Morgunblaðið - 02.06.1988, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 02.06.1988, Qupperneq 30
30 SIEMENS VS 9112 Öflug ryksuga • Stillanlegur sogkraftur frá 250 W upp í 1100 W. • Fjórfjöld síun. • Fylgihlutir geymdir í vél. • Sjálfinndregin snúra og hleðsluskynjari. Gömlu góðu SIEMENS gæðin! SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 AMSTMD PC-tölvur og prentarar á gamla verðinu/ (PC-tölvur frá kr. 49.900) oröumutMD v/Hlemm, s. 621122. XJöföar til ll fólks í öllum starfsgreinum! MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2.C JÚn'íT988 SVIPMYNDIR ÚR BORGINNI / Ólafur Ormsson „Hvað með mann sem virniur á loftbor? „Hvað með mann sem vinnur á loftbor?... Frá 1. febrúar 1984 hafa birst hér í Morgunblaðinu nákvæmlega áttatíu Svipmyndagreinar. Furðu- legt hvað tíminn líður, finnst það hafa verið í fyrravetur að þessi skrif hófust. í tilefni af tímamótun- um og sumri komum við saman nokkrir kunningjar á heimili kunn- ingja okkar í Hlíðunum og ræddum stöðu þjóðmála, þurftum enga fjöl- miðla við að styðjast, við erum al- veg færir um að álykta um gang mála í þjóðfélaginu. Ég kom með jarðarberjaís og húsráðandi, gest- gjafínn, hellti upp á kaffí og bar fram meðlæti. Það var vætutíð, rigning eins og verið hefur seinni hluta aprflmánað- ar og fram í byijun maímánaðar, það var 1. maí, hátíðardagur verka- lýðsins, við tilheyrum jú flest verka- lýðnum. Ég gekk svolítið um borgina áður en umræðufundurinn hófst í íbúð kunningja míns í Hlíðunum og ég tók eftir því að húsráðendur eru þegar famir að huga að gróðri í görðum og sumir virðast elska bfla sína alveg ótakmarkað, hlúa að þeim eins og viðkvæmum gróðri, voru ýmist að þrífa þá eða bóna og á bflastæðum gegnt Iðnskólanum á Skólavörðuholti var einn ágætur kunningi að þrífa bfl sinn, nýjan Buick Skryeal, glæsivagn. Hann er einn af þeim mönnum sem oft hef- ur verið vitnað til í þessum grein- um, ekki þó nafngreindur þar sem hann er svo hlédrægur að hann þarf að hafa mann með sér á fund bankastjóra, ef hann á að koma upp nokkru orði, er þó undariegt megi heita einn mesti húmoristi sfðari tíma. Hann er stundum heimildar- maður greinarhöfundar, fer nefni- lega víða og það fer ekkert fram hjá honum. Lögreglan hefur t.d. ekki fyrr sett neyðarflautuna í gang eða sjúkrabfllinn, ég tala ekki um slökkviliðið, að hann er rokinn út, frá hálfkláruðum matnum, útí bfl sinn og svo fæ ég stundum ítarlega skýrslu frá þessum menni, af bruna, árkestri, slysi. Hann er verkamaður að atvinnu, hafði samt ekki hug- mynd um að það var 1. maí og kom af fjöllum þegar ég spurði hvort hann hefði tekið þátt í kröfu- göngunni. — Hvaða kröfugöngu? spurði hann þar sem hann var að bóna bflinn sinn hátt og lágt. — Nú, verkalýðsfélaganna. Það er 1. maí. — Hvða segirðu? 1. maí? Nú, það er sunnudagur. — Já, 1. maí ber upp á sunnudag í ár. / — Það hefur nú bara alveg farið fram hjá mér, ég var að spila brids fram eftir degi og síðan fór ég í að þrífa bflinn, geri það yfírleitt á sunnudögum. Heyrðu, ég var með þijá rétta í Lottóinu í gærkvöldi, sagði hann allt í einu. — Jæja, og þá ertu allt í einu orðinn eftiaður eða hvað? spurði ég. — Nei, þetta eru nú ekki nema þijú, fjögur þúsund krónur og hvað ætli að muni um það þegar bensín- lftrinn fer senn að hækka. Á hvaða ferðalagi ertu? spurði kunningi minn. — Ég er nú á leiðinni upp í Hlíðar á umræðufund, í stofu, í íbúð hjá góðum kunningja. — Umræðufund? spurði bflaeig- andinn og varð eitt spurningar- merki í framan. — Já umræðufund. — Fara þeir fram ennþá? Ég hélt að menn mættu ekki lengur vera að því að koma saman, vegna yfírvinnu og sjónvarpsins. — Jú, við finnum okkur stundum tíma, þama í íbúð kunningja míns í Hlíðunum og förum yfir atburði liðins mánaðar eða viku. — Og auðvitað flestir með