Morgunblaðið - 02.06.1988, Side 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988
Hljómsveitin Súld, sem heldur í tónleikaför tll Kanade f sumar, held-
ur tónleika á HÓtel Borg f kvöld. Morgunbiaðið/Þorkaii
Súld til
Montreal
Morgunblaðið/KGA
Skógareldur
Jasshátíöln f Montreal er
vfðfrœg og meðal tónllstarmanna
sem þar koma fram má nefna Bob
McFarrin, Carlos Santana, Kelth
Jarrett og fleiri helmskunna jass-
tónlistarmenn. Súld lák á þessarl
hátfö f fyrrasumar og hlaut hljóm-
sveitln góðar undlrtektir, svo góð-
ar að þelm hefur verið boðið að
taka þátt f hátfðinnl aftur.
Hljómsveitin leikur reyndar víðar
f Kanadaför sinni. Hún mun leika á
þrennum tónleikum í Calgary. Síðan
halda þeir á íslendingaslóðir og
leika á tónleikum bæði ( Winnipeg
og Gimli. Þá taka við tvennir tónleik-
ar f Toronto og loks leika þeir á
áðurnefndri hátíð f Montreal.
Blaðamaður var viðstaddur æf-
ingu hjá hljómsveitinni í hinu nýja
húsnæöi tónlistarmanna é Vitastfg
3 og átti spjall við hljómsveitarmeð-
limi. Hljómsveitin hefur nýlokið viö
upptökur á hljómplötu sem þeir
ætla að hafa með sór til Kanada.
Áhugasamir geta kynnt sér efni
hennar ó tónleikum sem Súld held-
ur á Hótel Borg f kvöld.
„Það er gott að hafa plötu með
sér út til að kynna hljómsveitina.
Hún verður væntanlega leikin f út-
varpsstöðvum f þeim borgum sem
við spilum", sagði Steingrfmur Guð-
mundsson. „En við viljum endilega
að þaö komi fram að við erum ekki
að láta okkur dreyma um heims-
frægð" skaut Lárus Grfmsson inn
f. „En það virkar óneitanlega ör-
vandi fyrir sveitina að fó þetta boö.
Konsertinn f Montreal f fyrra, þar
8em við lékum fyrir 10-15 þúsund
óhorfendur, er mesta hvatning sem
slfk hljómsveit getur fengið," sagði
Steingrímur. „En svo ég vfki aftur
að plötunni þá heitir hún Bukoliki,
sem er nafn úr pólskri þjóðsögu. Á
henni eru ótta frumsamin lög. Auk
okkar lék Fríörík Karísson gftarleik-
arí með í tveimur lögum," sagði
Steingrímur að lokum. Þá hafa þeir
Súldarmenn gert myndband viö eitt
laganna sem senn verður sýnt ó
Stöð 2 og Ríkissjónvarpinu.
Hljómsveitin Súld er að uppi-
stöðu skipuð klassfsk menntuðum
hljóðfæraleikurum og mó vfða sjó
óhrif þess f leik sveitarinnar. Tón-
listin sem hún flytur er jass með
ýmsum blæbrigðum rokk- og suð-
ur-amer- ískrar tónlistar.
í hljómsveitinni eru tveir erlendir
hljóðfæraleikarar sem bóðir starfa
f Sinfóníuhljómsveit Islands, Pól-
verjinn Szimon Kuran fiðluleikari og
Maarten van der Malk, hollenskur
slagverksleikari. Auk þeirra skipa
sveitina Stefón Ingólfsson bassa-
leikari. Hann nam sín fræði í BIT-
skólanum í Los Angeles, meðal
annars undir handleiðslu hins
heimskunna bassaleikara, Bob
Magnusson, sem reyndar er íslend-
ingur í aðra ættina.
Steingrímur Guðmundsson, son-
ur þess kunna trommara Guðmund-
ar Steingrfmssonar, sem leikur um
þessar mundir meö Guömundi Ing-
ólfssyni í Skíðaskólanum í Hvera-
dölum. Steingrímur er næmur jass-
tónlistarmaður sem heldur þungum
púls gangandi án nokkurs fyrir-
gangs. Þá er samvinna þeirra
Steingríms og Maartens f sölsu-
og sambanúmerum sveitarínnar
afar skemmtileg.
Á pfanó, synthesizer og þver-
flautu leikur Lárus Grfmsson, ungt
nútímatónskáld sem hár söðlar um
og leikur jass. Hann semur auk
þess mikið fyrir sveitina.
