Morgunblaðið - 02.06.1988, Síða 43

Morgunblaðið - 02.06.1988, Síða 43
ÁÍÖRGÍntfBLA£ÍÍÐ, FÍMMTUI)AGUR 2. JÍJNÍ"Í988 Morgunblaðið/Þorkell Frystiklefinn sem eldurinn kom upp í er ónýtur eftir brunann og tjónið í húsinu nemur tugum milljóna. Bruni í Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur: Reyksprenging og mökk- urinn skyggði á sólu Morgunblaðið/KGA Signrður Emilsson, formaður rafveitunefndar Hafnarfjarðar, tekur fyrstu skóflustunguna að nýju að- veitustöðinni. Rafveita Hafnarfjarðar 50 ára: Fyrsta skóflustungan að nýrri aðveitustöð tekin FYRSTA skóflustungan að nýrri aðveitustöð, sem risa á við Öldu- götu 39 í Hafnarfirði, var tekin i gær. Aðveitustöðin kemur til með að þjóna öllu orkusvæði Hafnar- fjarðar. Hingað til hafa Hafnfirð- ingar fengið sina raforku i gegn- um 33 kw linu frá Elliðaárstöðinni en sú lína og fleiri linur sem Uggja til Suðurnesja eru nú fyrir i skipu- lagi þess svæðis. Ráðgert er að hin nýja aðveitustöð tengist nýrri rafstöð sem nú er á undirbúningsstigi í Hamranesi, skammt sunnan við Hafnarfjörð. Sú stöð mun sjá Suðumesjum, Hafnar- firði og Reykjavík fyrir raforku. Að sögn Jonasar Guðlaugssonar, rafveitustjóra Hafnarfjarðar, verður lögð strengjalína frá aðveitustöðinni og loftlína yfir hraunið að aðal- spennistöð Landsvirkjunar, sem byggð verður í Hamranesi í lok næsta árs. Fyrsta skóflustungan að nýrri að- • veitustöð Hafnfírðinga var tekin á afmælisdegi Rafveitu Hafnarfjarðar. Á fundi Rafveitunefndar i gær var eftirfarandi samþykkt gerð: í tilefni 50 ára afruælis Rafveitu Hafnar- fjarðar verði reistur minnisvarði við Hörðuvallastíflu og unnið verði að varðveislu stíflunnar og þeirra minja sem þar eru og tengjast sögu Raf- veitunnar. TUGMILLJÓNA króna tjón varð er eldur kviknaði í Hraðfrystihús- inu á Ólafsvík með þeim afleiðingum að framleiðsla þess stöðvast næstu þrjár vikurnar. Eldsins varð vart skömmu eftir ld. 11 í gær- morgun er starfsmaður i tækjaklefa hússins opnaði hann. Gaus þá mikill eldur og reykur á móti honum og átti hann fótum fjör að launa. Honum tókst að setja brunaboða hússins í gang og starfsfólk frystihússins tók að streyma út úr því enda fylltist húsið af reyk og sóti á örsskömmum tíma. Sjónarvottar sem stóðu fyrir utan hú- sið lýstu atburðinum þannig að heyrst hefði mikil reyksprenging og hefði mökkurinn sem fylgdi í kjölfarið verið svo mikill að skyggði á sólu. Tómas Sigurðsson slökkviliðs- stjóri á Ólafsvík sagði í samtali við Morgunblaðið að hið fyrsta sem þeir hefðu gert var að senda fjóra reykkafara inn í húsið til að athuga hvort eitthvert fólk væri enn til staðar þar en síðan hófst slökkvi- starfið og gekk það mjög greiðlega. Kom þar í góðar þaríir nýr og full- kominn dælubíll sem slökkviliðið fékk í fyrra. “Við teljum að eldurinn hafi fyrst komið upp í frystiklefanum og það- an hafi hann borist ytir í tækjaklef- ann sem liggur samhliða. Við vitum hinsvegar ekki ekki enn hver elds- upptökin voru,“ sagði Tómas. Á milli 50 og 60 manns voru í húsinu er eldsins varð vart og ekki náðu allir að koma sér út í tíma. Ólafur Kristjánsson yfirverkstjóri vann það afrek að bjarga ungri stúlku úr húsinu en hún var nýbyij- uð að vinna þar og rataði ekki út er húsið fylltist af reyk. “Óð inn í reykinn og dró hana út“ “Ég var ekki í húsinu sjálfu er eldurinn gaus upp heldur í salt- fiskverkuninni sem er næsta hús við. Ég hljóp að frystiháinu og rak fólkið af neðri hæðinni út. Síðan