna. Einhver kynni að spyija hvort þá séu nokkrir aurar eftir til að yngri prinsinn, Jóakim, geti flutt að heim- an. Þeir hljóta að vera til, því að bráðlega verður lokið við að innrétta íbúð fyrir hann skammt frá bemsku- heimilinu. Jóakim er nítján ára gam- all og að því er danskir prentmiðlar herma síst stilltari en stóri bróðir hans. Gamalt útsaumað teppi frá Rússlandi. eru leikföng fyrir læst bankahólf. Svíar kalla unga fólkið í viðskipta- lífinu gjaman flármálahvolpa, en svona leikföng eru ekki ætluð þeim, aðeins fullvöxnum fjármála- hundum. Leikfangabíll frá fyrri hluta aldarinnar kostaði dijúgan skilding á uppboði í Svíþjóð. Viö stöndum með ykkur i barattunni og komum aukakílóunum fyrir kattarnef á heilsusamlegan og skemmtilegan hátt. Ný námskeið að hefjast. iáttú skrá þig núna í síma 65-22-12. Opiö alla daga. Megrunarleikfimi » Líkafiisrækt (magi, ráSs og lærij Morgunleikfimi Leikfimi lyrir barnsbafandi köiáur I eikfimi i'yrir konur með barn á brjósti Mjúk Erobik Erobik án hopps (low impact) Old boys Jazzballelt (5-15 ára) Róleg kvenhaleikfimi- • Fitumæling • Þrekpróf • Æfingar með lóðum-Hámarksárangur Fiörug tónlist með öllum æfingum • 36 peru Ijósabekkir með 3 andlitsljósum. • Vatnsgufubað. • Hjá okkur kenna eingöngu lærðir íþróttákennarar. • Þú ert 7 mínútur úr Breiðholtinu. HRESS 1 .IKANISRÆKT (Xi UOS BÆJARHRAUM 4 IVIÐ KEFLAVKURVEONN / SIMI 65 2212 COSPER t V//// / '!, ,t 't / f/, , 1 / I 11 —Ég er með tillögu.Við förum aftur heim og verðum þar í sum- arfríinu án þess að láta nokkurn vita.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.