Hljómsveitin heldur tónleika á
Hótel Borg, eins og fyrr segir, í
kvöld. GuGu
Fimmtudaginn 19. maí sfðast-
liðlnn hélt breska hljómsveltin
Woodentops tónlelka á Hótel fs-
landi. Voru þeir mjög vel heppn-
aðir og ágætlega sóttir.
Tvær íslenskar hljómsveitir hit-
uðu upp fyrir Woodentops. Sú
fyrri, Eins og nóttin . .. er nýstofn-
uð, enda þótt hljómsveitarmenn
séu allir gamalkunnir rokkarar úr
Vonbrigðum og Wonderfools.
Fluttu þeir fremur hefðbundið rokk
á næstum lýtalausan hátt. Útsetn-
ingar voru góöar, hljóðblöndun vel
viðunandi. Einhvern sannfæringar-
kraft vantaði að vísu f flutninginn
fyrstu mínúturnar en hann efldist
smám saman er á leið. En það sem
spillti fyrir öllu saman voru laga-
smíðarnar: Ekkert nýtt þar, ekki
frumlegt og ekki ögrandi eða krefj-
andi — ekkert sem greip eyrað.
Hin íslenska sveitin á tónleikun-
um var Daisy Hill Puppy Farm.
Piltarnir þeir voru ekki upp ó sitt
besta, en þó mátti hafa af þeim
góða skemmtun. Þaö sem háði
þeim kannski eðlilega var afspyrn-
uléleg hljóðblöndun, miðað við
stað og stund. Sérlega ónýttist
söngurínn. Enda var undirrituðum
tjáð eftir á, að hljómsveitarmenn
hefðu ekki komist í hljóðprufu fyrir
tónleikana. En þrátt fyrir þessa
vankanta sitja hin einföldu og
hrjúfu, en þó undarlega seiðandi
lög sveitarinnar, alllengi í huga —
eöa allt þar til Woodentops stigu
á sviðsfjalir.
Woodentops er frábær tón-
leikasveit og greinilega margfalt
betri á tónleikum en af plötu. Þetta
kvöld byrjuðu þeir rólega, næstum
þunglyndislega — að því er virðist
til að gera áheyrendur móttæki-
legri fyrir lótunum og fjörinu sem
á eftir fylgdu. Þeir sendu glóandi
tónsnörur út í salinn til að fanga
hjörtu óheyrenda og rísta í þau
æsing og vímu. Þetta var stórkost-
leg sýning og frábær skemmtun —
samfelldur tveggja klukkutfma
blossi. En samt... Rákirnar rístar
í hjartað voru furðu grunnar; æs-
ingurinn hvarf skjótt og víman
leystist svo til samtímis upp í maí-
loftinu. Minningin fölnar strax.
Þrátt fyrír glitrandi tóna og glamp-
andi lög snerta Woodentops mann
ekki djúpt, jafnvel ekki ó tónleikum.
Og svo er bara að spyrja sjálfan
sig hvort þess sé nokkur þörf...
Baldur A. Kristinsson
Eins og nóttin
Höfuðlausnir og hreinsun
Elns og msnn rekur minni tll
var sfðasta piata Megasar, Loft-
mynd, valin plata ársins 1987 og
voru þá meðtaldar Innfiuttar
plötur sam Innlandar. Það þóttu
þvf tfðlndl þagar það spurðist að
Magas hafðl þagar hafið vlnnu
við aðra plðtu, Höfuðlausnlr, akkl
þramur mánuðum aftir að Loft-
mynd kom út.
Þrótt fyrir svo skamman að-
draganda er víst að Höfuðlausnir
hlýtur að verða ofarlega á listum
yfir bestu plötur órsins. Reyndar
er þetta besta plata Megasar sem
ég hef heyrt þegar litið er til baka
af hreinskilni. Kemur þar til aö á
Höfuðlausnum eru textar sem
skipa sér með bestu textum Meg- •
asar og hitt að útsetningar ó plöt-
unni og upptökustjórn eru með
því besta sem heyrst hefur á
íslenskri plötu. Það endurvekur og
trú á íslenskum upptökustjórum
að heyra hve hljómur allur á plöt-
unni er fjölbreytilegur eftir hinn
klíníska hljóm sem allsráðandi
hefur veríð ó fslenskum plötum
hin seinni ár.
