Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 53
tjgei í’/tn. .2 ínroAQUTMMn .œgajsvtjohom MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988 SIG 55"* Varðmemi Islands Islenzkir ungtemplarar 30 ára Það var á sumardaginn fyrsta 1958, sem samtökin íslenzkir ung- templarar voru stofnuð á útisam- komu við Tjömina. Sem sagt í tún- fæti fyrsta landnámsmannsins og bóndans í Reykjavík. Hugsjón þessara samtaka barst hingað frá Svíþjóð með hinum frá- bæra hugsjónamanni í samtökum templara, Gissuri Pálssyni, sem sótt hafði hálfrar aldar afmælismót sænskra ungtemplara árið 1956. Einn ógleymanlegasti forystu- maður þeirra, Sune Person ritari Norræna sambandsins, kom einmitt hingað til íslands í boði Gissurar til að leiðbeina um þessi málefni. Og svo sem getið er um í upphafi var þetta æskulýðssamband stofnað 24. apríl 1958. Hér verður saga þessara samtaka að sjálfsögðu ekki rakin. Það yrði of langt mál. Það má segja að í upphafi ríkti mikil bjartsýni og kraftur, mér ligg- ur við að segja vorbirta gróandi menningar 1 hugum og hjörtum brautryðjenda, sem voru 8 ung- mennastúkur og þeirra foringjar. Og eitt fjölmennasta æskulýðsfélag sem stofnað hefur verið og starfað í íslenzku þjóðkirkjunni, Ung- mennastúkan Hálogaland í Lang- holtssöfnuði með nær 300 félags- mönnum, varð þessum samtökum mikill styrkur í byrjun. En það ætti ekki heldur að gleymast, að okkar góða hús í nánd Tjamarinnar, sem allir þekktu und- ir nafninu „Gúttó" var þáverandi Templarahöll og breiddi faðminn móti þessum nýju æskulýðssamtök- um af mikilli alúð og höfðingslund. Annars má segja fullum fetum, að IUT sýndi mikinn dug og mynd- arskap frá byijun og á fyrsta ára- tug. Um það votta Jáðarsmót, Heið- mörk og hátíðarsamkomur síðsum- ars hvers í Galtalækjarskógi. En þau sumarmót eru einn hinn feg- ursti menningarlogi, sem lýsir í skemmtanalífi íslenzku þjóðarinnar. Og ættu allir af þeim að læra. Aldrei hefur verið meiri þörf fyr- ir leiðsögn og handleiðslu æskufólks en einmitt nú, þegar eitumeyzlan leggur undir sig heiminn, svo líkja má við styijaldir og ósýnilegar atómbombur á sjálfar mannsálim- ar. Þar verða íslenzkir ungtemplar- ar að telja góða varðstöðu nú, sitt æðsta hlutverk. Sumarmótin í „skóginum" benda öllum öðmm, sem undirbúa sumar- skemmtanir þúsundanna úti í dýrð síðsumarsins, á það takmark, sem slíkar samkomur þurfa að eiga og steftia að til að verða mikilsverður menningarþáttur á vegum æskunn-. ar og í raun allrar þjóðarinnar. En þar hefur vantað mikið til. Þar ætti hin gáfaða, glæsilega og hrausta íslenzka æska að ganga fram með hetjudáðum á Qölbreytt- an hátt. Þar mætti gjaman minnast á verðugan hátt, að íslenzka þjóðin er svo hamingjusöm, að þurfa ekki að veija tíma sínum, kröftum og fjármunum til hins mesta bijálæðis og heimsku, sem nefnist hertækni og djöfulæði styijalda. Líklega gera fáir sér grein fyrir, hve þetta er stór og mikilsverður þáttur í öllu lífi íslenzku þjóðarinnar. Hugsið ykkur, þið göfugu íslenzku ungmenni, hve dásamlegt það er, að þið skulið ekki vera skyld- ■ ug til á fegursta þroskaskeiði æsk- unnar, að vera send að