heyrði ég í stúlkunni og óð þá inn í reykinn, náði í hana og dró hana út,“ sagði Ólafur Kristjánsson. En var nokkuð hægt að sjá til í húsinu? “Nei, maður sá ekki handa sinna skil. Hinsvegar kallaði ég fyrst til stúlkunnar og bað hana að ganga á hljóðið. Er hún gat það ekki var ekki um annað að ræða en ná í hana. Ég passaði mig á því að halda höfðinu sem næst gólfínu og þetta blessaðist allt. Þegar svona kemur upp á hugsar maður fyrst og fremst um að bjarga fólki út, annað kemst ekki að á meðan“ Framleiðslan stöðvast í þijár vikur Aðaleigandi og framkvæmda- stjóri frystihússins er Ólafur Gunn- arsson. Hann sagði að enn væri of snemmt að meta tjónið af þessum bruna, en sagði ljóst að það næmi tugmilljónum króna og að fram- leiðsla hússins myndi stöðvast næstu þijár vikurnar. “Fyrir utan brunatjónið í frysti- og tækjaklefunum er stór hluti hússins illa farinn af reyk og sóti en loftræstikerfið bar reykinn um Kristleifur Kolbeinsson, slökkviliðsstjóri á Hellissandi, Ólafur Gunn- arsson, framkvæmdastjóri, reykkafari og starfsmenn ganga út úr húsinu eftir hafa kannað tjónið. allt," sagði Ólafur Gunnarsson. “í frystiklefanum voru á milli 300-400 tonn af unnum fiski sem telja verð- ur ónýta vöru.“ Framleiðsla í frystihúsinu hefur verið nokkuð jöfn og góð undan- famar vikur eftir léleg aflabrögð í vetur og er eldurinn kom upp var verið að landa 160 tonna afla úr togaranum Má. Ólafur sagði að þessi afli yrði sennilega sendur á fiskmarkaðinn í Hafnarfirði í dag. “Því er ekki að neita að við höf- um orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni en nú' er ekki annað framundan en byggja upp á nýtt og koma fram- leiðslunni í gang sem fyrst,“ sagði Olafur. “Mikil áfall“ “Það er ljóst að það er alvarlegur atburður fyrir bæjarfélagið og mik- ið áfall er stærsta fyrirtækið verður úr leik með þessum hætti." sagði Kristján Pálsson bæjarstjóri. “Hins- vegar er duglegt fólk sem vinnur hjá þessu fyrirtæki og ég á von á að allt verði sett á fullt strax við að koma framleiðslunni aftur í gang. Því býst ég ekki við að fram- leiðslan stöðvist í langan tíma.“ Kristján reiknaði með að þau skip og bátar sem lagt hafa upp afla sinn hjá hraðfrystihúsinu myndu leggja öðrum fiskverkunúm í bænum til hráefni meðan að vinna í frystihúsinu liggur niðri. Utanríkisráð- herra afhent skjöl SAMTÖK herstöðvaandstæðinga afhentu í gærmorgun utanríkisráð- herra afrit af öllum þeim skjölum sem þau hafa í fórum sínum og nefnd hafa verið „bandarisk leyniskjöl", en þau hafa verið leyst úr leyndarböndum { bandariskum skjalasöfnum á undanfömum árum. Að sögn Ingibjargar Haraldsdóttur, formanns samtakanna, var af- hending þessara skjala liður i að gera öll sköl af þessu tagi aðgengileg íslendingum. Skjölin eru 143 talsins ogeru aðal- lega frá árunum 1948-1951. Fjalla þau fyrst og fremst um íslensk vam- armál en einnig eru þar skýrslur um almenna upplýsingaöflun bandarfska sendiráðsins í Reykjavík. Ingibjörg Haraldsdóttir sagði I samtali við Morgunblaðið að skjöl þessi hefðu verið I vörslu Þjóðskjala- safns Bandaríkjanna, og hefðu þau komist í hendur samtakanna fyrir milligöngu Elfars Loftssonar, sagn- fræðings. Morgunblaðið/KGA Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra tekur við skjölunum úr hendi Ingibjargar Haraldsdóttur, formanns Samtaka herstöðva- andstæðinga. A milli þeirra stendur Arni Hjartarson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.