Morgunblaðið - 02.03.1988, Síða 71

Morgunblaðið - 02.03.1988, Síða 71
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988 71 KNATTSPYRNA / 1.DEILD Olafur undir hnífinn Var lagður inn á sjúkrahúsið á Akranesi í gær og skonnn upp við meiðslum í ökkla í dag ÓLAFUR Gottskálksson, körfuknattleiksmaður frá Keflavík og markvörður Skagamanna í knattspyrnu, verður skorinn upp vegna meiðsla í ökkla vinstri fótar á sjúkrahúsinu á Akranesi í dag. Liðbönd í ökkia Ólafs slitn- uðu þegar hann lék með Keflavíkurliðinu gegn ÍR í úr- valsdeildinní í körfuknattleik á laugardaginn. Guðjón Guð- mundsson, læknir á Akranesi, skoðaði meiðsli Ólafs í gær og eftir þá skoðun ákvað hann að gera aðgerð á ökkianum strax í dag. Ölafur verður f gipsi í fimm til sex vikur. Þá á hann að geta byijað að æfa. „Mlkið áfail" „Þetta var mikið áfall fyrir okk- ur. Ólafur getur ekki tekið þátt í Litlu-bikarkeppninni, en hann verður orðinn góður þegar 1. deildarkeppnin hefst," sagði Sigurður Lárusson, þjálfari Skagamanna. Skagamenn leika sinn fyrsta leik í 1. deildarke|mninni gegn nýliðum Leifturs á Olafsfirði um miðjan maí. Mofgunbtaðið/Jón Gunnlaugsson SigurAur Lárusson, þjálfari Skagamanna, er hér f heimsókn hjá Ólafi Gottskálkssym, á sjúkrahúsinu á Akra- nesi f gser. íttérn FOLK' ■ KONRÁÐ Bjarnason var endurkjörinn formaður GSÍ á árs- þingi sambandsins sem haldið var í Vestmannaeyjum á dögunum. Golfklúbbur Vestmannaeyja heldur upp á 50 ára afmæli sitt á - þessu ári. Þess má geta að 1. deild- arkeppnin í golfi fer fram í Eyjum í sumar. ■ TVEIR kínverskir knatt- spymumenn, Jia Xiuchuan og Liu Haiguan, hafa fengið leyfí til að leika með 1. deildarliðinu Partisan Belgrad í Júgóslaviu. Þetta eru fyrstu landsliðsmennimir sem kínverka knattspymusambandið gefur leyfi til að leika með erlendu liði. Jia Xiuchuan, hefur verið fyrirliði landsliðsins og einnig var hann kjörinn knattspymumaður ársins í Kína 1984 og 1986. Kínverska knattspymusambandið hafði áður neitað leikmönnum að fara til vestur-þýskra og hollenskra liða. ■ ALBERTO Tomba, sem vann tvenn gullverðlaun á Ólympíu- leikunum f Calgary, átti að keppa í stórsvigi heimsbikamins í Grouse í Kanada f gær. Keppninni varð að fresta vegna þoku þegar 11 keppendur höfðu farið niður braut- ina. Tomba varð að notast við göm- ul skíði sem hann fékk að láni hjá - vini sínu þar sem öll skíði ítalska landsliðsins vora send óvart til Mflanó á ítalfu frá Calgary f stað þess að vera send til Vancouver. ■ GUÐJÓN Þórðarson, þjálfari 1. deildarliðs KA í knattspymu, er enn til sjós. Guðjón er á loðnuskip- inu Höfrungi AK og mun ekki byija að þjálfa KA-liðið fyrr en að skipið hættir loðnuveiðum. ■ LOFTIJR Ólafsson, landsliðs- miðvörður f knattspymu úr KR, er orðinn góður af meiðslum þeim sem komu í veg fyrir að hann léki með KR-liðinu f 1. deildarkeppninni sl. keppnistímabil. „Ég hef æft á full- um krafti með KR og Ólympíu- landsliðinu að undanfömu," sagði Loftur f samtali við Morgunblaðið í gær. ■ SJÖ leikmenn Völsungs, sem era við nám í Reykjavík, æfa reglu- lega á Akranesi. Þjálfari Völs- ungs, Sigurður Halldórsson, er búsettur á Skaganum. Leikmenn Völsungs hafa æft f herbúðum Skagamanna — á Langasandi. MÞRÓTTUR og Fylkir leika fyrsta leik Reykjavíkurmótsins f knattspymu. Leikurinn fer fram 