Morgunblaðið - 02.06.1988, Page 18

Morgunblaðið - 02.06.1988, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988 Þú skiptir máli allt & í Broadway Amór IBIP€AID WAT TOPPOFNAR ÁLAGER Ég fæ falleg oggóð föt á góðu verðiá mig og börnin í við Eiðistorg 611811. Zdenek Mlynar: .. miðstýring er ófær um að efla efnahagslífið.“ Hin nýja soveska kynslóð er eins og óskrifað blað Eftir Önnu Bjarnadóttur TÉKKNESKI útlaginn Zdenek Mlynar er vel til þess fallinn að dæma um framtíð umbótastefnu Mikhails Gorbatsjovs, leiðtoga Sovétríkjanna. Hann stundaði lögfræðinám samtíða flokksleið- toganum i Moskvu 1951 til 1954 og fikraði sig síðan hratt upp valdastigann i Prag. Hann var ritari í miðstjórn kommúnista- flokksins og átti sæti i stjórn- málaráðinu (Politbiiro) árið 1968. Hann var einn af upphafs- mönnum „vorsins í Prag“ ásamt Alexander Dubcek. Mlynar hætti afskiptum af stjórnmálum eftir innrás Sovétmanna í ágúst 1968. Hann starfaði í skordýra- deild þjóðminjasafnsins i niu ár en missti vinnuna þegar hann skrifaði undir „Charta 77“. Hann tók boði Brunos Kreiskys, fv. kanslara, um að setjast að í Austurríki og flúði land áður en hann var handtekinn. „Ég var of ungur til að vera píslarvott- ur,“ segir hann. Mlynar er 57 ára. Hann býr í Vín, er dósent við háskólann og stundar ritstörf. Hann er orðinn þreyttur á að tala um atburðina í Tékkóslóvakíu en bindur vonir við þróunin í Sovétríkjunum. Á sínum tíma var leikin heimildarmynd byggð á reynslu hans, þegar Sovét- menn komu með hervaldi til Prag 1968, sýnd í íslenska sjónvarpinu. Hann átti eftirfarandi samtal við blaðamenn svissneska vikublaðsins Die Weltwoche og Morgunblaðsins fyrir nokkru. Blaðamenn: Tuttugu árum eftir að sovéskir skriðdrekar bundu enda á vonir í sambandi við „vorið í Prag“ ríkir aftur von í Austur-Evrópu. Hefur umbótastefna Gorbatsjovs nýja möguleika í för með sér fyrir kommúnistaríkin í Mið- og Austur Evrópu? Zdanek Mlynar: Já, hún hefur það. En það er mótsagnakennt að Tékkar og Slóvakar skuli nú vona að þeir sem réðust inn í landið fyr- ir tveimur áratugum muni nú bæta ástandið í Tékkóslóvakíu. Blm: Er Gorbatsjov að taka upp þráðinn þar sem Alexander Dubcek ar stöðvaður? Mlynar: Nei, það held ég ekki. Tilraunin í Sovétrílqunum minnir þó á ýmsan hátt á það sem við reyndum að gera í Tékkóslóvakíu 1968. Höfuðvandinn var hinn sami þar og í Sovétríkjunum nú. Hann er sá að miðstýring eflir ekki efna- hagslífið ... Blm:... og það er ástæðan fyrir því að kommúnisminn hefur haft fátækt í stað velmegunar í för með sér. Mlynar: Umbótastefnumar eiga það sameiginlegt að þær viður- kenna báðar að það er ekki hægt að leysa efnahagsvandann ein- göngu með efnahagsaðgerðum heldur verður pólitisk tilslökun einnig að koma til. Að öðru leyti er mikill munur á aðgerðum „vors- ins í Prag“ og umbótum Gor- batsjovs. Nú eru aðrir timar. Það er við ólík pólitísk vandamál að etja. Tékkóslóvakía og Sovétríkin eru ólík. Blm: Eigið þér við að þarfir tékkneska þjóðfélagsins hafi verið aðrar árið 1968 en þarfír Sovétríkj- anna voru þegar Gorbatsjov tók við árið 1985? Mlynar: Að sjálfsögðu. Þarfír þessara þjóðfélaga em enn allt öðru vísi. Þegar Tékki ber sig saman við nágrannaþjóðir sínar þykist hann vita að án kommúnísku stjómarinn- ar gæti hann haft það jafn gott og Austurríkismenn eða Vestur-Þjóð- veijar. Blm: Sem er alveg rétt hjá hon- um. Mlynar: Tékkneska þjóðarsálin er sem sé handviss um að hafa Samtal við tékk- neska útlagann Zdenek Mlynar sem hefur kynnst Gorbatsjov og starfaði með Dubcek misst af einhveiju við það að sov- éska kerfíð var tekið upp, að allt fór á verri veg á vissum punkti. Hún vill snúa aftur að þessum punkti og þar eiga umbætumar að hefjast. Blm: Þegar Rússi ber sig aftur á móti saman við nágrannaþjóðim- ar sér hann ekkert nema hinar kommúnistaþjóðimar sem hafa það jafn slæmt og hann. Auk þess eru fáir ljósir punktar í fortíð hans sem hann vildi snúa aftur til. Mlynar: Einmitt, þannig er þetta. Eftirvænting, kröfur og von- ir þjóðanna em þess vegna svo ólík- ar. Lýðræðisvæðingin í Tékkóslóv- akíu og hinum sósíalísku ríkjunum í Mið-Evrópu verður að ná lengra en í Sovétríkjunum. En það er ekki komið að því enn. Það sem nú skipt- ir máli er hvort stefna Gorbatsjovs nær fram að ganga. Allt annað er undir þvi komið. Blm: Gerir hún það? Mlynar: Ég er því miður enginn spámaður. Blm: Vestrænir fréttaskýrendur em efíns. Þeir nefna til dæmis erfíð- leikana sem hin mörgu þjóðarbrot valda stjóminni í Moskvu. Mlynar: Barátta þjóðarbrotanna verður Sovétríkjunum öragglega ekki að falli. Gorbatsjov stæði að- eins hætta af henni ef þjóðarbrotin sameinuðust og yrðu öflug. En það geta þau ekki. Þau em alltof ólík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.