Morgunblaðið - 18.03.1988, Page 56

Morgunblaðið - 18.03.1988, Page 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1988 KNATTSPYRNA / V-ÞÝSKALAND Ásgelr Slgurvlnsson hefur oft haft ástæðu til að fagna á knattspymu ferli sínum. Hér fagnar hann 3:0-sigri yfir ^Bayem Munchen ásamt félaga sínum Walter fyrr í vetur. Ásgeir leikur með Stuttgart gegn Schalke á laugardaginn. „Setjum stefnuna á UEFA-sæti“ - segirÁsgeirSigurvinsson sem leikur með Stuttgart gegn Schalke um helgina Við höfum sett stefnuna á UEFA-sæti næsta keppn- istímabil. Sigramir gegn Bremen og Frankfurt eru spor í rétta átt,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson, fyrirliði Stuttgart, í samtali við Morgun- blaðið. Ásgeir sagði að Stuttgart-liðið hafi náð góðum árangri eftir vetrarfríið. „Við höfum fengið sjö stig út úr fjórum síðustu leikjum okkar. Framundan eru fjórir leikir, sem virðast góðir á pappírnum. Leikir gegn Hannover og Kaisterslautem heima og Schalke og Karlsruher úti. Þetta em allt lið í neðri hlutan- um og ef allt er eðlilegt eigum við að fá sjö til átta stig út úr leikjun- um fjómm," sagði Ásgeir, sem mun leika með Stuttgart gegn Schalke á laugardaginn. NETTAR, LITLAR OG LÉTTAR LJÓSRITUNARVÉLAR - og þær gera allt sem gera þarf á minni skrifstofum D-10 Lítil, einföld og því traust. Fyrirtak á skrifboröiö! Verö kr. 25.025.- stgr. D-100 Japönsk snilldarhönnun, þýsk ending og nákvæmni. ' Verð frá kr. 37.300.- stgr. MINOLTA EP 50 ' 5 lita prentun ef vill, innsetning einstakra arka, - innbyggður arkabakki til aö spara pláss; hágæðaprentun og hagkvæmni í rekstri. Verö kr. 53.300.- stgr. E KJARAN ÁRMÚLA 22, SlMI (91) 8 30 22. 108 REYKJAVlK SUND Aftur heims- met hjá Igor Polyanski í 100 metra baksundi * Igor Polyanski frá Sovétríkjun- sveitin setti jafnframt Evrópumet um bætti heimsmet sitt í 100 í boðsundinu, 3:40.66 mínútur. metra baksundi, í landskeppni Til gamans má geta þess að ís- Sovétríkjanna og Austur-Þýska- landsmet Eðvarðs Þórs Eðvarðs- lands, aftur i fyrra kvöld. Á þriðju- sonar í 100 metra baksundi er daginn setti hann heimsmet, synti 57,17 sekúndur. á 55,17 sekúndum og í gær gerði Landskeppninni lauk í gær með hann enn betur er hann synti sigri Austur-Þjóðvetja sem hlutu fyrsta sprett Sovétmanna í 4 x 208 stig gegn 174 stigum Sovét- 100 m baksundinu. Hann bætti manna. Austur-þýsku stúlkurnar metið þá um 1/100 úr sekúndu, urðu mjög sigursælar og nældu í synti á 55,16 sekúndum. Sovéksa flest stig fyrir þjóð sína. KNATTSPYRNA / LYFJAPROF „Eftirih ekki hert í Evrópu- keppninni" - segir Ellert B. Schram,sem á sæti í aganefnd UEFA Eg sé ekki ástæðu til að herða lyfjaeftirlit á leikjum í Evrópukeppninni, eftir atvikið í Veróna. Það hefur ekkeft komið fram óeðlilegt við lyfjapróf, fyrir utan málið á Italíu á dögunum, undanfarin ár. Það er bæði kostnað- arsamt og tímafrekt að taka lyfja- próf á öllum leikjum Evrópukeppn- innar,“ sagði Ellert B. Schram, formaður Knattspyrnusambands íslands, sem á sæti í aganefnd Knattspymusambands Evrópu, UEFA. „Fyrirkomulagið hefur verið þannig að menn eru sendir á tvo leiki í hverri umferð, til að taka lyíjapróf. Það er aldrei látið uppi á hvaða leikjum lyfjapróf eru tekin, þannig að félög og leikmenn vita að þau geta vel verið undir smásjánni hveiju sinni,“ sagði Ellert B. Schram. Ellert sagði að framvegis, sem hing- að til, verði lyfjapróf í undanúrslita- leikjum og úrslitaleikjum í Evrópu- keppninni. í kvöld UMFN og Grindavík leika í úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik kl. 20.00 í Njarðvík og í 1. deild karla leika Reynir og UMFS kl. 20.00 í Sandgerði. hém FOLK ■ BAYERN Mtínchen leikur gegn Eintracht Frankfurt í úr- valsdeild vestur-þýsku knattspym- unnar á laugardaginn. Leikurinn fer fram í Frankfurt, Frá en þar hefur Bay- Jóhannilnga em ekki unnið í 17 Gunnarssyni ár Frankfurt virð. iÞýs aan i ist þvj hafa tak á Bayern á heimavelli sínum. Bay- em vann síðast 1:0 í Frankfurt 1970. Svo skemmtilega vill til að Karl Körbel, sem hóf að feika með Frankfurt 1972 og er enn með, hefur aldrei tapað fyrir Bayern á heimavelli og má búast við að ekki verði nein breyting þar á nú um helgina. Bayem, sem féll út úr Evrópukeppninni í fyrra kvöld og vestur-þýsku bikarkeppninni fyrir skömmu, verður að ná í tvö stig ætli það sér meistaratitilinn. ■ WERDER Bremen mætir Leverkusen á laugardaginn, en þessi lið eru bæði með í undanúrslit- um UEFA-keppninnar og gætu hæglega dregist saman þar. Þessi leikur gæti því orðið prófsteinn á liðin fyrir Evrópuleikina. ■ BAYER Uerdingen leikur í Hannover. Uerdingen þarf að ná stigi ef það ætlar að halda sér í deildinni. Liðið hefur aðeins 14 stig og er í næst neðsta sæti. Atli Eð- valdsson verður ekki í byrjunarlið- inu samkvæmt heimildum Kicker. ■ KAISERSLA UTERN, lið Lámsar Guðmundssonar, fær HSV í heimsókn. Láms verður á varamannabekknum samkvæmt heimildum Kicker í gær. Kaisers- lautern siglir nú lygnan sjó um miðja deild. ■ BAYERN Mtínchen hefur beðið Knattspyrnusamband Evr- ópu um að blanda sér í deildur þeirra við Porto um Rabah Madj- er, landsliðsmanninn frá Alsír. Upphafið var að Bayern samdi við Madjer til þriggja ára og á hann að koma til Bayern í sumar. Nú er hann hinsvegar í láni hjá spánska liðinu Valencia, en hefur verið meiddur síðustu vikur. For- ráðamenn Bayern segjast hafa heyrt síðustu vikur að Porto bjóði hann til sölu, þrátt fyrir að hann hafí skrifað undir samning við Bayem. Mörg félög hafa áhuga á Madjer þ.á.m. Inter Mílanó, en Bayem hefur nú beðið UEFA um að koma í veg fyrir að Porto selji Madjer annað en til Bayern.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.