heiman í stofnanir, sem kenna hópmorð og vopnaskak, styijaldaræði og grimmd á vegum valds og kúgun- ar. Það er meiri hamingja en nein orð ná yfir. Að ekki sé nú minnst á þá milljarða, sem þessi fámenna þjóð gæti og getur varið til vitur- legri framkvæmda á brautum friðar og frelsis. Þess verður aldrei notið né þakkað með orðum einum. Og í sambandi við það vildi ég benda á eitt, sem ætti að vera virkur þátt- ur í athöfnum og stefnu þeirra varð- manna, sem ungtemplarar eru eða ættu að vera á vegum bemskunn- ar. En það er að koma í veg fyrir vopnaleiki bama og unglinga, sem hafa færzt svo mjög í vöxt á sfðustu tímum. Er til ógeðslegra athæfi, þótt í leik sé framið, en sjá fallegan dreng miða byssu sinni, fagurskreyttu leikfangi, að systur sinni, bróður eða vini? Svari því hver sem vill. En í landi, sem er á svo háu menningar- stigi að banna hnefaleika, ættu vopnaleikir vissulega að vera bann- aðir. Þetta og margt fleira minnir á nokkra þætti í varðstöðu íslenzkra ungtempiara, sem gætu eflt bæði aðstöðu þeirra í samfélaginu og ekki síður þeirra eigin hugsun og hjartalag til viturlegra athafna. Það gæti orðið grunnur daglegra og árlegra félagsstarfa, sem aldr- ei mætti vanrækja. Mætti þar fyrst nefna vissan dag á hveiju vori, sem væri vel undirbúinn til vinnu í skóg- rækt og til leiðbeiningar um alla umgengni við gróandi líf landsins og vemdun þess. Þar skyldi einnig minna á upphafið. Þegar unnið var á Jaðri og í Heiðmörk til ræktunar gróandi þjóðlífs bæði jarðar, tijá- gróðurs og blóma og ekki síður til eflingar hugsunar og samstarfs í anda og krafti hugsjóna þessara mikilsverðu félagssamtaka og varð- stöðu þeirra um gróandi þjóðlíf á vegum hins góða og fagra. Næst skal hér bent á nauðsyn þess, að kynna þessar hugsjónir og kraft þeirra í kirkjunni og skólun- um. Leita þar ráða og dáða. Og þar verður umfram allt að leita samstarfs og kynningar við kenn- ara og presta. Ein eða fleiri árleg- ar kirkjuferðir í fallegum hópi og vel undirbúnar til að fræðast og Aðalfundur SÍH í Eyjum: Rætt um eignar- hald á jarðhita SAMBAND íslenskra hitaveita heldur áttundas aðalfund sinn dagana 2. og 3. júní í félags- heimilinu við Heiðarveg í Vest- mannaeyjum. Auk venjulegra aðalfundastarfa verða flutt nokkur erindi, m.a. um nýjungar hjá hitaveitum, eignarhald á jarðhita og jarðhitaréttindum og súrefnisupptöku í plaströrum. I tengslum við erindi um nýjungar hjá hitaveitum verða ráðgjafar og söluaðilar tölvukerfa með kynningu á stýri- og viðvörunar- kerfum báða dagana. í frétt frá SÍH segir að hitaveitur noti tölvur í auknum mæli til skrá- „ Aldrei hefur verið meiri þörf fyrir leið- sögn og handleiðslu æskufólks en einmitt nú, þegar eiturneyzlan leggur undir sig heim- inn, svo líkja má við styrjaldir og ósýnilegar atómbombur á sjálfar mannsálir nar. “ fræða væri öruggt ráð til að vekja hugsun og vilja, víðsýni og trúar- kennd. f skólunum skyldu undirbúin mót til fræðslu um voða á vegum eitur- efna og neyslu þeirra, bæði áfeng- is og tóbaks og alls konar dóps og hvað af því getur leitt mikla óhamingju með glæpum og sjúk- dómum og þá ekki sízt