há- skólapróf. Fær verkalýðurinn að taka þátt í slíkum umræðufundum? spurði kunningi minn og var rétt að ljúka við að snyrta bíl sinn hátt og lágt. — Já, já, engin prófskírteini við innganginn. — Hvað með Dagsbrúnarverka- menn? Fá þeir að taka þátt í umræð- um? — Það er nú líkast til, ég er sjálf- ur í Dagsbrún og hef verið í um það bil eitt ár og alltaf velkominn á umræðufundina. — Hvað með mann sem vinnur á loftbor? Fær hann að taka þátt í umræðum? — Auðvitað, það er ekki farið í manngreinarálit, og því síður spurt um atvinnu manna. — Er möguleiki á að fá að tjá sig á fundinum? spurði kunningi minn. — Já. Eitthvað sem þú vilt sér- staklega taka fyrir? spurði ég. — Það kemur þá í ljós á fundin- um, sagði hann og ég hélt að hann ætlaði aldrei að ljúka við að bóna bflinn. Þegar hann var loks orðinn ánægður með árangurinn gátum við báðir speglað okkur í bfllakkinu. Við komum upp í Hlíðar fímmtán mínútum eftir að fundur hófst. Það gerði nú raunar ekki svo mikið til, vegna þess að þrír fundarmenn höfðu boðað símleiðis að þeir gætu ekki komið. Einn var að vinna í bókhaldi eigin fyrirtækis, annar var að festa kaup á nýrri íbúð og var að ganga frá samningum og sá þriðji að ganga frá skilnaði og því í mörgu að snúast. Fyrir í íbúðinni voru húsráðandi og maður sem gerði ekki annað en að tala um tölvur. Hann starfar á tölvu í prentsmiðju og fyrir honum er tölvan greinilega það sem lífið snýst um. Þegar borin hafði verið fram jarðarbeijaís og ég kynnti kunningja minn sem starfar á loft- bor og hinir tveir höfðu samþykkt að hann væri þátttakandi í umræð- um um þjóðfélagið og þjóðlífið svona almennt var slökkt á öllum flölmiðlum, útvarpi og sjónvarpi og myndbandstæki. Húsráðandi er í líkamsrækt og drekkur daglega margar hymur af Svala. Stór og stæðilegur, um einn og níutíu á hæð og vegur um áttatíu kfló, á fímm- tugsaldri og merkilegt nokkuð, skuldlaus maður, skuldar ekki krónu og því varla hinn dæmigerði íslendingur. Hann hóf umræðumar á því að skýra okkur frá því að hann hefði aðeins tekið eitt lán um ævina, fyr- ir tuttugu og fímm ámm og þá til kaupa á þeirri íbúð sem hann býr enn í og er fjögurra herbergja og hann á nú skuldlausa. — Hvemig í ósköpunum hefurðu komist hjá því að taka ekki nema eitt lán um ævina? spurði maðurinn sem vinnur á loftbor og hámaði í sig jarðarbeijaísinn. — Ég er nægjusamur, sparsam- ur, nota enn að mestu sömu hús- gögnin og ég keypti er ég flutti í íbúðina, svo hef ég alltaf búið einn, að vísu verið í sambúð með tveimur konum, þær hafa þá haft sín fjár- ráð, ég mín. Ég hef fjárfest heilmik- ið í einingabréfum, kjarabréfum og notfært mér alla þá möguleika sem bankamir hafa boðið upp á varð- andi innlánsvexti og á orðið alln- okkra upphæð í bönkum. Aðalatrið- ið er að ég læt nægja það að eiga fjögurra herbergja íbúð, gamlan bíl og eyði ekki um efni fram. Maður- inn á loftbomum drakk kaffí og hámaði í sig jólakökubita sem stóð í honum. Hann hóstaði þessi lifandi ósköð og húsráðandinn barði á bak- ið á honum og þá losnaði um jóla- kökusneiðina og hann náði loks andanum og stundi upp: — Mikjð vildi ég vera í þínum spomm. Ég er skuldum vafínn, nýi Buicikinn er keyptur meira eða minna á víxlum og skuldabréfum. Sá sem hafði áðúr vegsamað svo mjög tölvumar sagði þau tíðindi að hann hefði eignast eina slíka og eiginlega ekki útborgað krónu, öll upphæðin á víxlum og skuldabréf- um og gestgjafínn kom viðstöddum enn á óvart með því að skýra frá því að hann hefði í mánaðarlaun um sextíu þúsund krónur og telur það mjög góð laun og segist alls ekki vilja hafa meiri tekjur, sextíu þúsund króna mánaðarlaun geri honum fært að lifa áhyggjulausu lífi . . . Hamborgarhryggur ALI - GÆÐI ALI - GÆÐI 1.097 ALI - GÆÐI pr. kg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.