Morgunblaðið - 02.06.1988, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988
LISTAHATÍÐIREYKJAVIK
Frá Chagall-sýningunni í Listasafni íslands
Chagnll í Listasafni Lslauds
Sýning á 41 verki eftir Marc
Chagall verður opnuð í Lista-
safni íslands laugardaginn 4.
júní. Verkin eru öll í eigu dótt-
ur listamannsins, Idu Chagall
og er elsta verkið frá árinu
1916 en það yngsta frá 1960.
Marc Chagall fæddist í Rússl-
andi árið 1887. Hann hóf listnám
í heimalandi sínu, en hélt síðan
til Parísar og gerði Frakkland að
öðru föðurlandi sínu. Hann lést
árið 1985.
í fréttatilkynningu frá Lista-
safni íslands segir, að hvar sem
er í heiminum teljist sýning á
verkum Chagalls til stórviðburða.
Hann sé einn virtasti listamaður
aldarinnar og verk hans sé að
fínna í öllum helstu listasöfnum
heims. í verkunum á sýningu
Listahátíðar megi sjá flest megin-
þemu í listsköpun hans, hinn fjöl-
breytilega heim Biblíunnar og flöl-
leikahússins sem hafí verið honum
endalaus uppspretta hugmynda.
Sýningin verður opin alla daga,
nema mánudaga, kl. 11 — 22 fram
til loka Listahátíðar hinn 19. júní
og eftir það frá kl. 11 — 17 til
14. ágúst.
Grafikverk
eftir Howard
Hodgkin í
FIM salnum
SÝNING á grafikverkum
breska listmálarans Howard
Hodgkin verður opnuð í FÍM
salnum, Garðastræti 6, laugar-
daginn 4. júní. Sýningin er
framlag Félags íslenskra
myndlistarmanna til Listahát-
íðar.
í fréttatilkynningu frá FÍM
segir, að Howard Hodgkin sé einn
fremsti myndlistarmaður Breta,
og hafí m.a. verið fulltrúi þeirra
á Feneyjabiennal 1984. Helstu
einkenni verka hans séu annars
vegar djörf, en þó hnitmiðuð lita-
meðferð og hins vegar skreyti-
kennd formgerð. Hodgkin hefur
hlotið Tumer-verðlaunin, sem
veitt eru fyrir framúrskarandi
myndlistarverk.
Sýningin á Listahátíð er n.k.
yfirlitssýning á grafíkverkum
Hodgkins frá síðustu tíu árum.
Hún verður opin daglega frá kl.
14.00 - 19.00 til 19. júní.
(Úr fréttatílkynningu)
Norræn konkret-
list í Listasafninu
SÝNINGIN Norræn konkret-
list 1907 — 1960 verður opnuð
í Listasafni íslands, laugar-
daginn 4. júní kl. 14.00 og er
hún framlag safnsins tíl Lista-
hátíðar að þessu sinni.
Sýningin er samnorrænt verk-
efni og hefur Listasafnið staðið
að undirbúningi hennar fyrir Is-
lands hönd.
Á sýningunni eru bæði mál-
verk og höggmyndir. Frá íslandi
eru verk eftir Finn Jónsson, Sva-
var Guðnason, Valtý Pétursson,
Þorvald Skúlason, Karl Kvaran,
Eirík Smith, Hjörleif Sigurðsson,
Ásmund Sveinsson, Gerði Helga-
dóttur og Guðmund Benedikts-
son.
Sýningin var frumsýnd í Amos
Anderssons Konstmuseum i
Helsingfors í Finnlandi og síðan
sýnd í Norrköpings Konstmuse-
um í Svíþjóð og Henie-Onstad
Kunstsenter í Hövikodden í Nor-
egi. Henni lýkur í Kunsthallen,
Brandts klædefabrik í Óðinsvé-
um.
Sýningin verður opin alla
daga, nema mánudaga, kl. 11 —
22, til loka Listahátíðar þann 19.
júní og síðan frá kl. 11 — 17
fram til 31. júlí.
(Úr fréttatilkynningu)
Fra Norrænu konkretlistarsýningunni.
Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída:
FJÖLGAR ÁRUM,
FÆKKAR HÁRUM
Varla líður svo vikan, að ekki
sé að finna í blöðum og öðrum
fjölmiðlum fréttir um baráttu
mannsins við bölvaldinn mikla,
skallann. Tálvonir um skallameðul
eru settar fram með vissu milli-
bili, og hefír þannig fjöldi fyrir-
tækja og einstaklinga auðgast
stórlega á því að selja hárlitlum
mönnum ónýt meðul.