alls konar hryllings í vaxandi ástum og kynlífsathöfnum óvita. Varðstaða íslenzkra ungtempl- ara yrði því bæði viðtæk og vemd- andi, kraftur þeirra meiri en nokk- um gæti gmnað. Án þessa sam- starfs, sem æskan sjálf ætti þama frumkvæði að í vinsamlegum sam- skiptum við helztu menningarstofn- anir þjóðarinnar — kirkjur og skóla yrði margt svo erfitt og fjarlægt. Að ógleymdum þeim tengslum, sem þama mjmduðust milli heimila og menningarstofnana. Að sjálfsögðu mætti nefna margt fleira á þessum starfs- og hugsjónabrautum. Gott væri að heimsækja og bjóða fram aðstoð á hjálparstofnunum aldraðra og fatlaðra. Æska og elli þurfa að eiga samleið. Auðvitað eru svo kynningarferðalög og hópferðir bæði innanlands og utan einnig mikilsverður þáttur í þessu fé- lagslífi. Sömuleiðis árlegar sam- komur og hátíðarstundir, og þá ekki sízt fyrir IUT að muna eftir árshátíð á sumardaginn fyrsta ár hvert með fjölbreyttum þáttum í ræðum, söng, leikjum og dansi. Best væri þá að fá húsnæði til þess í nýja Ráðhúsinu fallega við ’ljöm- ina sem bíður nú borgaranna á élja- gangi stjómmálanna. Og er ennþá aðeins draumsýn. En sannarlega ættu þeir vormenn sem þá verða f broddi fylkingar að hafa sem nán- ast samstarf við forystumenn borg- arinnar og sanna þeim, hve vel þeir standa vörð um bezta gróður vorsins í samfélagi þjóðar. Vel skyldi þá muna að upphaf þessa varðliðs var stofnað á Tjamarbakk- anum, í túnfæti Ingólfs og Hallveig- ar, og er því nánast upphafið sjálft helgasti hlaðvarpi íslands. Og þau hjón innrættu sannarlega sínum niðjum trúna á sigur sólar og morg- uns, sigur vorsins og lífsins. Þær bemskuminningar urðu þeim niðj- um svo heilagar ævilangt, að þeir fólu sig þeim föður, sem sólina skóp í síðasta andvarpi sínu. Fegri minningu er íslenzkum vormönnum á 20. öld naumast unnt að finna til að móta sína helgustu perlu til hamingju og heilla á ævi- leið. Er æðri auður til nokkurri þjóð en slíkt land, sem við eigum að erfðum ftá upphafi og eigum nú sem paradís friðar og frelsis, starfs og mannréttinda. Látum aldrei hé- gómlegar eijur og eitur ræna þeim auði. Islenzkir ungtemplarar vaki þar á verði frá sólarupprás við ljóm- ann frá ásjónu Sólarföður til síns hinzta dags. Lögreglan: Nýir búningar til reynslu SEXTÁN íslenskir lögreglumenn munu klæðast nýjum einkennis- búningi i byijun júlímánaðar. Þá verða teknir í notkun, til reynslu, nýir og breyttir lögreglujakkar. Jakkarnir eru dðkkbláir að lit og þyki þeir reynast vel er búist við að þeir verði hluti af einkennis- fatnaði lögreglunnar frá næstu áramótum. Tíu lögreglumenn í Reykjavík, fjór- ir í Keflavik og tveir á Sauðárkróki munu nota nýju jakkana á reynslu- tímanum. Nefnd hefur starfað undan- farið á vegum dómsmálaráðuneytis- ins við endurskoðun reglugerðar um einkennisföt og einkenni lögreglu- manna og hefur hún nú falið fata- verksmiðjunni Max að sauma þessa jakka. Einnig er í ráði að hanna nýj- ar vetrarúlpur fyrir lögregluna en einkennishúfur og - buxur breytast að líkindum ekki. Að sögn Páls Eiríkssonar aðstoðaryfirlögreglu- þjóns, sem á sæti í nefndinni, hefur verið stuðst við fyrirmyndir