Morgunblaðið - 18.03.1988, Síða 24

Morgunblaðið - 18.03.1988, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1988 Fundur SVS: Menntamálaráðherra: Mynd þessi sýnir hluta þess ullarfatnaðar sem sýndur verður í Kringlunni 18.—30. mars. Ullarvöru- kynning í Kringlunni FIMM íslenskir fatahönnuðir kynna ullarfatnað í búð Ramma- gerðarinnar í Kringlunni dag- ana 18.—30. mars. Hönnuðir eru Hulda Kristín Magnúsdóttir og Gunnhildur Ásgeirsdóttir frá Alafossi, Asta Björnsdóttir og Birna Þórunn Pálsdóttir frá Árbliki og Þórdís Kristleifsdótt- ir frá Drífu. Friðrik Sophusson iðnaðarráð- herra mun opna sýninguna í dag kl, 16. Tískusýning í tengslum við sýninguna verður föstudaga kl. 16—17 og laugardaga kl. 14—15. Varnir Norðurslóða og Múrmanskræðan Clive Archer Reglur settar um skíptíngu stofnkostnaðar srrunnskóla Selfossi. ^ ii J SAMTÖK um vestræna samvinnu (SVS) hafa boðið hingað til lands Clive Archer, sem er forstöðu- maður rannsóknastofnunar i varnarmálum við Háskólann i Aberdeen og einn þekktasti fræðimaður á Bretlandseyjum i vörnum á Norður-Atlantshafi og almennt i málefnum Norður- landa og Norðurhafa. Laugardaginn 19. mars verður Clive Archer framsögumaður á há- degisfundi sem SVS og Varðberg halda sameiginlega í Átthagasal Hótels Sögu. Salurinn verður opn- aður klukkan tólf. Clive Archer mun ræða um varn- ir á Norður-Atlantshafi og viðbrögð vestrænna þjóða við Múrmansk- ræðu Gorbatsjovs. Fundurinn er aðeins opinn fé- lagsmönnum og gestum þeirra. (Fréttatilkynning) UNNIÐ er áð því innan menntamálaráðuneytisins að setja reglur um skiptingu stofnkostnaðar við grunnskóla milli ríkis og sveitarfélaga. Reglur um þetta verða settar í framhaldi af ákvörðun um skiptingu stofnkostnaðar framhaldsskóla en ákvæði um það eru í frumvarpi um framhaldsskóla. Þetta kom fram í máli Birgis ísleifs Gunnarssonar menntamálaráðherra á fundi á Selfossi á þriðjudagskvöld þar sem fram- haldsskólafrumvarpið var til umfjöllunar. Einnig sagði Birgir að til greina kæmi að bæta við fjórða skólastiginu, sérskólastigi. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra og Þór Vigfússon skólameistari. Aðalfundur Fé- lags íslenskra gullsmiða FÉLAG islenskra gullsmiða hélt 64. aðalfnnd sinn í Þingholti, Hót- el Holti, 12. mars sl. Á þessum aðaifundi var minnst tveggja látinna félaga, þeirra Óskars Kjartanssonar gullsmiðs og Eyjólfs Árnasonar gullsmiðs. í lok fimdar lagði fráfarandi stjórn fram tillögu um að minnast Óskars Kjartanssonar sérstaklega með fjár- framlagi til Félags krabbameins- sjúklinga og aðstandenda, sem hann lagði hvað mesta áherslu á að yrði stofnað, og var sú tillaga samþykkt einróma af fundarmönnum. Ný stjóm var kosin fyrir nýhafið starfsár og í henni sitja Alfred W. Gunnarsson formaður, Sveinn Guðnason varaformaður, Anna María Sveinbjömsdóttir ritari, Hilm- ar Einarsson gjaldkeri, Haraldur J. Komelíusson meðstjómandi, Einar H. Esrason varamaður og Helga Jónsdóttir varamaður. (Fréttatilkynning) Birgir sagði það hafa sýnt sig að það væri of mikið fyrir sveitarfélög að taka á sig allan grunnskólann. Það væri skynsamlegt að skipta stofnkostnaði framhaldsskóla og koma á einhvers konar skiptingu á stofnkostnaði grunnskólanna í stað þess að hafa stofnkostnað grunn- skóla alfarið á sveitarfélögum en framhaldsskóla á ríkinu. í umfjöllun Birgis um framhalds- skólafrumvarpið sagði hann að til greina kæmi að bæta við einu skóla- stigi, sérskólastigi, þar sem væru skólar sem veittu sérhæfða menntun í atvinnulífí með kennslu á háskóla- stigi og nefndi Tækniskólann sem dæmi. Þetta sagði hann koma til af því að ekki væri unnt að sveigja alla skóla undir það að vera annaðhvort á framhaldsskólastigi eða háskóla- stigi. Varðandi fjármögnun framhalds- skólanna sagði hann að ríkið greiddi, samkvæmt frumvarpinu, allan rekstrarkostnað. Honum væri aftur skipt í launakostnað og annan rekstr- arkostnað sem greiddur yrði árs- fjórðungslega fyrirfram. Fyrirkomu- lag yrði með þeim hætti að ekki væri unnt að skerða annan kostnað þótt launakostnaður færi fram úr áætlun. Þór Vigfússon, skólameistari Fjöl- brautaskóla Suðurlands, hafði einnig framsögu um frumvarpið og sagði það vel unnið og fagnaðarefni að skólamál væru ekki pólitískt bitbein. Hann lýsti sig fylgjandi kostnaðar- skiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og sagði það reynslu sína að þannig nýttist frumkvæði heimamanna bet- ur. Hann sagði heppilegt að skólamir heyrðu beint undir ráðuneytið en þar væri ekki neitt millistig. Einnig taldi hann heppilegra að reglur um vald kennarafunda kæmu frá ráðuneytinu beint frekar en skólanefnd svo og að ráðuneytið gæfi út erindisbréf skólastjóra og kennara. Þór sagði að frumvarpið sniði skól- unum ekki þröngan stakk og byndi ekki hendur starfsmanna þeirra. Það væri mikill kostur að skólar gætu valið um hvort þeir vildu bekkjar- kerfí eða áfangakerfí. Hann lýsti kostum áfangakerfísins og kvað það hafa reynst vel þar sem það hefði verið tekið upp. Birgir Isleifur saðist fylgjandi því að breyta ákvæði í frumvarpinu um setningu reglna um kennarafundi ef starfsmenn skólanna væru fylgjandi því. í svari hans til eins fundar- manna sagði hann að ekki væri hægt að yfírfæra einingastærðir grunnskóla, norm, yfír á framhalds- skóla og að ráðuneytið hefði líklega verið heldur stíft á sinni túlkun í þessu efni. Hann kvaðst gera ráð fyrir að Samband íslenskra sveitarfé- laga ætti aðild að ákvörðun um norm, gerð og búnað framhaldsskóla þegar slíkt yrði ákveðið. Sig. Jóns ! ^TEPPALAN DS Teppi, dúkur, parket og flísar. Nú fer hver að verða síðastur. Útsölunni lýkur á laugardag. Notið tækifærið og prúttið um síðustu teppa- og dúkabútana. Það hafa aldrei jafn margir gert eins ótrúlega góð kaup á Teppalands- útsölunni. Við bjóðum öllum svalandi Hi-C og hressandi EMM-ESS ís. Opið tll kl. 19.001 dag og tll kl. 14.00 laugardag. Sparaðu þér þúsundir króna og fjárfestu í gólfefnum á stórlækkuðu verði. Teppaland • Dúkaland Grensásvegi 13, sími 83577 og 83430, Rvík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.