Morgunblaðið - 02.03.1988, Síða 70
70
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988
SVISS
Gunnar og Sigríður
sigursæl
Gunnar Sigurðsson, GR, og
Sigríður Flygering, GR, voru
sigursæl á púttmóti, sem fram fór
í Kringlunni um helgina. Leiknar
voru 36 holur í karla- og kvenna-
flokki með og án forgjafar og sigr-
aði Gunnar í keppni karla án for-
gjafar á 96 höggum. Hann fékk
einnig sérstök verðlaun fyrir flestar
holur í höggi og önnur fyrir að fara
flestar holur á pari eða á betra
skori.
Sign'ður sigraði bæði með og án
forgjafar í flokki kvenna. Hún fór
á 137 höggum án forgjafar og 77
höggum án forgjafar. Kristín Eide,
NK, hafnaði í öðru sæti á 141 og
95 og Jóhanna Jóhannsdóttir, NK,
varð þriðrja á 165 og 105 höggum.
Jón Asgeir Eyjólfsson, NK, sigraði
í keppni karla með forgjöf, fór á
62 höggum, en hann varð annar
án forgjafar á 100 höggum. Jens
Jensson, GR, fór á 104 höggum í
keppni án forgjafar og hafnaði í
þriðja sæti, en Sigurbjöm Theódórs-
son, NK, varð í sama sæti í keppni
með forgjöf, fór á 71 höggi.
SssvarJónsson
Sævar
er eini
atvinnu-
maðurinn
hjá
Solothum
jr
Eg kann vel við mig hér í
Sviss," sagði Sævar Jóns-
son, landsliðsmaður í knatt-
spymu úr Val, ser.i er nú leik-
maður með svissneska 2. deild-
arfélaginu Solothum. „Við höf-
um leikið nokkra æfíngaleiki,
en fyrsti alvöruleikurinn verður
13. mars í 16-liða úrslitum
bikarkeppninnar."
Sævar sagði að hann léki sem
aftasti vamarmaður liðsins, sem
þokkalegt. „Ég reikna ekki með
að vera áfram hjá félaginu eftir
þetta keppnistímabil," sagði
Sævar, sem er eini atvinnu-
maðurinn hjá Solothum.
Woolridge var
sektaður um kr.
970 þús. fyrir
kókainneyslu
New York Nets og aðstoðarþjálfari
Atlanta.
Blrdfórákostum
Larry Bird, leikmaðurinn sterki hjá
Boston Celtic, fór á kostum þegar
félagið lék átta útileiki í röð á dög-
unum - sjö á vesturströndinni og
einn á austurströndinni. Bird skor-
aði alls 285 stig í leikjunum átta,
eða 35.6 stig að meðaltali í leik.
Hann tók 93 fráköst, eða 11.6 frá-
köst að meðaltali í leik. Bird skor-
aði fímmtán þriggja stiga körfur
og þá skoraði 58 stig úr 64 vítaskot-
um sem hann tók, sem er 90% nýt-
ing.
Þess má geta að hann nefbrotnaði
í leik gegn Denver og skoraði að-
eins 13 stig í leiknum og tók 10
fráköst. Aðeins tveimur dögum eft-
ir leikinn í Denver lék hann nef-
brotinn gegn Portland. Skoraði þá
40 stig og tók 13 fráköst.
ORLANDO Woolridge, fram-
herji og lykilmaður New York
Nets, hefur verið sektaður af
félagi sínu, um 970 þús. ísl. kr.
Woolridge var sektaður fyrir
notkun á eiturlyfjun, eftir að
hann týdist í tvo daga. Hann
fannst á hótelherbergi og
sagðist hafa lent í bílslysi.
Forráðamenn New York Nets
létu Woolridge í lyfjapróf og
kom þá í ljós að hann væri kókain-
neytandi. Hann var strax settur í
læknismeðferð og sektaður. Það er
mjög slæmt fyrir New York Nets
að missa Woolridge, sem er einn
af aðalmönnum liðsins.
Þær fréttir bárust svo úr herbúðum
félagsins í gær, að búið væri að
reka þjálfarann Dave Wohl. Við
hans starfí tekur gamla kempan
Willis Reed, fyrrum leikmaður með
Larry Blrd, sýndi og sannaði að hann er einn besti körfuknattleiksmðaur
Bandaríkjanna. Hann setti 285 stig í átta leikjum og tók 93 fráköst. Þá hitti
hann úr 58 af 64 vítaskotum.
Guðbjörg íþrótta-
maður Rangæinga
GUÐBJÖRG Viðarsdóttir frjáls-
fþróttakona úr Ungmennafá-
laginu Dagsbrún hlaut sœmd-
arheitið fþróttamaður Rangœ-
inga 1987 á fundi hjá Kiwanis-
klúbbnum Dfmoni á Hvolsveili
síðastliðinn miðvikudag, 10.
febrúar.