frá hinum Norðurlöndunum, einkum Noregi. Nú eru um 30 ár liðin frá því að hinn alkunni svarti einkennisbúning- ur íslensku lögreglunnar var tekinn Morgunblaðið/KGA Stefán Guðjónsson lögreglumaður i nýja jakkanum og Jón Már Jóns- son í þeim gamalkunna. í notkun. Margir lögreglumenn hafa talið að jakkinn væri óhentugur til vinnu, sniðið geti heft hreyfingar þeirra þegar mikið liggur við, ullar- efnið sem hann er saumaður krefjist tíðra hreinsana og einnig sé hann oft óhentugur í íslenskri veðráttu. Nýi jakkinn er gerður úr efni sem hrindir frá sér vatni og er með lausu fóðri, sem hægt er að nota eftir því sem"' veður krefjast. Verði jakkinn tekinn í almenna notkun um áramót munu lögreglumenn þó eftir sem áður nota gamla búninginn við ýmis hátíðleg tækifæri, til dæmis á stórhátiðum og þegar staðinn er heiðursvörður. setningar á jarðvarmanotkun og í stýri- og viðvörunarkerfi. Aðilar frá hitaveitum Blönduóss, Þorláks- hafnar, Rangæinga og Sauðárkróks munu kynna slíkar nýjungar hjá sínum veitum. Jónas A. Aðalsteinsson mun flytja erindi um eignarhald á jarð- hita og jarðhitaréttindum og Magn- ús Ólafsson frá Orkustofnun mun ræða um súrefnisupptöku i plaströr- um en þau hafa verið verið notuð talsvert í hitaveitulagnir til sveita. Á nokkrum stöðum hafa komið upp vandamál vegna þess að súrefni leitar inn í rörin og veldur síðan tæringu í ofnakerfum húsa. Morgunblaðið/Sverrir Lögregluþjónar í umferðardeiid sigruðu i árlegri sundkeppni lögregl- unnar í Reykjavík. Með sundköppunum á myndinni eru þeir Magnús Einarsson, Ragnar Vignir, Bjarki Eliasson og Arnþór Ingólfsson. Eldð greitt um hvítasunnu LÖGREGLAN í Húnavatnssýslu fylgdist með hraða bifreiða i sýsl- unni um hvítasunnuna og ástæða þótti til að kæra 49 ökumenn fyrir of hraðan akstur. Þeir óku á 100-140 kílómetra hraða. Að sögjn Jóns ísberg, sýslumanns, þótti sérstök ástæða til að vera á varðbeigi þessa fyrstu ferðahelgi sumarsins. Lögreglan hóf hraðamæl- ingar síðari hluta fostudags og á mánudagskvöld höfðu 49 ökumenn verið kærðir. Þeir höfðu freistast til að aka of hratt eftir steyptum vegum sýslunnar og mældust allir á yfir 100 kflómetra hraða. Sá sem hraðast ók var á nærri 140 km hraða. Árleg sundkeppni lögreglunnar ÁRLEG sundkeppni lögreglunnar í Reykjavík fór fram í sundlaugun- um i Laugardal fyrir nokkru. Liðs- menn umferðardeildar sigruðu i sveitarkeppni og höfðu nokkra yfirburði yfir aðrar sveitir. Tími umferðardeildar var 5,25,2 mínútur, en tími næstu sveitar, D- vaktar, var 5,52,5. I þriðja sæti varð A-vaktin, á tímanum 5,57,0 mínútum og lestina ráku menn af B-vakt, á tímanum 6,18,0 mínútum. Lögreglumennimir voru sérstak- lega prófaðir í björgunarsundi og þar reyndist Jón Otti Gíslason röskastur, synti á 47 sekúndum. Næstur honum kom Sigurður Steingrímsson á 48,8 sekúndum og í þriðja sæti hafnaði Aðalsteinn Bemharðsson, en hann synti á 53,2 sekúndum. Dómari og yfirtímavörður var Ragnar Vignir, Bjarki Elíasson, yfirlögregluþjónn, sá um að ræsa keppendur og Magnús Einarsson og Jón Bjartmarz höfðu umsjón með keppninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.