Á fyrri hliöinni er það strax lag-
ið Drukknuð böm, sem vekur at-
hygli fyrir djarfa og skemmtilega
raddsetningu, auk þess sem text-
inn er góður. Tæblús er lag sem
vinnur rækilega á við frekari hlust-
un, þó ekki hafi ég verið fullsóttur
við það f fyrstu. Lfkast verður það
komið á meðal bestu laga plötunn-
ar þegar þetta birtist ó prenti.
(Borðið þér) Orma frú Norma er
framúrskarandi lag hvað varðar
útsetningu og snjallan gftaríeik og
þá sérstaklega fyrir textann sem
felur f sér einkar skemmtilegar fre-
udfskar vangaveltur, auk þess
sem sagan af Ramsesi öðrum og
versið sem fyfgir á eftir henni vek-
ur ýmsar vangaveltur. (Enn er
ósvarað: Hvers vegna keðjusagar-
blað?) Borgarblús er lag sem vel
hefði getaö verið ó Loftmynd, en
á ekki sfður vel heima hér til að
koma mönnum af verði áður en
pería plötunnar, Drengirnir f Bang-
kok, kemur. Það er þaö lag sem
varð til þess að þessi plata varð
til og um leið það lag sem mest
hugsun er ó bak við. Oll vinna við
það lag er með ólíkindum vel
heppnuð og þó sérstaklega sam-
spil hljóðgerfla og snjallrar rödd-
unar Ingu, Bjarkar og Rose og
söngs Megasar sem segir frá
f Taflandsför.
Lag sem sem hefur á sér fleiri
hliðar en hægt er að lýsa hór,
enda kemur fram ný hlið f hvert
sinn sem lagið heyrist, og vfst er
að Hilmar hefur unnið þrekvirki f
þessu lagi og sett fram nýja við-
miðun. (Var einhver að tala um
ókeypis hugljómun?)
Seinni hliðin er Iftið síðri en sú
fyrri þó ekki sé þar að finna lag á
við Drengina í Bangkok. Fyrsta
lagiö þar, sem segir fró útigangs-
mönnum f öskjuhlfð, varpar fram
þeirri áleitnu staðreynd aö í
Reykjavfk er alltaf september en
aldrei maf og annað lagið Leiðrótt-
ingablús státar af snjöllum gftar-
leik Þríðja eyrans, Guðlaugi Ótt-
arssyni. Aðeins eina nótt er eitt
af þeim lögum Megasar þar sem
hann segir frá þeirri áráttu að eyða
þvf sem maður elskar og minnir
textinn óneitanlega mikið á Ástar-
söguna ó Loftmynd, ekki síður en
önnur iög i gegn um tfðina. Útsetn-
ing ó laginu er einkar vel heppn-
uð, en þó ekkert á við það lag sem
ó eftir kemur, lagið um legrembu-
rottur f Álafossúlpum. Þar helst f
heldur hálf ruddalegur texti um
frústasjónir karírembunnar og
hunangssætar þéttar engla bak-
raddir, sem gefa laginu sjöttu og
sjöundu vfddina. ( lokalagi plöt-
unnar, sem er ósköp venjulegt að
frágangi og gerð við fyrstu hlust-
un, er þar röddun Bjarkar og gftar-
leikur Gulla sem gera það að meiru
en það er þegar betur er hlustað
á. Uppgjör Megasar við H.C. And-
ersen?
Höfuðlausnir Ifða kannski eitt-
hvað fyrir það aö á plötunni eru
fimm framúrskarandi lög og fimm
„venjuleg", þvf það kemur nokkuð
niður á heildarsvipnum, en það
breytir þvf þó ekki að platan er
sigur fyrir Megas, sem þræðir
ótrauður brautir sem margir nýiið-
ar í íslenska rokkheiminum hafa
ekki kjark til að fara og ekki sföur
sigur fyrír samverkamenn hans;
Guðlaug sem á margan snilldar-
kaflann ó plötunni, raddirnar
Björku og Ingu Guðmundsdætur
og Rose McDowall og Hilmar öm,
sem vinnur þrekvirki í útsetning-
um. Líkasttil eiga útsetningar eftir
aö fara f taugarnar ó þeim sem
vilja hafa hljómsetningu geó-
metrfska og dauðhreinsaða, en
þeir geta þá velt fyrír sér þessum
orðum úr fyrsta lagi plötunnar:
Mennirnir, þeir skiija ekki annað
en það sem þeir vilja/og afganginn
misskilja þeir síðan kyrfilega.
Umslagið er verulega gott og á
skilið viðurkenningu en textablað
hefði veríð vel þegið.