Þetta er í sjöunda sinn sem Kiw-
anisklúbburinn tilnefnir
íþróttamann Rangæinga. í ávarpi
formanns íþróttanefndarinnar kom
fram að íþróttagreinum fjölgar ár
frá ári sem stundaðar eru í sýsl-
unni og árangur fer stöðugt batn-
andi.
Sig. Jóns.
Guðbjörg Viðarsdóttir, Iþróttamaður
Rangæinga.
KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN
GOLF / PÚTTMÓT í KRINGLUNNI
VIÐURKENNING
SUND
Hörð keppni
framundan hjá
Tryggva í
Bandaríkjunum
Tryggvl Helgason, sundmaður frá Selfossi.
TRYGGVI Helgason sundmað-
ur frá Selfossi, sem dveiur við
háskólanám og œfingar f
Bakersfield f Kalifornfu í
Bandarfkjunum, náði dögunum
lágmörkum til að komast f
nftján manna sundlið skólans
sem keppir 9.-13. mars í 2.
deild bandarfska háksólamóts-
ins f sundi.
Bakersfíeld skólinn sigraði aðra
deildina í fyrra og var Tryggvi
í sigurliðinu en hann hefur verið í
liðinu síðustu þijú ár, keppt 1
HBHBBHB bringusundi og boð-
Sigurður sundi. Bakersfíeld
Jónsson liðinu er spáð sigri
skrifar ■ og ef svo fer verður
það þriðji sigurinn í
röð en Ijóst er að Oakland háskólinn
mun veita þeim mjög harða keppni.
Þjálfarínn þar er gamall sundkappi
úr Bakersfíeld liðinu.
Tryggvi synti 100 yarda bringusund
á 59,2 sek., 200 yarda bringusund
á 2:10,8 mín. og 200 yarda fjórsund
á 1:57,7 mín. Hann var í boðsund-
sveit í 4 x 100 yarda fjórsundi og
synti ^ bringusundsprettinn á 58,5
sek. Á mótinu setti þessi sveit laug-
armet í boðsundinu.
Gangi Tryggva vel á meistaramót-
inu gerir hann sér vonir um að taka
þátt í stærsta sundmóti Banda-
ríkjanna, „Senior Nationals",
bandaríska meistaramótinu, sem
haldið verður í Orlandó í Florida
fyrstu vikuna í aprfl. Þá kemur
saman allt besta sundfólkið úr há-
skólum, menntaskólum og klúbbum
og þar sem nú er Olympíuár verður
mótið haldið í 50 metra laug og þá
gefst lgörið tækifærí til að reyna
við ólympíulágmörkin. Tiyggvi hef-
ur ekki keppt í 50 metra laug í
góðu formi síðan á ólympíuleikun-
um 1984.
Til þess að komast á þetta mót
þarf Tryggvi að bæta tíma sinn á
háskólamótinu um tvö brot í 100
yarda bringu, á best 57,7 sekúnd-
ur. f 200 yarda bríngusundi þarf
hann að synda á 2:05,9 en á best
2:07,32 mín. „Það leggst nokkuð
vel í mig að ná þessum tímum. Ég
hélt þetta yrði léttara um helgina
að ná lágmörkunum, eins og marg-
ir aðrir, en það kom í ljós að maður
var ekki nógu hvíldur. Ég ætla að
synda stfft núna næstu fjóra daga
og taka það síðan létt og ná úr
mér þreytunni," sagði Tryggvi og
ennfremur að ef vel gengi á há-
skólamótir.u og bandaríska meist-
aramótinu ælaði hann að halda
áfram að synda í sumar og reyn
að komast á Olympíuleikana.
SKAUTAR
Van Ginnip
vel fagnað
við heim-
komuna
Hollensku skautadrottning-
unni Yvonne van Gennip,
sem vann þrenn gullverðlaun á
Ólympíuleikunum f Calgary, var
vel fagnað er hún kom til Holl-
ands í gær.
Van Gennip vann gullverðlaun
í 1.500, 3.000 og 5.000 m
skautahlaupi og setti jafnframt
heimsmet f 3.000 og 5.000 metr-
unum. Hún er þjóðhetja í hei-
malandi sfnu þar sem skauta-
íþróttin er vinsælust vetrar-
íþrótta.
„Ég bjóst við góðum móttökum
við heimkomuna, en ekki eins
miklum og þessum," sagði
Ginnip við heimkomuna. „Ég fór
til Calgary til að vera með og
bjóst ekki við að vinna þrenn
gullverðlaun. Þetta er ótrúlegt
- ég er agndofa."
„Við höfum ekki séð aðrar eins
móttökur sfðan Bítlamir heim-
sóttu Holland upp úr 1960,“
sagði einn hollensku blaða-
mannanna.