22. mars á gervigrasvellinum í Laug- ardal. Úrslitaleikur fer fram 8. maf. ikvökl ■Tveir leikir verða leiknir í 1. deildarkeppninni f hand- knattleik í kvöld kl. 20. FH mætir KA í Hafnarfirði og í Seljaskóla ieika ÍR og Stjam- an. ■Fjórir leikir verða leiknir í 2. deild á sama tíma: UMFN - HK, Selfoss - Reynir, Grótta - ÍBV og Fylkir - UMFA. ■Einn leikir verður leikinn í 1. deildarkeppni kvenna. Val- ur leikur gegn Stjömunni kl. 18 að Hlíðarenda. KÖRFUBOLTI / BIKARKEPPNI KKÍ Morgunblaöift/Sverrir Tómas Hotton kemst ekkert áleiðis gegn KR-ingunum Jóhannesi Kristbjöms- syni og Guðna Guðnasyni til hægri. KR sigraði Val 15 stiga munur KR-ingar unnu Valsmenn 74:72 í góðum og skemmtilegum leik i Hagaskóla í gærkvöldi f átta liða úrslitum bikarkeppni KKÍ. KR- ingar léku mjög vel í fyrri hálfleik og náðu þá mest 15 stiga forystu, en í hléi var staðan 52:39. í seinni hálfleik snerist dæmið við, Vals- menn léku sterka vöm, söxuðu á þegar mest var forskotið og í lokin munaði aðeins tveimur stigum. Liðin leika seinni leikinn á sunnudaginn. Stig KR: Birgir Mikaelsson 18, Guðni Guðna- son 16, Ástþór Ingason 15, Jóhannes Krist- bjömsson 11, Símon ólafsson 11, Matthías Einarsson 2, Jón Sigurðsson 1. Stíg Vals: Torfi Magnússon 14, Jóhann Bjamason 13, Einar ólafsson 13, Þorvaldur Geirsson 12, Leifur Gúbtafsson 10, Tómas Holton 6, Svali Björgvinsson 4. KNATTSPYRNA / ENGLAND Markalaust jafntefli hjá Spurs og Derby Tveir leikir fóm fram í ensku 1. deildinni f knattspymu í gærkvöldi. Southampton og New- castle skildu jöfn, 1:1, og Totten- ham og Derby gerðu Frá markalaust jafn- Bob Hennessy tefli. lEnglandi Colin Clark skoraði fyrir Southampton og misnotaði einnig vítaspymu í fyrri hálfleik. O’Neill jafnaði fyrir FOTBOLTI Finnar léku heimaleik á Ítalíu! EINN leikur fór fram í gœr- kvöldi í átta lifta úrslitum Evrópukeppni bikarhafa í knattspyrnu. Marseillefrá Frakklandi vann finnska lift- ift Rovaniemen Palloseura 1:0. Leikurinn fór fram í Lecce á Suður-Ítalíu en ekki í Finn- landi vegna kulda. Jean-Pierre Papin setti eina markið um miðj- an fyrri hálfleik, skailaði í mark eftir fyrirgjöf frá Alain Giresse. Frakkamir lögðust í vöm, sættu sig við fenginn hlut enda eiga þeir heimaleikinn eftir. 3.000 áhorfendur voru á leiknum, sem var sjónvarpað beint á Ítalíu. Newcastle fimm mínútum fyrir leikslok. Huddersfíeld sigraði Bradford 1:0 á útivelli í 2. deild. Luton virðist óstöðvandi um þessar mundir. í gærkvöldi lék Luton við Stoke í Simmot-bikarkeppninni og sigraði, 4:1, og er því komið í undanúrslit keppninnar. Mick Har- ford og Mark Stein skoruðu tvö mörk hvor fyrir Luton. CALGARY Þjálfari leitar hælis í Kanada ÆT Igærkvöldi var greint frá því í útvarpi í Calgaiy að þjálfari sleðaliðs Rúmeníu, sem tók þátt í vetrarólympíuleikunum í borginni, hefði leitað hælis í Kanada. Kanadfska útlendingaeftirlitið stað- festi að maður hefði leitað hælis en vildi ekki segja hver það væri vegna öryggis viðkomandi og §öl- skyldu hans. NBA-deildin Úrslit f fyrrinótt: Philadelphia 76ers - Chicago Bulls ..102:101 Dallas Mavericks - Denver Nuggets ..123:96 Wash. Bullets - G. State Warriors....110:105 Portl. T. Blazers - Clevel. Cavaliers ...107:94 Utah Jazz - Sacramento Kings 115:110

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.