Morgunblaðið - 02.06.1988, Side 49

Morgunblaðið - 02.06.1988, Side 49
88CÍ ÍMÚI. .2 flaOAaUTMMnt .ÖIOAJaVIUOflOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988 8* 49 vestari hlutanum er ástandið ann- að. Gamlar lagnir eru víða lélegar og geta jafnvel verið horfnar með öllu, eins og sannaðist í einu húsi, þar sem maurar heijuðu af miklum krafti. Það er því alls ekki óhugs- andi, að mauramir geti borist með holræsakerfínu á milli staða. í öðru lagi er sá möguleiki fyrir hendi, að hitaveitulagnir eigi þátt í dreifíngunni. Og í þriðja lagi má benda á það, að húsamaurinn fannst fyrst í gróðurhúsi hér á landi og einnig hefur fundist bú í blómapotti í heimahúsi í Breið- holtinu. Skaðsemi húsamaura Erlendis virðast þessi dýr yfír- leitt ekki vera talin meindýr. Ber það kannski helst til, að tegundin veldur ekki verðmætatjóni, og í þeim löndum, þar sem húsamaurar eru algengir, eru menn yfírleitt ekki uppnæmir fyrir skordýmm í umhverfí sínu. Erfítt er að fullyrða nokkuð um skaðsemi húsamauranna, en hvim- leiðir geta þeir verið þegar drottn- ingamar ungu skríða fram svo hundruðum eða þúsundum skiptir. Á myndinni sést dreifing húsamauratilfella í Reykjavík, Kópavogi og á Seltjamarnesi. F.ins og sjá má eru tilfellin flest í eldri hverfunum. Ef myndin prentast vel má sjá tölur í hringjunum, sem gefa til kynna hvaða ár maurarnir fundust fyrst á staðnum. Húsamauramir hafa eiturgadd eins og aðrar búmaurategundir en ekki er kunnugt um, að hann geti unnið á mannshúðinni. Dæmi em þó til þess, að íbúar húsa þar sem maurar hafa náð bólfestu hafí kvartað undan útbrotum, hver svo sem orsökin hefur verið. Það er heldur ekki útilokað, að maurar þessir geti borið með sér óþrifnað neðan úr skólpinu. Þar sem flestir íslendinga gera einnig mjög ákveðnar kröfur um, að íbúðar- húsnæði sé að mestu laust við skordýr, er húsamaurinn á góðri leið með að verða talsvert vanda- mál hér á landi. Hvað er til ráða? Fæstir sætta sig við að hafa þessa gesti til frambúðar inni á heimilum sínum. Menn skulu þó hafa það í huga, að tilvist þeirra bendir sterklega til þess, að lag- færinga sé þörf á frárennsli hú- sanna. Til þess að ráða niðurlögum mauranna þarf að uppræta búin, en það er oftast erfíðleikum háð. Stundum virðist eitrun hafa dug- að, hversu varanlegt sem það kann svo að reynast. Það er einnig reyn- andi að fylla með þéttiefnum allar sprungur í gólfplötu eða rifur með niðurföllum og rörum, þannig að mauramir komist ekki inn í íbúð- ina. Þetta leysir að vísu ekki stærsta vandann, sem í mörgum tilvikum er laskaða skólplögnin. Að sjálfsögðu er mikilvægast, að hún verði lagfærð og því síðan fylgt eftir með öflugri eitrun. Það getur kostað verulegt rask, bæði á íbúð og högum fólks, en víst er að það gengur ekki til frambúðar að skola öllu frárennsli niður und- ir gólfplötuna. Eins og ástandið hlýtur að vera í frárennslismálum í eldri íbúðar- hverfum í Reykjavík má búast við því, að húsamaurinn skjóti upp kollinum æ víðar á komandi árum. meginþorra þjóðarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er224 80 Er wps1*^ sSSr-' B&gUsssssaa** Btömava' urrr 9***£fa seg'r' qérírasö'ngar . <jagana se w\ -\4-18 ííSTttsa \ ssss Föstudag ^ Fagleg þekking, - fágleg þjónusta Gróði^úsÍnu v/Sigtún. Sími: 68 90 70

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.