Móðir náttúru lætur þessa
máttlausu viðleitni gegn skallan-
um ekkert á sig fá, og heldur
bara áfram að fækka hárunum á
höfðum stórs hluta karlpenings
heimsins. Það hefír reyndar aldrei
verið fyllilega útskýrt, a.m.k. ekki
svo að venjulegur leikmaður geti
skilið, hvers vegna hárið dettur
af höfðinu, en ekki af öðrum hlut-
um líkamans. Það er því skiljan-
legt, að menn, sem misst hafa
höfuðhárið, láti sér vaxa úfíð
vanga- og hökuskegg svo rétt til
að sýna, að þeir séu ekki dauðir
úr öllum æðum.
Margir brandarar hafa verið
sagðir og mikið hlegið á kostnað
þeirra sköllóttu. íslendingar hafa
gert meira en margir aðrir í þeim
efnum, enda erum við þekktir
fyrir illgjama fyndni. Sér í lagi
höfum við gaman af að segja sög-
ur af annmörkum og hrakföllum
náungans.
Flestir verða bara að sætta sig
við að sjá kollvikin hækka og
hárið þynnast. Þeir, sem fá
klassíska, kringlótta skallann að
aftan, þurfa alla vega ekki að
horfa á hann í speglinum á hveij-
um morgni. Þeir hafa auðvitað
góða hugmynd um að hann muni
vera þar, en láta sem þeri viti
ekki opinberlega af honum. Þeir
forðast eins og heitan eldinn að
kíkja aftan á sig með því að nota
fleiri spegla en einn. Þeim fínnst
óeðlilegt að vera að horfa aftan
á sjálfa sig. Fæstir myndu þekkja
sinn eigin baksvip. Fyrir þeim eru
þeir sjálfír að aftan eins og ókunn-
ugt fólk.
Þeir, sem ekki vilja sætta sig
við að vera sköllóttir, leita ýmissa
ráða til að hylja höfuðnekt sína.
Þeir loðnustu um lófana leita
lækna og Iáta gera á sér upp-
skurði. Hárin eru tekin með rótum
af hálsinum (alls ekki úr handar-
krikum eða neðar af líkamanum),
og plantað ofan á hausinn. Þetta
er mjög dýr aðferð, en getur
heppnast ákaflega vel, sérstak-
lega ef læknirinn plantar hárun-
um í fallegar raðir. Mikillar þolin-
mæði er hér þörf, því oft þarf að
planta í áföngum, og geta hinir
nýplöntuðu varla látið sjá sig í
margar vikur nema með höfuðfat.
Þeir, sem ekki hafa efni á hár-
greiðslunni, verða að fá sér hár-
kollu. Þær fínustu eru oft festar
ofan á hausinn. Það er gert með
því að láta vangahárin vaxa, og
eru þau síðan fléttuð yfir skall-
ann. Aðkeypt ekta hár er síðan
fest í fléttuna og verður af hin
fínasta motta. Af og til verður
eigandinn samt að fara til mottu-
gerðarmannsins til að láta
strekkja undirstöðuna, þegar
vangahárin vaxa.
Fjöldinn allur af sköllóttum
mönnum fær sér venjulegar hár-
kollur. Þær eru auðvitað mjög
misjafnar að gæðum. Þær geta
verið sérstaklega hannaðar fyrir
viðkomadi og þá límdar niður eft-
ir kúnstarinnar reglum, skilst
mér. Auglýst er, að eigendur
slíkra geti fengið sér steypibað, á
þess að flariægja höfuðprýðina.
Ódýrustu hárkollurnar er hægt
að kaupa beint af búðarhillu og
skella svo á kollinn. Þær eiga það
til að fjúka af höfðum kaupenda
sinna.
Langmestur hluti þeirra, sem
verða fyrir því að missa hár sitt,
verða bara að bíta í það súra epli
og bjarga sér sem bezt þeir geta.
Sumir byija að nota hatta og
önnur höfuðföt. Aðrir reyna að
rækta þau ár, sem enn tolla, og
nota þau til að breiða yfir eyði-
mörkina. Enn aðrir ákveða að
nota skallann sem sitt vörumerki
eða einkenni. Oft raka þeir af sér
kragann, þar sem síðustu hárin
skrimta, og státa svo af gljáandi
skalla eins og Kojak.
Ekki get ég hætt þessu skalla-
tali án þess að segja ykkur nýj-
asta skallabrandarann, sem ég hef
heyrt. Sögumaður er afdankaður
skipstjóri af norskum ættum,
sköllóttur auðvitað. Hér er hans
framlag:
Þeir menn, sem missa hárið að
framan og fá háu kollvikin, eru
sagðir miklir hugsuðir. Um hina,
sem fá kringlótta skallann að aft-
an er sagt, að þeir séu feiknagóð-
ir elskhugar. En þeir, sem verða
sköllóttir bæði að framan og aft-
an, veða að láta sér nægja að
hugsa mikið um „það“!